Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 56

Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Heilsupakkinn sjö sjö • 5 tíma nudd hjá menntuðum nuddurum. • 10 tíma ljós í frábærum ljósabekkjum. • 2 mánuðir í líkamsrækt fyrir kyrrsetufólk og byrjendur. Sérstakur stuðningur fyrir þá, sem vilja leggja af • Allt þetta fyrir kr. 7.700,-. • Kjörorð okkar er vöðvabólga og stress, bless. Láttu DHL sjá um jólasendingar þínar til útlanda. WOnUJWtDE EXPRESS ® DHL Hraðflutningar hf. Skeifan 7, sími 689822, fax 689865 Sérstakt jólapakkatilboð! Hafðu samband í síma Bjarni Ara og Stormsker/Ör-ævi I minningn meistarans? Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Ég hef alltaf haft lúmskt gam- an af tiltektum Sverris Storm- skers á tónlistarsviðinu og oft hefur honum tekist að koma mönnum skemmtilega á óvart. Á nýrri plötu, Ör-ævi, sem hann sendir nú frá sér ásamt söngvar- anum Bjarna Arasyni, kemur það kannski helst á óvart að Sverrir er hér að fást við tónlistarform sem var i tísku nokkrum árum áður en hann fæddist, á gullaldar- árum rokksins. Það kann því að bögglast eitthvað fyrir mönnum hvaða erindi slík tónlist á við al- menning nú á ofanverðri tuttug- ustu öld, en mér dettur helst í hug að þeir félagar séu að heiðra minningu meistarans, rokkkóngs- ins Elvis Presley, kannski í tilefni af því að á þessu ári var stofnað- ur aðdáendaklúbbur kappans hér á landi. Á plötunni eru 12 lög, flest hugljúfar ballöður af gamla skól- anum, sem hefðu ef til vill slegið í gegn ef Elvis sjálfur væri enn á meðal okkar til að koma þeim á framfæri. Bjami hefur hins vegar ekki þann hlustendahóp sem til þarf til að vekja alþjóðlega at- hygli á þessum nostalgíu-verkum Sverris, þó Bjarni sanni enn og aftur á þessari plötu að hann er frábær söngvari. Það er eiginlega synd að ekki skuli hafa tekist að finna rödd Bjama þann farveg sem dugað gæti honum til varan- legra vinsælda og viðurkenningar, því hann á það fyllilega skilið. Við þetta má kannski bæta orðum Sverris sjálfs um Bjama: „Hvern- ig er annað hægt en að fá trú á söngvara sem útgefendur hafa ítrekað hafnað undanfarin þijú ár, eða frá þvi ég klæðskerasaum- aði þessi lög fýrir hann? Það hlýt- ur bókstaflega að vera eitthvert vit í slíkum söngvara. Reyndar var trú mín á Bjarna áður komin til, en ekki dofnaði hún við þessar undirtektir spekinganna í útgáfu- verksmiðjunum." Hvað sem þessum orðum líður má hins vegar færa rök að því að ef til vill voru það mistök við gerð þessarar plötu, að Sverrir skuli ekki hafa notað tækifærðið til að fínna nýja fleti á þeim mögu- leikum sem rödd Bjama býður upp á, í stað þess að þröngva honum eina ferðina enn inn í gamla Pres- ley-rammann. En kannski vill Bjami sjálfur hafa þetta svona og eflaust eru þeir fjölmargir aðdáendur Sverris, Bjarna og El- vis sem fagna þessum efnitökum. Og staðreyndin er sú að það má vel hafa gaman af þessari plötu, sérstaklega fýrir þá sem enn em með hugann vestur í Memphis. Þarna er nefnilega að fínna nokk- ur prýðileg lög í þeim gamla, góða anda og Sverri tekst víða vel upp í textagerðinni, með hnyttilegu orðalagi og meinfýsnu háði eins og hans var von og vísa. Lokahnykkurinn á plötunni er svo gamli „Platters-standardinn", Smoke gets in your eyes, og fer Bjarni á kostum í túlkun sinni á laginu. Hefði það lag sprottið al- skapað með þessum hætti úr höfði Sverris sjálfs hefði það líklega dugað þeim félögum báðum til heimsfrægðar. En þar liggur ein- mitt hnífurinn í kúnni, 0 þetta með „ef“ og „hefði“... Móeiður Júníusdóttir/Lögin við vinnuna Að skera sig úr meðalmennskunni Þegar Móeiður Júníusdóttir kom fyrst fyrir augu og eyra landsmanna í sjónvarpi varð uppi fótur og fit. Þetta var í söngva- keppni framhaldsskólanna, skömmu eftir kvöldmat og landinn lá værðarlega á meltunni, gjösam- lega óundirbúinn undir slík tilþrif í framkomu og raddbeitingu. Flestir vom á því að stelpan væri bara að grínast og tóku ró sína á ný. Síðar hefur þó komið í ljós að Móeiði var fúlasta alvara. 