Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 COSPER Hugsaðu þér bara. Það er búið að snjóa heil ósköp síðan ég byrjaði að tala við þig. Ég sagði þér að þú ættir ekki að gefa vísindunum heilann að þér látnum ... Ást er... 5-27 ... þegar þið eruð frátekin hvort fyrir annað. TM Reg U S Pat Ott — all fights reaerved • 1992 Los Angetes Times Syndicate <ts& Ég fer þá út í tunnu í dag... HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Biskupar og búvörur Frá Ólafi H. Torfasyni: Gunnlaugur Júlíusson hagfræð- ingur vakti hér í dálkunum (5. desember) athygli á þeirri stefnu sænskrar verslanakeðju að hafna erlendum matvælum með vafa- sama fortíð úr Evrópusambandinu en bjóða heldur neytendum áfram örugga innlenda gæðavöru. Mér finnst rétt að benda á að varúðar- orð af þessu tagi eru ekki bara einhver sérviska Hemköp-fyrir- tækisins eða varnarbarátta ís- lenskra bænda, heldur angi af víð- tækri umræðu sem nú hefur bloss- að upp sem aldrei fyrr á megin- landinu. 21. október sl. var í Bonn birt sameiginleg yfirlýsing rómversk- kaþólskra biskupa í Þýskalandi, þar sem ekki aðeins er krafist hertrar dýraverndar heldur er al- menningur hvattur til að draga úr neyslu á kjötvörum, vegna slæmra aðferða sem tíðkast í land- búnaðinum þarlendis. Þýska bisk- uparáðstefnan nefntr plagg sitt „Abyrgð manneskjunnar á dýrinu“ (Die Verantwortung des Menschen fúr das Tier) og rökstyður hana á guðfræðilegum og siðferðilegum forsendum. Biskuparnir mælast til þess að stórlega verði dregið úr dýratilraunum, að þær fari ekki fram nema læknisfræðileg nauð- syn krefjist og að þannig sé þá um hnúta búið að dýrin þjáist sem allra minnst. Dýratilraunir vegna snyrtivöruframleiðslu telja þeir óréttlætanlegar af siðrænum ástæðum og hvetja neytendur til að kaupa ekki snyrtivörur af fyrir- tækjum sem láta stunda þær. Og varðandi matvælin er rök- semdafærslan svipuð og hjá Svíun- um: Þýska biskuparáðstefnan hvetur neytendur eindregið til að draga úr kjötneyslu meðan skepnuhald í landbúnaði ES sé í jafn slæmu horfi og raun er á. Spyija megi hvort dagleg neysla á kjöti geti réttlætt þjáningar dýra í miklum mæli. í yfirlýsingu þýsku biskupanna er skorað á þá sem annast matarinnkaup fyrir ka- Frá Alfreð Þorsteinssyni: Venjulegir stjórnarmenn í hverfafélögum sjálfstæðismanna virðast illa upplýstir um vinnubrögð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, ef dæma má skrif Sigurðar Sigurðssonar hér á síðunni mið- vikudaginn 8. desember sl. Fyrr- nefndur Sigurður, sem sæti á í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, lýsti undrun sinni og vonbrigðum með þá ákvörðun borg- aryfírvalda að leyfa sjoppu- og bensínafgreiðslu á útivistarsvæði í Grafarvogi í námunda við íþróttam- iðstöð og skóla, sem hundruð barna og unglinga sækja daglega, sökum slysahættu, sem af því skapaðist. Ákallar hann borgarstjóra, borgar- ráð og skipulagsnefnd í nafni 2000 íbúa hverfisins, sem mótmælt hafa sjoppu- og bensínafgreiðslunni og biður um, að þessari ákvörðun verði hnekkt. Nú vill svo til, að það voru flokks- bræður Sigurðar, sem tóku ákvörð- un um þessa staðsetningu í krafti meirihluta síns í skipulagsnefnd, borgarráði og borgarstjóm, þannig, að ekki er við neina aðra að sakast. þólska skóla, menntastofnanir og dagheimili og veislur og hátíða- höld á vegum kaþólskra í Þýska- landi að sjá til þess af þessum sökum að minna verði um kjötvör- ur á þeim vettvangi. 'ÓLAFUR H. TORFASON, Laugamesvegi 108, Reykjavík. En það, sem Sigurður veit kannski ekki, er það, að eiginkona þáverandi framkvæmdastjóra þing- flokks Sjálfstæðisflokksins sótti um lóðina — og Olíufélagið Skeljungur, sem neitaði að taka þátt í útboði um bensínafgreiðslu, sem skipu- lögð var í hverfinu — ætlar að komast bakdyramegin inn í Grafar- voginn. Þetta mál er því algerlega mat- reitt í Valhöll og hagsmunir íbúa í Grafarvogi, hvort sem þeir til- heyra Sjálfstæðisflokknum eða ekki, eru hreint aukaatriði, þegar á annað borð þarf að hygla gæðing- um flokksins. Einhvern tímann var talað um nytsama sakleysingja í Morgun- blaðinu