Morgunblaðið - 25.11.1993, Síða 37

Morgunblaðið - 25.11.1993, Síða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Morgunblaðið/Þorkell Samningur undirritaður UNDIRRITUN samstarfssamnings milli Halldórs Jónssonar hf. og íslenska landsliðsins í hárgreiðslu. Á myndinni eru f.v. Sólveig Leifs- dóttir, þjálfari íslenska landsliðsins í hárgreiðslu, Katrín Olga Jó- hannesdóttir frá Halldóri Jónssyni hf. og Lovísa Jónsdóttir frá Hár- greiðslumeistarafélagi íslands. Fyrir aftan stendur landslið íslands í hárgreiðslu, f.v. Lára Óskarsdóttir, Björg Óskarsdóttir, Guðrún Hrönn Einarsdóttir og Þuríður Halldórsdóttir. Á myndina vantar Þórdísi Helgadóttur. Wella styrkir hár- greiðslulandsliðið HALLDÓR Jónsson hf., umboðsaðili fyrir Wella-hársnyrtivörur, og ís- lenska landsliðið í hárgreiðslu hafa gert með sér samstarfssamning fram yfir heimsmeistarakeppnina í hárgreiðslu, sem fram fer í London í apríl á næsta ári. Þessi samningur felur m.a. í sér að Halldór Jónsson hf. leggur til æfingaaðstöðu í Wella-stúdíóinu í Skútuvogi 11 og íslenska landsliðið notar Wella-hársnyrtivörur við æf- ingar og í keppni. Islenska landsliðið er skipað Guð- rúnu Hrönn frá Hárgreiðslustofu Guðrúnar Hrannar, Reykjavík, Þór- dísi Helgadóttur frá hársnyrtistof- unni Hárný, Kópavogi, Björgu Ósk- arsdóttur frá hársnyrtistofunni Permu, Seltjarnarnesi, Láru Ósk- arsdóttur frá hársnyrtistofunni Permu, Reykjavík, og Þuríði Hall- dórsdóttur frá hársnyrtistofunni Ónix, Reykjavík. ÞESSIR drengir héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 2.000 krónur. Þeir heita Garðar Sigfússon, Ómar Vilhelmsson, Ragnar Skúlason og Róbert A. Guðmundsson. hústeppum Sérstakt tilbobá Verb ábur 2*600, Verb nú 1 -------"*10áS& Eigum FAKAFENI 9 - SIMI 686266 /f TfitTÍuÍ ■f i \ t/j R AD\ UGL YSINGAR ^ RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINÍ Útboð 93011 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-93011 11 kV rofabúnaður fyrir að- veitustöð Neskaupstað og Raufarhöfn Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 25. nóvember 1993 og kosta kr. 2.000 hvert ein- tak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 21. desember 1993. Verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Björgunarflotgallar Óskum eftir björgunarflotgöllum. Upplýsingar í síma 985-34127. Flugmenn -flugáhugamenn Haustfundurinn um flugöryggismál verður í kvöld á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20.00. Fundarefni: Fyrsta hjálp. Fallhlífastökk. Myndasýning. Allir velkomnir. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Flugmálafélag íslands, Flugmálastjórn, Öryggisnefnd FÍA. Kópavogur - Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Aðalfundur félagsins verður haldinn í Hvannhólma 30 fimmtudaginn 2. desember kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. 4. Veitingar. Stjórnin. Stórskemmtilegt húsnæði á frábærum stað með útsýni yfir Reykjavíkur- höfn á 2. hæð, samtals 360 fm. Má einnig skipta í 165 fm og 195 fm. Hagstæð lang- tímaleiga. Einnig kemur til greina að selja húsnæðið á mjög hagstæðum kjörum. Firmasalan, Ármúla 19, símar 683884 og 683886.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.