Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 37
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Sigiir öfgaaflanna í Rússlandi Það er mikið áhyggjuefni að allt bendir til þess að ótvíræður sigurvegari kosninganna í Rússlandi á sunnudag sé Vladímír Zhírínovskí og stjórnmálahreyfing hans, Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn. Reynist tölur þær sem birtar voru í gær réttar er þjóðernissinnaður öfga- flokkur þar með orðinn að áhrifa- mesta aflinu á fyrsta lýðræðislega Iq'örna þingi Rússlands. Þá vekur athygli allmikið fylgi Rússneska kommúnistaflokksins. Flokkurinn fékk tæp 11% atkvæða og munaði því litlu að hann yrði næststærsti flokkurinn á rússneska þinginu. Svo virðist sem þessir tveir flokk- ar, sem eru tákn alls þess í rússnesk- um stjómmálum, sem Vesturlönd vonuðu að myndi hverfa með lýð- ræðislegra stjórnkerfi, muni fá fleiri þingmenn en flokkar umbótasinna. Margar yfirlýsingar Zhírínovskís í kosningabaráttunni hafa vakið ugg jafnt meðal umbótasinnaðra Rússa sem annarra. Hann segist vera hlynntur rússneskri útþenslustefnu og vill innlima gömul Sovétlýðveldi á borð við Eystrasaltsríkin og Úkra- ínu. Hann hefur lýst yfir andstöðu við markaðshagkerfí og vill fjöldaaf- tökur á forystumönnum glæpahópa. Lýðskrum af þessu tagi virðist eiga mikinn hljómgrunn meðal Rússa nú um stundir. Sigur Zhfrínovskís og kommún- ista vekur upp spumingar um fram- tíð lýðræðisins í Rússlandi ekki síst í ljósi þess aukna valds, sem forseta- embættið fær á kostnað þingsins, með hinni nýju stjómarskrá lands- ins. Samkvæmt henni nýtur forset- inn yfírburðavalds gagnvart þing- heimi sem sitja mun í tveimur deild- um. Sterkt forsetaembætti kann að reynast kostur á næstu áram er Borís Jeltsín þarf að takast á við þing þar sem öfgamenn era í meiri- hluta. En hvað gerist ef öfgamaður- inn Zhírínovskí eða einhver skoð- anabróðir hans verður næsti forseti Rússlands? Vitað er að hann sækist eftir embættinu. En þegar úrslit kosninganna eru skoðuð verður ekki heldur litið hjá hinni dræmu þátttöku. Bendir flest til þess að einungis rúmlega helm- ingur rússneskra kjósenda hafi nýtt sér kosningarétt sinn og að ekki síst ungt fólk hafi ákveðið að sitja heima. Hin lélega kosningaþátttaka og mikið fylgi öfgaflokka bendir til mikillar óánægju meðal kjósenda. Sú óánægja er að ýmsu leyti skiljan- \ leg í ljósi þeirra gífurlegu breyt- I inga, sem orðið hafa á högum íbúa l Rússlands á undanfömum áram. í Heimsveldi Rússa, Sovétríkin, leyst- f ist upp og varð að engu á örfáum j mánuðum. Rússar, sem til skamms f tíma vora íbúar risaveldis, eru nú | orðnir að fátækri þriðjaheimsþjóð, . sem gengur um með betlistaf á al- þjóðavettvangi. Efnahagslíf Rússlands er rjúk- andi rúst, lífskjör hafa dregist gífur- lega saman og afkomuöryggi stórra hópa er lítið sem ekkert. Glæpasam- tök og sterk mafía vaða uppi. Kerfis- breytingamar hafa leitt til mikillar upplausnar á flestum sviðum þjóð- lífsins og misskiptingar auðs. Auð- vitað hlýtur slíkt ástand að bitna á vinsældum stjómvalda. Kosningaúr- slitin era hins vegar því miður einn- ig tákn um að stór hluti kjósenda vilji ekki horfast í