af öðru tilefni og virðist það eiga vel við um sjálfstæðis- menn í Grafarvogi, sem munu eflaust fylgja flokknum sínum dyggilega í kosningunum næsta vor. Er ekki líka sagt, að þangað leiti klárinn sem hann er kvaldast- ur. ALFREÐ ÞORSTEINSSON, varaborgarfulltrúi Framsóknar- flokksins. Sjálfstæðissjoppan í Grafarvogi Víkveiji skrifar Sl. laugardag birtust hér í blað- inu athyglisverð ummæli sem Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða viðhafði á ferðamálaráð- stefnu sl. fimmtudag. Forstjóri Flugleiða sagði m.a.:„Eg er sann- færður um, að íslenzkri ferðaþjón- ustu stafar nokkur ógn af þeirri samþjöppun, sem er að verða á erlendum ferðamarkaði í því formi, að ferðaheildsölur, ferðaskrif- stofukeðjur og leiguflugfélög eru að tengjast eignaböndum. Við sjáum merki um þetta í öllum helztu markaðslöndum okkar í Evrópu." Og síðar í sömu ræðu sagði Sig- urður Helgason:„Hin hættan er sú, að nái þessar ferðaskrifstofukeðjur lykilstöðu í sölu til íslands á sumar- vertíðinni kann svo að fara að þær eða fyrirtækjasamsteypur, sem þær eru hluti af, seilist eftir öllum þáttum viðskiptanna." Ekki skal dregið í efa, að allt er þetta satt og rétt hjá forstjóra Flug- leiða. En hljómar þetta ekki eitt- hvað kunnuglega? Hefur ekki það sama verið að gerast hér á íslandi? Hafa Flugleiðamenn ekki verið að „tengjast eignaböndum" velflestum ferðaskrifstofum, allmörgum hótel- um og fleiri fyrirtækjum á þessu sviði?! Má ekki búast við, að þeim örfáu aðilum, sem Flugleiðamenn hafa ekki „tengzt eignaböndum“ „standi ógn af þeirri samþjöppun", sem er að verða á hinum innlenda ferðamarkaði?! Er það hlutverk Háskóla íslands að flytja Las Vegas inn til íslands. Það er erfitt að kyngja því, að ekkert sé sjálfsagðara en að forystumenn æðstu mennta- stofnunar þjóðarinnar standi fyrir því, að setja upp þessa ómerkilegu spilakassa, sem nú standa í röðum hér og þar um borgina. Ekki þarf að efast um, að mikil aðsókn verð- ur að þessum kössum og að Há- skólinn og aðrir, sem fengið hafa hlutdeild í hagnaðinum muni ná í umtalsvert fjármagn með þessum hætti. Þetta er hins vegar ekki samboð- ið Háskóla íslands. Hafí menn haft efasemdir um það áður en vélarnar voru settar upp, þarf eng- inn að efast um það lengur hvað hér er að gerast. Las Vegas hefur hafið innreið sína á Islandi. Er þá ekki sjálfsagt að leyfa almennt starfsemi spilavíta? Og ef ekki: hver er munurinn á þeim og pen- ingavélum Háskólans? xxx * Aundanfömum árum hafa kom- ið út fjölmargar bækur, sér- staklega í Bandaríkjunum, sem fjalla um það, hvemig fólk á að haga lífi sínu. Alveg sérstaklega hafa verið skrifaðar margar bækur um líkamsrækt og sumar þeirra náð mikilli útbreiðslu, séstaklega þó bækur bandarísku leikkonunnar Jane Fonda. Sagt er, að líkams- ræktaræðið hafi byijað í Kalifor- níu, sem sögð er uppspretta margra nýjunga í lífsháttum fólks. Hvað sem því líður er ljóst, að þessi tízkubylgja er ekki lengur tízkubylgja heldur hefur hún haft varanleg áhrif á lífsvenjur ótrúlega margra. Nú hefur Ragnar Tómasson, lögfræðingur, tekið sig til og skrif- að slíka bók, sem hann byggir á eigin reynslu. Þetta er myndarlegt framtak og vönduð bók og höfund- inum til sóma. Höfundurinn segir m.a.:„Mér finnst líkamsræktin hafa breytt ótrúlega miklu í lífi mínu. Sjálfsmyndin er sterkari, streitan minni og dagleg líðan allt önnur og betri....Alls konar erfið- leikar og amstur eru og verða allt- af á vegi okkar en mér þykir miklu auðveldara að takast á við það í dag. Breytingin er í rauninni ótrú- leg.“ Fólk þarf ekki að stunda jafn umfangsmikla líkamsrækt og bók- arhöfundur gerir til þess að finna hin jákvæðu áhrif hennar. Þótt ekki sé um annað að ræða en dag- Iegar gönguferðir finna menn fljótt áhrif þeirra, ekki eingöngu á lík- amlega heilsu. Það fer ekkert á milli mála, að í reglulegum göngu- ferðum eða annars konar líkams- rækt felst andleg upplyfting, sem veldur því, að fólk er stæltara til þess að takast á við dagleg vanda- mál, eins og Ragnar Tómasson segir. *■ Þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.