Morgunblaðið - 14.12.1993, Síða 53

Morgunblaðið - 14.12.1993, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 53 Vahita á Thahiti, draumadís dönsku drengjanna sem þau á Kríunni hittu. klút - a.m.k. í þessu tilfelli. Þeir kenna okkur að pakka matnum inn í stórt hjartalaga tarólauf. Því mið- ur sáum við ekki hvaða plöntur Ótahíki sótti og setti sem krydd. Við hellum kókosijómanum yfir og svolitlu af sjó og bindum síðan utan um pakkana með trefjum svo þeir líkjast gjöfum úr frumlegri blóma- búð. Það passar að þegar þessu umstangi er Iokið eru steinarnir í úmúinum orðnir hvítglóandi og þá leggja yfirkokkurinn og lærlingur- inn þykkt lag af bananalaufum í botninn á ofninum, matarpakkana þar ofan á og þekja loks vandlega með mörgum lögum af bananalauf- um áður en sandinum er mokað varlega yfir. Það er engin hætta á að við finnum ekki ofninn aftur, ljósbláa reykjartauma leggur upp af honum. Nú er bara að bíða róleg í fjóra tíma á meðan maturinn bak- ast við hægan hita. Þegar við höfum kælt okkur í lindinni og komum til baka niður á ströndina eftir mis- lukkaðar hænsnaveiðar, sem voru fyrirfram vonlausar vegna hlátr- anna í félögum okkar, situr svart- hærður Pólynesi við úmúinn, tattó- eraður á brjósti og handleggjum með sítt hárið bundið í tagl og bros- ir breitt. Júhú! Xavier, hrópa Zigi og Ótahíki og heilsa honum með þéttum faðmlögum og nefkossum, en muna svo eftir að kynna okkur sem vini sína af skútunni ... Xavier er búinn að „leggja á borð“ uppi á fjörukambinum,, breiða bananablöð á jörðina og búa til diska úr uppbrettum endum þeirra. Fyrir borðhaldið þvoum við okkur öll um hendurnar í sjónum. Pólynesar eru þrifnasta fólk sem við höfum hitt, baða sig þrisvar á dag og það þótt lengra sé í lindina en hér. Ef maður finnur óþægilega líkamslykt í Polynesíu er það und- antekningarlítið af útlendingum. Svo er bara að setjast til borðs og byija að opna pakkana, þeir eru orðnir dökkgrænir af hitanum og ilma af fínustu matarlykt og inni- haldið er ólýsanlegt lostæti. Það er léttur reykjarkeimur af páfagauks- fiskunum sem fer sérstaklega vel með kókosbragðinu. í rauninni er eldunaraðferðin sambland af bakstri, gufusuðu og reykingu en bragðið heldur sér samt furðulega vel. Brauðaldinin sem við erum orð- in forfallin í eftir að við kynntumst þeim eru úmúréttur „par excel- lence“. Hingað til höfum við eldað þau með ýmsu móti en líkað best að steikja þau í strimlum. Myrkar veiðar Undir miðnætti höldum við öll á miðnæturveiðar á rauða bátnum. Það á að veiða svipuhumar, lang- ústur, til að selja á morgun hæst- bjóðanda í bænum. Vængjuð tilfinn- ing að þjóta á gusandi hraðbáti með syngjandi Pólynesum fram með háum björgum í daufri skímu nýmánans. Ferðinni er heitið út með norðurhlið eyjunnar á einhver úrtöku góð humarmið sem Xavier einn ratar á. Meðal veiðigræja Xavi- ers eru rafgeymar og tveir neðan- sjávarljóskastarar í löngum flotköplum tengdum við rafhlöður í bátnum. A daginn fela humramir sig í gjótum og skorningum svo erfitt er að ná þeim en á nóttunni skríða þeir fram úr fylgsnum sínum og halda sjálfir á veiðar. Þegar ljós- geislinn lendir á þeim lýsa augun eins og kattaglymur í bílljósum, þeir blindast sem snöggvast og þá gildir að vera nógu snöggur að grípa þá. Xavier og Zígí veltu sér út í svartan sjóinn með sinn kastar- ann hvor en Þorri kafaði með þeim, tók við langústunum og synti með þær um borð. Við Ótahíki sátum undir árum og héldum í horfinu svo bátinn ræki ekki upp í klettana þar sem brimið hefði brotið hann í spón. Hann kenndi mér lítinn róðrarsöng sem við rauluðum til að vera sam- taka: Hóe, hóe, aló hóe la! Það var talsverð ólga og satt að segja í það djarfasta að kafa svona í koldimman sjóinn þar sem öldu- kastið skolaði þeim fram og aftur innan um stórgrýtið. Aðeins utar tók við hyldýpi og ég vissi að hér gat verið von hákarla þeirra sömu erinda og humrarnir og kafararnir, að veiða sér í matinn. Xavier var með ólíkindum laginn við að góma gústurnar, hann gat líka verið furðu lengi í kafi. Zígí veiddi hins vegar varla neitt og eftir að hann hafði skrámað sig til blóðs varð hann að koma upp úr til að hákörlunum rynni ekki blóðið til skyldunnar. Þorri tók við kastaranum og kafaði með Xavier og mér létti við að vita hann að minnsta kosti ekki ljóslaus- an þarna niðri í myrku undirdjúp- inu, á sundskýlunni einni klæða og með sjálfskeiðung einan vopna gegn ódámum undirdjúpanna. Svona þokumst við með strönd- inni. Það heyrist Júhú utan úr myrkrinu þegar Þorra og Xavier skýtur upp á yfirborðið með hum- ar, þeim síðarnefnda öllu oftar sem vonlegt er en minn maður er þó furðu seigur sem byijandi í þessum myrkraverkum. Næst kemur hanskaklædd hönd uppúr sjónum og slengir átaksillum humri inn fyrir borðstokkinn líkt og einhver sáttfús sjávarókind sé að færa okk- ur fórnir. Botninn á bátnum er smámsaman orðinn ein iðandi kös af fálmandi krabbalöppum og ég klemmi tærnar sem fastast undir mér á þóftunni: Hóe, hóe, alaó hóe la...! Mánasigð og stjörnublik yfir suðrænum björgunum, brimssvarr og humraþrusk lætur í eyrum með róandi söng ræðaranna, niðri flökta leitarljósin í sjónum.“ Bókartitill: Kría siglir um Suð- urhöf Höfundar: Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon Útgefandi: Mál og menning Útgáfutími: 26. nóv- ember Verð: 3.880 -elna SPOR íRÉnAÁn Fullkomin saumavél á frábæru jólatilboði, aðeins 19.990 stgr. ATH! Hjá okkur er námskeið og kennsla innifalið í verði. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 Pil kvers aá íara í skólann ef maáur o’etur softó keirna? Á háskaslób EFTIR EYVIND P. EIRÍKSSON Engirm unglingur fer hins vegar oð sofa fyrr en hann er búinn ab lesa þessa hörkuspennandi siglingasögu þar sem sumar, sól, ást og árekstrar fléttast saman í eftirminnilegt œvintýri. Mál || og menning LAUCmCl 18, 5ÍMI (91)24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688S77

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.