augu við hina raunveralegu orsök vandans. Efna- hagsvandinn er ekki tilkominn vegna tilrauna til að koma á mark- aðskerfi heldur rúmlega átta ára- tuga kommúnískrar ofstjómar og óstjórnar. Jegor Gajdar, fyrrum for- sætisráðherra, var á sínum tíma harðlega gagnrýndur af harðlínuöfl- unum, er hann gaf verðlag frjálst á flestum nauðsynjavöram í janúar 1992 með þeim afleiðingum að verð- lag hækkaði um 250% á einum sól- arhring. Vissulega bitnuðu þessar verðhækkanir á almenningi. En þær urðu einnig til þess að nauðsynjavör- umar, sem áður vora ófáanlegar, fóra aftur að sjást í verslunum. Ómögulegt er að spá fyrir um hvaða afleiðingar kosningaúrslit helgarinnar munu hafa á þróunina í Rússlandi á næstu árum. Þótt flokkur Zhírínovskís fái flest at- kvæði á enn eftir að koma í ljós hvort nokkur flokkur sé reiðubúinn til samstarfs við hann. Leiðtogi Rússneska kommúnistaflokksins hefur þegar lýst yfir þvi að komm- únistar vilji ekki samstarf við flokk, sem stefnir að því að innlima aftur þau Sovétlýðveldi, sem öðlast hafa sjálfstæði. En þó að enginn flokkur taki upp samstarf við Zhírínovskí getur eng- inn heldur litið fram hjá þeim árangri sem hann hefur náð með lýðskrami sínu. Hættan er sú að aðrir flokkar og ráðamenn muni reyna að nálgast sjónarmið hans í því skyni að auka eigin vinsældir. Þó að Zhírínovskí hafi ekki meiri- hluta á þinginu verða áhrif hans eflaust mikil. Rétt eins og í Póllandi á sínum tíma báru umbótaöflin í Rússlandi ekki gæfu til þess að sameinast gegn hinum öfgaöflunum. Og rétt eins og í Póllandi leiddi sundrangin til ósigurs. Vonandi munu rússnesk- ir umbótasinnar nú taka höndum saman gegn þeim hættulegu öflum, sem Zhírínovskí er í forsvari fyrir. Það eru ekki nema sextíu ár síðan Þjóðverjar veittu flokki brautar- gengi, er ól á óánægju almennings vegna erfiðs efnahagsástands og meintrar niðurlægingar þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Nasistar fengu heldur ekki hreinan meirihluta í kosningunum árið 1933 þó að þeir hafí skömmu síðar tekið sér alræðis- vald. Þar sem lýðræðið er á brauð- fótum er hætta á ferðum. Kosningarnar á sunnudag voru fyrstu fijálsu kosningarnar, sem haldnar hafa verið í Rússlandi. Óháð úrslitunum hlýtur það að teljast stórt skref í rétta átt. Úrslitin benda samt til þess að ferð Rússa inn í samfélag lýðræðisríkja eigi ekki eft- ir að ganga snurðulaust fyrir sig. Vonandi þýðir sigur öfgaaflanna ekki að Rússland muni á ný ógna nágrönnum sínum. Sigurinn ógnar hins vegar ótvírætt þeim lýðræðis- legu og efnahagslegu umbótum, sem þrátt fyrir allt hafa átt sér stað í Rússlandi. SIGUR ÞJOÐERNISOFGAMANNA OG KOMMUNISTA I KOSNINGUNUM I RUSSLANDI Öíafur Ragnar Grímsson Magnús Óskarsson „Rússland á ótrú- lega langt í land með flokkakerfið44 FRAMKVÆMD þingkosninganna í Rússlandi á sunnudag var verulega ábótavant þótt ekki hafi orðið vart neinna tilrauna til kosningasvika. Er það mat þeirra Magnúsar Óskarssonar borgarlögmanns og Ólafs Ragnars Grímssonar alþingismanns, eftirlitsmanna með kosningunum. Þá vakti það sérstaka athygli þeirra beggja, að unga fólkið í Rússlandi skyldi sitja heima og taka lítinn þátt í þeirri