Morgunblaðið - 25.11.1993, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 25.11.1993, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 53 Að mestu Rúnar Þór Hljómplötur Árni Matthíasson Rúnar Þór Pétursson hefur far- ið eigin leiðir í tónlist alla tíð og fáir tónlistarmenn eru eins sjálf- stæðir. Rúnar hefur aldrei talist með vinsælustu tónlistarmönnum landsins, nokkuð sem hann kærir sig líklega kollóttan um, enda hef- ur hann meira en nóg að gera í tónlistinni; segja má að hann sé á sífelldu tónleikaferðalagi, allan ársins hring. Plötur Rúnars hafa líka yfirleitt selst þokkalega, nóg í það minnsta til að útgáfa borgi sig. Fyrir skemmstu sendi Rúnar frá sér plötuna Að mestu, þar sem hann kemur á framfæri nýjum lögum í bland við eldra efni. Morgunblaðið/Sverrir Rúnar Þór Pétursson. Á Að mestu eru þijú lög sem ekki hafa komið út áður, en til viðbótar eru þrettán lög af Eyðimerk- urhálsum og Tryggð. Það er og helsti galli plötunnar að ekki sé meira um ný lög á henni upphafs- Iögin þijú, enda má glöggt heyra hve Rúnari hefur farið fram í laga- smíðum; hve lögin hafa orðið markvissari og söngur hans batn- að. Þannig er til að mynda annað lag plötunnar, Fossar, með hans bestu lögum, enda fellur rödd hans vel að rólegum lögum. Þriðja lag plötunnar er einnig nýtt, Hvít orð, sem er vel samið og heldur hrað- ara en Fossarnir. Upphafslagið, Miðbæjarhjartað, gengur aftur á móti ekki eins vel upp. Það hefur þó besta textann af nýju lögunum; texta sem segir eitthvað, en hinir textarnir eru frekar innihaldsrýrir sérstaklega Hvít orð, sem verður að engu þegar lýnt er í hann. Gömlu lögin eru misjöfn eins og gengur, sum er fengur að fá á geisladisk, en önnur eru síðri, til að mynda Borgin vakir, sem ekki hefur batnað með aldrinum, og Stundarfriður, sem er full billegt. ---------» » »--- Nýstárlegt gullinsnið Hljómsveitin Bubbleflies hefur vakið töluverða athygli undanfar- ið, því tónlist hennar er nýstárleg og sitthvað sem hún er að gera hefur ekki áður heyrst í íslensku rokki. Hljómsveitin átti lag á safn- plötunni Núll og nix í sumar og sendi fýrir stuttu frá sér sína fyrstu breiðskífu, The World is still Alive, sem er ein sú skemmti- legasta sem lengi hefur komið út hér á landi. Bubbleflies er alíslensk hlióm- Uppsetninq Þjónusta ^ uuaviU S32KSS. 1 AUtqf tkrrfí á undan JOLAROSIR JOLAROSIR SKREYTT JÓLATRÉ JÓLAKRANSAR JOLASVEINAR Opnunartími: Mán-fös kl. 12-18. Laugard. 10-16. Suðurlandsbraut 16, sími 812449. Sunnud. 13-17. (áður Gunnar Ásgeirsson hf.) Bubbleflies. sveit, þó nafn og umbúnaður bendi til annars, en öðrum þræði er plata sveitarinnar hugsuð fyrir erlendan markað þar sem tveir sveitarmeð- lima hafa unnið sér orð fyrir dans- tónlist. Tónlistin er og á köflum framandleg fyrir þá sem ekki hafa fylgst með dansbylgjum í útlönd- um. Lögin á plötunni eru ólík að gerð og lengd, allt frá 27 sekúnd- um upp í rúmar 10 mínútur og reyndar eru þau mis innihaldsrík. Þannig fylgja þau ýmist rokkhefð- um, eða eru samfelldar sveimsyrp- ur sem virðast endalausar, -en verða þó sjaldan leiðinlegar. Stystu lögin eru einatt einskonar millikaflar, vel til þess fallnir að bijóta upp stemmninguna og búna menn undir framhaldið. Það tekst og vel, en þó allra best í laginu Luger, sem er með þeim bestu á plötúnni, þó ekki sé það nema 27 sekúndna langt, en þar flétta þeir félagar saman Karíusi og