Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 60

Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 60
60- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Minning Ingileif Guðmunds■ dóttir frá Þjótanda Fædd 5. júní 1909 Dáin 5. desember 1993 Hinn 5. desember sl. andaðist amma mín, Ingileif Guðmundsdóttir, á heimili sínu í Hraunbæ 103 í Reykjavík. Þrátt fyrir að amma væri orðin 84 ára að aldri kom andlát hennar á óvart, þar sem henni haðfí nánast aldrei orðið misdægurt um sína ævidaga og hún hafði notið góðrar heilsu allt til hinstu stundar. Amma var fædd í Seli í Asahreppi hinn 5. júní 1909. Hún var dóttir hjónanna Sesselju Vigfúsdóttur og Guðmundar Jóhannessonar er þar bjuggu. Hún var áttunda í röð fjórt- án systkina og ólst upp í þeim stóra hópi í Seli. Eins og gefur að skilja hefur það verið erfítt að ala upp svo stóran bamahóp löngu fyrir tíma bamabóta og nokkurrrar opinberrar aðstoðar við barnniargar fjölskyldur. Þau systkinin urðu því snemma að byrja að taka til hendinni til að létta undir í lífsbaráttunni, fyrst í föður- garði og síðar er þau stálpuðust réðu þau sig í vinnumennsku á öðrum heimilum. Arið 1928 giftist amma afa mín- um, Ólafi Einarssyni á Þjótanda í Villingaholtshreppi. Það sama ár hófu þau búskap á Þjótanda með foreldrum Ólafs, þeim Einari Brynj- ólfssyni og Guðnýju Hróbjartsdóttur. Eftir fráfall Einars árið 1932 tóku þau hins vegar alfarið við búsforráð- um, en Guðný dvaldist á heimili þeirra allan þann tíma er þau bjuggu á Þjótanda. Ömmu og afa varð sex bama auð- ið, en þau era: Unnur, fædd 29. júlí 1928, dáin 28. febrúar 1933; Hulda, fædd 18. júní 1930, dáin 7. mars 1933; Einar, fæddur 25. janúar 1934, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur og búa þau á Ægissíðu í Djúpár- hreppi; Ásta, fædd 9. september 1935, dáin 13. janúar 1986, var gift Áma Sveinssyni; Sesselja, fædd 30. apríl 1942, búsett í Reykjavík; Gunn- ar, fæddur 22. janúar 1951, kvæntur Sólveigu Gyðu Guðmundsdóttur og era þau búsett í Reykjavík. Bærinn Þjótandi er á bökkum Þjórsár við Þjórsárbrú og stendur því í þjóðbraut, sem leiddi af sér að þar varð viðkomustaður margra er um veginn fóra, sérstaklega eftir að bfla- öldin hélt innreið sína með vaxandi umferð er leið fram á þessa öld. Á búskaparáram ömmu og afa var því mikill erill á Þjótandaheimilinu og gestkvæmt mjög, enda var á þeim t Eiginmaður minn, KRISTJÁN G. GfSLASON, lést 12. desember. Ingunn Jónsdóttir Gíslason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN B. PÉTURSSON, Hlunnavogi 9, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 12. desember. Anna Lísa Hjaltested, börn, tengdasonur og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, KARL INGÓLFSSON, áðurtil heimilis á Reynimel 39, andaðist í Hafnarbúðum 12. desember. Áslaug Þorsteinsdóttir, Halldór Karlsson, Ingibjörg Pétursdóttir. árum rekin þar símstöð, pósthús og verslun um tíma, ennfremur var þar endastöð fyrir fólksflutningabifreið- ar, en afí rak um langt skeið sér- leyfí á leiðinni frá Reykjavík að Þjót- anda, auk þess sem hann tók virkan þátt í félagsstörfum í sveitinni og starfaði síðustu æviár sín sem odd- viti Villingaholtshrepps. Rekstur bús og heimilis hvíldi því mjög á herðum ömmu. Eftir fráfall afa árið 1962 brá amma búi og fluttist til Reykjavíkur ásamt yngri syni sínum Gunnari. Þar starfaði hún fyrst hjá Sláturfélagi Suðurlands, en síðan lengst af á Pijónastofunni Viðju. Amma var rólynd kona, en félags- lynd. Hún hafði yndi af tónlist og hafði sjálf góða söngrödd. Nú hin síðari ár tók hún virkan þátt í starfí félags eldri borgara í Reykjavík og söng með kór félagsins um skeið. Hún hafði gaman af því að ferðast og ferðaðist mikið innan lands sem utan á efri áram, nú síðast fyrir nokkram vikum brá hún sér til Ir- lands ásamt dótturdætram sínum. Sorgin knúði oftar en einu sinni að dyram hjá ömmu, því að þremur bama sinna varð hún að fylgja til grafar, fyrst árið 1933 er tvær elstu dætur hennar létust með viku milli- bili. Slíkt hlýtur að hafa verið ungri móður þung raun. Rúmlega hálfri öld síðar stóð hún enn í sömu sporam er Ásta dóttir hennar lést úr krabba- meini aðeins fímmtug að aldrei. Þó að amma bæri harm sinn ekki á torg, fór ekki hjá því að hún tæki fráfall Ástu nærri sé, þar sem þær mæðgur vora afar samrýndar og bjuggu lengst af í nábýli hvor við aðra. Margar af fyrstu bemskuminning- um