Morgunblaðið - 25.11.1993, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.11.1993, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 IÞROTTIR UNGLINGA / KARATE Helgi Magnús Valdimarsson frá Akranesi og Erlingur Guðleifsson frá Þórshamri eigast við í 13 - 16 ára flokki í kumite. Erlingur sem er hægra megin hafði betur og varð þriðji í kumite og sigurvegari í kata. Ég hef alltaf haft áhuga á bardagaíþróttum - segir Benedikt Þórtólf ára gamall úr Haukum á sínu fyrstu íslandsmóti „ÉG hef alltaf haft áhuga á bardagaíþróttum en fékk aldrei leyfi til að stunda þær. Mamma og pabbi voru hrædd um að ég yrði eins og unglingarnir í miðbænum, oft í slagsmálum," sagði Benedikt Þór Sigurðs- son, tólf ára gamall úr Haukum sem var meðal keppenda á ís- landsmótinu í Shotokan-kar- ate. Benedikt var að tuskast á við félaga sinn Rúnar. Þór Óm- arsson sem er ári yngri á milli í hléum á mótinu. Benedikt er í Öldutúnsskóla og Rúnar í Set- bergsskóla og báðir æfa með Haukum. „Stefnan hjá mér er ein- faldlega að verða góður í þessari íþrótt,“ sagði Rúnar sem fór að stunda karate vegna þess að hann vildi prófa eitthvað nýtt, eins og hann segir sjálfur. Benedikt segist hafa áhuga að reyna aðrar íþróttir eins og aikido og ni-njitsu auk þess sem hann hefur fullan hug á að ná langt í karate. „Ég stefni að því að verða ÚRSLIT „sensei og ná einhveiju ,,dani“ í svarta beltinu. Það ætti að taka mig fimm ár en eitthvað skemmri tíma ef að ég næ að stökkva yfir belti,“ segir Benedikt sem æft hefur karate í eitt ár og stefnir á að ná rauða beltinu á næstunni. Með græna beltið Þeir Ari Sverrisson, Örn Ingi Agústsson og Eiríkur Kristjánsson leggja allir stund á karate með Haukum og að þeirra sögn æfa um 40 - 50 unglingar hjá félag- inu. „Við erum búnir að æfa í eitt til tvö ár og stefnan er að sjálf- sögðu sett á að ná svarta beltinu, “ sögðu þeir. Karate skiptist í tvo megin- flokka, kata og kumite. í kata gera menn ákveðnar æfingar sem einna helst líkjast því að keppand- inn sé í viðureign við ósýnilegan andstæðing. í kumite keppa hins vegar tveir á móti hvor öðrum og reyna að koma lagi á andstæðing- inn sem gefur honum stig. „Kata byggist meira á tækni og einbeitningu," sagði Ari og Eiríkur sagði að hættan væri mun meiri á meiðslum í kumite, það gæti samt verið mun verra.“ Mestur áhugi hjá unglingum frá Þórs- hamri og Haukum meistari i yngsta aldursflokknum í kata annað árið í röð en gullverð- laun fyrir Kata í eldri flokkunum fóru til Þórshamars. Erlingur Tryggvason skilaði bestum æfing- um í flokki 10 -12 ára og nafni hans Guðleifsson í flokki 13-16 ára. Keppt var í tveimur flokkum í kumite. Örn Ingi Ágústsson úr Haukum sigraði í flokki 10-12 ára og Ólafur Nilsen úr Breiðablik í flokki 13-16 ára. Þórshamar hafði nokkra yfirburði í hópkata og hreppti þijú efstu sætin í unglinga- flokki. Fann veika punktinn „Hann fann veika punktinn í vörninni hjá mér en ég var ekki með nógu góða vörn fyrir kjálkan- um, sagði Akurnesingurinn Helgi Magnús Valdimarsson eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Erlingi Guð- leifssyni úr Þórshamri í glímunni um bronsið í kumite í flokki 13-16 ára. Helgi var einn fárra keppenda frá Akranesi á mótinu en hann sagði að áhuginn hefði minnkað á karate og færri væri við æfingar heldur en í fyrra. „Við höfum aldrei mæst áður en við sáum til hvors annars fyrr á mótinu. Mér tókst að sjá fram á veikleikann hjá honum með gabb- hreyfingum, með því að þykjast ætla að sækja og sjá hvernig hann bar sig í vörninni,“ sagði Erlingur sem skoraði tvívegis „vasari." ÚRSLIT Úrslit í unglingaflokkum á Islandsmótinu í Shotokan karate sem fram fór í Víðistaða- skóla í Hafnarfirði. Kata 13 - 16 ára 1. Erlingur Guðleifsson, Þórshamri..44.8 2. Hrafn Ásgeirsson, Akranesi......44.3 