Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Forræðismál Sophiu Hansen
Dæmt vegna brota
Halims Als á um-
gengnisréttinum
HALIM Al, fyrrverandi eiginmaður Sophiu Hansen, var handtekinn í
síðustu viku árla morguns og látinn sitja í varðhaldi fram á kvöld er
hann var tekinn til yfirheyrslu. Handtökuskipun á hendur Halim var
gefin út í kjölfar þess að hann mætti ekki þegar réttað var í sakadómi
í Istanbul vegna endurtekinna brota Halims á umgengnisrétti Sophiu
við dæturnar, sem hann hefur brotið 24 sinnum á sl. tveimur árum.
Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. janúar næstkomandi.
Í yfirheyrslunni kom ekkert nýtt
fram, einungis það sem Halim hefur
margoft áður sagt, að hann hafi
ákveðið að Sophia fái ekki að hitta
dætumar nema á heimili Halims og
undir hans eftirliti. Halim A1 var
sleppt að lokinni yfirheyrslu. Að sögn
Sigurðar Péturs Harðarsonar, stuðn-
ingsmanns Sophiu Hansen, hafa þær
fréttir borist frá Tyrklandi að dómur
muni falla í sakadómi vegna um-
gengnisréttarbrota Halims 19. jan-
úar nk. Samkvæmt tyrkneskum lög-
um er hámarksrefsing fyrir hvert
brot 6 mánuðir. Ef hámarksrefsingu
væri beitt væri hægt að dæma Halim
A1 í 12 ára fangelsi.
Greinargerð til
Mannréttindadómstólsins
Sigurður Pétur segist hafa þær
fréttir frá Hasip Kaplan, Iögmanni
Sophiu í Tyrklandi, að greinargerðar
tyrkneska stjómvalda til mannrétt-
indadómstólsins í Strassborg sé að
vænta innan einnar viku. Tyrknesk
stjórnvöld hafa frest til 24. desember
til að skila greinargerðinni. Mann-
réttindadómstóllinn hefur fallist á að
taka þann hluta forræðismálsins fyr-
ir sem snýr að umgengnisbrotum
Halims.
Að sögn Sigurðar Péturs fjölluðu
tyrkneskir fjölmiðlar mikið um for-
ræðismálið á sunnudag. Meðal ann-
ars birtist löng grein um málið í
dagblaðinu Húrriet, sem er næst-
stærsta dagblað Tyrklands. Sjón-
varpsstöðvar í Tyrklandi hafa hringt
mikið til lögmanns Sophiu í Istanbul
og falast eftir viðtölum við Sophiu
þegar hún verði næst í Tyrklandi.
Þá segir Sigurður Pétur að ijöl-
margir tyrkneskir einstaklingar hafí
sett sig í samband við Hasip Kaplan
og boðið aðstoð. Þeir hafa m.a.
óskapast yfír aðgerðarleysi tyrk-
neskra stjómvalda í málinu.
Mannréttindasamtökin sýknuð
Dómur í máli sem tyrknesk stjórn-
völd höfðuðu gegn mannréttinda-
samtökunum í Istanbui féll 9. desem-
ber sl., sem hafa m.a. stutt vel bar-
áttu Sophiu Hansen. Stjómvöld
gerðu kröfu um að samtökin yrðu
leyst upp og skrifstofu þeirra lokað.
Málið var höfðað þar sem samtökin
hafa mikið látið að sér kveða vegna
síendurtekinna mannréttindabrota
tyrkneskra yfírvalda. Dómarinn
féllst ekki á rök yfírvalda í málinu
og vom samtökin sýknuð af kröf-
unni.
Morgunblaðið/Rax
Frá vígslu hússins
BJÖRN Ástmundsson, forstjóri Reykjalundar, flytur ávarp við vígslu hússins.
Nýjar íbúðir teknar í
notkun á Reykjalundi
NÝJAR íbúðir fyrir fatlaða voru teknar í notkun á Reykjalundi
sl. föstudag. Það var heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Guðmund-
ur Árni Stefánsson, sem opnaði húsnæðið. Þrír íbúar eru þegar
fluttir inn og verða hinar íbúðirnar teknar í notkun eftir áramót
þegar fleiri starfsmenn hafa verið ráðnir.
