Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 25

Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 25 Kristinn skrifaði í „Voga“, blað sjálfstæðismanna í Kópavogi, í septembermánuði sl., en þar segir m.a.: „Kópavogsbúar mótmæltu harð- lega öllum hugmyndum um Foss- vogsbraut og bentu m.a. á að hún þjónaði fyrst og fremst Reykvíking- um, en lægi að mestu um Kópavogs- land, auk þess sem hún myndi fyrir- sjáanlega stórspilla dalnum sem útvistarsvæði." Auðvelt er að taka undir það að lagning Fossvogsbrautar í Foss- vogsdal hefði stórspillt dalnum sem útivistarsvæði og er þá vægt til orða tekið. Hins vegar geta það ekki talist gild rök gegn stofnbraut í einu sveitarfélagi, að hún nýtist fyrst og fremst íbúum annars sveit- arfélags. Mér vitanlega amast Reykvíkingar ekki við því, þótt fjöl- margir Kópavogsbúar sæki vinnu til höfuðborgarinnar og aki um íjölfarnar götur hennar. I tilvitnun- inni hér að framan kemur fram við- horf sem er of algengt meðal sveit- arstjórnarmanna sem annarra. Forðumst ríg milli sveitarfélaga Þeir sem gefa kost á sér til trún- aðarstarfa í sveitarfélögum eiga að hafa hagsmunni heildarinnar að leiðarljósi. Sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu þurfa að hafa heildarsýn yfir svæðið og móta sam- eiginlega stefnu í umhverfis- og skipulagsmálum. Nauðsyn þessa er hvað augljósust í samstarfi Reykja- víkurborgar og Kópavogsbæjar, sem hafa fjölbreytileg lögsögumörk í upplöndum ofan þéttbýlisins. Ástæða er til þess að hvetja fólk til að kynna sér þessi lögsögumörk nánar á landabréfinu. Eg vil jafn- framt láta í ljós þá von að óþarfur og skaðlegur rígur milli sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu víki fyrir samstarfi og almannahags- munum. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi íReykjavík. Silfurlínan - síma- og viðvikaþjón- usta fyrir aldraða eftir Hólmfríði Gísladóttur Silfurlínan er síma- og viðvika- þjónusta fýrir aldraða. Fólk getur hringt og spjallað um alla heima og geima, fengið ráðleggingar, að- stoð við að leysa erindi eða beðið um heimsóknir. Ennfremur hefur Silfurh'nan milligöngu um að útvega iðnaðarmenn úr röðum eldri borg- ara til smærri verka á heimilum gegn sanngjarnri greiðslu. Silfurlínán hóf starfsemi sína 15. apríl og hefur frá upphafi verið til húsa á Hverfisgötu 105 hjá Félagi eldri borgara. Hugmyndin varð til eftir að Félagsvísindastofnun Há- skóla íslands gerði könnun á við- horfi aldraðra til sjálfboðaliða- starfa. Öldrunarráð íslands bað þá Rauða kross íslands og Landssam- band Soroptimista að gera tilraun með símaþjónustu fýrir aldraða, sem virtist vanta, og í vinnuhópinn gengu svo fulltrúar frá Félagi eldri borgara, Kvenfélagasambandi ís- lands og Bandalagi kvenna í Reykjavík. Hafa öll þessi samtök stutt starfsemina á einhvern hátt en nú heldur Félag eldri borgara utan um þetta verkefni a.m.k. til áramóta. Á síðasta ári var Sigþrúður E. Jóhannesdóttir ráðin í 40% starf til þess að halda utan um verkefnið. Núna koma 130-140 samtöl og beiðnir til Silfurlínunnar á mánuði, misjafnt eftir árstíma, svo það hef- ur sýnt sig að þörf er fyrir starfsem- ina. Hólmfríður Gísladóttir Silfurlínan gegnir í rauninni tvö- földu hlutverki, hún veitir öldruðum þjónustu en gefur um leið þeim öldr- uðum sem eru hressir og hraustir tækifæri til að vinna viðvik í sínu fagi eða verða sjálfboðaliðar og styðja þá sem þurfa hjálpar við. Silfurlínan er opin alla virka daga frá kl. 16-18. Sími hennar er 91- 616262. Höfundur starfar í félagsmáladeild RKÍ. Um þessi jól býður Perlan gestum sínum upp á jólahlaðborð í fyrsta skipti Hlaðborðið er 16 fermetrar að stærð og er líklega það stærsta á íslandi. Snorri B. Snorrason, yfirmatreiðslumeistari Perlunnar, sagði, að á jólahlaðborðinu væru yfir 45 réttir, heitir og kaldir, ásamt eftirréttahlaðborði, sem konditormeistari Perlunnar, Jón Arilíusson framreiðir. Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Perlunnar, að mikil ánægja sé með þetta hlaðborð og hafa matreiðslumeistarar hússins fengið mikið lof fyrir og má þar nefna meðal annars 30 manna hóp frá Klúbbi yfirmatreiðslu- meistara. Jólahlaðboð Perlunnar verður á boðstólum öll kvöld fram að jólum. Laugardaginn 18. desember verður einnig opið í hádeginu. Á Þorláksmessu verður hið árlega skötuhlaðborð í hádeginu og er vissara að panta í tíma Auglýsing Þú svalar lestrarþörf dagsins á^sfc>um Moggansj_ með stiglausum hitastilli handa hinum fjölmörgu vöfflufíklum þjóðarinnar. Þau seljast eins og heitar... Verð kr. 5900. SIEMENS Heimilistœkinfrá SIEMENS eru heimsþekktfyrir hönnuru gœði oggóða endingu. Gefðu vandaðajólagjöf S heimilistœki sem sér til þess að allt verði slétt ogfellt. Sérstaklega létt og meðfœrilegt. Verð frákr. 3100.1 ■ Brauðnst Djú psteiki tíga rpottu / með hitahlíf, uppsmellanlegri smábrauðagrind og útdraganlegri mylsnuskúffu. Verð kr. 4300. i jyrir 1,7-2,51. Fyrirhverskyns mat, sérstaklega góður til kleinubaksturs. Verð kr. 12.900. Mikió urviil af luírþurrkunt og \ hárblásunmi í ýmsum litmn. Verð frá kr. 1400. SIEMENS WmSSmmÍM fyrir steikina, samlokuna og annað góðgœti. Vöffluplötur fylgja með. Natnm, namm. Verðkr. 10.900. Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjöröur. Rafstofan Hvftárskála • Hellissandur Blómsturvellir • Grundarfjörður. Guöni Hallgrímsson • Stykkishólmur. Skipavík Búöardalur. Ásubúö • isafjörðun Póllinn • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson • Sauöárkrókur Rafsjá • Siglufjörður. Torgiö • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavik: Öryggi • Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaður. Rafalda • Reyðarfjörður Rafvélaverkstæði Árna E. • Egilsstaðir. Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn I Homafirði: Kristall • Vestmannaeyjar Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Garður Raftækjaverslun Sig. Ingvarssonar • Keflavík: Ljósboginn Viljlr þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.