Morgunblaðið - 25.11.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993
21
ISLENZK MALRÆKT HEFUR
HAFT MIKIL ÁHRIF Á MIG
Rætt við Per Aasen
sendiherra Noregs á íslandi
PER Aasen, sendiherra Noregs á íslandi, er nú að láta af störfum
eftir tæplega sex ára veru hér. Hann var áður þekktur blaðamað-
ur og ritstjóri í Noregi og helgaði störf sín erlendum málefnum.
Síðan lá leið hans inn í utanríkisþjónustuna, þó svo að sú væri
aldrei ætlunin og sendiherra hafði hann aldrei hugsað sér að
verða, nema ef vera kynni að sendiherrastaða á íslandi losnaði.
Svo fór og Per Aasen og eiginkona hans, Liv, sjá ekki eftir því,
en hún sat á Stórþinginu í 20 ár, frá 1969 til 1989. „Þegar við
yfirgefum ísland nú, er það ekki vegna þess að okkur líki ekki
hér, heldur vegna þess að okkur finnst tími til kominn að hægja
á ferðinni, fara á eftirlaun og sinna áhugamálum, sem óhjákvæmi-
lega hafa setið á hakanum. Við viljum með því móti hefja nýjan
kapítula í sameiginlegu lífi okkar, en vegna starfa minna fyrir
utanríkisráðuneytið og þingsetu eiginkonu minnar, höfum við
verið anzi mikið aðskilin. Nú verður breyting á því og nú höfum
við tíma fyrir hvort annað og sameiginlega vini og ekki sízt til
að hefja lestur góðra bóka aftur, en þann hæfileika hef ég öðlast
á ný hér á íslandi. Þá mun ég hefja skrif á ný fyrir blöð og kannski
setja eitthvað niður í bokarformi,
Morgunblaðið.
>
Eg var blaðamaður í aldar-
fjórðung og sérhæfði mig
þá í utanríkismálum og alþjóðleg-
um stjórnmálum, segir Aasen.
„Meðal annars lagði ég áherzlu á
málefni Suðaustur-Asíu, stríðið í
Indókína og fleira á þeim slóðum.
Síðan var ég ritstjóri á Arbeider-
Avisa í Þrándheimi og hafði hreint
ekki hugsað mér að ganga í lið
með utanríkisþjónustunni. Svo
kom að því, að ég var beðinn um
það 1974 af utanríkisráðuneytinu
að fara í þrjá mánuði til aðal-
stöðva Sameinuðu þjóðanna í New
York og vera þar ráðgjafi fyrir
sendinefnd okkar hvað varðaði
samskipti við fjölmiðla. Ég varð
við þeirri beiðni, en næst kom að
því að Noregur fékk sæti í efna-
hags- og félagsmálaráði Samein-
uðu þjóðanna og ég var beðinn
um að vera fulltrúi Noregs í ráð-
inu þau þijú ár, sem við áttum
þar sæti. Ég sló enn á ný til, enda
hafði ég fjallað mikið um þróunar-
ríkin og slík málefni. Ég fékk því
þriggja ára leyfi frá ritstjórastarf-
inu. Að loknum þeim þremur árum
var ljóst að Noregur fengi sæti í
öryggisráðinu til tveggja ára. Fyr-
ir svo litla þjóð gerist það aðeins
einu sinni á mannsaldri eða svo
og þegar leitað var til mín, sem
fulltrúa þjóðarinnar þar, kom að
því að ég veldi á milli blaða-
mennsku og utanríkisþjónustunn-
ar. Ég valdi það síðarnefnda, en
hvort það var rétt má sjálfsagt
deila um. Ég taldi þá að reynsla
mín sem blaðamanns myndi reyn-
ast mér vel á þessum vettvangi,
enda þurfti ég að fást við margvís-
leg málefni, safna upplýsingum
saman og koma þeim til skila. Því
segir Per Aasen í samtali við
fannst mér breytingin ekki svo
mikil. Þegar ég lauk svo störfum
hjá Sameinuðu þjóðunum varð
vettvangur minn hjá utanríkis-
þjónustunni fjölmiðlar og menn-
ingarmál og þar var ég líka á
„heimavelli". Þá hafði ég gert upp
við að ég ýildi vinna að þessum
málum og hefði enga löngun til
að verða sendiherra. Ég sagði þó
reyndar, að losnaði sendiherra-
staða á íslandi á þeim tíma, sem
mér hentaði, kæmi til greina að
ég sækti um, enda var ljóst að
menningarmál væru einn mikil-
vægasti þátturinn í samskiptum
íslands og Noregs."
