Morgunblaðið - 25.11.1993, Side 43

Morgunblaðið - 25.11.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1993 43 Kópavog, þar sem þau áttu heimili síðan á Furugrund 48. Þau Guðrún og Sigfús eignuðust eina dóttur, Sigrúnu, sem búsett er á Seyðis- firði, en hún er gift Ásgeiri Ámundssyni, netagerðarmeistara, og eiga þau tvö börn, Guðrúnu og Bjöm, en þau og þeirra börn voru miklir augasteinar afa síns og ömmu og veittu þeim mikla ánægju. Ég, sem rita þessi fátæklegu kveðjuorð um Sigfús frænda minn, tel að það hafi verið mikil gæfa fyrir mig, þegar ég, nokkurra mán- aða gamall, var tekinn í fóstur af móðurbróður mínum, Guðjóni, bróð- ur Sigfúsar, og konu hans, Mörtu Eyjólfsdóttur. Ekki var það síst fyrir það, að þá fluttist ég í sama hús og Sigfús og Guðrún, en þeir bræður byggðu og áttu saman hús- ið Sólhlíð 26 í Vestmannaeyjum. Ég er þess fullviss, að oft og tíðum hafi uppátæki jafn fyrirferðarmikils og heimaríks strákpeyja og mín, þau 10 ár, sem við áttum heima í sama húsinu, reynt á þolrif þeirra Guðrúnar og Sigfúsar. Áldrei minn- ist ég þess að ég hafi fengið skamm- ir frá þeim, þó að sjálfsagt hafi til- efnin verið óteljandi, en gaman hafði Sigfús af að koma mér upp með sinni græskulausu stríðni. Hana þoldi ég alls ekki og hef þá sjálfsagt ekki vandað frænda mín- um kveðjurnar. Sigfús Sveinsson var mikill mannkostamaður og vel af Guði gerður. Hann var alveg snillingur í höndunum, enda átti hann ekki langt að sækja það. Um það vitna ekki síst ýmsir smáhlutir, sem hann dundaði sér við að smíða eftir að hann hætti að vinna og settist í helgan stein. Hann smíðaði göngu- stafi, skóhom og ýmsa fleiri smá- hluti, sem allir bera listrænum hæfileikum hans fagurt vitni. Sig- fús var ákaflega traustur maður, trúfastur, iðjusamur og félagslynd- ur. Já, hann hafði til að bera alla þá kosti, sem einn góðan mann mega prýða. Um það munu allir sammála, sem honum kynntust. Nú að leiðarlokum að sinni vil ég tjá þakklæti mitt fyrir allt sem hann var mér í gegnum tíðina. Megi hann vera Guði falinn um eilífð. Kæra Guðrún, Sigrún, Ásgeir, börn og barnabörn. Við Ólöf biðjum Guð að blessa ykkur í sorg ykkar og söknuði eftir góðan eiginmann, föður, tengdaföð- ur og afa. Hilmar E. Guðjónsson. Minning Þorbjörg Jóhanna Ólafsdóttir Fædd 20. desember 1921 Dáin 17. nóvember 1993 Horfin ert þú á himnaveg, á ég þér svo margt að þakka. Ég þakka þér samveru okkar hér og ég hlakka til að deila með þér, er við hittumst aftur á himnavegi, öllu því sem gerist hér eftir að þú hvarfst á brott. Blessuð sé minning þín. Þinn Benjamín. + Faðir okkar og tengdafaðir, HJÖRTUR HJÁLMARSSON fyrrv. skólastjóri, verður jarðsettur frá Flateyrarkirkju föstudaginn 26. nóvember 1993, kl. 14.00. Emil Ragnar Hjartarson, Anna Jóhannsdóttir, Grétar Snær Hjartarson, Sigrún Sigurðardóttir. + Móðir okkar, UNNUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Vatnsskarðshólum, Mýrdal, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 13.30. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 9.30. Börnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, og langafi, GUÐMUNDUR STEINSSON, Vegamótum, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Sigríður Jónathans og aðrir vandamenn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við útför eiginmanns míns, föður, afa, iangafa og bróður, ÁRNA JÓNSSONAR smiðs. Sérdeilis þakka ég Hvergerðingum fyrir þeirra rausnarskap og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN ÓLAFSSON fyrrverandi vörubílstjóri, dvalarheimilinu Höfða, áður Suðurgötu 94, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 26. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vin- samlega bent á dvalarheimilið Höfða. Helgi Björgvinsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Björgvinsdóttir, Snæbjörn Snæbjörnsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Gunnar Lárusson, Þorbjörg Þorbjörnsdóttir, Helgi Ibsen, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær unnusti minn, sonur okkar, tengdasonur, barnabarn og bróðir, GUÐBJARTUR MAGNASON, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 14.00. Þórey Haraldsdóttir, Sigriður Guðbjartsdóttir, Magni Kristjánsson, Matthildur Sigursveinsdóttir, Haraldur Jörgensen, Bryndfs Magnadóttir, Kristján Magnason, Gyða Helgadóttir, Sigurbjörg Marteinsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK GUNNAR INDRIÐASON, Hnitbjörgum, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Blönduósskirkju laugardaginn 27. nóvem- ber kl. 14. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjálparsveit skáta, Blönduósi. Þórunn Sigurjónsdóttir, Brynhildur Friðriksdóttir, Sigtryggur Ellertsson, Guðrún Friðriksdóttir, Indíana Friðriksdóttir, Sigríður Friðriksdóttir, Sigurlaug Friðriksdóttir, Björn Friðriksson, Sigmundur Magnússon, Fritz Berndsen, Steindór Jónsson, Guðrún Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR STEFÁNSSON, Kirkjuvegi 7, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðar- kirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 14.00. Sigurlína Sigurðardóttir, Sigurður Kristmundsson, Birna Sveinbjörnsdóttir, Hannes Kristmundsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Etley Kristmundsdóttir, Sigurjón Kristjánsson, Guðlaug Kristmundsdóttir, Úlf Bergmann, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, RANNVEIGAR JÓSEFSDÓTTUR, Helgamagrastræti 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækningadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri fyrir kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur. Freyja Jóhannsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför systur okkar, mágkonu og móðursystur, HALLDÓRU PÁLÍNU SIGURÐARDÓTTUR frá Götuhúsum, Stokkseyri. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki sjúkrahússins á Selfossi. Sigríður Sigurðardóttir, Auðunn Jóhannesson, Valgerður Sigurðardóttir og systrabörn hinnar látnu. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, JÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Guðmundur Pálmason, Sólrún Engilbertsdóttir, Jakobfna Pálmadóttir, Guðmundur M. Jónsson, Anna Pálmadóttir Wilkes, BonnerT. Wilkes, Helga Pálmadóttir, Sævar Helgason, Petra Guðmundsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JENSÍNU GUÐRÚNAR ÓLADÓTTUR Ijósmóður, Bæ í Árneshreppi. Sérstakar þakkir færum við Ljósmæðrafélagi fslands, sem heiðr- aði hana með sérstakri minningargjöf til Árneskirkju. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur P. Valgeirsson, börn, barnabörn, fósturbörn og tengdabörn. + Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, RÓSU EINARSDÓTTUR frá Geirlandi, Sandgerði. Rósa Magnúsdóttir, Einari'na Magnúsdóttir, Samúel Björnsson, Aldís Magnúsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.