Morgunblaðið - 14.12.1993, Page 34

Morgunblaðið - 14.12.1993, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Norskir farmenn að hverfa NORSKIR farmenn eru deyja út en í þeirra stað fjölgar stöð- ugt á skipunum mönnum frá ýmsum Asíuríkjum. Þeir sætta sig við laun, sem oft eru ekki nema brot af launum Norð- manna. Á 1.155 norskum skip- um, sem skráð eru í NIS, norsku alþjóðaskráningunni, eða eru undir erlendum fána, eru aðeins 814 norskir undirmenn. Á sömu skipum eru hins vegar 45.900 útlendingar. Þótt yfirmenn séu teknir með þá fer hlutfall Norð- manna í flotanum aðeins í 13%. Talsmenn sjómanna segja, að ástæðan fyrir afturförinni sé samþykkt Stórþingsins 1987 á NIS en meginmarkmiðið með henni var að bæta hag útgerðar- innar með því að láta útlendinga taka við störfum Norðmanna. Flugumferð lamaðist FLUGUMFERÐ í Svíþjóð var að mestu lömuð í gær vegna dagsverkfalls tæknimanna og hlaðmanna á sænskum flugvöll- um og verkbanns, sem vinnu- veitendur gripu til. Krefjast verkfallsmenn 3% kauphækkun- ar en vinnuveitendur hafa 1% hækkun. Talsmaður SAS sagði í gær, vinnustöðvunin myndi trufla ferðir 17.000 farþega fé- lagsins og áætlaði, að fresta þyrfti 500 ferðum. Sáttafundur í deilunni átti að vera í gær en verkfallsmenn höfðu ákveðið, að yrði enginn árangur af hon- um, yrði boðað til annars dags- verkfalls næstkomandi mánu- dag. Sátt um ríkis- arfann SÍÐUSTU breytingar á forystu kommúnistaflokksins í Norður- Kóreu benda til, að enginn ágreiningur sé um, að Kim Jong-il, sonur Kim Il-sungs, for- seta landsins, taki við af föður sínum sem leiðtogi flokks og þjóðar. I liðinni viku var Kim Jong-ju, bróðir forsetans eða „leiðtogans mikla“, skipaður í miðstjórnina og stjómmálaráðið eftir að hafa verið úti í kuldan- um í 17 ár og var þá jafnvel talið, að það væri fyrirboði meiri breytinga. Svo er ekki segja stjórnmálaskýrendur og spá því, að Jong-il muni taka við forystu í flokknum í febrúar og síðar við forsetaembættinu úr hendi föður síns. Arangurslaus fundur ENGINN árangur varð af fundi Færeyinga og Norðmanna um nýjan fiskveiðisamning í Björg- vin í síðustu viku. Segir Thomas Arabo, sjávarútvegsráðherra Færeyja, að strandað hafi á kröfu Norðmanna um skötusels- og grálúðukvóta fyrir norska netabáta í færeyskri landhelgi. Það var fyrst í fyrra, að Færey- ingar fóru að veiða skötusel í net og grálúðu fyrst nú í ár. Telja þeir, að allt of lítil reynsla sé komin á veiðar á þessum teg- undum með þessum veiðarfær- um og því sé of snemmt að semja um ákveðna kvóta. Kazakar sam- þykkja ÞINGIÐ í Kazakhstan staðfesti í gær samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna, skömmu eftir að A1 Gore, vara- forseti Bandaríkjanna, kom í opinbera heimsókn til landsins. Reuter Endeavour til jarðar GEIMFERJAN Endeavour lenti í gær á Cape Canaveral-höfða á Flórída eftir velheppnaða viðgerð á Hubble-sjónaukanum, sem er á sporbaug umhverfis jörðu. Árangur geimfaranna sjö sem um borð voru hefur bætt mjög ímynd Bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) en hún hefur liðið fyrir hvert óhappið á fætur öðru. Alls voru geimfararnir ellefu daga úti i geiminum, þar af höfðu þeir, sex karlar og ein kona, unnið að við- gerðum í rúmar 35 stundir. Jozsef Antall forsætisráðherra látinn Forystukreppa í Ungverjalandi Búdapcst. Reuter. JOZSEF Antall, forsætisráðherra Ungveijalands, lést af völd- um krabbameins á sunnudag, 61 árs að aldri, og óvíst er hver