Gefandi og viðburðarík ár
„Svo var ísland skyndilega
laust og kom það nokkuð á óvart.
Reglan hefur venjulega verið sú,
að sendiherrar Noregs í Reykjavík
hafi kunnað svo vel við sig að
þeir hafi setið þar eins lengi og
unnt var. Fyrirrennari minn var
hér aðeins í tvö ár og þá var kom-
inn tími fyrir mig að breyta til
og því sótti ég um og fékk stöð-
una. Og ég sé ekki eftir því. Ég
kom hingað með miklar vænting-
ar og það hefur oft reynzt mönn-
um varasamt, en í mínu tilfelli
hafa væntingar mínar verið upp-
fylltar og ég á nærri sex afar
gefandi og viðburðarík ár að baki.
Samskiptin milli landanna hafa
verið mikil og ég er eini norski
sendiherrann í Reykjavík, sem hef
notið tveggja heimsókna Noregs-
konunga til íslands. Árið 1988
kom Olafur konungur í heimsókn
og Haraldur sonur hans í fyrra.
Þá hef ég haft þá ánægju að ljúka
ferli mínum hér með því að fylgja
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Per Aasen fráfarandi sendiherra Noregs á íslandi.
forseta íslands, Vigdísi Finnboga-
dóttur, í vel heppnaðri heimsókn
til Noregs. Vigdís er ábyggilega
jafnvinsæl í Noregi og á Islandi
og værum við með embætti for-
seta í Noregi og Vigdís byði sig
fram, væri vandfundinn sá Norð-
maður, sem hefði betur í kosning-
um til þess embættis."
Líflegt og fjölbreytt
menningarlíf
„Þar sem kalda stríðinu milli
austurs og vesturs er nú lokið,
hef ég betur getað beitt mér á
sviði menningarmála og styrkingu
tengsla þessara náskyldu þjóða
en ella. Það er þó ljóst að þær
breytingar í varnarmálum, sem
eiga sér stað hér, skipta Norð-
menn miklu máli, því varnir ís-
lands og Norður-Noregs eru hluti
af órjúfanlegri heild, sem ræður
úrslitum fyrir báðar Jijóðirnar.
Menningarlífið hér á Islandi er
afar líflegt og fjölbreytt. Til marks
um það má nefna að menningar-
málanefnd norska Stórþingsins sá
ástæðu til að koma til íslands til
að kynna sér menningarlífið hér
og nefndarmenn hrifust mjög af
því. Ég bjó áður í Þrándheimi, sem
er bær á stærð við Reykjavík. Þar
var það varla nema einu sinni eða
tvisvar í mánuði að sýningar væru
opnaðar og væru um 30 til 40
manns þar, þótti það gott. Hér
berast okkur boð um að vera við-
stödd opnun allt upp í 8 til 10
sýninga um hvetja helgi og þar
'er allt fullt af fólki. Við hjónum
höfum nýtt okkur þessi tækifæri,
okkur til mikillar ánægju. Það er
stórkostlegt að sjá hve menning
og listir eru hér í hávegum hafð-
ar. Sem dæmi um það, las ég ein-
hvers staðar að bóksala fyrir jólin
næmi um einni milljón eintaka.
Það svarar til 16 milljóna í Nor-
egi, en það er fjarri því að svo
mikið af bókum seljist þar. Hefð-
um við í Noregi verið svo heppnir
að fá biblíuna þýdda á norsku,
áður en hún kom á dönsku vegna
yfirráða Dana, byggjum við Norð-'
menn líklega við svipaða tungu
og Islendingar. Hinn mikla rækt
sem Islendingar leggja við tungu-
málið hefur heldur ekki látið mig
ósnortinn. Ég vanda betur til þess
sem ég læt frá mér fara, bæði í
rituðu og töluðu máli, og reyni
að fínna frekar norsk orð en al-
geng erlend tökuorð. Eftir dvölina
hér tel ég að ég muni bæði tala
og skrifa betri norsku en ég gerði
áður en ég kom hingað, enda
hafði ég þá verið lengi í ensku-
mælandi löndum.