framtíðarmótun, sem lýð- ræðislegar kosningar eru. Kemur þetta meðal annars fram í eftirfar- andi spjalli, sem Lárus Jóhannesson, fréttaritari Morgunblaðsins í Moskvu, átti við þá í gær. Það vakti nokkra furðu í gær hve lengi dróst að birta tölur úr kosning- unum og Magnús Óskarsson kvaðst ekki kunna á því skýringu. „Hitt er svo annað mál, að af samtölum við menn úr herbúðum Zhírínovskís veit ég, að þeir treysta ekki landskjör- stjórninni. Hún er skipuð af núver- andi valdhöfum, ólíkt því sem er hjá okkur þar sem alþingi kýs hana.“ Að sögn Magnúsar var mælst til að atkvæði um stjórnarskrána yrðu talin fyrst og það væri því líklega skýringin á því, að niðurstaðan þar hefði legið fyrir tiltölulega snemma og löngu áður en ljóst var með úrslit- in að öðru leyti. Hann sagði hins veg- ar eftirtektarvert hvað kosningaþátt- takan hefði verið lítil, um 53%. „Þessi þjóð er að bijótast út úr einræðiskerfinu og þetta eru fyrstu lýðræðislegu kosningamar. Einnig var áberandi hve fátt ungt fólk var að kjósa á þeim stöðum sem ég hafði eftirlit á. Annars era kjörstaðir nátt- úralega misjafnir. I sumum hverfum Moskvu býr t.d. nær eingöngu gam- alt fólk. Fyrirfram fengum við lista með 100 kjörstöðum og nöfn tengiliða en ég sætti mig ekki við að vera beint á ákveðna staði þar sem að öllum lík- indum væri búið að láta menn vita. Við völdum þess vegna kjörstaði af handahófi og var alls staðar vel tekið. Við fóram á 9 kjörstaði og var svipaða sögu af þeim að segja. Menn notuðu kjörklefana lítið og þessu fylgdi óneitanlega ringulreið en al- mennt var ekkert verulegt að. Sem sagt, það sem ég sá var í meginatrið- um viðunandi. Þegar við bárum okkur saman við aðra eftirlitsmenn kom í ljós að við höfðum fundið að svipuðum hlutum, sem stafa aðallega af reynsluleysi í framkvæmd slíkra kosninga," sagði Magnús Óskarsson. „Sló mig hve unga fólkið var fátt“ „Það var mjög skynsamleg ákvörð- un hjá RÖSE að senda fulltrúa til svæða sem lengi hafa verið lokuð því greinilegt er að Moskva er á engan hátt fulltrúi fyrir þær umbyltingar, sem eiga sér stað í Rússlandi," sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar hann var inntur eftir eftirlitsstarfinu með kosningunum. „Við dvöldum í Túla, tæplega 200 km suður af Moskvu, í 3 daga og fórum einnig út fyrir borgina í smærri bæi til að kynnast hvernig undirbún- ingi var háttað. Eg fékk því nokkuð góða mynd af stöðunni og það er auðvitað margt sem er athyglisvert. Greinilegt er, að valdakerfíð í borg- inni og umhverfi hennar er mjög sterkt. Þetta er ekki valdakerfi neins flokks, heldur sjálfs sín. Þessir menn beittu sér með ýmsum hætti í kosn- ingabaráttunni. Fóra á vinnustaði, skrifuðu greinar í blöð og gerðu fólki ljóst hvernig þeir vildu að kosið væri. Annar þáttur var athyglisverður og það er möguleiki fjármagns í þess- um kosningum, sérkennileg staða hér í Rússlandi. Frambjóðendur sem höfðu Ijármagn gátu keypt sér fréttir um sjálfa sig og jafnvel á forsíðum blaðanna án þess að ljóst væri að um kosningaauglýsingu væri að ræða. Efnið á forsíðunni var eins og venju- leg frétt í blaðinu skrifuð af blaða- manni en var í reynd keypt efni, þar sem þriðjungur af forsíðunni kostaði 1 milljón rúblna. Það gæti enginn okkar heima á íslandi keypt frétt á baksíðu Morgunblaðsins og látið líta svo út að hún væri skrifuð á ritstjórn- arskrifstofunni. Þetta virtist vera töluvert algengt til viðbótar við, að blöð áttu að veita flokkum jafnan aðgang samkvæmt ákveðnum regl- um.