Morgunblaðið - 25.11.1993, Side 56
<rrf?k % nr V k ^ íw
2Ö* ]■ liútfirtttittJn litffrt Whp% MtWL,fc:| 1 ifrJk PACKARD
UMBOÐIÐ HP Á iSLANDI H F
/É@iWLW Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103
Hf.Stk. '
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181,
YKJAVÍK
>LF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1993
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Reynt að
flyljainn
nellikur
BLÓMAINNFLYTJENDUR ætla
að láta á það reyna hvort heimilt
verður að flytja inn nellikur og
fjórar aðrar tegundir af blómum
eftir 1. desember. í samningi ís-
lands og Evrópubandalagsins er
gert ráð fyrir frjálsum innflutn-
ingi þessara tegunda, eins og
nokkurra grænmetistegunda, yfir
vetrartímann en vegna ákvæða í
búvörulögum hefur landbúnaðar-
ráðuneytið ekki talið sig hafa
heimild til að skrifa upp á inn-
flutningspappíra nema innlend
framieiðsla anni ekki eftirspurn.
Fremur lítið hefur verið framleitt
hér af umræddum blómategundum
að sögn Bjarna Finnssonar, kaup-
manns í Blómavali.
Sveinbjöm Eyjólfsson, deildar-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, seg-
ir að ráðuneytið hafi mikinn áhuga
á að standa við umræddan samning
en ekki hafi fundist leiðir til þess enn.
Samningurinn við EB gerir ráð
fyrir niðurfellingu tolla af blómunum.
Bjarni telur að verð á umræddum
blómategundum gæti lækkað um
30-50%, miðað við innlenda fram-
leiðslu, ef innflutningur verður leyfð-
ur.
Sjá bls. C 1: „Blómastríð í upp-
siglingu".
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FH hafði sigur gegn Val
FH og Valur léku í toppslag 1. deildar karla á íslandsmótinu í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöldi þar
sem FH sigraði með 21 marki gegn 20 í spennandi leik. Hans Guðmundsson stekkur hér upp og skorar eitt
af sex mörkum sínum fyrir FH. Ólafur Stefánsson Valsmaður kemur engum vörnum við. Nánar um leiki
gærdagsins á íþróttasíðum bls. 54-55.
Ríkið og
SFR ræða
sairminga
VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli
Starfsmannafélags ríkisstofnana
og samninganefndar rikisins um
kjarasamning.
Að sögn Sigríðar Kristinsdóttur
formanns SFR er almenni kjara-
samningur Alþýðusambandsins og
vinnuveitenda til grundvallar þessum
viðræðum. Einnig sé verið að ræða
um ýmis réttindamál félagsmanna
SFR í tengslum við kjarasamning-
ana. Viðræðufundi sem átti að vera
í dag hefur verið frestað en búist er
við að málið skýrist um helgina.
Fleiri í viðræður
Félagar í aðildarfélögum Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja, og
aðrir ríkisstarfsmenn, voru ekki aðil-
ar að kjarasamningunum sem gerðir
voru nú í vor. BSRB-félögin felldu
þá að boða verkfall og eftir að ASÍ
gerði kjarasamning höfnuðu félögin
þeim samningi. Félagsmenn þeirra
hafa því ekki fengið orlofsuppbót og
láglaunabætur sem þar var samið
um. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hafa fleiri BSRB-félög en
SFR nú hug á að hefja viðræður um
kjarasamning. Þar á meðal er Póst-
mannafélag Islands en yfir 40% fé-
lagsmanna þar áttu rétt á láglauna-
bótum síðast þegar samið um þær.
Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg
Sjómaður slasaðist
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-Sif sótti í gær slasaðan mann um
borð í Svan RE-45 sem var á síldveiðum 13 mílur suð-austur af Hval-
bak. Maðurinn slasaðist í andliti þegar togvír slitnaði og slóst framan
í hann. Báturinn hélt þegar upp undir land en tveggja tíma flug var
fyrir þyrluna austur og einn og hálfur tími til baka. Þyrlan lenti við
Borgarspítalann kl. rúmlega 22 í gærkvöldi eftir um átta stunda ferð.
Yfirvofandi skort-
ur á mjólk í vetur
Bændur hvattir til að auka framleiðsluna
Hvannatúni í Andakíl.
LANDSSAMBAND kúabænda hefur áhyggjur af yfirvofandi
skorti á mjólk og mjólkurpróteini í vetur og- ætlar að hvetja
kúabændur til að auka framleiðsluna um tíma til að koma í
veg fyrir það. Annars muni skortur á mjólkurpróteini hugsan-
lega leiða til innflutnings á mjólkurafurðum.