Það voru margir sögðu við mig
að breytingin yrði mikil þegar ég
flutti frá New York til Washing-
ton og að breytingin yrði gífurleg
við að fara til Reykjavíkur. New
York er afar lifandi borg, en
Washington miklu rólegri, eins
konar fjölskylduborg. Þessi breyt-
ing olli mér engum vandræðum
og sömu sögu er að segja af því,
er ég kom hingað til Reykjavíkur.
Allan tímann hér hef ég unnið að
afar áhugaverðum verkefnum og
notið fjölbreytts og líflegs menn-
ingarlífs. Því hef ég aldrei saknað
neins í Reykjavík eftir langa dvöl
í Bandaríkjunum. íslendingar eru
mikið til eins og stór fjölskylda
og í því umhverfi, sem ég hef
verið, finnst mér eins og mér hafi
verið tekið sem fullgildum fjöl-
skyldumeðlim og það þykir mér
afskaplega vænt um. Ég hef einn-
ig það lífsviðhorf að manni beri
að hugsa um nútíðina og þau
verkefni, sem að manni snúa, en
ekki líta of mikið til baka, nema
til að leita uppruna síns. Það á
Norðmaður auðvelt með hér á
Islandi. Hér er hin gamla saga
okkar skrifuð. Ólafur konungur
sagði oft að án Snorra Sturluson-
ar, án hinnar íslenzku sagnaritun-
ar, væri Noregur land án sögu.“
Miklir sameiginlegir
hagsmunir
„Noregur og ísland eru auðvit-
að keppinautar á mörgum sviðum,
einkum þó á mörkuðum fyrir sjáv-
arafurðir og fiskimiðunum. Því
geta risið deilur um ákveðin mál-
efni, en það sem nú hefur átt sér
stað vegna veiða íslendinga í
Smugunni, lít ég á sem undan-
tekningu. Norðmenn og íslend-
ingar eru þær tvær þjóðir í Evr-
ópu, sem hafa hvað mestra sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta,
hvað varðar skynsamlega nýtingu
auðlinda hafsins og náttúruvernd.
Deilan um Smuguna mun því
tæpast kasta skugga á hina miklu
sameiginlegu hagsmuni okkar á
þessu sviði. Ég er þá með í huga
það verkefni, sem bíður íslendinga
og Norðmanna, þegar stofn
norsk-íslenzku síldarinnar verður
svo stór að hún hefur göngu sína
yfrr alþjóðleg hafsvæði á leið sinni
yfir til íslands í fæðuleit. Þá hvíl-
ir sú ábyrgð á herðum þessara
þjóða að gæta þess að nýtingin
úr þessum mikla stofni verði skyn-
samleg og í samræmi við afrakst-
ursgetu hans. Hvorug þjóðin mun
þá kæra sig um að hvaða þjóð sem
er geti stundað veiðar á síldinni
að eigin geðþótta, um leið og hún
er komin á alþjóðlegt hafsvæði.
Við verðum að gæta þess að hafa
ekki skammtíma hagsmuni að
leiðarljósi og spilla um leið mögu-
leikum okkar á stjórn nýtingar á
sameiginlegum fiskistofnum,"
segir Per Aasen.
__________Brids____________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélag Sauðárkróks
Úrslit í hjóna- og parabrids, tveggja
kvölda keppni:
Agústa Jónsdóttir - Kristján Blöndal 264
Sigrún Angantýsd. - Sigurgeir Angantýsson 247
ErlaGuðjónsd.-HaukurHaraldsson 237
Bridsfélag Hreyfils
Eftir sex umferðir í aðalsveita-
keppni félagsins er staðan þessi:
Sv. Sigurðar Ólafssonar 134
Sv. Óskars Sigurðssonr 118
Sv. Rúnars Guðmundssonar 117
Sv. Jóhannesar Eiríkssonar 106
Sv. Birgis Kjartanssonar 102
Spilað er í Hreyfilssalnum á mánu-
dögum og hefst spilamennska kl.
