Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
49
Óttinn við tómið
í eigin barmi
ingu í stjórnsýslu og vaxandi gjá Þess má að lokum geta að fyrir
eftir Ólaf Gíslason
Þegar ég las það á forsíðu Morg-
unblaðsins að kommúnistum væri
spáð sigri yfir fasistum í kosningum
á Ítalíu varð mér á að hugsa hvort
í hendur mínar hefði ratað eintak
af blaðinu frá fimmta áratugnum,
eða kannski frá þeim sjötta, þegar
verið var að festa skotgrafir kalda
stríðsins í álfunni. En það er ekki
um að villast, á blaðhausnum er
dagsetningin 5. desember 1993.
Hvað er blaðið að reyna að segja
okkur með þessari frétt? Staðreynd-
in var sú að ítalskar spástofnanir
höfðu spáð þeim frambjóðendúm
sigri í síðari umferð borgarstjóra-
kosninganna sem njóta stuðnings
Lýðræðislega vinstriflokksins
(PDS) og fleiri fijálslyndra og
vinstrisinnaðra sjómmálasamtaka.
í fýrstu umferð kosninganna
höfðu kjósendur hafnað öllum þeim
frambjóðendum sem höfðu yfírlýst-
an stuðning einhverra þeirra fímm
flokka sem farið hafa með völd í
landinu nánast samfleytt frá stríðs-
lokum.
Eftir stóðu frambjóðendur stjóm-
arandstöðunnar: frambjóðendur
vinstrimanna, græningja, umbóta-
sinna, róttækra o.s.frv. annars veg-
ar og frambjóðendur sem höfðu
yfírlýstan stuðning ítölsku samfé-
lagshreyfíngarinnar (MSI) eða
Norðurbandalagsins (Lega Nord)
hins vegar. Þetta vom dramatískar
aðstæður sem fýrirsjáanlega myndu
kollvarpa því valdakerfi sem verið
hefur við lýði á Ítalíu frá stríðslok-
um.
En stóð þá baráttan í seinni
umferðinni á milli kommúnista og
fasista? Það fer auðvitað eftir skiln-
ingi okkar á þessum orðum, eða
öllu heldur eftir merkingu þeirra.
En ég fæ ekki betur séð en að með
fyrirsögn sinni á forsíðu sé Morgun-
blaðið að gefa þessum útjöskuðu
orðum einhveija nýja merkingu,
sem gerir tilefni fréttarinnar í raun
óskiljanlegt fyrir almennum lesend-
um blaðsins.
Ástæðan fyrir kommúnista-
stimpli blaðsins á framboði vinstri-
manna er trúlega sú að Lýðræðis-
legi vinstriflokkurinn var stofnaður
fyrir rúmum þrem árum í kjölfar
þess að ítalski kommúnistaflokkur-
inn (PCI) var lagður niður.
ítalski kommúnistaflokkurinn og
arftaki hans, PDS, byggja vissulega
á arfí evrópskrar verkalýðshreyf-
ingar með sínum björtu og dökku
hliðum. Björtu hliðamar á þeirri
sögu birtast í baráttunni gegn fas-
ismanum fyrir stríð og á stríðsárun-
um. Þær birtast í þeirri reynslu sem
haldið hefur á lofti gildi samstöðu,
samkenndar og samfélagslegrar
ábyrgðar í hinni pólitísku baráttu.
Dökku hliðamar á þeirri sögu tengj-
ast hins vegar því, hvernig hugsjón-
um þessarar sömu vekalýðshreyf-
ingar var snúið upp í andhverfu
sína í Sovétríkjunum fyrrverandi
og víðar.
Nú á tímum er hugtakið „komm-
únismi" fyrst og fremst tengt þeirri
síðastnefndu reynslu. Reynslu sem
ítalski kommúnistaflokkurinn verð-
ur ekki gerður samábyrgur fyrir
nema að mjög litlum hluta. Reynslu
sem hann tók afstöðu gegn fyrr og
með ákveðnari hætti en aðrir sam-
bærilegir verkalýðsflokkar á Vest-
urlöndum. Þannig mun að minnsta
kosti aldarfjórðungur síðan PCI
lýsti stuðningi við þátttöku Ítalíu í
NATO.
Það er kaldhæðni örlaganna og
hin stóra þversögn ítalskra stjórn-
mála að á meðan borgaraflokkarnir
á Ítalíu unnu skipulega að því ára-
tugum saman að koma sér upp
„kommissarakerfi" með tilheyrandi
„nomenklaturu", mútugreiðslum og
spillingu, sem helst minnir á hið
sovéska valdakerfi, hafa ítalskir
kommúnistar unnið að því með góð-
um árangri að koma á virkum
frjálsum markaði sjálfstæðra sam-
vinnufyrirtækja þar sem þeir hafa
ráðið mestu, eins og í Emilia-
Romagna héraði og höfuborg þess,
Bologna. Kosningaúrslitin nú ber
fyrst og fremst að skoða í því ljósi,
en ekki út frá einhveijum innihalds-
lausum frösum, sem notaðir eru í
hugsunarleysi eða meðvituðum
blekkingarleik.