tekur við embættinu. Antall var fyrsti leiðtogi landsins eftir hrun komm- únismans. Hann var trúr hugsjóninni um evrópska sam- vinnu, barðist fyrir réttindum Ungverja í ná- grannaríkju- num og þótti reyndur og slyngur stjórnmálamað- ur. Flokkur Antalls, Lýðræðisvett- vangur á eftir að ákveða hver taki við forsætisráðherraembættinu. Nokkrir embættismenn sögðust bú- ast við því að Peter Boross, sem gegnir nú embættinu til bráða- birgða, yrði fyrir valinu, en aðrir sögðu að nokkrir af atkvæðamestu stofnendum flokksins myndu neita að fallast á hann. Boross gekk í flokkinn í fyrra og hefur ekki náð að festa sig þar í sessi. Vilja forðast valdabaráttu „Æðstu stofnanir Lýðræðisvett- vangs eru staðráðnar í að koma í veg fyrir valdabaráttu svo við glöt- um ekki þeim stöðugleika sem nauð- synlegur er til að byggja upp land- ið,“ sagði Sador Lezsak, starfandi formaður flokksins. Lezsak hefur verið orðaður við forsætisráðherra- embættið og Lajos Fur varnarmála- ráðherra þykir einnig líklegur eftir- maður Antalls. Deilt um framkvæmd friðarsamnings Israela og PLO Heimkvaðiiingxi hermanna frestað Jerúsalem. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), sagði í gær að alvarleg vandamál væru komin upp í friðarumleitunum ísraela og PLO. Arafat og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, tókst ekki að ná samkomulagi um brottflutning ísraelskra hermanna frá hernumdu svæðunum sem átti að hefjast í gær. Arafat og Rabin ákváðu að koma saman aftur eftir tíu daga og Rab- in kvaðst vona að unnt yrði að ná samkomulagi í meginatriðum fyrir þann tíma. „Síðan verðum við að ganga frá samningi í smáatriðum," sagði hann. Deilan snýst um hvernig standa eigi að eftirliti við landamærin að hernumdu svæðunum. Shimon Per- FLEIRI rannsokmr a afskiptum Dana af málefnum Færeyinga eru nú í uppsiglingu. Ríkisendur- skoðunin danska hefur nú verið beðin um að gera úttekt á hvaða vitneskju danska forsætisráðu- neytið hafði á hverjum tíma um aðstæður á Færeyjum á síðasta áratug. Athyglin beinist einkum að skýrslum, sem sérstök nefnd um málefni Færeyja skrifaði handa forsætisráðherra. í umræðum danskra stjórnmála- manna um málefni Færeyja hefur iðulega verið bent á að Poul Sehluter og stjóm hans hafi látið sem vind um eyru þjóta ábendingar um að stjórn Færeyja stefndi í óefni. Kirsten Jakobsen, þingmaður Framfaraflokksins, sem hefur beitt sér mikið í Færeyjaumræðunni, hefur oftar en einu sinni farið fram á rannsókn á þessuin þætti, til að komast til botns í hvar ábyrgðin liggi- Hingað til hefur bæði stjórn og stjórnarandstaða verið andvígar slíkum rannsóknum, en nú hafa endurskoðendur ríkisreikninga, sem eru kosnir af þinginu, farið þess á leit við ríkisendurskoðun að athuga boðskipti forsætisráðuneytis og es, utanríkisráðherra ísraels, var sammála Arafat um að alvarleg staða væri komin upp í friðarumleit- ununum. Fjölmiðlar í ísrael skýrðu frá því að stjórnvöld væru að íhuga að grípa til einhliða aðgerða til að sefa Palestínumenn. Stjórnin kynni til að mynda að tilkynna takmarkaða og táknræna heimkvaðningu eða Færeyjanefndar þess. Sú athugun gæti orðið liður í að athuga hvers vegna ekki var gripið í taumana Formaður samtakanna, Ignatz Bubis, telur að stór hluti þýsku þjóð- arinnar sé ekki nógu þroskaður til að horfa á myndina með gagnrýnu hugarfari og því sé hættulegt að gefa hægriöfgasinnum tækifæri til að koma skoðunum sínum á fram- færi á þennan