Byggingu hússins lauk fyrir
tveimur árum en ekki hefur tek-
ist að tryggja fé til reksturs þess
fyrr en nú. Guðmundur Ámi
Stefánsson opnaði húsið form-
lega í viðurvist fjölda gesta, Li-
onsmanna, íbúa og aðstandenda.
Fjölumdæmisstjóri Lions flutti
ávarp og greindi frá söfnunar-
starfí hreyfíngarinnar árið 1989
sem var grundvöllur að bygging-
unni. Séra Jón Þorsteinsson,
sóknarprestur í Mosfellspresta-
kalli, flutti blessunarorð og gaf
húsinu nafnið Hlein. Þrír íbúar
era. fluttir inn og flytur sá fjórði
inn fljótlega. Alls eru íbúðirnar
sjö og verða hinar þrjár teknar
í notkun eftir áramót.
Skýrsla lögð fram um sorphirðu á Vestfjörðum
Sorpeyðingarstöð fyrir
Isfirðinga talin dýrust
Sorpbrennsla/urðun á Vestljbrðum
kostnafiur á íbúa á ári
2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 /l4.000kr.
Sameiginleg brennsla
Sameiginleg urðun
ísafirði.
SKYRSLA um sorphirðu og sorpeyðingu á Vestfjörðum, sem fjórð-
ungssambandið, Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðu-
neytið hafa látið gera, sýnir að ódýrasta leiðin til sorpeyðingar er
sameiginleg urðun. Brennsla virðist alls staðar vera nokkuð dýrari
kostur. Þannig er gert ráð fyrir í skýrslunni að sorpeyðingarstöð á
ísafirði sem þjónar fsfirðingum einum eins og nú er gert ráð fyrir
sé uin 50% dýrari en sameiginleg urðun. Komi öll nágrannasveitarfé-
lögin til samstarfs um brennsluna á ísafirði er hún samt 23% dýrari
en sameiginleg urðun.
Formaður bæjarráðs á ísafirði
segir að kostnaður urðunar sé vera-
lega lægri en komið hafí fram við
könnun ísafjarðarkaupstaðar fyrir
um ári og gert sé ráð fyrir 30 millj-
óna króna mengunarbúnaði í nýju
stöðinni á Isafirði, sem ekki hefur
verið pantaður og engin þörf sé á í
næstu framtíð. Hann segir jafnframt
að í kostnaðarliðina við urðun í Gerð-
hamradal í Dýrafirði vanti bæði
vegagerð og veitulagnir.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem haldinn var á ísafírði fyr-
ir skömmu til að kynna niðurstöður
nefndarinnar, en í henni áttu sæti
Sigurbjörg Sæmundsdóttir deildar-
stjóri í umhverfisráðuneytinu, for-
maður, Guðrún S. Hilmisdóttir verk-
fræðingur hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, Kristinn Jón Jónsson
formaður bæjarráðs á Isafírði, Olafur
Arnfjörð Guðmundsson sveitarstjóri
í Patreksfirði og Stefán Gíslason
sveitarstjóri á Hólmavík. Magnús
Jóhannesson ráðuneytisstjóri í um-
hverfisráðuneytinu stjórnaði fundin-
um. En auk fundar sem haldinn var
með sveitarstjómum á norðursvæði
Vestfjarða á miðvikudagskvöld,
höfðu áður verið haldnir fundir á
Patreksfírði og Hólmavík. Miðað við
kostnaðaráætlanir skýrslunnar
hækkar kostnaður tvöfalt til þrefalt
á Vestfjörðum miðað við það sem nú
er.
