Morgunblaðið - 14.12.1993, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Nýmjólk fyrir smábörn og
undanrenna fyrir fullorðna
eftir Ingu Þórsdóttur
ogAuðiPerlu
Svansdóttur
Skýrslur frá Norðurlöndum og
Bandaríkjunum benda til þess að
rekja megi hluta af svokölluðum
vanþrifum smábama til of lítillar
fituneyslu þeirra. Vanþrif er ís-
lenskt heiti yfir lélegan eða of lít-
inn vöxt sem sést á of lítilli
þyngdaraukningu og greinast þau
oft fyrst í ungbamaeftirliti heilsu-
gæslustöðvanna. Mörgum fínnst
þetta skjóta skökku við þar sem
fullorðnum í þessum sömu löndum
er ráðlagt að draga úr fituneyslu
til þess að minnka líkur á algeng-
um sjúkdómum. En það er óhrakin
niðurstaða fjölda rannsókna til
margra ára. Engar rannsóknir
benda til þess gagnstæða að full-
orðnir Vesturlandabúar þurfi ekki
að minnka heildarfituneyslu sína
og þá sérstaklega neyslu á dýra-
fitu. En hvað smábömin varðar er
því einfaldlega þannig farið að
vegná smæðar líkamans hentar
þeim orkuþéttara og þar með fitu-
ríkara mataræði en fullorðnum.
Orku- og fituþörf barna
Orkuþörf bama er hlutfallslega
meiri en fullorðinna. Vaxtarhraði
mannsins er mestur þegar hann
er nýfæddur og minnkar síðan
smátt og smátt fram á unglings-
eða fullorðinsár, oft með svolitlum
vaxtarkipp á gelgjuskeiði. Böm
þurfa meira af orku eða fleiri hita-
einingar á hvert kíló líkamsþyngd-
ar sinnar en einstaklingur sem er
hættur að vaxa eða vex miklu
hægar. Smáböm eru þess vegna
mjög viðkvæm fyrir ónógri nær-
ingu og þar með ónógri orku.
Magamál smábama er lítið miðað
við þessa miklu orkuþörf, mörg
‘þeirra verða hreinlega södd af til-
tölulega litlu eða geta ekki látið í
sig nema takmarkað rúmmál.
Þeirri orku sem smábamið þarfn-
ast þarf að koma fyrir í matnum
sem kemst fyrir í litlum maga. Það
er því oftast nauðsynlegt að matar-
æði smábama sé orkuþétt og það
þýðir í raun svolítið fituríkari mált-
íðir en það sem talið er hollt fyrir
fullorðna. Fita er orkuþéttasta
næringarefnið. Eitt gramm af fitu
veitir um það bil níu hitaeiningar
en grammið af kolvetnum og pró-
teinum minna en helmingi minna
eða um fjórar hitaeiningar. Sá
munur sem er nauðsynlegur á fitu-
innihaldi matar barna og fullorð-
inna næst auðveldlega með vali
mjólkurafurða - nýmjólk fyrir
böm og fítuminni mjólk fyrir full-
orðna. Einhveijir spyija þá sjálf-
sagt, en hvað með litlu feitu mat-
hákana - þurfa þeir líka mat sem
er fituríkari en matur fullorðinna?
í stuttu máli má segja að fullfeitar
mjólkurafurðir em nauðsynlegar
næstum öllum bömum að minnsta
kosti fram að eins árs aldri og
sumum töluvert lengur.
í nýlegu dönsku riti um matar-
æði smábama var bent á að svolít-
ill fituforði á líkama þeirra er í
raun eðlilegur og æskilegur. Börn
á fyrsta ári eiga að vera „búttuð“
samkvæmt þessum frændum okk-
ar. Það er meðal annars talið auð-
velda þeim að mæta sýkingum.
Margir foreldrar kannast við tíð
veikindi bama á öðru aldursári.
Hár hiti, kvef, eyrnabólga og
bamasjúkdómar eru algengir kvill-
ar meðal smábama eins og til
dæmis þeirra sem eru nýbyijuð í
pössun eftir barnsburðarleyfi
mömmu eða pabba. I þessu basli
hafa mörg böm lélega matarlyst -
og það er sérstaklega þá sem svo-
lítill fituforði er af hinu góða.