Að sögn Valdimars Einarsson-
ar, framkvæmdastjóra Landssam-
bands kúabænda, benda upplýs-
ingar frá Framleiðsluráði landbún-
aðarins og Sambandi afurðastöðva
í mjólkuriðnaði til þess að skortur
verði á mjólk í vetur ef framleiðsl-
■Sprautunálar fundust
við leikskólagirðingu
FÓSTRA og böm á leikskólanum Ægisborg við Ægisíðu fundu
sprautur og sprautunál í laufi rétt utan við girðingu leikskól-
ans í gærmorgun. Að sögn Jónu Pétursdóttur, yfirfóstru á
Ægisborg, virðist sem þessir hlutir hafi legið þarna lengi.
E^stran var með börnin á gangi
4utan við leikskólalóðina og gramsaði
með tánum í laufhrúgu við girðing-
una og komu þá sprauturnar í ljós.
Jóna sagði að þessir hlutir hefðu
fundist utan girðingar og því á stað
þar sem þeir ættu að öðru jöfnu
ekki að verða á vegi barnanna en
þó væri augljós hætta sem fylgdi
þessu, ekki síst vegna þess að þar
sem hlutirnir fundust liggi gönguleið
fjölmargra skólabarna á hverjum
degi.
Jóna sagði starfsfólk leikskólans
aldrei hafa orðið vart við neina
umferð sem telja mætti grunsamlega
eða gæti tengst hlutum af þessu
tagi. Þarna væri hins vegar lítil
umferð um helgar og að næturlagi
og nóg væri af skotum á leikskóla-
lóðinni fyrir þá sem þyrftu afdrep
til myrkraverka.
Þetta er ekki i fyrsta skipti sem
sprautur og nálar finnast við leik-
skóla og var Jóna spurð hvort fóstr-
ur væru ef til vill farnar að hafa
vara á sér og leita aðskotahluta af
þessu tagi reglulega í skúrum, sand-
kössum og slíkum stöðum á leik-
skólalóðum. „Við förum alltaf yfir
svæðið við og við til að kíkja hvort
þar finnist eitthvað. Maður hefur svo
sem ekki haft sprautur í huga en
við eigum örugglega eftir að hafa
það á bak við eyrað í framtíðinni,"
sagði Jóna Pétursdóttir.
því marki sem hagkvæmt þyki, til
að auka mjólkurframleiðsluna í
vetur.
D.J.
an eykst ekki frá því sem nú er.
Hann segir að framleiðslan sé ein-
göngu miðuð við innanlandsmark-
að og lítið megi út af bregða til
þess að jafnvægið raskist. Nú hafi
það gerst að hey séu lakari en
áður, einkum norðanlands, og það
leiði til mjólkurskorts yfír vetrar-
mánuðina ef ekki verði brugðist
við. Valdimar telur að mjólkurpró-
tein vanti úr um það bil 1,5 milljón-
um lítra mjólkur á næstu 3-4
mánuðum.
Hvatt til framleiðsluaukningar
Valdimar sagði að Landssam-
band kúabænda vonaðist til að
bændur bregðist vel við áskorun
um að auka framleiðsluna í vetur
og ekki þurfi mikla aukningu tii
að koma í veg fyrir mjólkurskort.
Bendir hann á að greidd sé verð-
uppbót fyrir mjólk yfír vetrarmán-
uðina sem skynsamlegt sé fyrir
bændur að nýta sér. Ef þetta fyrir-
komulag dugi ekki verði að leita
annarra leiða til að laga fram-
leiðsluna að sölunni yfir árið.
Fyrirsjáanlegur skortur á mjólk
er einkum á Norður- og Suður-
landi og segir Valdimar mikilvægt
að aukningin verði þar. Hann
bendir á að bændur geti meðal
annars aukið kjarnfóðurgjöf, að
íslenskajárn-
blendifélagid
Hlutaféð
aukið um
nær 400
milljónir
HLUTAFÉ íslenska járn-
blendifélagsins á Grundar-
tanga hefur verið aukið um
389 milljónir og var gengið
frá innborgun í vikunni.
íslenska ríkið, sem á 55% hlut
í fyrirtækinu, lagði fram um 214
millj. að frádregnu 150 millj.
láni sem áður hafði verið veitt.
Norska fyrirtækið Elkem á 30%
hlut í fyrirtækinu og lagði fram
117 millj. og japanska fyrirtæk-
ið Sumitomo á 15% hlut og lagði
fram 58 millj.
Að sögn Stefáns Reynis
Kristinssonar fjármálastjóra
hefur staða fyrirtækisins batnað
verulega á síðustu mánuðum en
skuldir liðinna ára eru þó enn
miklar.