Morgunblaðið - 14.12.1993, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
57
Vandræði á vaktinni
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóborgin og Bíóhöllin:
Aftur á vaktinni - Another Stake-
out
Leiksijóri John Badham. Handrit
Jim Kouf. Aðalleikendur Richard
Dreyfuss, Emilio Estevez, Rosie
O’Donnell, Dennis Farina. Banda-
risk. Touchstone 1993.
Þá eru þeir komnir aftur á kreik
löggufélagamir Dreyfuss og Estevez,
en ein sex ár eru liðin síðan þeir voru
á vaktinni í Stakeout. Það getur
reynst ágætt búsílag er illa árar hvað
andagiftina snertir að dusta rykið af
gömlum hugmyndum og satt best að
segja þá hefur John Badham, leik-
stjóri og framleiðandi þessara mynda,
ekki verið atkvæðamikill síðari árin.
Og forðast einsog heitan eldinn að
bregða mikið útaf gömlu formúlunni.
Aftur á vaktinni fetar dyggilega í
spor frummyndarinnar, er í þessum
sama, galgopalega kæruleysisstíl og
kemst stundum upp með það. En því
miður gerist það álíka oft að brandar-
amir og athafnirnar em á tæpasta
vaði aulafyndni sem á ekki einu sinni
heima í ærslamynd sem þessari.
Dreyfuss og Estevez meðalmennskan
uppmáluð, til orðs og æðis, ef svo
mætti segja. Bæði leikurinn og lín-
urnar sem þeir flytja.'
Að þessu sinni er þeim refsað fyr-
ir mistök með því að skikka þá í
gæslu undir stjórn saksóknarans
Rosie O’Donneli og eru karlremburn-
ar ekki par hrifnar af þeirri ráðstöf-
un. Verkefnið er að hafa uppá mikil-
vægu vitni (Cathy Moriarty) og
vernda. Fer flest úrskeiðis sem farið
getur.
Lengst af virkar myndin einsog
leikhúsfarsi á áhorfandann. Sviðin
eru þröng, absúrd samtöl og athafnir
á mörkum þess að eiga nokkuð skylt
við raunveruleikann - sem á þó jafn-
an að blunda undir niðri og við erum
minnt hressilega á í lokin. En dæmið
gengur þó bærilega upp, Aftur á
vaktinni er ekki leiðinleg þó hún jaðri
stundum við það og á nokkra, fjöruga
spretti. Með aðeins meiri yfirlegu
hefði hún getað orðið mjög svo fram-
bærileg, aðlaðandi dáraskapur líkt
og forverinn.
Það eru aukaleikararnir sem
standa sig skást að þessu sinni því
Dreyfuss og Estevez ganga fyrir-
hafnarlaust í gegnum myndina.
O’Donnell sýnir hér einsog í Svefn-
laus í Seattle að hún á til góða takta.
Tveir ágætisleikarar (sem eiga það
sameiginlegt að fá alltof sjaldan al-
mennileg hlutverk) Moriarty og
Dennis Farina, reyna hvað þau geta
að halda sínum smálegu rullum að-
eins á lofti en það er Felton Perry
sem stendur sig best, skilar leigu-
morðingjahlutverki sínu á mátulega
harðsoðinn en þó spaugilegan hátt.
Madeleine Stowe lætur ekki skrá sig
á hlutverkalistann að þessu sinni.
framtíð bjarta og fagra. Yfir hópn-
um trónir gamli harðjaxlinn James
Caan sem leikur þjálfara liðsins og
virðist vera farinn að mýkjast fullm-
ikið með árunum. Ward, sem líka
skrifaði handritið, tekur sér góðan
tíma að greina frá þessu öllu, sér-
staklega lítt spennandi ástarmálun-
um sem dragast vilja á langinn og
draga sannarlega mjög niður í frá-
sögninni. Allur þessi hátíðlegi ungl-
ingasamsláttur vill verða svo mæðu-
legur og sár að engu tali tekur.
Það er líka sjaldnast fyrr en í
þriðja þætti sem sportmyndir eins
og þessi fara að rúlla almennilega
enda er þá loksins komið að úrslita-
leiknum. Það má vera að maður
skilji ekki ruðningsboltann til hlýtar
en Ward sé til þess að það skipti
ekki öllu máli og kvikmyndar leikinn
með talsverðum bravúr. Maður ætti
að vera orðinn vanur þessum loka-
þáttum en einhvem veginn hefur
keppnin alltaf áhrif á mann.
Fullkomin áætlun rís aldrei hátt
en er amerísk unglingamynd í með-
allagi með nokkrum góðum sport-
senum í lokin.
I bandaríska boltanum
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Fullkomin áætlun („The Pro-
gram“). Sýnd í Laugarásbíói. Leik-
stjóri og handritshöfundur: David
S. Ward. Aðalhlutverk: James
Caan, Craig Sheffer, Kristy Swan-
son, Halle Berry.