Sumir óttast að feit smábörn
verði feitir fullorðnir einstaklingar.
Þessi skoðun varð algeng eftir
1970 í kjölfar svokallaðrar fítu-
frumukenningar. Samkvæmt þeirri
kenningu var grunnur að offitu
síðar á lífsleiðinni lagður á fyrsta
aldursárinu með fjölgun fitufmmn-
anna. Rannsóknir hafa hins vegar
sýnt að engin fylgni er milli þess
að hafa verið feitt smábarn og
þjást af offitu á fullorðinsárum.
Feita skólabarnið virðist hins vegar
vera í meiri hættu að verða of
þungt seinna á lífsleiðinni, en
skólaböm sem ekki em of feit.
Lítil fita og lélegnr vöxtur
Ekki er hægt að segja til um
með neinni vissu hversu tíð van-
þrif af völdum fitulítils fæðis era
meðal íslenskra smábama. Svo
virðist sem vandinn hérlendis sé
minni en meðal bæði Dana og
Svía; örfá böm á ári; sem þó er
auðvitað örfáum börnum of mikið.
Talið er að skilgreina megi of litla
fituneyslu meðal um það bil fimm
hundmð danskra bama árlega en
færri tilfelli teljast í Svíþjóð þótt
þessi vandi hafí þar fengið mikla
umfjöllun í fagritum og fjölmiðlum.
Hér má benda á að þessi munur á
tíðni í löndunum tveimur er alls
ekki endurspeglun á neyslu full-
orðna fólksins, þar sem Danir
borða töluvert meiri fitu en Svíar.
Inga Þórsdóttir
Auður Perla Svansdóttir
„Fullorðnir þurfa að minnka neyslu á dýrafitu
en smábörnum henta fituríkar mjólkurvörur.“
Þeir sem fjallað hafa um litla fitu-
neyslu barna telja oftast ástæðuna
fyrir vandanum vera misskilning
foreldra sem felst í því að yfirfæra
ráðleggingar til fullorðinna um
minnkaða fituneyslu yfír á smá-
börnin. Hér er því sennilega sjaldan
um vanrækslu að ræða, heldur ein-
faldan misskilning og stundum
öfgar varðandi túlkun á hollu líf-
emi. Greint hefur verið frá sænsk-
um foreldrum sem hafa talið að
trefjaríkt jurtafæði væri það besta
fyrir alla, jafnvel börn, en slíkt
mataræði verður auðveldlega or-
kulítið. Bandarískar kannanir á
næringu bama sem vaxa ekki
nægilega benda þó til ákveðins
sinnuleysis meðal foreldra. Al-
gengt sé að matur smábarna sé í
senn fitulítill og sykurríkur; lélegar
máltíðir. Fjölbreytni í fæðuvali er
mikilvæg tiltölulega snemma eftir
að bam hættir á bijósti. En ein-
hæft fæðuval getur verið ástæða
til dæmis hægðatregðu eða járns-
korts.
Önnur ráð ætluð börnum
en fullorðnum
Ráðleggingar til fullorðinna í
öllum löndunum í kringum okkur
miða að því að fituneysla veiti
ekki meira en tæplega þriðjung
orkunnar, en íslensk manneldis-
markmið miða að fituneyslu sem
ekki er meiri en 35 hundraðshlutar
orkunnar. Séríslensk markmið fyr-
ir böm eru ekki til en samnorræn
markmið miða að hlutfallslega
meiri fituneyslu bama en fullorð-
inna. Þessar ráðleggingar eru
skýrar en hafa þó greinilega ekki
náð eymm foreldra smábama. í
umræðunni um fituneyslu er eðli-
legt að fólk velti fyrir sér hvort
hætta sé á að fullorðnir neyti of
lítillar fitu. Auk þess að veita okk-
ur orku veitir fita lífsnauðsynlegar
fitusýrur og fítuleysin vítamín sem
em nauðsynleg bæði börnum og
fullorðnum. Óhætt er að segja að
hættan á fituskorti er svo að segja
engin meðal heilbrigðra einstak-
linga.