“ Ólafur sagði, að í þriðja lagi hefði sér fundist greinilegt, að fólk vissi ekki mikið um efnisatriði stjómar- skrárinnar. Sú staðreynd að krossinn gilti eitt á einum seðli og annað á öðrum hefði líka raglað marga í rím- inu. „Kosningaathöfnin kom okkur líka mjög spánskt fyrir sjónir. Menn tóku út stöðuna í gluggakistum, merktu við, gengu síðan framhjá kjörklefum og stungu atkvæðaseðlunum í kjör- kassann. Þetta var algengasta reglan. Við komum á kjörstað þar sem tugir manna vora að kjósa en kjörklefamir voru auðir. Við gengum um og kíktum yfir öxlina á fólki og sáum hvað það var að kjósa. Rússland á ótrúlega langt í land með að mynda eðlilegt flokkakerfí eins og við þekkjum það. Hvort það verður, að flokkar í okkar skilningi nái að gera sig gildandi veit enginn í dag. Þess vegna getur auðvitað fyr- irbæri eins og Zhírínovskí sem höfðar til þjóðemistilfínninga og valds náð miklu fylgi ef hann er flínkur lýðskr- umari. Eitt sem ég vil líka ítreka sem sló mig mjög er hve fátt ungt fólk sást á kjörstað vegna þess að verið er að kjósa um framtíð landsins og unga fólkið er framtíðin," sagði Ólaf- ur Ragnar að lokum. Unga fólkið fráhverft stj órnmálum og snið- gekk kosningamar RÚSSNESKIR kjósendur afhentu Borís N. Jeltsín forseta beisk- an kaleik í kosningunum í fyrradag, samkvæmt óopinberum niðurstöðum kosninganna. Samkvæmt þeim samþykktu kjósend- ur drög að stjórnarskrá Jeltsíns en fengu stjórnarandstæðingum meirihluta á þingi. Yngra fólk sniðgekk kosningarnar, sat heima og því voru það nær eingöngu eldra fólk og aldraðir sem kusu. Meginástæður þess eru sagðar þrengingar almennings og þær að kjósendur séu búnir að fá nóg af stjórnarháttum undanfar- inna missera og átökum um efnahagsumbætur. Uppgangur þjóðernissinna er skýrður sem svo að almenningur sé ósáttur við þá upplausn sem orðið hefur í landinu og óskin um Rúss- land sem mikið veldi bluridi enn í mörgum. Miðað við þau úrslit sem kynnt voru í fyrstu og áður en fréttabann var sett á, fengu umbótasinnar færri þingsæti en stjómarandstöðuflokk- arnir. Rússneskir bankamenn sögðu fréttimar vekja ugg, töldu allt benda til þess að þingið yrði lítt starfhæft. Úrslitin höfðu þó engin áhrif á rúss- neskum ijármálamarkaði. Jeltsín er eflaust einhver huggun í yfirlýsingu Gennadís Zjúganovs, leið- toga Kommúnistaflokksins, sem sagð- ist í gær ekki eiga neina samleið með sigurvegurum kosninganna, flokki þjóðemissinnans Vladímírs Zhír- ínovskí. „Við eigum enga samleið með þeim sem vilja þenja út landamæri Rússlands. Við erum raunsæismenn," sagði Zjúganov og var yfírlýsing hans talin til marks um að kommúnistar myndu ekki sækjast eftir bandalagi við þjóðernissinna á þingi. Bæði kommúnistar og þjóðernis- sinnar hafa lýst opinni andstöðu við efnahagsumbætur stjórnar Jeltsíns. Zhírínovskí byggði kosningabaráttu