Fer úr 4.000 krónum á íbúa á
ári í 8-14.000 krónur
Nefndin gerir ráð fyrir þrem sorp-
svæðum á Vestfjörðum, í Vestur-
Barðastrandarsýslu, í Ísaíjarðarsýslu
og í Strandasýslu að undanskildum
syðsta hreppnum, Bæjarhreppi, sem
ætlað er að fylgja Norðurlandi
vestra. í Vestur-Barðastrandarsýslu
er áætlað að sameiginlegur kostnað-
ur við urðun verði 7.761 króna á
íbúa, en ein brennsla fyrir svæðið
kosti 13.666 krónur. í ísaijarðarsýsl-
um hefði sameiginleg urðun orðið
ódýrast að mati nefndarinnar og
kostað 7.565 krónur á íbúa. En þar
sem hafin er bygging sorpeyðingar-
stöðvar á ísafirði kemur sú leið ekki
lengur til greina. Næstódýrasti kost-
urinn fyrir ísfirðinga er að öll sveitar-
félög sameinist um brennslu á
Isafírði, en sá kostur kostar 9.329
krónur á íbúa. En sá kostur er um
1.000 krónur dýrari á mann fyrir
nágrannasveitarfélögin, en ef þau
urðuðu sitt sorp sjálf. Sitji ísfirðing-
ar einir uppi með sína stöð kostar
það 11.369 krónur á mann, eða rétt-
um 50% meira en ódýrasti kosturinn
samkvæmt skýrslunni. Sorphirðu-
kostnaður á Isafírði í dag er 4.795
krónur á íbúa samkvæmt sömu
skýrslu. Hvergi er gert ráð fyrir sorp-
hirðu í sveitum við Ísaíjarðardjúp. Á
Hólmavík er gert ráð fyrir áfram-
haldandi urðun og er áætlað að hún
kosti 9:700 á mann á ári. Þar fer
nú fram athyglisverð tilraun með
heimaflokkun á sorpi, sem felst í því
að fjölskyldur jarðgera úrganginn
eftir því sem það er hægt.
Gert er ráð fyrir þeim möguleika
á stærri stÖoðunum að safna sorpi
í gáma og flytja það til eyðingar í
Reykjavík, en það virtist alltaf vera
með dýrastu kostunum, þó er það
ódýrara; samkvæmt skýrslunni, en
sérstakar brennslur í Bolungarvík, á
Flateyri og Patreksfírði.
Uröun viö Flateyri, Þ.eyri og Bol.vík
Uröun í Önundarfíröi
Uröun við Flateyri og Bolungarvík
Gjaldskrá Sorpu
Ný stjómsýslulög' undir-
búin með námskeiðum
HINN 1. janúar nk. taka gildi ný stjórnsýslulög nr. 37/1993. Lög
þessi gilda um stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þau gilda þegar
sljórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um
rétt og skyldu manna.
Um þessar mundir stendur for-
sætisráðuneytið fyrir námskeiðinu
um efni stjórnsýsluiaganna. Ann-
ars vegar er um að ræða fræðslun-
ámskeið ætluð lögfræðingúm, yf-
irmönnum í ráðuneytum og æðstu
stjómendum ríkisstofnana. Nám-
skeið þessi standa í tvo daga og
er farið ítarlega yfír efni laganna.
Hins vegar er um að ræða kynn-
ingarnámskeið, einkum ætluð öðr-
um ólöglærðum starfsmönnum í
Stjórnarráðinu. Á því námskeiði,
sem stendur í einn dag, er efni
stjórnsýslulaganna kynnt í stórum
dráttum.
Fyrirlesarar á fræðslunám-
skeiðunum eru Eiríkur Tómasson,
hæstaréttarlögmaður og formaður
nefndar, er samdi frumvarp til
stjómsýslulaga og Páll Hreinsson,
aðstoðarmaður umboðsmanns Al-
þingis, sem einnig átti sæti í þeirri
nefnd.
Fyrirlesarar á kynningarnám-
skeiðunum em lögfræðingarnir
Guðmundur Þór Guðmundsson,
dóms- og kirkjumálaráðuneyti,
Sólveig Guðmundsdóttir, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neyti, Skúli Guðmundsson, Hag-
stofu íslands, Þórhallur Vilhjálms-
son, emæbtti umboðsmanns AI-
þingis, og Þórhildur Líndal, for-
sætisráðuneyti, en hún hefur jafn-
framt annast skipulagningu nám-
skeiðanna fyrir hönd þess ráðu-
neytis.
Áætlað er að yfir 300 manns
sæki námskeiðin sem haldin em í
Borgartúni 6 en þau hófust 24.
nóvember og lýkur 15. desember.
Forsætisráðuneytið stefnir að því
að halda fleiri námskeið af svipuð-
um toga á næsta ári, þar á meðal
fyrir sveitarstjórnarmenn.