Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Gunnar Bender. Guðmundur Guðjónsson. Nýjar bækur Stangaveiðiárbókin ÚT ER komin bókin Stangaveið- in 1993 eftir blaðamennina, Guðmund Guðjónsson og Gunn- ar Bender. Þetta er eins og nafnið gefur til kynna árbók, en hún hefur komið út síðan 1988. í texta aftan stendur m.a.: „Stangaveiðiárbókin kemur nú út i sjötta sinn og er það mál manna sem þekkja til að þá fyrst séu árbækur einhvers virði er þær hafa komið út um árabil. Þó árin séu aðeins sex er gildi útgáfunnar löngu farið að segja til síh. Efnisatriðin eru hin sömu og áður. Tölur, veiðisögur, allar helstu fréttir og hræringar fram að 10. október. Silungsveiðin og á annað hundrað myndir af veiðial- þýðunni. Höfundar og útgefendur eru einnig hinir sömu. Við biðjum bókarkápu veiðimenn að njóta og sjáumst á bökkum vatnanna á nýju ári.“ Selkórinn - aðventutónleikar Tónlist Ragnar Björnsson Ekki er ýkja langt síðan byijað var að fagna jólum með samkom- um í kirkjum fyrsta sunnudag í jólaföstu með tónlist og fyrirlestri eða hugleiðingu og gjarnan var fenginn til þess einhver sem þekktari var fyrir annað en kirkju- sókn. Þetta ágæta fyrirkomulag hefur breyst í hreina tónleika og þá ekki lengur bundið sunnudeg- inum fyrsta í aðventu og kirkjan ekki lengur ein um tónleikahaldið, hljóðfæraleikarar eru með að- ventutónleika og jafnvel karlakór- arnir eru komnir af stað. Sjálf- sagt er þetta „allt af hinu góða“ eins og vinsælt er að segja, a.m.k. fá margir ástæðu og tækifæri ti! að láta í sér heyra og áheyrendur allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfí, sem einnig er vinsælt í dag. Kannski er ekki rétt að skrifa opinbera listgagnrýni á marga þessa tónleika, stundum lítill æfíngaundirbúningur og oft að verkefnin geta tæplega talist kon- sert-verkefni. Svo var og um stór- an hluta verkefnavals Selkórsins, sálmalög í útsendingum sem sungin eru í jólamessum hér heima og erlendis. Hins vegar má syngja þessa sálma misjafn- lega vel eða misjafnlega illa. Kór- inn virðist búa yfir nokkuð góðum efniviði sem hægt er að slípa en töluvert virðist á vanta enn. Því miður var svo til enginn munur á meðferð laganna í fyrri hlutanum, þau voru svo til undantekninga- laust sungin mezzo-forte og mót- un, eða túlkun, á hveiju lagi fyrir sig gat undirritaður ekki fundið. Taktslag stjórnandans, Jóns Karls Einarssonar, er yfirleitt greinilegt en það þarf meira til. Stjórnand- inn þarf að skapa hyeiju lagi andlit sköpunarhæfni stjórnand- ans. Þrátt iýrir góð augnablik og velheppnaðan og viðkvæman tríó- þátt var mótetta Bachs, Jesu, meini Freude, of stór biti að kyngja. Þar vantaði raddtækni og sterkari hrynkennd til að allt héld- ist vel á floti. Sem fyrr segir, er kannski óréttlátt að vera með gagnrýni á tónleika sem þessa, sem hugsanlega eru drifnir upp á stuttum tíma og til þess gerðir að fólk finni angan jólanna. En svo vitnað sé í bæjarstjórann á Seltjarnarnesi, þá stendur nú allt til bóta og peningarnir fara í „að bæta mannlífið", því ekki fara þeir í nýbyggingar, þar sem lóðir eru uppurnar á Nesinu og leik- hús, sjúkrahús og fleira er auð- velt að sækja til Reykjavíkur, hver væri því svo vitlaus að krossa við sameiningu. Gallinn er bara sá að peningar eru ekki örugg leið til betri listsköpunar. Hraun og hugmyndafræði ísafold gefur hana út í þriðja skipti á sex ára ferli ritsins. Bókin er 151 bls. Bókin kostar 2.850 krónur. Myndlist Sögur eftir Börk Gunnarsson Komið er út smásagnasafn eftir Börk Gunnarsson, 23 ára Garðbæing sem stundar nám í heimspeki við Háskóla íslands. í safninu sem nefnist X eru fimm sögur: Sjálfvirkinn, Aðeins þögnin segir satt, Líf, Það rennur og Gamansemi guðanna. Höfundurinn hefur áður birt Ijóð og sögur í blöðum og tímaritum, en smásagnasafnið er fýrsta bók hans. Útgefandi er Ragnan. Mynd á kápu er eftir Guðnýju Rósu og ljósmynd eftir Karl Pétur Jónsson. Umbrot og setning er verk Skarphéðins Gunnarsson- ar. Prentsmíði prentaði. Bókin kostar 1.954 krónur. Börkur Gunnarsson Bragi Ásgeirsson í Listaskála alþýðu kynnir Hall- dór Ásgeirsson 