Baktusi og eigin innleggi á skemmtilegan hátt. Það er galli á plötunni að sumt það sem á henni er virðist frekar uppfyllingarefni en tónlist sem glímt hefur verið við. Það má segja að sveim sé öðru fremur tónlist augnabliksins og þegar það augnablik er liðið og búið er að dansa frá sér ráð og rænu situr fátt eftir. Bestu lög á plötunni eru þau þar sem gullinsnið hefur náðst milli sveimsins og rokksins, þá helst titillagið, Shades og upphaf- slag plötunnar, If It’s Kinky, sem líður reyndar nokkuð fyrir afar þunnan texta. Aftur á móti ná lög eins og Razor X og Huxley Farm ekki að kveikja áhuga nema öðru hvoru. Það breytir því þó ekki að platan er skemmtileg áheyrnar og margt á henni bendir til þess að telja verði Bubbleflies eina efnileg- ustu rokksveit landsins, sérlega sé litið til frábærrar frammistöðu sveitarinnar á tónleikum, og plata hennar hlýtur að hafna ofarlega á uppgjörslistum ársins. JJDWifimDi Allar vörur til jólaskreytinga. Mjög gott irerð. Sendum í póstkröfu um allt land. Dúnúlpu tilboo Álygn- um sjó Haraídur Reynisson, Halli, hefur verið iðinn í trúbadúrspiliríi síðustu ár og vegnað vel. Hann hefur flest það til að bera að vera góður trúbad- úr, þægilega rödd og góðan gítar- leik, aukinheldur sem hann semur þekkileg lög og texta. Sýnishorn af því er á nýútkominni plötu hans, Undir hömrunum háu, sem Harald- ur gaf sjálfur út fyrir stuttu. Haraldur fær fjölmarga sér til aðstoðar á þessar fyrstu plötu sinni, þá helsta Hafberg Svavarsson bassaleikara, Tryggva Húbner gít- arleikara og Ríkharð Jensen trommuleikara, en einnig er gestur nestor íslenskra trúbadúra, Hörður Haraldur Reynisson. Torfason, sem á að auki eitt lag og texta á piötunni, en önnur lög eru eftir Harald og nær allir textar. Sem lagasmiður siglir Haraldur lygnan sjó, dægurpopp með innskot- um úr ýmsum áttum, helst frá bandarískri sveitatónlist. Fyrir vikið er platan áheyrileg, en á það til að renna saman í eitt. Einna skemmti- legast er einmitt lag Harðar Torfa-' sonar, en Haraldur er enginn með- alskussi þegar honum tekst vel upp, til að mynda í lögunum Öðruvísi en ég og Veður, bráðskemmtilegu og líflegu lagi. Upphafslag plötunnar er líka gott, en líður fyrir textann, sem segir í raun ekki neitt í nær 30 línum. Vert er að geta líka titiL lags plötunnar, sem er skemmtilega útsett og Nema eitt og eitt. Textar Haraldar eru yfirleitt lip- urlega ortir, en því marki brenndir að vera full meinlausir. Þannig bregður innihaldsrýr texti iðulega fæti fyrir fyrirtaks lag. Það er í sjálfu sér ekkert að því að hafa fátt að segja og að vissu leyti hvíld að hlusta á menn sem eru ekki að reyna að breyta heiminum, en þegar hlust- að er á síðasta lag piötunnar, sem samið er við ljóð Davíðs Stefánsson- ar, má heyra hvers Haraldur Reynis- son væri megnugur með meiri efniv- ið í höndum. Nú kr. 6.990,- ÁSurkr. 9.900,- Litir: Dökkblótt, grænt og Ijósblótt. Stær&ir: S-XL Barnadónólpur Tilboðsverð nú kr. 4.490.- Sendum í póstkröfu. »hummel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Símar 813555 og 813655 Eilífðartré, sérlega vönduð og auðveld í uppsetningu. 120 cm kr. 3.990,- 150 cm kr. 5.980,- 180 cm kr. 6.995,- Handmálaðir ca 40 cm háir kr. 996,- 20 cm kr. 895,- 25 cm kr. 1.195,- 35 cm kr. 1.395,- Gervijólarósir í potti 9 blóma kr. 199,- kr. 790,- 12 blóma kr. 249,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.