Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Róttækar breytingar á framhaldsskólum eftir Sigrúnu Sigurðardóttur Svíar hafa löngum verið þekktir fyrir velferðarkerfi sitt. Það hefur hingað til verið metnaðarmál þeirra sem fara með stjórn skólamála í Svíþjóð að gefa öllum sömu tæki- færin og halda öllum á sama strik- inu. Einstaklingsframtak og sam- keppni hafa verið bannorð innan skólakerfisins. Nú eru breyttir tímar. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að færa yfírstjórn skóla- mála frá ríkinu til sveitarfélaganna og taka upp stefnu sem leggur áherslu á fjölbreytileika, sveigjan- leika og frelsi nemenda til að velja. í framhaldi af þessu hefur mennta- málaráðuneytið sagt 600 manns upp störfum. Sveitarfélögin og skólastjórar munu taka við verkefn- um þessa fólks. Einkunnagjöf sem stuðlar að samkeppni milli nemenda og hefur hingað til verið talin óæskileg verður nú aukin og sam- keppni talin af hinu góða. Sjálf- stæði og valfrelsi nemandans er í hávegum haft. Mestu breytinjgarnar eru á framhaldsskólastigi. Ahersla er nú lögð á að undirbúa nemendur ekki síður fyrir atvinnulífíð en áframhaldandi nám með því að bjóða upp á aukna sérhæfíngu. Sænsk skólayfirvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að sérhæfð menntun nýtist betur bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið heldur en almenn menntun sem allir fá sömu kennslu í og leyfír enga sér- hæfíngu. Sérhæfíngin er þó ekki algjör því ákveðnar kjarnagreinar skipa stóran sess í náminu. Kjama- greinamar em átta og verður sér- stök áhersla lögð á sænsku, ensku og stærðfræði. Nemendum er síðan ætlað að velja sér ákveðna braut innan þess sviðs sem vekur áhuga þeirra. Menntamálaráðuneytið hef- ur tilgreint sextán sérhæfðar braut- ir sem kallaðar hafa verið þjóðar- brautir (nationella program) og er meiningin að sérhæfðar greinar sem tilheyri brautunum verði kenndar til helmings á móts við kjarnafögin. Líkist þetta kerfí tals- vert því áfangakerfí sem við eigum að venjast hér á íslandi. Auk þess- ara þjóðarbrauta getur hver skóli fyrir sig eða hvert sveitarfélag boð- ið upp á aðrar námsbrautir, svokall- aðar staðbundnar brautir (lokal gren) sem eru þá sniðnar að mennt- un sem nýtist í því sveitarfélagi sem við á. Einnig er mögulegt að bjóða upp á sérmótaðar brautir fyrir þá sem finna ekki þá menntun sem þeir óska eftir innan sérhæfðu braut- anna. Kjarnagreinar eru þær sömu hjá öllum en valgreinar má setja saman með því að velja ólíkar grein- ar. Fyrir þá nemendur sem eru óákveðnir um hvaða menntun hent- ar þeim verður boðið upp á einstakl- ingsbraut. Brautin er aðeins ætluð til að kynna nemendum hin ólíku fög og er gert ráð fyrir að hún verði nokkurs konar undibúnings- braut. Þegar nemendur hafa svo gert upp hug sinn halda þeir námi sínu áfram á einhvem af sérhæfðu brautunum. Á lokaári sínu í framhaldsskólan- um geta nemendur valið uppfylling- aráfanga. Það er ef nemanda vant- ar kunnáttu í ákveðnum greinum til að sækja um ákveðið háskólanám getur hann valið um þijú námskeið sem miða við að búa hann undir tiltekið nám. Þessi námskeið eru Heimspeki- og samfélagsfræði, náttúru- og raunvísindi og við- skipta- og hagfræði. Ollum nemendum er skylt að gera eitt sérhæft verkefni. T.a.m. ritgerð sem þeir vinna algjörlega upp á eigin spýtur og fjallar um eitthvað sérhæft efni innan ákveð- innar greinar sem þeir hafa valið sér. Gildir sérverkefni þetta 30 ein- ingar til viðbótar við 680 einingar úr kjarnagreinum sem nemendum er ætlað að ljúka áður en þeir út- skrjfast. Ákveðið hefur verið að tengsl atvinnulífs og skóla verði með þeim hætti að a.m.k. 15% af námi hvers nemanda fari fram hjá fyrirtækjum þannig að nemendur fái að kynnast hvernig sú menntun sem þeir sér- hæfa sig í nýtist úti í þjóðfélaginu. Undanskildar frá þessu eru nátt- úrufræðibraut, félagsfræðibraut og listabraut. Það liggur í augum uppi að ekki hafa allir skólar fjármagn og að- stöðu til að bjóða upp á allar braut- ir en þar sem megin inntak nýju menntastefnunnar er valfrelsi nem- enda en ekki forræði skólayfírvalda gerist þess heldur ekki þörf. Nem- endur geta sótt skóla sem ekki til- heyrir þeirra sveitarfélagi kjósi þeir nám sem þeirra hverfis- eða sveitar- félagsskóli býður ekki upp á. Nem- endur hafa einnig frelsi til að stunda nám í skóla í öðru hverfí eða sveitar- félagi en þeirra eigin þó svo að þeirra hverfísskóli bjóði upp á sams- konar nám. Nemandi sem býr t.a.m. í Stokkhólmi hefur jafn mikinn rétt á að stunda nám í Uppsölum eins og nemandi sem hefur lögheimili í Uppsölum. Með þessu nýja kerfí búast Svíar við að hver skóli keppi að því að bjóða up á betri kennslu og betri aðstöðu. Nemendur munu að sjálf- sögðu Ieita þangað sem þeir telja sig geta fengið bestu menntunina. Svíar hafa einnig tekið þá athyglis- verðu ákvörðun að ríkið láti af af- skiptum af skólunum og feli stjórn skólamála í hendur sveitarfélag- anna. Hingað til hafa Svíar verið Sigrún Sigurðardóttir „Einkunnagjöf sem stuðlar að samkeppni milli nemenda og hefur hingað til verið talin óæskileg verður nú aukin og samkeppni tal- in af hinu góða.