Morgunblaðið - 14.12.1993, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Um Jónas
Bókmenntir
Skafti Þ. Halldórsson
Matthías Johannessen: Um Jónas.
Bókmenntafélagið Hringskuggar
1993.
Fá skáld 19. aldar hafa fengið
aðra eins hlutdeild í eilífðinni og
skáldið Jónas Hallgrímsson. Hver
kynslóð, mér liggur við að segja hver
ljóðaunnandi, á sér sinn Jónas.
Skáldin yrkja til hans og fræðimenn
skrifa um hann. Hann er listaskáldið
góða „sem ekki getur dáið eins og
annað fólk“ (107), en þannig kemst
Matthías Johannessen að orði um
hann í nýrri bók sinni, Um Jónas.
Bók Matthíasar er ekki beinlínis
yfirlitsrit yfir kveðskap og ævi Jón-
asar heldur miklu fremur túlkun á
heild. Jónas í hafi tímans. Efni henn-
ar er að hluta til byggt á fyrirlestrum
sem Matthías flutti í Háskóla íslands
veturinn 1991-1992 en hér bætir
hann við, heldur á sömu braut og
gefur okkur sína sýn á Jónas og
samtíð hans. Sú sýn er að nokkru
leyti nýstárleg.
Jónas Matthíasar er fyrst og
fremst trúarskáld. „Hann var í eðli
sínu og upplagi mesta trúarskáld sem
ísland hefur alið“ (105), segir Matt-
hías og lætur ekki þar við sitja.
Hann hafnar þeim skoðunum að Jón-
as hafí aðhyllst hugmyndir deista
eins og m.a. Helgi Pjeturss taldi,
hvað þá verið hallur undir algyðistrú
eins og Halldór Laxness hélt fram í
Alþýðubókinni. Þvert á móti er Matt-
hías sannfærður um að Jónas hafí
trúað á persónulegan guð. Hann
leggi áherslu á sköpunarguðfræðina
í samræmi við Lúther og trúi á for-
sjón guðs og afskipti hans af lífínu
og veröldinni. Hann sé alfaðir í þeirri
merkingu, „miðþyngdarstaður trúar-
innar, skapari og stjórnandi" (137).
Matthías kallar til sögunnar
danska guðfræðinginn J.P. Mynster
(1775-1854), sem var fulltrúi fyrir
mildan rétttrúnað með rætur í bibl-
íufræðum. Rit Mynsters Hugleiðing-
ar um höfuðatriði kristinnar trúar
gáfu þeir Jónas og Konráð Gíslason
út 1839. Matthías tengir þessa út-
gáfu ekki einungis trúarsannfæringu
Jónas Hallgrímsson
Jónasar heldur leitast við að sýna
fram á tengsl hugmynda Mynsters
og seinustu kvæða listaskáldsins,
einkum kvæðið Alsnjóa sem mörgum
hefur þótt ráðgáta. Bendir hann
bæði á hugmyndatengsl og orðalags-
líkingar. Þannig sé orðalagið í
Alsnjóa „einstaklingur; vertu nú
hraustur" augljós skírskotun til hug-
leiðinga Mynsters og sýni ásamt öðru
„að Alsnjóa er kristið kvæði, sprottið
úr kristnum hugleiðingum og vísar
þá að sjálfsögðu til Krists sem er
hjartavörðurinn" (135).
Heildarsýn Matthíasar á ljóðaheim
Jónasar er víðfeðmari en nemur því
að Jónas sé einvörðungu trúarskáld.
Fjallað er um önnur rit hans, s.s.
náttúrufræðirit og ritdóminn fræga
um Tristransrímur. Jafnframt leitast
Matthías við að varpa ljósi á áhrifa-
valda í hópi forveranna og í samtím-
anum. Hann telur Jónas verða fyrir
milliliðalausum áhrifum af þýskri
rómantík eins og raunar ljóðaþýðing-
ar hans og önnur rit bera vott um.
Enn fremur beinir Matthías sjónum
sínum að áhrifum Jónasar á skáld
síðari tíma.
Vinnubrögð Matthíasar sýnast
mér standast fræðilegar kröfur.
Hann setur fram tilgátur og rökstyð-
ur sitt mál ekki síst með hluttækri
rannsókn textans, tínir til fjölda at-
riða máli sínu til stuðnings og er
sannast sagna býsna sannfærandi.
