Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 66
. .4* É/ÚJfc 66 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 16500 ★ EVROPUFRUMSYNING A GEGGJUÐUSTU GRINMYND ARSINS Hún er algjör- lega út í hött.. Já, auövitaö, og hver ann- ar en Mel Brooks gæti tekiö að sér að gera grín aö hetju Skírisskógar? Um iciö gerir hann grín aö mörgum þekktustu myndum síöari ára, s.s. The Godfather, Indecent Proposal og Dirty Harry. Skelltu þér á Hróa; hún er tvímælalaust þess viröi. Leikstjóri: Mel Brooks. ★ ★★★ BOX OFFICE ★ ★★ VARIETY ★ ★★ L.A. TIMES Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ★ — n ★ BIOMYNDIR & MYIMBOIMD Tímarit áhugafólks um kvikmyndir DESEMBER BLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT. ÁSKRIFTARSÍMI 91-811280. * ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ 1 Morgunblaðið/Silli Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra opnar formlega vöruhöfnina á Húsavík. Vöruhöfniii á Húsa- vík opnuð til afnota Húsavik. SAMGÖNGUMÁLARÁÐHERRA, Halldór Blöndal, opn- aði vöruhöfnina á Húsavík til afnota fyrir skömmu, en lokið er miklum endurbótum á höfninni, sem hófust árið 1988. Athöfnin hófst með ávarpi t bæjarstjórans, Einars Njáis- íf sonar, en síðan flutti sóknar- ' presturinn, séra Sighvatur . Karlsson, stutta hugvekju og bæn og bað öllum þeim sem frá höfninni sigldu og til hafnar leituðu Guðs bless- unar á leiðum sínum og að þeir næðu ávallt heilir í höfn, hvert sem leiðir þeirra lægju. Að vígslunni lokinni var haldið til Hótels Húsavíkur og þar rakti Einar Njálsson bæjarstjóri sögu fram- i kvæmda við vöruhöfnina, eða svokallaðan Norðurgarð, en þær hófust 1944 þegar í fyrsti hluti hafnargarðsins var byggður. Síðan hefur garðurinn verið lengdur en þáttaskil urðu í sambandi , við hafnarframkvæmdimar 1988 eftir að Hafnamála- stofnun hafði gert rannsókn- ir og tillögur um úrbætur á og endurbyggingu vöru- hafnar við Norðurgarð og hófust þá framkvæmdir, en gengu hægt, þar til 1992 að ráðist var í seinni hluta endurbyggingarinnar. Að undangengnu forvali og út- boði var samið við Hagvirki- Klett hf. sem var lægstbjóð- andi. Verkinu var skipt í tvo hluta, dýpkun hafnarinnar og römmun á stálþili, en seinni hlutinn var fólginn í því að ganga frá lögnum og lýsingu ásamt því að steypa þekju. Upphaflega hafði verið vonast til að hægt yrði að ná tilskilinni dýpt með bein- um greftri, en það reyndist ekki mögulegt og varð því að bora og sprengja botninn áður en grafið var. Þetta olli því að verkið tók lengri tíma og varð dýrara en áformað var í upphafi. Bæjarstjóri lauk máli sínu með því að þakka sam- gönguráðherra fyrir hans góða stuðning við þessar framkvæmdir svo og verk- tökum og öðrum þeim, sem að framkvæmdum hefðu komið. Auk bæjarstjóra ávarpaði Halldór Blöndal ráðherra viðstadda og ræddi um hve nauðsynlegt það væri hverri byggð að hafa góðar sam- göngur bæði á sjó og landi og sagðist fullviss um að þau mannvirki, sem nú hefði ver- ið gerð við Húsavíkurhöfn, yrðu öllu héraðinu til góðs. Einnig ávörpuðu viðstadda Jóhann Bergþórsson, sem þakkaði gott samstarf verk- taka við verksala, og Friðrik Sigurðsson, forstjóri Kísiliðj- unnar, en hann sagðist fagna bættri aðstöðu við höfnina, sem væri mikils- virði fyrir Kísiliðjuna, enda væri hún stærsti einstaki notandinn, því af 60 þúsund tonnum sem árlega færu nú um höfnina væru 20 þúsund tonn kísilgúr. Húsvíkingar hafa fundið fyrir því, að það er ekki verra fyrir kjördæmið að eiga ráð- herra í ríkisstjóm, því í ráð- herratíð Guðmundar Bjama- sonar fékk Húsavík ný- byggða Heilsugæslustöð og í ráðherratíð Halldórs BlÖn- dal miklar endurbætur við höfnina. - Fréttaritari. iitvjusr Got A irmr Siiwaca JjJJJJ JJILIj: JJÆUJ STÆRSTA BIOIÐ ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS HASKOLABIO simi 22140 OKEYPIS JURASSIC PARK MERKI FYLGJA HVERJUM BÍÓMIÐA Sýnd kl. 5 og 7.05. B. i. 10 ára. ".•"V ' ' ^ INÐOKINA Sýnd kl. 5 og 9. B. i. 14 ára Fjolskyldan frabæra i glænyrri grinmynd þar sem uppatækin eiga sér engin takmörk. Og nú hefur bæst við nýr lítill fjöl- skyldumeðlimur við litla hrifningu eldri systkinanna. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. (Ath.: Atriði í myndinni geta valdið ótta ungra barna). THE COMMITMENTS HETJAIM They saið tHm wasnl a man tm earth wha could pull off a bank job like thls. __ They wete right. lltt REflLMcCOY Fjörug spennumynd með Kim Basinger um ótrúlegt bankarán Sýnd kl. 5, 9 og 11.05. B. i. 12 ára. BELLE DE JOUR Sýnd kl. 9 Sjá auglýsingu Flreyfimyndafélagsins BIOMYNDIR & MYNDBÖND Tímarit áhugafólks um kvikmyndir. Áskriftarsími 91-811280. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Nemendur Skjöldólfsstaðaskóla ásamt foreldrum sínum við föndurgerð. Foreldrar föndra í Skj öldólfsstaðaskóla Vaðbrekku, Jökuldal. NEMENDUR Skjöldólfsstaðaskóla buðu foreldrum sínum á tónleika í skólanum snemma í desember. Þar léku þeir af fingrum fram og kom í Ijós að þeir höfðu stund- að námið af áhuga, því að hljóðfæraleikurinn var hinn áheyrilegasti. Ekki létu krakkarnir þar við sitja heldur drifu foreldr- ana í að föndra og létu þá búa til jólakortin með sér. Virtist þetta takast allbæri- lega og þá sérstaklega hjá kvenþjóðinni sem virtist vön að fást við þvíiíkt. Karlpen- ingurinn sem mætti á staðinn virtist ekkl vanþörf á að æfa sig meira við föndrið og er nú beðið eftir að krakkarnir kalli þá til og kenni þeim bet- ur fræðin. „. . -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.