0g þótt eitthvað hafí dregið úr glannalegustu munngeiflunum, villtustu augngotunum og dýpsta strigabassanum hefur Móeiður haldið allvel þeim stíl, sem hún markaði sér þama um haustið þegar hún var í menntó. Sviðsframkoma Móu er hlut.i af þeirri ímynd sem hún hefur skapað sér. Fyrir utan að vera glæsileg tilsýndar, hefur stúlkan yfír sér þann sviðssjarma sem þarf til að skera sig úr meðal- mennskunni. Þess vegna fær mað- ur talsvert meira út úr söng henn- ar með því að horfa á hana um leið og maður hlustar. Ég var svo heppinn að vera viðstaddur út- gáfutónleika Móeiðar á Borginni, þegar hún kynnti nýju plötuna sína Móa syngur lögin við vinn- una, og sú skemmtilega upplifun hefur vissulega sitt að segja þegar maður fer svo að hlusta á sjálfa plötuna heima í stofu. Ekki þar fyrir að platan stendur fyllilega fyrir sínu ein og sér og markar glæsilegt upphaf á ferli þessarar ungu söngkonu, sem væntanlega á eftir að verða bæði langur og litríkur. Platan hefur að geyma 16 lög, sem flest eru gamlir „djass- og dægurstandardar" frá fyrri tíð. Undirleikinn annast ungir og bráðefnilegir piltar, sprenglærðir úr Berklee og öðram bandarískum tónlistarháskólum og er ánægju- legt að vita af slíkum efnivið á- okkar litla og kalda Iandi. Kjartan Valdimarsson leikur á píanó og er, þrátt fyrir ungan aldur, nú þegar orðinn okkar besti djass- píanisti, ásamt Eyþóri Gunnars- syni. Hinir þrír, Þórður Högnason á bassa, Matthías Hemstock á trommur og Jóel Pálsson á saxa- fón og klarinett, standa líka vel fyrir sínu, einkum þó Þórður, sem sýnir víða afburða góð tilþrif. Ég er hins vegar ekki alveg sáttur við „trommusándið" í öllum lög- unum og hefði Matthías að ósekju mátt nota burstaslátt í anda Guð- mundar „papa-jass“ Steingríms- sonar í fleiri lögum á plötunni. Jóel, sem reyndar er hvergi getið á plötuumslagi, fer snyrtilega með sína parta, en á eftir að slípast og í sumum lögunum hefur maður á tilfinningunni að hann sé enn dá- lítið bundinn af nótnablöðunum frá Berklee. Hann mætti gefa örlítið meira af sjálfum sér í spunaköflunum, en eflaust kemur það allt með aðeins meiri reynslu. Þegar á heildina er litið er undir- leikurinn þó í góðu lagi og gefur lögunum þann létt-djassaða blæ sem til er ætlast. Móeiður fer yfirleitt mjög vel með lögin þótt sums staðar örli aðeins fyrir tilgerð, sem í rauninni er bara hluti af hennar stíl. Per- sónulega fínnst mér hún best í rólegu lögunum og túlkun hennar á Piaf-perlunni La Vie en Rose er snilld. Hins vegar ofgerir hún í Vorvísum Hallbjargar Bjarna- dóttur og Prúðuleikaralaginu Mah, na, mah, na, og hefðu þessi tvö lög mátt missa sín að mínu mati. En þegar á heildina er litið getur Móa vel við unað og er full ástæða til að óska henni til ham- ingju með vel heppnað verk. Dröfn og Ásgeir Reykjanes- meistarar í tvímenningi 1993 Brids_____________ Arnór G. Ragnarsson Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjömsson urðu Reykjanesmeist- arar í tvímenningi en mótið fór fram sl. helgi í Njarðvíkum. Mjög góð þátttaka var í mótinu. 36 pör spiluðu og komust færri að en vildu þ.e. eftir að skráningu lauk. Dröfn og Ásgeir hlutu 145 stig yfír meðalskor en spilaður var 28 umferða barometer. Þekktar kempur, Vilhjálm- ur Sigurðsson og Ármann J. Lárusson urðu í öðru sæti eftir að hafa leitt mótið fyrstu umferðirnar en lokastað- an varð annars þessi: Dröfn - Ásgeír M5 Vilhjálmur-Armann 117 GarðarGarðarsson-EyþórJónsson 115 ÞórðurBjömsson-ErlendurJónsson 114 Stefanía Skarphéðinsd. - RagnheiðurTómasd. 101 Sturlaugur ólafsson - Gunnar Guðbjömsson 85 Guðbrandur Guðjohnsen - Magnús Þorkelsson 76 ÞorvaldurÞórðarson-GuðmundurÞórðarson 75 Keppnisstjóri og reiknimeistari var Einar Sigurðsson. Morgunblaðið/Arnór Sigurvegararnir i Reykjanes- mótinu í tvímenningi, Dröfn Guð- mundsdóttir og Ásgeir Ásbjörns- son, spila gegn Suðurnesjamönn- unum Kjartani Sævarssyni og Guðjóni Jenssen. Á minni mynd- inni spila Ármann og Vilhjálmur Sig. gegn Guðnýju Guðjónsdótt- ur og Guðrúnu Jóhannesdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.