Hann nálgast Jónas víðast út frá
heimspekilegu og trúfræðilegu sjón-
arhorni en einnig beitir hann mikið
samanburðarrannsóknum þar sem
texti Jónasar er borinn saman við
texta annarra.
Þótt vinnubrögð Matthíasar séu
fræðileg nálgast hann þó Jónas frem-
ur sem skáld en fræðimaður. Það er
skáldið fremur en fræðimaðurinn
sem þannig skoðar næmum augum
orðanotkun Jónasar, hvernig hann
hliðrar til orðum, hvernig eitt orð
breytir heild, hvemig lýsingarorð eru
búin til, hvernig skáld vinnur fremur
en hvernig ljóðið er í endanlegu
formi. Framsetning efnisins er oft
skáldleg og hún einkennist af ríkri
hneigð sem sjaldgæf er í fræðiritum.
Gott dæmi um þessa hneigð er ástar-
játning Matthíasar til ídealismans
sem hann telur raunar hafa endur-
fæðst nú á síðari hluta 20. aldar í
nýrri heimsmynd ýmissa vísinda-
manna skammtaaflsfræðinnar sem
haldi því fram „að vitund mannsins
taki virkan þátt í að skapa efnisheim-
inn“ (42). Slík skoðun er vitaskuld
ekki allra nú á tímum en gæti verið
í góðu samræmi við rómantíska lífs-
sýn Jónasar.
Hnökrar á þessu riti eru fáir og
léttvægir. Tilvísanir eru í texta og
oft lauslegar og ekki er farið eftir
allra ströngustu kröfum hvað þær
varðar né fylgir heimildaskrá sem
að ósekju hefði- mátt bæta við þetta
rit. Svo víða er komið við. Sem fyrr
getur tekur Matthías gnótt dæma
máli sínu til stuðnings og ekki er
laust við að mér finnist um ofgnótt
að ræða á stöku stað.
Mikilvægast er þó að sýn Matthí-
asar á Jónas og kveðskap hans bæt-
ir við heildarmyndina sem við höfum
af listaskáldinu góða. Hún er sann-
færandi og umfram allt í senn fræði-
leg og skáldleg.
Geisladiskur með leik Martials Nardeau flautuleikara kominn út
Íslendíngar halda fast í
hefðir en reyna allt nýtt
Æft fyrir Jólabarokk
Morgunblaðið/Sverrir
TÍU manna hópur tónlistarmanna kemur fram á Jólabarokki í Laugarneskirkju á fimmtudag og
leika allir á upprunaleg hljóðfæri. Á myndinni er hluti hópsins, frá vinstri: Snorri Örn Snorrason,
Camilla Söderberg, Elín Guðmundsdóttir, Martial Nardeau og Sesselja Olöf Óskarsdóttir.
JÓLABAROKK er yfirskrift
tónleika, sem haldnir verða í
Laugarneskirkju á fimmtudag,
16. desember. Á tónleikunum
leika tíu listamenn barokkverk
á upprunaleg hljóðfæri. Upphaf-
lega hleyptu þær Guðrún Sigríð-
ur Birgisdóttir og Elín Guð-
mundsdóttir Jólabarokki af
stokkunum fyrir fjórum árum
og hafa tónleikamir unnið sér
fastan sess í tónlistarlífi aðvent-
unnar. Hópur listmanna hefur
tekið þátt í þessum árlegu tón-
leikum og einn þeirra er Martial
Nardeau, flautuleikari. Hann
hefur í nógu að snúast þessa
dagana, því fyrir utan undirbún-
ing tónleikanna var að koma út
geisladiskur þar sem hann leik-
ur verk sex íslenskra tónskálda.
Martial er tekinn tali á heimili
hans og Guðrúnar S. Birgisdóttur
í sl. viku, þegar stund gafst milli
stríða. Hann byrjar á að ræða um
tónleikana, sem skiljanlega eru
honum ofarlega í huga, nú þegar
lokaæfíngar standa yfír. „Við ætl-
um að flytja fjögur barokkverk að
þessu sinni, bæði frönsk og þýsk,
eftir Telemann, Couperin, J.
