Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 49 Óttinn við tómið í eigin barmi ingu í stjórnsýslu og vaxandi gjá Þess má að lokum geta að fyrir eftir Ólaf Gíslason Þegar ég las það á forsíðu Morg- unblaðsins að kommúnistum væri spáð sigri yfir fasistum í kosningum á Ítalíu varð mér á að hugsa hvort í hendur mínar hefði ratað eintak af blaðinu frá fimmta áratugnum, eða kannski frá þeim sjötta, þegar verið var að festa skotgrafir kalda stríðsins í álfunni. En það er ekki um að villast, á blaðhausnum er dagsetningin 5. desember 1993. Hvað er blaðið að reyna að segja okkur með þessari frétt? Staðreynd- in var sú að ítalskar spástofnanir höfðu spáð þeim frambjóðendúm sigri í síðari umferð borgarstjóra- kosninganna sem njóta stuðnings Lýðræðislega vinstriflokksins (PDS) og fleiri fijálslyndra og vinstrisinnaðra sjómmálasamtaka. í fýrstu umferð kosninganna höfðu kjósendur hafnað öllum þeim frambjóðendum sem höfðu yfírlýst- an stuðning einhverra þeirra fímm flokka sem farið hafa með völd í landinu nánast samfleytt frá stríðs- lokum. Eftir stóðu frambjóðendur stjóm- arandstöðunnar: frambjóðendur vinstrimanna, græningja, umbóta- sinna, róttækra o.s.frv. annars veg- ar og frambjóðendur sem höfðu yfírlýstan stuðning ítölsku samfé- lagshreyfíngarinnar (MSI) eða Norðurbandalagsins (Lega Nord) hins vegar. Þetta vom dramatískar aðstæður sem fýrirsjáanlega myndu kollvarpa því valdakerfi sem verið hefur við lýði á Ítalíu frá stríðslok- um. En stóð þá baráttan í seinni umferðinni á milli kommúnista og fasista? Það fer auðvitað eftir skiln- ingi okkar á þessum orðum, eða öllu heldur eftir merkingu þeirra. En ég fæ ekki betur séð en að með fyrirsögn sinni á forsíðu sé Morgun- blaðið að gefa þessum útjöskuðu orðum einhveija nýja merkingu, sem gerir tilefni fréttarinnar í raun óskiljanlegt fyrir almennum lesend- um blaðsins. Ástæðan fyrir kommúnista- stimpli blaðsins á framboði vinstri- manna er trúlega sú að Lýðræðis- legi vinstriflokkurinn var stofnaður fyrir rúmum þrem árum í kjölfar þess að ítalski kommúnistaflokkur- inn (PCI) var lagður niður. ítalski kommúnistaflokkurinn og arftaki hans, PDS, byggja vissulega á arfí evrópskrar verkalýðshreyf- ingar með sínum björtu og dökku hliðum. Björtu hliðamar á þeirri sögu birtast í baráttunni gegn fas- ismanum fyrir stríð og á stríðsárun- um. Þær birtast í þeirri reynslu sem haldið hefur á lofti gildi samstöðu, samkenndar og samfélagslegrar ábyrgðar í hinni pólitísku baráttu. Dökku hliðamar á þeirri sögu tengj- ast hins vegar því, hvernig hugsjón- um þessarar sömu vekalýðshreyf- ingar var snúið upp í andhverfu sína í Sovétríkjunum fyrrverandi og víðar. Nú á tímum er hugtakið „komm- únismi" fyrst og fremst tengt þeirri síðastnefndu reynslu. Reynslu sem ítalski kommúnistaflokkurinn verð- ur ekki gerður samábyrgur fyrir nema að mjög litlum hluta. Reynslu sem hann tók afstöðu gegn fyrr og með ákveðnari hætti en aðrir sam- bærilegir verkalýðsflokkar á Vest- urlöndum. Þannig mun að minnsta kosti aldarfjórðungur síðan PCI lýsti stuðningi við þátttöku Ítalíu í NATO. Það er kaldhæðni örlaganna og hin stóra þversögn ítalskra stjórn- mála að á meðan borgaraflokkarnir á Ítalíu unnu skipulega að því ára- tugum saman að koma sér upp „kommissarakerfi" með tilheyrandi „nomenklaturu", mútugreiðslum og spillingu, sem helst minnir á hið sovéska valdakerfi, hafa ítalskir kommúnistar unnið að því með góð- um árangri að koma á virkum frjálsum markaði sjálfstæðra sam- vinnufyrirtækja þar sem þeir hafa ráðið mestu, eins og í Emilia- Romagna héraði og höfuborg þess, Bologna. Kosningaúrslitin nú ber fyrst og fremst að skoða í því ljósi, en ekki út frá einhveijum innihalds- lausum frösum, sem notaðir eru í hugsunarleysi eða meðvituðum blekkingarleik. Ástæður þess að ítalskir komm- únistar lögðu flokk sinn niður 1989, skömmu áður en múrinn féll, voru meðal annars þær að hugtakið kommúnismi hafði ekki lengur þá merkingu í meðförum almennings og fjölmiðla sem samræmdist stefnu flokksins. Önnur ástæða og veigameiri var sú að flokkurinn vildi bregðast við breyttum þjóðfélags- aðstæðum með hugmyndalegri og V nvr og glæsilegur ilmur frá París First var fyrsti iimurinn frá Ojw-v (CsUcf & Arpeis «»g er sívinsæll Ólafur Gíslason „Hinir hefðbundnu borgaraflokkar á Italíu eru nú svo málefnalega gjaldþrota að frambjóð- endur þeirra komast hvergi á blað.