Morgunblaðið - 14.12.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 14.12.1993, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 23 þeirri skoðun hvað eftir annað að kvótakerfið eitt sé líklegt til að ná þeim markmiðum að hafa stjóm á veiðum. Ekki hafa fengist skýr- ingar á því hvers vegna það er mat Hafrannsóknarstofnunar að þorskstofninn sé í sögulegu lág- marki þrátt fyrir 10 ár undir vernd kvótakerfis. Þær grunsemdir eru ágengar að kvótadýrkun innan LIU liggi fyrst og fremst í þeirri staðreynd að valdahlutföll innan þess félagsskapar liggja í því að rúmlestatala ræður atkvæðavægi. Þeir sem kallast meðal alþýðu manna sægreifar hljóti því að ráða ferðinni. Vestfirðingar sem hafa haft sig í frammi með sínar hugmyndir um stjómun veiða hafa smátt og smátt orðið undir í umræðunni og eru nánast orðnir steingervingar þar sem hvorki gengur né rekur. Mörgum þykir því tímabært að horfa til annarra leiða til að forða algjöru hruni vestfirskra byggða. Fyrsta grein laga um fiskveiði- stjórnun kveður á um það að fisk- stofnar á Islandsmiðum séu sam- eign íslensku þjóðarinnar. Það of- beldi sem átt hefur sér stað þar sem handhafar veiðiréttarins hafa gert sér veiðiheimildir að féþúfu með því að hagnast á sjósókn óskyldra aðila er lítilsvirðing við íslensk lög. í þessu ljósi er einsýnt að breytinga er þörf. Vestfirðingar á fiskiþingi komu með samþykkt heiman úr héraði að sala og hagn- aður sölu veiðiheimilda ætti að vera á höndum ríkissjóðs. Vestfirðingar eiga ekki aðra möguleika til árangurs en að taka höndum saman við þann hóp sem talað hefur fyrir auðlindarskatti. Auðlindarskattshugmyndin geng- ur út á það að sala veiðiheimilda sé á vegum ríkissjóðs. Möguleikar eru á byggðastefnu innan þessarar hugmyndar. I upphafi má hugsa sér að 50% af öllum veiðiheimildum yrðu seld með forkaupsrétti innan einstakra byggðarlaga. Afganginn mætti hugsa sér bundinn skipum í formi aflamarks. Þær veiðiheimildir yrðu óframseljanlegar og skipin veiddu það sem kvóti þeirra segir til um eða þá að þær veiðiheimildir féllu niður óbættar. Innan fárra ára félli út aflamark einstakra skipa og allar veiðiheimildir yrðu háðar sölu ríkissjóðs. Forkaupsréttur innan byggðarlaga yrði að grund- vallast á veiðireynslu t.d. undanf- arinna 10-15 ára sem myndi ákvarða þá aflahlutdeild sem við- komandi byggðarlag fengi í sinn hlut. Ákveðnar leikreglur þyrftu að gilda um það hvað einstakar útgerðir fengju í sinn hlut. Sveit- ar- eða bæjarfélög yrðu ekki hand- hafar veiðiheimilda heldur ein- göngu umsagnaraðili. Gjaldið sem greitt yrði fyrir veiðiréttinn yrði að vera í því formi að greiðsla færi fram við sölu afla samhliða sjóðauppgjöri. Samhliða þessari breytingu þyrfti að setja lög um að allur afli færi um fiskmarkað. Þannig fengist rétt verðmyndun og siðferði í viðskiptunum yrði tryggt. Með einföldum orðum þá gerist að.allega eitt með þessari breyt- ingu; skipt er um sölumenn veiði- heimilda, í stað sægreifanna er það ríkið sem annast þessa sölu. Hagnaðinn af sölunni má svo til að byija með nota í að greiða nið- ur skuldir sjávarútvegsins og síðar í samfélagsleg verkefni. Fyrsta grein laga um stjórnun fiskveiða hættir þar með að vera hlægileg eða öllu öllu heldur hjákátleg og öðlast nýja og dýpri merkingu. Talsmenn núverandi kerfis ættu líka að una við breytingu þar sem kerfíð væri í grundvallaratriðum það sama sé litið til verndunar fiskstofna. Það er nöturleg staðreynd að á sama tíma og svæðið á norðan- verðum Vestfjörðum er með til- komu jarðganga að færast til þess horfs að verða samgöngulega séð mjög lífvænlegt þá er fólk að gef- ast upp og fara vegna þeirra að- stæðna sem ríkjandi eru í atvinnu- lífinu. Það er varla spurning að með tilliti til Ríó sáttmálans er verið að bijóta á rétti þessa fólks til að lifa af því eina sem hægt er að lifa af á þessum slóðum, sjávar- fangi. í því ljósi er það á tæru að öll meðul eru heimil til að beija á vágestinum, kvótakerfinu. Neyðarréttur Vestfírðinga og ann- arra landsmanna sem í sömu spor- um standa hlýtur að vera sá að sækja físk í sjó hvað sem hver segir og án þess skila öðrum hveij- um físki heim á óðal sægreifanna. Taki stjórnvöld ekki á þessum vanda þannig að viðunandi sé eiga Vestfirðingar vart aðra valkosti en að pakka saman eða taka sér neyðarrétt til að halda áfram að lifa. Höfundur er skipstjóri á Ftuteyri. úar Arbæjar, Breiðholts og Grafarvogs! Við opnum nýja verslun að Höfðabakka 1 og bjóðum ykkur ásamt öðrum Reykvíkingum velkomna t hóp okkar ánægðu viðskiptavina. Gleðileg jól! PIZZA SIMI 8*12345 GRENSASV EGI 11 • HÖFÐABAKKA 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.