Christian Bach og Loeillet," segir
hann. „Þessi 18. aldar verk hafa
ekki verið flutt hér áður. Þau eru
mjög ólík innbyrðis. Tvö þeirra eru
kammerverk, kvintett og sextett,
en hin tvö fyrir einleikara.“
Martial segir að hópurinn kapp-
kosti að leika á upprunaleg hljóð-
færi, til dæmis tréflautur í stað
silfurflauta. „í verki Loeillets er
til dæmis leikið á Flauto di Voce,
sem mætti þýða sem „raddar-
flautu“. Það eru stórar blokkflaut-
ur, sem sjaldan heyrist í. En við
viljum reyna að ná upprunalegum
blæbrigðum tónlistarinnar. Þetta
eru þau hljóðfæri, sem tónskáldin
höfðu í huga þegar verkin voru
samin.“
Martial bendir á að í Evrópu sé
mikil barokk-vakning. „Núna er
upprunalegra heimilda leitað, farið
á bókasöfn og leitað að nótum og
kennslubókum frá barokktíman-
um. Farið er yfír þessar heimildir
og skoðuð sú gagnrýni, sem tón-
listin fékk, bréfaskriftir tónskáld-
anna og fleira. í raun er þetta
sagnfræði, sem veitir okkur innsýn
í heim barokksins. Þetta hefur leitt
til þess að tónlistarfólk hefur leit-
ast við að skila tónlistinni frá sér
sem upprunalegastri og því leikið
á hljóðfæri þessa tíma. Þetta kost-
ar auðvitað mikla vinnu og í raun
endurmenntun hljóðfæraleikar-
anna. Hér á landi kemur þessi
þróun fólki ekki á óvart, því ís-
lenskir áheyréndur fylgjast vel méð
útgáfu á tónlist erlendis. Þar eru
stórar messur eftir Hándel og Bach
komnar út á plötum með leik á
upprunaleg hljóðfæri.“
Kynnir íslensk verk
Martial hefur verið búsettur hér
á landi í tíu ár og er svo mikill
íslendingur í sér að þegar hann
heldur tónleika í útlöndum, sem
hann gerir á hverju ári, kappkostar
hann að kynna íslenska tónlist.
„Mér finnst nauðsynlegt að fara
til útlanda, því hér er ekki hægt
að margendurtaka sömu tónleik-
ana,“ segir hann. „Þú spilar pró-
grammið einu sinni og svo þarftu
að æfa nýtt. Úti er hins vegar
hægt að láta prógrammið þróast
áfram með því að leika það á tón-
leikum. Þá er líka gaman að spila
fyrir annað fólk en íslenska áhorf-
endur, því hér eru oft sömu gest-
irnir á öllum tónleikum. Ég spila
alltaf íslenska tónlist á öllum tón-
leikum erlendis og henni hefur
verið vel tekið. Ég get tekið Tóna-
mínútur Atla Heimis sem dæmi.
Það verk lék ég í París og því var
mjög vel tekið. Verkið er sérstakt,
því það skiptist í tuttugu og eina
tónamínútu og hver mínúta hefur
sinn blæ og sitt heiti, til dæmis
Fuglatónar, Fiskatónar, Regntón-
ar og Snjótónar. Það er mjög gam-
an að flytja verkið, því áhorfendur
sitja og fylgjast mjög vel með í
efnisskránni, svo epgin tónamínút-
an fari nú fram hjá þeim.“
Nútímatónlist og eldri perlur
Tónamínútur Atla Heimis
Sveinssonar eru einmitt eitt þeirra
verka, sem er að finna á nýút-
komnum geisladiski með leik Mart-
ials. Undirleik á píanó í fjórum
verkum annast Örn Magnússon,
en íslensk tónverkamiðstöð gefur
diskinn út í samvinnu við Ríkisút-
varpið og með stuðningi frá ýms-
um aðilum, til dæmis lista- og
menningarráði Kópavogs, Búnað-
arbanka og íslandsbanka. í upplýs-
ingum með geisladisknum ritar
Martial sjálfur um verkin sem hann
flytur. Um fyrsta verkið, Fjögur
íslensk þjóðlög eftir Árna Björns-
son, segir hann m.a. að um alþýð-
legar tónsmíðar sé að ræða og
innblásturinn sé sóttur í hvers-
dagslífið. Annað verkið er „Við
stokkinn" eftir Mist Þorkelsdóttur
og segir Martial að hann hafi far-
ið þess að leit við tónskáldið að
hún semdi verk fyrir einleiksflautu.