“ skipulagslegri endurnýjun: hin hefðbundna stéttagreining marx- ismans gilti ekki um samfélag síð- kapítalismans að mati flokksins, og í stað hefðbundinnar stéttabaráttu var lögð áhersla á að nálgast ný og knýjandi vandamál eins og um- hverfísvanda, atvinnuleysi, spill- milli ríkra og snauðra, út frá for- sendum breiðrar lýðræðislegrar samfylkingar, en ekki á grundvelli úreltra hugmynda um ósættanlegar andstæður launavinnu og auð- magns. Lýðræðislegi vinstriflokkur- inn skilgreinir sig því ekki sem marxískan flokk og hefur f raun ekki meira með „kommúnisma" að gera en til dæmis franski sósíalista- flokkurinn eða norski verkamanna- flokkurinn. Við þetta má bæta að borgar- stjóraefni þau sem PDS hefur lýst stuðningi við eru í fæstum tilfellum flokksbundin og í öðrum tilfellum flokksbundin öðrum flokkum (til dæmis græningjum). Að baki þess- ara framboða standa því breiðfylk- ingar sem ná frá vinstri til miðju. Enda hafa þau hlotið stuðningsyfír- lýsingar frá stórkapítalistum eins og de Benedetti og Benetton, sem vart verða kenndir við kommún- isma. Þessi framboð eru hliðstæð því að fijálslyndi flokkurinn og verkamannaflokkurinn í Bretlandi eða þýskir jafnaðarmenn, græningj- ar og fjálslyndir sameinuðust um frambjóðendur. Þau eiga vissa hlið- stæðu í forsetaframboði demókrata í Bandaríkjunum. Hveijum dytti í hug að kalla slíkt framboð „komm- únískt"? Það athyglisverða í stöðunni er hins vegar að hinir hefðbundnu borgaraflokkar á Ítalíu eru nú svo málefnalega gjaldþrota að fram- bjóðendur þeirra komast hvergi á blað. Við þessar sérstöku aðstæður kemur það svo í ljós að stór hluti þeirra kjósenda sem áður lögðu traust sitt á þá Giulio Andreotti, Bettino Craxi og aðra fulltrúa þjóð- arsáttarinnar um kommissarakerfíð kýs nú að veita frambjóðendum MSI stuðning. En flokkur þessi hefur hingað til litið á það sem hlut- verk sitt að standa vörð um „hið jákvæða í arfí fasismans". Leiðtogi flokksins og frambjóðandi til borg- arstjóraembættis í Róm, Gianfranco Fini, skilgreindi sjálfan sig sem „síð-fasista“ (post-fascista) á blaða- mannafundi síðastliðinn föstudag. utan samkomutjaldið þar sem Fini hélt síðustu kosningaræðu sína síðastliðið föstudagskvöld var kór af fótboltabullum sem styðja knatt- spymuliðið Lazio og Fini. Að sögn fréttaritara dagblaðsins Ja Repubblica létu bullumar ófriðlega <■ og kölluðu í sífellu: „Chi non salta é comunista!" (sá sem ekki stekkur er kommúnistil). Það er stuðnings- liði nýfasista nauðsyn að halda dauðahaldi í ímyndaðan óvin til þess að breiða yfír andlegt tómið í eigin barmi. Nú er það spurning hvort sami innvortis tómleiki sé farinn að hijá fréttastjóra Morgunblaðsins og fót- boltabullurnar í Róm? Höfundur er blaðamaður og hefur starfað sem leiðsögumaður og fréttaritari á Ítalíu. í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI ÁjArnbrauta- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI t’,- , ' <r ____________________________________________________________ Borpartúni 24 IMOKIA SJÓNVÖRP FRAMTIÐARINNAR BJÓÐAST NÚ Á FRÁBÆRU VERÐI UPPFYLLIR STRANGAR KRÖFUR UM GÆÐI LEIÐANDI Á SÍNU SVIÐI UMFRAM ALLT GERÐ MEÐ ÞIG í HUGA AUÐVELD STJÓRNUN MEÐ VALMYNDUM MÚSARFJARSTÝRING FÁIR TAKKAR TEXTAVARP VÍÐÓMUR [NICAM STEREO) 2x30W SUB-WOOFER * DJÚPBASSAHÁTALARI BLAGK PLANIGON NT-S * FL ATSKJÁR NV T/l-kNI GTLSkTRPllTÆkNl OG KAáTFILTFR * O Á við um TV7185 Njóttu nýiun8flnna frá Nokifl RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI ó8 58 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.