þess er þessar línur ritar tengj- ast heimsóknum að Þjótanda. Þær ferðir vora jafnan tilhlökkunarefni, enda gaf amma sér ávallt tíma, þrátt fyrir annríki, til að sinna litlum snáða er margs þurfti að spyija. Ég vil nú við leiðarlok þakka ömmu minni fyrir samfylgdina. Útför hennar verður gerð í dag frá Foss- vogskirkju. Guð blessi minningu hennar. Guðmundur Einarsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, MAGNÚS KRISTJÁNSSON kökugerðarmeistari, Furugerði 11, Reykjavík, lést á öldrunardeild Borgarspítalans 10. desember. Jakobína B. Einarsdóttir, Birna Magnúsdóttir, Þráinn Karlsson, Magnús Þráinsson, Karl Þráinsson, Helga M. Óttarsdóttir, Björg Jakobina Þráinsdóttir, Guðmundur H. Torfason, Auður Þráinsdóttir, Þráinn Arnar Magnússon, Marfa Karlsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, YNGVI GRÉTAR GUÐJÓNSSON, Löngumýri 24, Garðabæ áður Skóiavörðustíg 44, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 14. desember, kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Landssamtök hjartasjúklinga njóta þess. Valdfs Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Pétur Yngvason, Berglind Bragadóttir, Elvar Andri Guðmundsson. Mig langar til að minnast elsku- legrar ömmu minnar nokkram orð- um. Ég var ekki gömul þegar ég kynntist hversu góð og hjartahlý amma mín var. Það vora mér miklar ánægjustundir þegar ég kom í bæinn og fékk að heimsækja hana í Álfta- mýrina og gista hjá henni. Árin liðu og kynni okkar efldust. Ég gat alltaf treyst á pðstoð hennar þegar ég þurfti á að halda, hún var alltaf tilbú- in að rétta hjálparhönd. Seinna, þegar ég eignaðist mína eigin fjölskyldu, var amma mín ætíð sama hjálparhella sem fyrr. Ég vona að mér hafí tekist að endurgjalda henni það góða sem hún gaf mér. Mikið þykir mér vænt um að dætur mínar, Bylgja Lind og Sunna Rún, hafa fengið að kynnast henni. Ófáar stundimar las hún fyrir þær eða sagði þeim ævintýri. Bömin elskuðu hana og virtu og mörg vora þau skiptin sem hún þurfti að sitja undir spurningaflóði, því amma kunni við flestu svör. Amma var einstaklega lífsglöð og þróttmikil kona. Hún átti auðvelt með að hrífa nærstadda með sér í leik og starfí. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara og ég minnist þess hversu oft hún talaði um söngkórinn sinn. Einnig var hún virkur þátttakandi í íþróttafélagi eldri borgara. Allt þetta starf veitti henni mikla og ómælda ánægju. Já, þær era margar minningamar sem koma upp í hugann. Sl. haust fóram við Harpa systir mín í nokkurra daga ferð til írlands með ömmu. Sú ferð verður okkur systram ætíð minnisstæð. Amma naut hverrar stundar, hverrar mín- útu. Margt brölluðum við saman og amma var alltaf miðpunkturinn í þeim ánægjustundum. Okkur kom ekki til hugar á þeirri stundu að amma ætti svo skammt eftir ólifað, enda þótt hún hafí verið orðin fullorðin kona þá kom andlát hennar mjög á óvart. Á jólunum sem nú ganga í garð stóð til, eins og undanfarin ár, að amma væri hjá Ijölskyldu minni. Jólin verða tómleg án hennar. Hún sem með sinni glað- værð og sönnu trú veitti okkur þá jólastemmningu sem svo margir leita eftir. Það er erfitt að kveðja, og vitneskj- an um að sjá þig ekki oftar er sár, en minningin um þig lifír með okkur sem nutum þeirra forréttinda að kynnast þér. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt, megi Guð varðveita þig. Ingunn Hulda Guðmundsdóttir og fjölskylda. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 ERFIDRYKKJUR t Látin er ástkaer móðir okkar, HALLA HERMÓÐSDÓTTIR, Strandaseli 8. Jarðarförin auglýst síðar. Hermann Þór Jónsson, Kristján Karl Gunnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN JÓNSSON, Dalbæ, Súðavík, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarð- ar sunnudaginn 12. desember. Stella Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN KRISTJÁNSSON frá Hólmavík, til heimilis í Ljósheimum 8a, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 11. des- ember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Landssamtök hjarta- sjúklinga. Kristín Ólafsdóttir, Ágúst Kr. Stefánsson, Bára, Eiríkur og barnabörn. UÓSKER FYRIR LEIÐI J ©; pcinit s/i I S 1 HELLUHRAUNI 14 • 220 HAFNARFIRÐI • SlMI 652707 g(m ISM sími 689509 Erfidrykkjur Glæsileg kíiíli- hlaðborð íallegir síilir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 2 23 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.