Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 71

Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 71
71 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins Kvótakerfið ekki lög- fest um aldur og ævi JÖN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins segir það rangt og ósanngjarnt að halda því fram að milliþinganefnd Alþýðuflokksins um mótun sjávarútvegs hafi verið sniðgengin. „Milliþinganefndin var ráðgjafarnefnd. Það hlýt- ur að vera þingflokksins að lokum, að semja við samstarfsflókk- inn og taka pólitískar ákvarðanir um málamiðlanir og bera á þeim ábyrgð. Það er mesti misskilningur ef menn halda það að kvótakerfið verði hér með lögfest um aldur og ævi,“ sagði Jón Baldvin m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón Baldvin segir að það sé út af fyrir sig rétt, að milliþinganefnd- in, sem sett hafi verið á laggirnar eftir seinasta flokksþing Alþýðu- flokksins og hafi átt að vera til ráðuneytis um mótun sjávarútvegs- stefnunnar, hafí lokið sínu hlut- verki að sinni. „Hitt er rangt og vægast sagt ósanngjamt, að halda því fram að nefndin hafi verið snið- gengin. Staðreyndin er sú að allt frá því tvíhöfðanefnd stjórnarflokk- anna skilaði tillögum hefur flokks- stjórn Alþýðuflokksins og þing- flokkur þráfaldlega rætt þessi mál og meðlimir milliþinganefndar haft öll tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að margir fundir hefðu verið haldnir um þessi efni; flokksstjómarfundir, fundir þing- flokks og milliþinganefndar og seinast fundur milliþinganefndar °g þingflokks á Hótel Sögu 6. desember sl. „Sú stefna var mótuð á flokks- þingi að koma skyldi í veg fyrir að krókaleyfísmenn yrðu færðir undir aflamarkskerfí. Að óbreytt- um lögum hefðu þeir farið undir aflamarkskerfið og kvóti þeirra verið skertur úr rúmlega 20 þúsund þorskígildistonnum niður í um það bil 4 þúsund tonn. Þessu hefur nú verið breytt með þeim hætti að trillukarlar, samkvæmt nýjustu málamiðlunartillögum, em undir einskonar sóknarmarkskerfí sem stjómast af banndögum. Þessi nið- urstaða er í anda þess sem mælt var með á flokksþinginu," sagði formaður Alþýðuflokksins. Jón Baldvin sagði jafnframt að hörð gagnrýni hefði komið fram á flokksþinginu á núverandi kvóta- kerfí og sú gagnrýni hefði farið vaxandi, ef nokkuð væri, frá því flokksþing var haldið. „A flokks- þinginu komu ekki fram aðrar til- lögur, um hvað ætti að koma í stað- inn, það er að segja annað en óskil- greint sóknarstýringarkerfí. Þær tillögur eru ekki fullmótaðar og ekki var samkomulag um þær á milli stjórnarflokkanna. Alþýðu- flokkurinn getur ekki gengið út frá því sem gefnu að hann nái fram ýtrustu kröfum sínum í stjórnar- samstarfinu. Það er að sjálfsögðu flokksþingið sem mótar stefnuna en það verður að halda á spilunum hveiju sinni, eftir því sem mögu- „Það er ekkert leyndarmál að mikill meirihluti eða nánast allir í þessari nefnd hafa verið mjög leikar eru á,“ sagði utanríkisráð- herra. Jón Baldvin sagði að Alþýðu- flokknum hefði tekist að ná sam- komulagi við samstarfsflokkinn um þær hugmyndir sem flokkurinn beitti sér fyrir að því er varðar Þróunarsjóð sjávarútvegsins. „Þær hugmyndir lúta að hvoru tveggja, verkáætlun um fjárhagslega endur- skipulagningu og örari hagræðingu í sjávarútveginum og vísi að veiði- leyfagjaldi, sem þar með hefur náð lögfestingu. Þetta er málamiðlun sem fengin er að frumkvæði Al- þýðuflokksins og þingflokkurinn getur eftir atvikum sætt sig við, sem áfangalausn,“ sagði hann. Loks sagði Jón Baldvin að mikil og hörð gagnrýni milliþinganefnd- arinnar á misnotkun á ftjálsu fram- sali innan aflamarkskerfísins hefði komið fram. „Það mál er vissulega mjög alvarlegt, enda hefur þegar verið boðað verkfall af hálfu sam- taka sjómanna til að fá því hnekkt. Fulltrúi Alþýðuflokksins í tvíhöfða- ósáttir með að halda áfram þessu aflamarkskerfi með fijálsu fram- sali sem búið hefur verið við und- nefnd hefur reifað tillögur um hvernig unnt sé með atbeina lög- gjafar að hnekkja núverandi kjara- samningabrotum, eins og þau við- gangast við hið frjálsa framsal. Sjávarútvegsráðherra hefur lýst sig reiðubúinn til að taka á því máli, þótt endanleg niðurstaða í því sé ekki fengin. Milliþinganefndin var ráðgjafarnefnd. Það hlýtur að vera þingflokksins að lokum, að semja við samstarfsflokkinn og taka póli- tískar