„Við stokkinn" hafi hún samið í
tilefni af fæðingu sonar síns. Verk-
ið sé fullt af fegurð og hug-
kvæmni og sveiji sig í ætt við
„Children’s Comer" og „Kindersz-
enen“.
Atli Ingólfsson er þriðja tón-
skáldið sem á verk á geisladiskn-
um. Hans verk^eru tvö, „Berging"
fyrir einleiksflautu og „Þrjár andr-
ár“ fyrir flautu og píanó. „Berg-
ing“ var prófverkefni höfundar frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
„Verkið hefur haldið krafti sínum
og frumleika og sérhver flutningur
þess er ný reynsla,“ segir Martial.
„í „Þremum andrám" sýnir hann
allt aðra hlið, léttleika og blíðu.“
Fjórða tónskáldið er Atli Heimir
Sveinsson og á hann tvö verk á
disknum. Annað er að sjálfsögðu
„Tuttugur og ein tónamínúta". „Á
fyrsta fundi okkar í París árið
1980 sýndi hann mér handrit af
verkinu,“ segir Martial. „Hugsið
ykkur! Hér var komið skáldverk
sem lýsir öllum heiminum á tutt-
ugu og einni mínútu með einleiks-
flautu. Stórhugur tónskáldsins
hefur fært okkur eina af meiri
háttar partítum flautunnar í dag.
I næsta verki, intermezzo úr „Dim-
malimm“, grípur Atli andartak og
færir okkur inn í draumheima. Við
vatnið grætur kóngsdóttirin Dim-
malimm svaninn sinn, sem er dá-
inn. Þetta verk hefur verið gefið
út á nótum sérstaklega, enda með
vinsælustu verkum tónskáldsins."
Kjartan Ólafsson á verkið
„Calculus", sem er fyrsta tölvu-
samda verk höfundar. „Tónskáldið
gefur tölvunni hráefni í verk sitt,
tónhæð, styrkleika, hryn, kontra-
punkt o.s.frv. í minnstu smáatrið-
um. Tölvan vinnur úr þessu og
skilar loks heillandi og óafturkall-
anlegum söng,“ segir Martial um
þetta verk.
Lokaverkið á geisladisknum er
„Grænn snjór“ Jónasar Tómasson-
ar, sem hann samdi að beiðni
Martials. „Jónas ferðast með okkur
til upprunans," segir Martial. „ís-
land jökla og óteljandi eyja, fjarða
og síbreytilegrar litadýrðar fjall-
anna er honum endalaus upp-
spretta tónlistar."
Hef ekki skrifað besta verkið
Martial Nardeau hefur sjálfur
fengist við að semja tónlist og því
er hann spurður hvers vegna ekki
sé að finna verk eftir hann á diskn-
um. Hann hugsar sig lengi um og
svarar svo: „Ég hef vissulega skrif-
að mikið fyrir flautu, en ég hef
ekki skrifað besta verkið enn. Mér
fannst mín tónlist hfeldur ekki eiga
heima á þessum disk. Þetta eru
fjölbreytt verk og mér finnst gam-
an að spila svo ólík og margbreyti-
leg verk. íslendingar eru líka fram-
sæknir og vilja reyna allt nýtt,
hvort heldur í tæknibúnaði eða
tónlist. En þeir sætta sig ekki ein-
göngu við það, því þeir vilja halda
í hefðir. Á íslandi fínnur þú það
allra nýjasta á gömlum grunni.
Þess vegna er geisladiskurinn líka
þannig upp byggður, að auk nútí-
matónlistarinnar er þar að finna
ljúfar perlur, fulltrúa gamla Is-
lands. Ég hafði mjög gaman af
að vinna þennan disk og vil nota
tækifærið til að koma á framfæri
bestu þökkum til allra þeirra sem
hjálpuðu mér.“
Þegar hér er komið sögu er
ungur sonur Martials, Jóhann, orð-
inn afar óþolinmóður, enda stendur
til að baka piparkökur. Hann sér
hins vegar fram á að ekki verði
hafíst handa við baksturinn fyrr
en viðtalinu lýkur. Hann gengur
því ákveðinn að blaðamanninum
og tilkynnir: „Pabbi er algjör snill-
ingur á flautuna sína.“ Það er
greinilega ekki meira um málið að
segja.
RSv