sína á loforðum um að endurreisa rússneska keisaraveldið. „Ég mun ekki starfa með fasistum,“ sagði Ana- tolí Tsjúbaís einkavæðingarráðherra. Jegor Gajdar efnahagsmálaráðherra sagðist sömuleiðis eiga erfítt með að ímynda sér að hann gæti starfað með fasistum. Gennadí Búrbúlís, náinn ráðgjafi Jeltsíns, sagði árangur Zhírínovskís mikið áfall og hugsanlega kynni nið- urstaðan að teija framgang umbóta- stefnu Jeltsíns. Óstöðugleiki framundan? Sérfræðingar í efnahagsmálum spáðu því að erfiðara yrði fyrir rúss- nesk stjómvöld að halda óbreyttri efnahags- og umbótastefnu. Míkhaíl Khazín hjá efnahagsstofnun stjóm- arinnar sagði að búast mætti við að nýtt þing þar sem kommúnistar og þjóðernissinnar væru í meirihluta myndi reyna að knýja fram ráðstaf- anir sem leiða myndu til efnahagslegs óstöðugleika. „Við þekkjum aðferðir þeirra — að lofa ljárveitingum í allar áttir sem kemur í veg fyrir kerfis- breytingar og reyna að viðhalda óbreyttum heraflanum," sagði hann. Khazín sagði að samþykkt stjóm- arskrárinnar drægi þó úr skaðanum og yrði til þess að hægt yrði að halda aftur af afturhaldsöflunum. Þau hafa haldið því fram að auka verði opinber umsvif til að koma í veg fyrir efna- hagslegt hran. Umbætur hafí verið of sársaukafullar og þjóðin liðið of miklar hremmingar þeirra vegna. Ástæðulaust að hægja á umbótum Borís Fjodorov aðstoðarforsætis- ráðherra, einn helsti arkitekt umbóta- stefnu Jeltsíns, sagði hins vegar að ástæðulaust væri að slaka á umbótum. „Það verður ekki aftur snúið og ekki hægt á ferðinni,“ sagði hann í viðtali við breska sjónvarpið BBC. Fjodorov játaði að stjómin myndi eiga erfiða daga framundan í samskiptum við þingið en sagði þó að altént yrðu fleiri umbótasinnar á því en þinginu sem Jeltsín rauf og sendi heim í septem- ber. í sjálfu sér veitir samþykkt stjórn- arskrárinnar Jeltsín möguleika á að halda stefnu sinni til streitu en stjóm- málaskýrendur sögðu að hann kæmist ekki hjá því að taka tillit til þingsins. Vestrænir hagfræðingar sögðu að umbótastefnan myndi eiga erfitt upp- dráttar ef þingið legðist gegn öllum ráðstöfunum stjórnarinnar. Hækkaði verðbólga mjög á næsta ári væri erf- itt að ímynda sér að vestrænar íjár- málastofnanir kæmu Rússum til hjálp- ar með aukinni efnahagsaðstoð. Hag- fræðingar vora hins vegar sammála Leita að kosningafréttum Reuter RÚSSNESKIR blaðalesendur leita að frétt um úrslit kosninganna á sunnudag í blöðum í Moskvu í gær. Borís N. Jeltsín forseti lýsti yfir sigri í atkvæðagreiðslu um nýja sljórnarskrá en bannaði að öðru leyti fréttaflutning frá kosningunum vegna óvænts framgangs stjórnarandstæðinga. um að ólíklegt ef ekki útilokað væri að breytingamar sem hófust fyrir tveimur árum yrðu látnar ganga til baka. „Við höfum upplifað miklar breytingar á tveimur áram. Verðlag hefur verið gefíð fijálst á nær allri framleiðslu og þjónustu, rúblan hefur verið gengisskráð og er skiptanleg fyrir erlendan gjaldeyri og víðtæk einkavæðing hefur átt sér stað,“ sagði vestrænn sérfræðingur. „Jafnvel Zhír- ínovskí vili ekki þjóðnýta það sem hefur verið einkavætt," bætti hann við. Leitað að blóraböggli Strax eftir að kjörstöðum var lokað og