Fullkomin áætlun eða „The Pro-
gram“ eftir David S. Ward, sem gerði
„The Sting" í gamla daga, er dæmi-
gerð unglingamynd með amerískum
ruðningsbolta í bakgrunni og hún
hefði sennilega vakið jafnlitla athygli
og aðrar slíkar hefði ekki komið til
atriði í henni sem krakkar í Banda-
ríkjunum tóku að herma eftir með
hörmulegum afleiðingum. Myndin
segir frá hópi leikmanna í háskólaliði
í ruðningi og eitt kvöldið koma þeir
út af bar svolítið fullir og foringinn
og aðalpersóna myndarinnar, sem
gælir seinna við sjálfsmorð á lestar-
teinum, leggst á nærliggjandi hrað-
braut. Til að vera ekki minni menn
leggjast félagar hans með honum.
Þetta virkar í raun sárasaklaust
miðað við það sem gengur og gerist
í bíómyndum. Leikstjórinn Ward not-
ar það til að lýsa hugarástandi aðal-
persónunnar, sem er bestur í liðinu
og á milljón dollara framtíð fyrir sér,
en á líka í talsverðri innri baráttu
vegna afskiptaleysis föður síns. Og
atriðið er notað til að lýsa samstöðu
leikmannahópsins. Hægt er að benda
á aragrúa annarra atriða í öðrum
myndum sem krakkar gætu hermt
eftir með slæmum afleiðingum en
þetta tóku þau upp og „The Program"
varð fræg að endemum. Atriðið var
fjarlægt úr bandarísku útgáfunni.
Að öðru leyti er hér um fasta liði
eins og venjulega að ræða eins og
þeir koma fyrir í brokkgengum ungl-
ingamyndum að vestan. Hver leik-
maður sem myndin fylgist með á við
sín vandamál að etja; einn er á ster-
um, annar á í erfíðum ástarmálum,
sá þriðji slasast, sá fjórði sér enga
í boði eru 0 mismunandi lyklar
1 nótt (2 clagíir)
alla daga vikunnar
kr. 11.000,- fyrir tvo.
í miðri viku
kr. 17.800,- fyrir tvo.
HELGAH
2 nætur (3 dagar)
iöstud. til sunnud.
kr. 21.800,- fyrir tvo.
SPA8I
4 nætur (5 dagar)
í miðri viku
kr. 29.800,- fyrir tvo.
Innifalið í lyklum: Gisting, morgunverður af
hlaðborði og þríréttaður veislukvöldverður auk
aðgangs að öllum þægindum hótelsins svo sem
jarðgufubaði, útisundlaug, heitum pottum,
þrekæfingasal, tennisvelli, mu holu golfvelli o.fl.
Einnig stendur til boða ýmis sérþjónusta svo
sem snyrti- og hárgreiðslustofa, nuddstofa,
hcstalciga, bílaleiga, stangveiði og margt fleira.
Gjaktlyklamir eru tii söki í JfóLagjafekósi oMtar í
Krkglimni, Borgarkríngkmni eða í síma 98-347W
og þó færð iykiimn sendan heim.
Sendum í póstkröfu. Yisa - Euro raðgreiðslur
Gjafalyklamir gilda altí órið 1994
HÓTEL ÖDK
HVERAGERÐI - SÍMI98-34700 - FAX 98-34775
NILFISK GM200
NILFISKGM200 hefur nýjan 5-þrepa síunarbúnað
og hreinni útblástur en nokkur önnur ryksuga
(heldur eftir 99% rykagna stærri en 0,3/1000 mm).
GM200 er líka hljóðlátari (58 desibel), kraftmeiri
(11 50W mótor) og endingarbetri (2000 tímar áður
en skipta þarf um kol í mótor).
★ 7m inndregin rafmagnssnúra
★ Innbyggt sogstykkjahólf
★ Aflaukandi kónísk slanga
★ Þægileg sogaflsstilling
★ Rykmælir lætur vita þegar skipta
á um poka
★ Létt (7,8 kg.) og lipur
NILFISK GM200
kostar aðeins kr. 23.150.-
21.990.- staðgreitt
og er hverrar krónu virði!
iFOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
Lagar
sig vel að fœtinum
BACK GUARD.
NÝJU SANDALARNIR FRÁ
SCHOLL
MEÐ STUÐNINGSHÆL
Back Guard sandalamir frá Scholl eru með sérstökum
stuðningspúða í hæl, svokölluðum Poronk. Poron ® tekur
högg af fætinum og minnkar þannig titringinn í fótum og
baki. Back Guard sandalar með Poron* létta þannig álag á
fætur og bak.
Stuðningspúðinn Poron®
Frauðkennt efni gerir
sandalann léttan
Stamur sóli með góðu mynstri
ÚTSÖLUSTAÐIR: Akraness Apótek, Akureyrar Apótek, Apótek Austurlands,
Apótek Blönduóss, Borgar Apótek, Borgamess Apótek, Dalvíkur Apótek, Egils-
staða Apótek, Garðabæjar Apótek, Grindavíkur Apótek, Hafnar Apótek, Háaleitis
Apótek, Holts Apótek, Hraunbergs Apótek, Húsavíkur Apótek, Ingólfs Apótek,
ísafjarðar Apótek, Keílavíkur Apótek, Kópavogs Apótek, Laugamess Apótek,
Laugavegs Apótek, Lyfsala Hólmavíkur, Lyfsala Kirkjubæjarklausturs, Lyfsala
Víkur, Lyfsala Vopnafjarðar, Mosfells Apótek, Nesapótek Eskifirði, Nesapótek
Neskaupstað, Nesapótek Reyðarfirði, Nesapótek Seltjamamesi, Ólafsfjarðar útibú,