13 ný myndverk sem flest tengjast hrauni og um- mótun þess við logsuðu, og stendur sýningin til 19. desember. Halldór virðist öðru fremur hafa fengist við að vinna með eld og logsuðutæki á undanförnum árum og urðu menn greinilega varir við það á síðustu sýningu hans í Nýlistasafninu. Þar sýndi hann stóra sviðna trédrumba og sótug klæði og voru vinnubrögð- in mjög frábrugðin öllu því sem frá honum hafði komið til þess tíma. En ekki hélt hann áfram í trédrumb- unum heldur beindist nú athygli hans að formunum hraunsins og ummyndun þeirra ásamt tilraunum með léttari efni. íslenzkir listamenn hafa eðlilega látið hraunið hafa áhrif á sig og má einkum nefna Kjarval, sem málaði það, og Jóhann Eyfells, sem að vissu marki vann á svipuðum nótum og Halldór, þótt myndsýn þeirra sé um margt frábrugðin. En báðir ráðast þeir á hið áþreifanlega hraun og ummynda það með eldi, en Jóhann hefur líka hoggið í það og ruðst inn í kjama þess með ýmsu móti. Halldór tekur hins veg- ar hraunmola og logsýður, þar til hluti yfírborðsins er orðinn sléttur og gljáandi, og nær með því sterk- um og sérkennilegum andstæðum, auk þess sem frá sumum liggja fín- gerðir þræðir út í loftið og hafa svip af efnislegri mýkt og léttleika, sem hraunið sjálft hefur ekki til að bera. Áhrifín eru óvænt, en geta allt eins virkað sem hreinar og bein- ar tilraunir og rannsóknir á efni- sinnihaldi hraunmolans. Ekki síst fýrir þá sök að hann setur þá iðu- lega undir gagnsætt harðplast, eins og gert er á tilraunastofum og steinasöfnum. Og það gerir samlík- inguna enn raunhæfari að ein hil- lusamstæðan úr slíku plasti er þak- in hvers konar glerdóti er minnir á rannsóknarstofu. Sýningunni er mjög vel fyrir komið og það eykur áhrifín til muna að hlaðinn hefur verið veggur úr vikursteinum á milli salanna („Við hraunmúrinn") en á hann hefur listamaðurinn logsoðið stóran hring og inní í honum eru svo smærri hringir og virkar gjörningurinn sem rýmisleg dýpt og eilífðarferli á ann- ars flötum og fastmótuðum grunni. Halldór hefur svo einnig unnið hugmyndir sínar á pappír, en mik- ill fjöldi smáteikninga er á sýning- unni. Minnir það á fyrri tilhneigingu hans við að vinna úr frumstæðum og sjálfsprottnum táknmyndum en hefur þó meiri skírskotun til hins jarðbundna og sköpunarkrafts nátt- úrunnar. Táknin vinna vel með hraunmolunum og styrkja megin- HANKOOK \m\RDEKKI\ á lága verðinu Frábær vetrardekk - Einstakt verð Verðsýnishorn stgr. Verðsýnishorn stgr. 145R12 KR. 3540 KR.3186 185R14 KR.5680 KR.5112 155R12 KR.3770 KR.3393 175/70R14 KR.5100 KR.4590 135R13 KR.3540 KR.3186 185/70R14 KR. 5440 KR.4896 145R13 KR.3660 KR.3294 195/70R14 KR. 6280 KR.5652 155R13 KR.3980 KR.3582 205/75R14 KR.7580 KR.6822 165R13 KR.4100 KR.3690 175/65R14 KR.5550 KR.4995 175/70R13 KR.4440 KR.3990 185/60R14 KR.5980 KR.5382 185/70R13 KR.4880 KR.4392 165R15 KR.4770 KR.4293 175R14 KR.4980 KR.4482 185/65R15 KR.6420 KR.5778 Barðinn hf. Skútuvogi 2 - sími 683080 Sendum gegn póstkröfu. Halldór Ásgeirsson hugmyndina að baki sköpunarferl- isins, en formrænn krafturinn í hverri mynd fyrir sig er ekki tiltak- anlega mikill. Á heildina litið er þetta án efa áhrifaríkasta framtak Halldórs Ás- geirssonar til þessa. - ■» ♦ ♦ Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Sjö, níu, þrettán — hjátrú íslendinga í daglega lífinu. Ritstjóri er Símon Jón Jóhannsson. Um er að ræða bók um margvíslega hjátrú lands- manna fyrr og nú. Á bókakápu segir að bókin sé í senn fræðandi og skemmtileg og að hún höfði jafnt til ungra sem aldinna íslendinga. Meðal efnisflokka má nefna ástir og brúðkaup, meðgöngu og fæð- ingu, íþróttir og leikhús, stiga og spegla, salt og svarta ketti, að því ógleymdu að banka undir borð og fara með töfraþuluna „Sjö, níu, þrettán!" Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er rikulega myndskreytt, bæði með ljósmyndum úr ýmsum áttum og teikningum eftir Gísla J. Ástþórsson og fleiri. Hún er 269 blaðsíður að lengd, prentuð í prentsmiðju Árna Valdemars- sonar. Bókin kostar 2.980 krón- & | Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.