19.30.
Bridsfélag Suðurnesja
Sl. mánudag hófst þriggja kvölda
jólatvímenningur þar sem hæsta
skor tveggja kvölda gefur sigur í
mótinu. Spilaður var Michell á 9
borðum og urðu eftirtalin pör efst:
Gunnar Guðbjömss. - Stefán Jónsson (N/S) t 266
Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson (N/S) 253
Gunnar Siguijónss. - Högni Oddss. (A/V) 248
Gunnlaugur Sævarss. - Gunnar Sigurðss. (A/V) 241
KarlHermannss.-AmórRagnarss.(N/S) 236
Pétur Júlíusson - Heiðar Agnarsson(N/S) 230
Onnur lotan verður á mánudaginn
kl. 19.45. Spilað er I Hótel Kristínu
og eru keppendur velkomnir bæði til
að vera með í keppninni sem og til
að skjótast í spilamennsku í eitt kvöld.
Keppnisstjóri er ísleifur íslason.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Sl. mánudag, 22. nóvember, var spiluð
flórða og síðasta umferðin í A.-Hansen
mótinu og urðu úrslit eftirfarandi:
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 142
Guðbjöm Þórðarson - Jón Sigurðsson 140
Kjartan Jóhannsson - Jón Þorkelsson 138
ÁrsællVignisson-TraustiHarðarson 98
Gunnlaug Einarsdóttir - Hrólfur Hjaltason 89
Kristófer Magnússon - Guðbrandur Sigurbergs. 73
Hæstu skor qórða kvöldið fengu:
Guðbjöm Þórðarson - Jón Sigurðsson 54
Kjartan Markússon - Jón H. Pálmason 42
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 37
ÁrsællVignisson-TraustiHarðarson 34
Gunnlaug Einarsdóttir - Hrólfur Hjaltason 34
Nk. mánudagskvöld hefst sveita-
keppnin og ræðst lengd hennar eftir
fjölda sveita í mótinu. Stjórn félagsins
hvetur alla spilara til að mæta og taka
þátt í skemmtilegustu keppni ársins.
Hjálpað verður til með aðmynda sveit-
ir á staðnum. Spilað er í íþróttahúsinu
v. Strandgötu og hefst spilamennskan
kl. 19.30.
Æfingakvöld byrjenda
Sl. sunnudagskvöld, 21. nóvember,
var æfingakvöld byijenda og var spil-
aður mitchell í tveimur riðlum og urðu
úrslit kvöldsins eftirfarandi.
N/S riðill:
Anna K. Bjamadóttir - Finnbogi Gunnarsson 217
Björgúlfur Pétursson - Guðm. Bemharðsson 201
Unnar Jóhannesson - SteindórGrétarsson 186
A/V riðill:
Markús Gunnarsson - Þorsteinn Kristinsson 197
KristínJónsdóttir - Kristrún Stefánsdóttir 182
Óskar Ólafsson - Guðfmna Konráðsdóttir 181
Á hveiju sunnudagskvöldi er brids-
kvöld í húsi BSÍ sem ætlað er byijend-
um. Húsið er opnað kl. 19 og spila-
mennskan hefst kl. 19.30.
■naHMBMnaaMiMiipiMiaiapinPMi
ARANGURSRIK SALA
Hvemig á að auka sölu iljótt?
Áhrifaríkar hugmyndir kynntar til þess að selja vöru
eða þjónustu með betri árangri. Nýtt sölumódel:
Viðhorf og hvatning sölumanna, sjálfsmat,
vörugreining og samkeppnisgreining.
Mikilvaegustu atriðin frá upphafi til loka sölu.
Ætlað sölufólki og sölustjórum sem vilja vinna
faglega.
Leiðbeinandi er Sigurður Ágúst Jensson,
viðskiptafræðingur og markaðsráðgjafi.
Sigurður Ág. Jensson
Námskeiðið er haldið í húsnæði
Stjórnunarfélagsins dagana
30. nóvember nk. kl. 13.00-17.00.
Skráning er hafin!
Nánari upplýsingar f sfma 621066.
Stjórnunarfélag
íslands
Ánanaustum 15 Sfmi: 621066