3. Michael Madsen, Akranesi........43.9 Kata 10 - 12 ára 1. ErlingurTryggvason, Þórshamri....40,8 2. Jónas P. Ólafsson, UBK..........40.4 3. Hrafnkell Sigríðardóttir, Þórshamri ..39.6 4. Ari Tómasson, Þórshamri.........39.2 5. EiríkurGauti Kristjánss., Haukum....39.1 6. Sveinn Sigurðarson, Þórshamri...38.0 ■31 keppandi tók þátt í þessum aldurs- flokki. KaUi 9 ára og yngri: 1. Sigdís Vega, Haukum..............40.8 2. Lára Knstjánsdóttir, Þórshamri..39.7 3. BirgirÖrn Hauksson, Haukum......39.2 4. Viktor Siguijónsson, Haukum.....39.0 5. Jón Þór Halldórsson, Haukum.....38.2 6. ÓlafurTorfi Yngvason, Þórshamri ....18.0 Hópkata unglinga 1. B-lið Þórshamars 2. C-lið Þórshamars 3. E-lið Þórshamars Kumite 13 - 16 ára 1. Ólafur Nilsen..............Breiðablik 2. Michael Madsen..............Akranesi 3. Erlingur Guðleifsson.......Þórshamri Kumite 10-12 ára 1. Örn Ingi Ágústsson.............Haukum 2. Þorvaldur Yngvason.........Þórshamri 3. Ari Tómasson...............Þórshamri ÍSLANDSMÓTIÐ íShotokan karate var haldið í íþróttahúsi Víðistaðaskóla í Hafnarfirði þann 13. nóvembersl. Shotok- an er vinsælasti stíllinn í heim- inum í þessari íþrótt en íþrótt- in nýtur vaxandi fylgis meðal unglinga jafnt sem fullorðinna. Keppt var í þremur aldursflokk- um unglinga á mótinu og það voru unglingar frá Haukum og Þórs- hamri sem börðust um gullið í flest- um flokkum enda virðist mestur áhuginn vera hjá þessum félögum. Sigdís Vega úr Haukum, varð Morgunblaðið/Frosti Benedikt og Rúnar Þór bregða á leik og Benedikt hefur greinilega betur í þessari viðureign. Morgunblaðið/Frosti Ari Sverrisson, Öm Ingi Ágústsson og Eiríkur Kristjánsson eru allir með grænt belti í karate. Úrslit í einstökum leikjum f unglingaflokk- um í landskeppni íslands og Færeyja í borð- tennis. Islensku keppendurnir eru taldir á undan. U-14 ára Markús Amason sigraði Ian D. Jacobsen 31:14 og 24:22. Ingi H. Heimisson sigraði Brian Hansen 21:12 og 21:15. Lilja Jóhannesdóttir sigraði Kirstin Han- sen 21:5 og 22:20. Ingólfur Jóhannesson/Ingi H. sigruðu Jan D./Brian 21:6, 19:21 og 21:9. Lilja/Markús sigruðu Ian/Kirsten 21:13 og 21:17. Ingi Heimisson tapaði fyrir lan Jacobsen 21:10, 15:21 og 19:21. Markús Árnason sigraði Brian Hansen 21:14 og 22:20. U-16 ára Ólafur Eggertsson sigraði Hans Árna Davidsen 21:9 og 21:9. Bjöm Jónsson sigraði Ólav Olsen 21:12 og 21:9. ' Eva Jósteinsdóttir sigraði Elinborgu Nygaard 21:14 og 21:10. Sigurður Jónsson/Jón Ingi Árnason sigr- uðu Hans/Ólav 21:10 og 21:13. Jón Ingi/Eva sigraðu Ólav/Elinborgu 21:13 og 21:14. Björn Jónsson sigraði Hans Árna Davids- en 21:10 og 21:9. Ólafur Eggertsson sigraði Ólav Olsen 21:10 og 21:13. BORÐTENNIS ■ ■ Oruggir sigrar gegn Færeyingum ÍSLENSKU ungiingalandsliðin í borðtennis unnu létta sigra á Færeyjum þegar liðin mættust sl. mánudag í Laugardalshöll. Islenska landsliðið skipað spilurum yngri en fjórtán ára sigraði fær- eyska jafnaldra sína 6:1. Leiknir voru fimm einliðaleikir, einn tvenndarleikur og einn tvíliðaleikur. í U-14 ára liðinu léku þeir Ingi Hrannar Heimisson og Ingólfur Jóhannesson sem báðir leika með HSÞ auk þeirra Markúsar Árnason- ar og Lilju Jóhannesdóttur úr Vík- ingi. Islenska liðið sigraði með fullu húsi í U-16 ára flokknum. íslenska liðið í þeim aldursflokki var ein- göngu skipað leikmönnum úr borð- tennisdeild Víkings en þeir eru Björn Brynjar Jónsson, Jón Ingi Árnason, Ólafur Eggertsson, Sig- urður Jónsson og Eva Jósteinsdótt- ur. Aðeins þrír færeyskir spilarar voru í hvoru liði og hefur liðsmunur- inn áreiðanlega átt sinn þátt í ör- uggum sigri íslenska liðsins enda hafa þjóðirnar verið svipaðar að getu undanfarin ár og skemmst er að minnast sigurs Færeyinga á landanum á síðasta ári þegar leikið var í Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.