“ mjög hlynntir ríkisafskiptum á öll- um sviðum svo að þessi ákvörðun kemur mörgum á óvart. Sveitarfé- lögunum verður úthlutað ákeðinni upphæð frá ríkinu til skólamála sem úthlutar þeim áfram til skólanna. Miðast sú upphæð við nemenda- fjölda. Stjórn hvers skóla tekur ákvörðun um hvemig fjárframlög- unum verði varið. Sveitarfélagið skipar skólastjórn fyrir hvern skóla sem sér um að ráða skólastjóra og reka skólann svipað og um fyrir- tæki væri að ræða. Til að byija með sér sveitarfélagið um að ráða kennara en þegar fram líða stundir er gert ráð fyrir að stjórn skólans taki í sínar hendur öll ráðningar- mál. Einu hömlurnar sem stjórn skólans era settar er að námsskráin innihaldi kjarnagreinar í réttu hlut- falli við valgreinar. Skólastjórnin ræður aftur á móti hvaða valgrein- ar verður boðið upp á, í hvaða röð námsefnið er kennt og hversu lengi hver kennslustund varir svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að nemandi sem stundar nám sitt á eðlilegum hraða ljúki því á þremur árum. Á þeim tíma er ætlað að nemandi fái 2.180 klukkustunda kennslu sé hann í bóklegu námi og 2.400 klukku- stunda kennslu sé hann í atvinnu- tengdu námi. Nemendum er þó gert mögulegt að ljúka námi á styttri eða lengri tíma, eftir því sem hentar hveijum og einum. Hafi nemandi ekki lokið menntaskóla- námi sínu á því ári sem hann varð tvítugur verður hann að halda námi sínu áfram í öldungadeild. Öldunga- deild eða fullorðinsmenntun verður byggð upp á sama hátt og fram- haldsskólamir og verður menntun þar metin til jafns á við þá mennt- un sem boðið er upp á í framhalds- skólunum. Það er greinilegt að hugarfars- breyting hefur orðið hjá þeim mönn- um sem fara með stjórn skólamála í Svíþjóð. Meginmálið er kannski það að Svíar hafa gert sér grein fyrir því að háskólanám hentar ekki öllum og offramboð á háskóla- menntuðu fólki býður upp á aukið atvinnuleysi. Þar af leiðandi hafa þeir ákveðið að sérhæfa framhalds- skólana. Bjóða nemendum upp á sérhæfingu strax á framhaldsskóla- stiginu svo að þeir séu vel í stakk búnir til að takast á við ólík efni úti í atvinnulífinu strax að námi loknu. Þjóðarbrautir: Félagsfræðibraut, náttúrufræði- braut, fjölmiðlabraut, matvæla- fræði, landbúnaðarbraut, heilsu- gæslubraut, hótel- og veitinga- braut, iðnaðarbraut, uppeldisfræði- braut, mannvirkjabraut, rafmagns- fræðibraut, orkuvinnslubraut, lista- braut, samgöngubraut, viðskipta- og stjómunarbraut, handverks- braut. Kjarnafögin: Sænska, enska, samfélagsfræði, stærðfræði, náttúrufræði, íþróttir, listfræði, trúarbragðafræði. Höfuadur er blaðamaður. Igrímskirkju & ^ýjatKlais-orgpljö , ii \ { llallgrímskirkju j! ; fhe NcW Klais-Organ ' jn llallgrímskirkja j /t Hörður Áskelsson leikur á NYIA -ORGELIÐ Falleg og merk gjöf til vina, -heima og erlendis, og um leiö stuöningur viö Orgelsjöö Hallgrímskirkju. Hér erfyrsta útgáfa hljóörítunar hins nýja orgels Hallgrímskirkju. Okkur er ánœgja aö geta boöiö þennan vandaöa hljómdisk á einstöku veröi - adeins kr. 1.200 Komib í Hallgrímskirkju eöa hafiö samband í símum : / 07 4Sog 62 14 7S Við sendum í póstkröfu og bjóbum einnig greiöslukortaþjónustu. Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00, Á nerma mánudaga frá kl. 13:30-17;30. -----♦ ♦ ♦ Nýtt fjöl- notahús á Eyrarbakka Eyrarbakka. UNNIÐ hefur verið að myndar- legri stækkun samkomuhússins Staðar á Eyrarbakka. Húsið var tekið í notkun í síðustu viku með því að Kvenfélag Eyrar- bakka hélt þar sitt árlega jólab- ingó. í húsinu er fjölnota salur til íþróttaiðkana og samkomuhalds, 10x16 metrar að stærð, einnig leiksvið, fundarsalur, nýtt rúmgott anddyri og snyrtingar. í eldri hlut- anum eru svo eldhús, herbergi til afnota fyrir félög á staðnum og búningsklefar. Þó húsið hafi verið tekið í notk- un verður það ekki formlega vígt fyrr en í febrúar á næsta ári. - Óskar Metsölublad á hverjum degi! Fjármagn til framnðar: hagstœÖkjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margirgjaldmiðlar ||ri IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax:62 99 92 IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax:62 99 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.