hátt. Myndln sem heitir „Beruf Neo- nazi“ eða „Starf nýnasisti" er um 80 mínútur að lengd og ijallar um ungan leiðtoga hægriöfgasinna í láta palestínska fanga lausa. ísra- elskir ráðherrar sögðu hins vegar að þetta hefði ekki verið rætt á fundi sem efnt var til í ríkisstjórn- inni í gær. ísraelar og Palestínumenn höfðu óttast að tafir á heimkvaðningu hermannanna gætu reynst vatn á myllu andstæðinga friðarsamkomu- lagsins frá 13. september og ólgan á hernumdu svæðunum gæti magn- ast. Frá því samkomulagið var gert opinbert hafa 39 Palestínumenn og 18 ísraelar verið drepnir. ísraelskir hermenn skutu þijá herskáa músl- ima til bana í gær. fýrr en Færeyingar sjálfir fóru fram á aðstoð Dana við að leysa fjárhags- vanda sinn. Munchen. Leikstjóri myndarinn- ar, Winfried Bonengel, segir að ekki sé um áróðursmynd að ræða heldur raunsanna lýsingu á brengluðum hugmyndum og skoðunum nýnasista og hún eigi því fullt erindi við þjóðina. Líklegt er að myndin verði tekin aftur til sýninga en að við verði bætt skýringum og athuga- semdum við það sem fram kem- ur. Rannsaka aftur lát Hendrix London. Reuter. Daily Telegraph. BRESKA lögreglan hefur ákveðið að rannsaka andlát gítarsnillingsins Jimi Hendrix að nýju vegna óska fyrrum vinkonu hans, Kathy Etchingham. Fékk hún sjálfstæðan aðila til að rannsaka andlátið og hefur lögreglan ákveðið á grund- velli upplýsinga hans að opna málið aftur. Hendrix lést árið 1970 að- eins 27 ára að aldri. Kafnaði hann í eigin spýju í kjölfar of- neyslu svefnlyfja á heimili þý- skrar skautastjörnu, Moniku Danneman, í vesturhluta Lond- on. Meðal þess sem fullyrt er í skýrslu sem lögð var fyrir breska saksóknaraembættið er að bjarga hefði mátt lífi Hendr- ix með því að kalla fyrr á lækn- ishjálp. Jafnframt segir þar að þrátt fyrir ímynd Hendrix hafi hann hvorki verið háður fíkni- efnum né haldinn andlátslöng- un. Monika Danneman fagnaði því í gær að rannsóknin skyldi tekin upp. „Það er ekkert að fela, ég hef alltaf lýst því sem gerðist en urmull af slúðursög- um hefur verið á kreiki vegna þess að fólk hefur viljað búa til eigin útgáfu af andlátinu," sagði hún. Da’nneman sagði að Hendrix hefði komið til hennar klukkan 20.30, hún hefði eldað mat og þau hefðu drukkið eina flösku af hvítvíni með matnum. „Þetta var ánægjulegt kvöld, ekkert rifrildi og engin spenna í loft- inu, við sátum og töluðum sam- an og hlustuðum á tónlist," sagði hún. Danneman kallaði á sjúkrabíl er hún áttaði sig á því að Hendrix var meðvitund- arlaus í rúmi á heimili hennar. Hafði hann gleypt níu svefnpill- ur sem hún átti. Noel Redding, bassaleikari í hljómsveit Hendrix, sagði um helgina að dauði gítarsnillings- ins hefði ætíð verið grunsam- legur í sínum huga. Hann hefði verið vel að sér um lyf og hætt- ur samfara lyfjanotkun og því tryði hann því íæplega að hann hefði gleypt níu svefnpillur af slysni. Danska ríkisendurskoðunin um ástandið í Færeyjum Aðgerðaleysið rannsakað Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Heimildarmynd um nýnasista bönnuð Bcrlín. Frá Ilrönn Marinásdóttur, fréttaritara Morgunblaðains. BANN hefur verið lagt við sýningu á heimildarmynd um nýnasista sem sýnd hefur verið undanfarið í kvikmyndahúsum í Þýskalandi. Samtök gyðinga í Þýskalandi kærðu sýningar á myndinni á þeim forsendum að í henni væri að finna nasískan áróður og að hún óhreinkaði minningu fórnarlamba nasismans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.