Morgunblaðið - 14.12.1993, Page 21

Morgunblaðið - 14.12.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 21 Nýjar bækur ■ Klukkan Kassíópeira og húsið í dalnum heitir nýútkomin bamabók eftir Þórunni Sigurðardóttur. Bókin er byggð á leikriti sem flutt var í Ríkisútvarpinu í haust og fjallar um böm sem fara að grafast fyrir um gamalt lejmdarmál og komast þá að óvæntum sannleika. „Þegar farið er að grafla í fortíðinni kemur ýmislegt spennandi í ljós ög aðalpersónan, Halla, uppgötvar höfuðborgina, þar sem kapphlaupið við tímann er alls- ráðandi,“ segir í kynningu útgefanda. Klukkan kassíópeia og húsið í dalnum er fyrsta bamabók Þórannar. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 140 blaðsiður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Katrín Sigurðardóttir myndskreytti bók- ina. Verð 1.390 krónur. ■ Galdur steinsins eftir Heiði Baldursdóttur er ný bama- og ungl- mgabók. Heiður fékk á sínum tíma Islensku bamabókaverðlaunin. í kynningu útgefanda segir: „1 galdri steinsins segir frá tveimur óh'kum stúlkum á ólíkum tímum sem tengj- ast gegnum töfrastein. Gunnhildur lifir í nútímanum. Hún á við veikindi að striða og á erfítt með að taka þátt í leikjum annarra krakka. Með hjálp töfrasteinsins sem frænka hennar gefur henni einn góðan veðurdag, sér hún inn í ævintýraheim þar sem önn- ur stúlka, Hildur, leggur upp í erfíða ævintýraferð. Hún leitar að týndum konugssyni og lendir í ólíklegustu raunum svo líf hennar liggur við.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Um prentvinnslu bókarinnar sá prentstofa G. Ben en hún er 152 bls. að iengd. Bókin kostar 1.490 krónur. Þórey Friðbjörnsdóttir Sparibaukurinn GEORG, jólagjöf sem vex og vex! ALDREIAFTUR Afar, ömmur, pabbar og mömmur, frændur og frænkur, systur, bræður og vinir! Sparibaukurinn Georg er skemmtileg jólagjöf. Hann gerir sparnaöinn spennandi, því til mikils er að vinna fyrir börn sem standa sig vel, bæði góðir vextir og margskonar verðlaun s.s. litabók, plakat og bolur. Georg og félagar eru í íslandsbanka. Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Þórey Friðbjörnsdótt- ir. Hönnun kápu: Helgi Sig. Hug- verkasmiðja. Prentvinnsla: Borgarprent hf. Útgefandi: Klettaútgáfan hf. Það er erfitt að vera ungur. Erf- itt að draga skil milli draums og veruleika, erfiðast samt að kynnast sjálfum sér. Þetta fá systkinin Þor- steinn, Bergþóra og Jóhann að reyna. Þorsteinn er í menntaskóla, helj- arinnar karl, átti Skóda, og trylli- tækið dró að sér nýja félaga. Þar var Tryggvi foringi. Villtur, og bauð heimi byrginn. Hann dreif því félag- ana með sér í æ öfgafyllri dans. Þeir stigu með, Þorsteinn með sem- ingi þó, lafhræddur við uppátæki foringjans. Svo allt í einu er Tryggvi állur. Þá rennur upp fyrir nánustu vinum, að þeir höfðu ekki þekkt angistaróp sárþjáðrar sálar, höfðu aldrei leitt hug að, hver kvikan var, sem ærslin og borubrattinn huldu. „Gréstu barn í faðmi/ síðan einn/ ... og aldrei aftur.“/ Bergþóra þekkti „ógeðslega sæt- an“ strák. Yfir sig ástfangin skraut- ritaði hún nafn hans, síðu eftir síðu, í glósubækur. Dásamlegur draum- ur. Hún vildi ekki deila honum með öðrum, og þá flögrar haninn burt. Jóhann, rauðkollur, kynnist æ betur, hvers hann er megnugur, ekki aðeins trommusláttur, heldur líka söngur í hljóðnema, ýttu honum á stjörnuhimin. Vissulega eru margir fleiri á sviði þessarar sögu, en eftirvæntingunni að kynnast þeim vil ég ekki ræna lesandann. Þetta er bráðskemmtileg saga, skrifuð af mikilli fimi. Málið fagurt og tært. Oft minnti sagan mig á angurvært ljóð, trega þess sem ann og hefir misst, en ann enn. Hún er hveijum unglingi holl lesning, viðvörun: Ekki er allt sem sýnist! Hvenær þekkir maður mann að innstu fylgsnum? Höfundur gerir efninu meistaraleg skil, svo vel, að mig munar í að fá meira að heyra. Allur frágangur til fyrirmyndar. Hafi þeir er að unnu þökk fyrir. Nýjar bækur Út er komin bókin Endilöng nóttin eftir Julio Cortázar í þýð- ingu Jóns Halls Stefánssonar. í kynningu útgefanda segir: „Undir grímu hversdagsleikans dylst hið óvænta, ótal andlit sem við sjáum ekki nema stirðnað yfir- borðið gliðni eitt andartak; sem oft- ast er nóg því þegar heimsmynd brotnar verður hún ekki límd aftur saman. Slík andartök, þegar hvers- dagsleikinn verður ófyrirsjáanlegur eða annarlegur, eru efniviður flestra smásagna Argentínumanns- ins Julio Cortászar (1914-1984).“ Þetta safn hefur að geyma marg- ar af frægustu sögum Cortázar sem oft valdi sér Parísarborg að sögu- sviði. Útgefandi er Bjartur. Bókin er prentuð hjá PAV, Snæbjörn Arngrímsson gerði kápu. Bókin er 197 síður og kostar 2.480 krónur. Skiótvirkur stíflueyðir stíflum Eyðir fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra e.n vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878-fax 677022 Tilbúinn stíflu eyðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.