ákvarðanir um málamiðlanir og bera á þeim ábyrgð. Það er mesti misskilningur, ef menn halda það að kvótakerfíð verði hér með lögfest um aldur og ævi. Það er ófullkomið mannanna verk. Reynsl- an af því er ekki í samræmi við upphaflegar væntingar höfunda þess og það er á valdi löggjafar- samkundunnar hvenær sem er, að breyta því, eða koma með annars konar stjórnkerfi í staðinn, ef um það næst pólitísk samstaða," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. anfarin ár og ég fæ ekki betur séð en æ fleiri séu að átta sig á að þetta kerfí stenst ekki. Einkum og sér í lagi sýnist mér að sjó- menn séu á góðri leið með að hafna þessu kerfí og þess vegna erum við ekkert kátir með að þingflokk- ur Alþýðuflokksins samþykkir að leggja fram frumvörp sem gera ráð fyrir að festa þetta kerfí í sessi. Um það snýst málið fyrst og fremst,“ sagði Magnús. Hann sagði að síðan væru mis- munandi áherslur innan nefndar- innar í einstökum málum. Sjávarútvegsnefnd Alþýðuflokksins fundar í kvöld Til tals hefur komið að nefndin segi af sér MAGNÚS Jónsson, veðurfræðingur og formaður nefnar Alþýðu- flokksins um sjávarútvegsmál sem skipuð var á síðasta flokks- þingi til að fjalla um málaflokkinn milli þinga, segist geta stað- fest að til tals hafi komið að öll nefndin segi af sér vegna sam- komulags um þau frumvörp um sjávarútvegsmál sem stjórnar- flokkarnir hafa komið sér saman um að leggja fram á þingi. Lyktir málsins ráðist hins vegar ekki fyrr en í kvöld þegar nefnd- in hafi verið boðuð saman til fundar til að ræða þá stöðu sem upp sé komin. Einstaka nefndarmenn hafi lýst því yfir að þeir ætli að segja af sér, en hann hafi ekki lýst slíku yfir né nefndin í heild og farið verði yfir málið í kvöld. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Heilsað upp á jólasveininn á Tryggvatorgi. Þau fögnuðu jólasveinunum á Selfossi um helgina. Fjöldi fólks af Suðurlandi í jólaskapi á Selfossi síðasta sunnudag Jólasveinar á Tryggvatorgi Selfossi. FJÖLDI fólks fylgdist með því þegar jólasveinar héldu sína ár- legu innreið á Tryggvatorg á Selfossi. Þeir heilsuðu upp á börn- in og sungu nokkur jólalög. Um leið og jólasveinarnir ins sem þeir komu með flutti stukku ofan af þaki hópferðabíls- Bryndís Brynjólfsdóttir, forseti bæjarstjómar Selfoss, ávarp og að því loknu var kveikt á bæjarjól- atrénu framan við Hótel Selfoss við Tryggvatorg. Fjöldi fólks af Suðurlandi legg- ur jafnan leið sína á Selfoss til að fylgjast með jólasveinunum og segjast kaupmenn verða duglega varir við þá hreyfingu. Sig. Jóns. 49. lcikvika , 11. des. 1993 Nr. Leikur: RöOin: 1. Aston V. - Wimbledon - - 2 2. Chclsea - Ipswidi - X - 3. I.ivcrpool - Swindon - X - 4. Man. City - Tottenham - - 2 5. Newcastle - Man. Utd. - X - 6. Oidham - Biackbum . . 2 7. Shcff. Utd - Evcrton - X - 8. Southamptn - QPR - - 2 9. West Ham - Coventry 1 - - 10. Luton - Tranmere - - 2 11. Notts Cnty - Millwall - - 2 12. Oxford - Bolton - - 2 13. Stoke- Middlesbro 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 117 milljón krónur 13 réttir: 10.503.240 | kr. 12 réttir: 122.460 | kr. 11 réttir: 6.780 | kr. 10 réttir: 1.300 | kr. 49. leikvika , 12. des. 1993 Nr. Leikur: RöOin: 1. Gcnoa - Foggia - - 2 2. Inter - Sampdoria 1 3. Lazio - Juvcntus 1 4. Napoii - Atalanta 1 5. Piacenza - Roma 1 6. Reggiana - Lecce 1 7. Torino - Cremonese - X - 8. Bari - Modena 1 - - 9. Brescia - Vicenza 1 10. Lucclicse - Cosenza 1 11. Padova - Venezla - X - 12. Pescara - Ancona . 1 - - 13. Vcrona - F. Andria - X - Heildarvinningsupphsðin: 12 milljónir króna 13 réttin 3.219.200 kr. 12 réttir: 15.470 kr. 11 réttir: 1.190 kr. 10 réttin 300 kr. EUROr'TIPS 49. leikvika , 7-8. des. 1993 Nr. Leikur:___________ Röðin: 1. Salsburg - Sporting (hl.) - X - 2. Salsburg - Sporting 1 - - 3. Dortmund - Bröndby (hl 1 - - 4. Dortmund - Bröndby 1 - - 5. Karisruhe - Bordaux (hl. 1 - - 6. Karisruhe - Bordaux 1 - - 7. Cagliari - Mecfaelcn 1 - - 8. Inter - Norwich 1 - - 9. Boavista - OFI Krít 1 - - 10. TenerilTa - Juventus 1 - • 11. La Coruna - Frankfurt - - 2 12. Barcciona - Monaco 1 - - 13. Spartak M. • Galatasar. • X • 14. W. Bremen - Anderiecht 1 - - Hcildarvinningsupphæöin: 3,7 milijón krónur 14 réttin 147.770 J kr. 13 réttir: 11.830 | kr. 12 réttin 880 | kr. 11 réttir: 0 Jkr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.