Ástæður þess að ítalskir komm-
únistar lögðu flokk sinn niður 1989,
skömmu áður en múrinn féll, voru
meðal annars þær að hugtakið
kommúnismi hafði ekki lengur þá
merkingu í meðförum almennings
og fjölmiðla sem samræmdist
stefnu flokksins. Önnur ástæða og
veigameiri var sú að flokkurinn vildi
bregðast við breyttum þjóðfélags-
aðstæðum með hugmyndalegri og
V
nvr og glæsilegur ilmur frá París
First var fyrsti iimurinn frá
Ojw-v (CsUcf & Arpeis «»g er sívinsæll
Ólafur Gíslason
„Hinir hefðbundnu
borgaraflokkar á Italíu
eru nú svo málefnalega
gjaldþrota að frambjóð-
endur þeirra komast
hvergi á blað.“
skipulagslegri endurnýjun: hin
hefðbundna stéttagreining marx-
ismans gilti ekki um samfélag síð-
kapítalismans að mati flokksins, og
í stað hefðbundinnar stéttabaráttu
var lögð áhersla á að nálgast ný
og knýjandi vandamál eins og um-
hverfísvanda, atvinnuleysi, spill-
milli ríkra og snauðra, út frá for-
sendum breiðrar lýðræðislegrar
samfylkingar, en ekki á grundvelli
úreltra hugmynda um ósættanlegar
andstæður launavinnu og auð-
magns. Lýðræðislegi vinstriflokkur-
inn skilgreinir sig því ekki sem
marxískan flokk og hefur f raun
ekki meira með „kommúnisma" að
gera en til dæmis franski sósíalista-
flokkurinn eða norski verkamanna-
flokkurinn.
Við þetta má bæta að borgar-
stjóraefni þau sem PDS hefur lýst
stuðningi við eru í fæstum tilfellum
flokksbundin og í öðrum tilfellum
flokksbundin öðrum flokkum (til
dæmis græningjum). Að baki þess-
ara framboða standa því breiðfylk-
ingar sem ná frá vinstri til miðju.
Enda hafa þau hlotið stuðningsyfír-
lýsingar frá stórkapítalistum eins
og de Benedetti og Benetton, sem
vart verða kenndir við kommún-
isma. Þessi framboð eru hliðstæð
því að fijálslyndi flokkurinn og
verkamannaflokkurinn í Bretlandi
eða þýskir jafnaðarmenn, græningj-
ar og fjálslyndir sameinuðust um
frambjóðendur. Þau eiga vissa hlið-
stæðu í forsetaframboði demókrata
í Bandaríkjunum. Hveijum dytti í
hug að kalla slíkt framboð „komm-
únískt"?
Það athyglisverða í stöðunni er
hins vegar að hinir hefðbundnu
borgaraflokkar á Ítalíu eru nú svo
málefnalega gjaldþrota að fram-
bjóðendur þeirra komast hvergi á
blað. Við þessar sérstöku aðstæður
kemur það svo í ljós að stór hluti
þeirra kjósenda sem áður lögðu
traust sitt á þá Giulio Andreotti,
Bettino Craxi og aðra fulltrúa þjóð-
arsáttarinnar um kommissarakerfíð
kýs nú að veita frambjóðendum
MSI stuðning. En flokkur þessi
hefur hingað til litið á það sem hlut-
verk sitt að standa vörð um „hið
jákvæða í arfí fasismans". Leiðtogi
flokksins og frambjóðandi til borg-
arstjóraembættis í Róm, Gianfranco
Fini, skilgreindi sjálfan sig sem
„síð-fasista“ (post-fascista) á blaða-
mannafundi síðastliðinn föstudag.
utan samkomutjaldið þar sem Fini
hélt síðustu kosningaræðu sína
síðastliðið föstudagskvöld var kór
af fótboltabullum sem styðja knatt-
spymuliðið Lazio og Fini. Að sögn
fréttaritara dagblaðsins Ja
Repubblica létu bullumar ófriðlega <■
og kölluðu í sífellu: „Chi non salta
é comunista!" (sá sem ekki stekkur
er kommúnistil). Það er stuðnings-
liði nýfasista nauðsyn að halda
dauðahaldi í ímyndaðan óvin til
þess að breiða yfír andlegt tómið í
eigin barmi.
Nú er það spurning hvort sami
innvortis tómleiki sé farinn að hijá
fréttastjóra Morgunblaðsins og fót-
boltabullurnar í Róm?
Höfundur er blaðamaður og hefur
starfað sem leiðsögumaður og
fréttaritari á Ítalíu.
í Kaupmannahöfn
FÆST
I BLAÐASÖLUNNI
ÁjArnbrauta-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
t’,- , ' <r
____________________________________________________________
Borpartúni 24
IMOKIA
SJÓNVÖRP FRAMTIÐARINNAR
BJÓÐAST NÚ Á FRÁBÆRU VERÐI
UPPFYLLIR STRANGAR
KRÖFUR UM GÆÐI
LEIÐANDI Á SÍNU SVIÐI
UMFRAM ALLT GERÐ
MEÐ ÞIG í HUGA
AUÐVELD STJÓRNUN
MEÐ VALMYNDUM
MÚSARFJARSTÝRING
FÁIR TAKKAR
TEXTAVARP
VÍÐÓMUR [NICAM
STEREO) 2x30W
SUB-WOOFER *
DJÚPBASSAHÁTALARI
BLAGK PLANIGON NT-S *
FL ATSKJÁR NV T/l-kNI
GTLSkTRPllTÆkNl OG
KAáTFILTFR *
O Á við um TV7185
Njóttu nýiun8flnna
frá Nokifl
RONNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI ó8 58 68