úrslit fóru að spyijast út hófst nótt hinna löngu hnífa í Moskvu. Umbótasinnar hófu leit að blóra- böggli og nokkrir stuðningsmenn Bor- ís N. Jeltsíns gengu svo langt að skella skuldinni á forsetann. „Jeltsín forseta urðu á alvarleg mistök með því að halda að sér höndum meðan á kosn- ingabaráttunni stóð og leika hlutverk óháðs, félagslegs og pólitísks sátta- semjara," sagði Gennadí Búrbúlís, einn helsti ráðgjafi forsetans. Búrbúl- ís sagði að Jeltsín hefði gerst sekur um hættulega, pólitíska skammsýni með því að lýsa ekki yfir stuðningi við Valkost Rússlands, helsta stuðn- ingsflokk forsetans. „Við verðum að bijóta odd af oflæti okkar í framtíð- inni og leita eftir málamið!unum,“ sagði Búrbúlís. Hvað fór úrskeiðis? Vestrænir stjómarerindrekar veltu því fyrir sér hvers vegna umbótasinn- ar hefðu ekki náð betri árangri. „Þeir deildu of hart innbyrðis og þólitísk umræða þeirra var of djúpstæð og tyrfin. Þeir hafa vonandi lært þá lex- íu, að vísu með sársaukafullum hætti, að í fjölflokka lýðræði ber mönnum að senda kjósendum einföld og skýr skilaboð og koma þeim til skila. Það hafði Zhírínovskí umfram aðra,“ sögðu vestrænir diplómatar. vaiKsumnN- Lýðskrumari, loddari eða bjargvættur þjóðarinnar? Zhírínovskí afskrifar Hitler sem misheppnaðan mann en sjálfsævisaga hans minnir merkilega mikið á Mein Kampf ^foskvu. The Daily Telegraph, Reuter. „ÉG ER mjög ánægður. Fyrsti dagur hins nýja, rússneska lýðræðis er runninn upp,“ sagði Vladímír Wolfovítsj Zhírínovski, leiðtogi Fijálslynda lýðræðisflokksins, þegar ljóst var orðið, að hann hafði unnið mikinn sigur í fyrstu frjálsu þingkosningunum í Rússlandi. Lýsti hann því yfir, að næsti áfangi væri forsetaembættið. Úrslitin í Rússlandi hafa vakið ugg og skelfingu víða enda er Zhírínovskí hvorki frjálslyndur né lýðræðislega sinnaður eins og nafnið á flokki hans gæti gefið til kynna, heldur hálffasískur þjóðernissinni, sem hefur heitið því endurreisa veldi Rússlands, leggja undir það sovét- lýðveldin fyrrverandi og mörg önnur ríki, t.d. Alaska, Finnland, Pólland, Tyrkland, Iran og Afganistan. „Við munum koma upp dómstólum koma í veg fyrir vestræn áhrif í land- Reuter í góðra vina hópi Zhírínovskí sat fund hægriöfgaflokksins Þýsku alþýðufylkingarinnar I Passau í október sl. en mikið samband er á milli flokkanna. Hefur Gerhard Frey, formaður alþýðufylkingárinnar, stutt Fijálslynda lýð- ræðisflokkinn í Rússlandi með fjárframlögum. á staðnum og skjóta foringja glæpa- gengjanna,“ sagði Zhírínovskí í kosn- ingaræðu nýlega og flestar yfirlýs- ingar hans era af þessu tagi. Hann veit hvað fólkið vill heyra, að minnsta kosti sumir, og höfðar yfírleitt til þess lægsta í þjóðarsálinni. í forseta- kosningunum 1991 lofaði hann öllum ódýru vodka og að þessu sinni var það ríkidæmi fyrir alla. Þjóðveijar í þrældóm „Við tókum Berlín 1945 en skiluð- um henni aftur,“ sagði Zhírínovskí í kösningaræðu. „Nú búa Þjóðveijar vel en við illa. Til hvers vorum við að taka Berlín? Við hefðum átt að neyða milljónir Þjóðveija til að vinna fyrir okkur, þá hefðum við Rússar getað haft það náðugt.