I þeim heimshlutum þar sem
matarskortur er veralegur eins og
til dæmis á Indlandi sést hreinn
fituskortur, en fituneysla sumra
Asíuþjóða veitir um 15 hundraðs-
hluta orkunnar að jafnaði sem er
of lágt. í okkar heimshluta er ekki
hætta á slíku nema meðal ákveð-
inna sjúklinga.
Mjög mikilvægt er að gera sér
grein fyrir að ekkert bendir til
þess að þær ráðleggingar séu rang-
ar sem beint hefur verið til fullorð-
inna Vesturlandabúa um að
minnka heildarfituneyslu og það
fyrst og fremst með minni notkun
Fasteign heimili
frekar en fjárfesting
eftir Steingerði
Steinarsdóttur
Húseigendafélagið hélt borgara-
fund á Hótel Sögu 30. október síð-
astliðinn í tilefni 70 ára afmælis
félagsins en fundarefnið var hvort
fasteignir á íslandi væra trygg
eign eða verðhrun handan við
homið. Mörg áhugaverð sjónarmið,
hugmyndir og niðurstöður komu
fram á fundinum sem nægt gætu
til að skapa Húseigendafélaginu
verkefni næstu 70 árin. Á þær
helstu verður drepið hér á eftir.
Framsögumenn voru fengnir
með tilliti þess hve góða yfirsýn
þeir hafa yfir fasteignamarkaðinn
hver frá sínu sjónarhomi. Almennt
vora þeir á einu máli um að verð
á fasteignum hafi farið lækkandi
að undanfömu og þá sérstaklega
á stærri íbúðum og atvinnuhús-
næði. Menn höfðu hins vegar mis-
munandi skoðanir á því hvort botn-
inum væri náð þ.e. hvort verð héldi
áfram að síga, verð muni standa
í stað eða verðhækkun sé handan
við homið. Flestir töldu þó að að-
gerðir ríkisstjómarinnar í vaxta-
málum myndu fljótlega auka eftir-
spum .eftir húsnæði og þar með
hækka verðið. Góður afli í Smug-
unni og víðar auka vonar um góða
lonuvertíð myndi skila sér í bættum
efnahag landsmanna og í kjölfarið
fylgdu auknar fjárfestingar.
Nokkrir gerðu verðhran fast-
eigna á landsbyggðinni að umtals-
efni og töldu að aukið framboð
félagslegs íbúðarhúsnæði hefði
haft óheillavænleg áhrif á verð á
almennum markaði utan höfuð-
borgarsvæðisins. Verð á íbúðum í
félagslega kerfinu er fastákveðið
en ekki háð ytri aðstæðum, fólk
sækir því í öryggið. Einn fram-
sögumanna benti á að eiginfjár-
myndun í félagslega húsnæðiskerf-
inu væri mjög lítil fyrstu árin og
ykist ekki fyrr en eftir 20 ára eign-
arhald. Kerfi þetta hentaði því að
sínu leyti betur erfíngjum en þeim
sem strituðu fyrir afborgunum.
Þrátt fyrir þetta kýs fólk úti á
landsbyggðinni frekar að taka á
sig það tap er hugsanlega gæti
orðið á eignarhlutdeild þess en að
hætta öllu sínu á fijálsum markaði.
Félagsmálaráðherra taldi ekki
ástæðu til að hafa áhyggjur af
Steingerður Steinarsdóttir
„Félagsmálaráðherra
taldi að ef aðgerðir rík-
isstjórnarinnar í vaxta-
málum gæfu góða raun
væri líklegt að svigrúm
skapaðist til að auka lán
til þeirra er væru að
kaupa sína fyrstu íbúð
og þá myndi unga fólk-
ið væntanlega skila sér
í auknum mæli út á fast-
eignamarkaðinn.“
aukinni hlutdeild félagslegs íbúð-
arhúsnæðis á fasteignamarkaði í
dreifbýli og benti á að stefna
stjórnvalda væri að kaupa notaðar I .