“ Zhírínovskí vill banna ítök vest- rænna fyrirtækja í Rússlandi og mu. Vesturlönd arðræna Rússland segir hann og þess vegna vill hann draga úr útflutniíigi um 90%. Her- gagnaiðnaðurinn á ekki að vera í öðra en vopnasmíði og öllum verður tryggð atvinna og eigin íbúð. Allar trúardeildir aðrar en rússneska rétt- trúnaðarkirkjan verða bannaðar og einnig útlenskar sjónvarpsauglýsing- ar. Þulir í rússneska sjónvarpinu eiga að vera hreinræktaðir Rússar með blá augu og ljóst hár. Mælsku- og áróðursmaður Zhírínovskí er miklu mælskari en flestir andstæðinga hans en hann brosir sjaldan. Honum virðist alltaf vera fúlasta alvara hversu fáránlegar sem yfirlýsingar hans eru. Framan af kosningabaráttunni var hann af- skrifaður sem bijálæðingur og það var ekki fyrr á síðustu dögum henn- ar, að umbót'asinnar tóku að átta sig hvað var að gerast úti í kjördæmun- um. Vegna móðursýkislegrar þjóð- rembu sinnar hefur Zhírínovskí oft verið líkt við Hitler en hann gerir gys að þeim samanburði. Hann seg- ist vera eindreginn stuðningsmaður fjölflokkakerfís í stjómmálum, ekki síður en fjöllyndis í ástamálum — fjölbreytnin sé til bóta á báðum svið- um. Hvíslað um teng-sl Zhírínovskís við valdastéttina Þegar Fijálslyndi lýðræðisflokkur- inn var stofnaður 1990 var mikill orðrómur um, að hann væri ranninn undan rifjum KGB, sovésku öryggis- lögreglunnar, og fjármagnaður með leynilegum sjóðum kommúnista- flokksins. Margir Rússar era sann- færðir um, að það séu meiri tengsl milli Zhírínovskís og Jeltsíns en virð- ist á yfirborðinu. A það hefur verið bent, að þegar Jeltsín átti fund með leiðtogum flokkanna á dögunum var Zhírínovskí sá eini, sem reis á fætur þegar Jeltsín gekk í salinn. Óhamingjusöm æska Zhírínovskí hefur tekist að vinna sér sess sem fulltrúi rússneskrar þjóðernisstefnu þótt sá mikli hængur sé á, að hann er gyðingur í aðra ættina. „Móðir mín var Rússi en fað- ir minn var lögfræðingur,“ sagði hann einu sinni þegar á hann var gengið og varð þetta svar hans lands- frægt á svipstundu. í sjálfsævisögu sinni afskrifar hann Hitler sem mis- heppnaðan mann en lýsingar hans á óhamingjusamri æsku, einmanaleika og niðurlægingu minna merkilega mikið á Mein Kampf Hitlers. „Ég óx upp í heimi, sem var laus við alla hlýju — frá foreldrum, vinum eða kennuram. Mér fannst sem mér væri ofaukið, alltaf fyrir einhveijum, alltaf sekur um eitthvað . . . Ég lauk námi með hæstu einkunnum ... fór heim í herbergiskytruna mína en þar var enginn til að samgleðjast mér, enginn, sem skálaði með mér. Ég var aleinn." Zhírínovskí er 47 ára gamall, fæddur í Alma Ata í Kazakhstan, kvæntur en hefur átt í mörgum mis- heppnuðum ástarævintýram. „Hefði ég fundið ástríka konu, hefði ég eytt kröftum mínum á hana og fyrir hana. Hefði ég átt góðan vin, hefði ég varið tíma mínum með honum.“ Rússneski stjómmálaskýrandinn Níkolaj Svanídze sagði í gær, að sig- ur Zhírínovskís hefði gjörbreytt rúss- neskum stjórnmálum. „Jeltsín hefur eignast skelfílegan andstæðing í Vladímír Zhírínovskí. Hingað til hefur herskáa stjómar- andstöðuna skort skýran og fram- bærilegan leiðtoga til að stjóma bar- áttunni gegn umbótunum en nú er hann kominn fram.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.