Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 1
64 SIÐUR
295. tbl. 81.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bretland
Umdeild
tvíbura-
fæðing 59
ára konu
London. The Daily Telegraph.
59 ÁRA gömul bresk kona
fæddi tvíbura á jóladag eftir
fijósemisaðgerð og er fæðingin
mjög umdeild í Bretlandi.
Nokkrir embættismenn í heil-
brigðisráðuneytinu og læknar
sögðu fæðinguna óeðlilega en
aðrir töldu konur hafa rétt til
að eignast börn á hvaða aldri
sem er.
Bresk dagblöð skýrðu frá því
að tvíburarnir hefðu verið teknir
með keisaraskurði á sjúkrahúsi í
London. Konan, sem var ekki nafn-
greind, hafði gengist undir ftjó-
semisaðgerð í Róm. Breskir læknar
höfðu hins vegar neitað henni um
slíka aðgerð vegna aldursins.
„Við getum ekki komið í veg
fyrir að konur fari í slíka meðferð
í öðrum löndum en ef til vill efnum
við til viðræðna við aðrar þjóðir
um hvaða siðareglur eigi að gilda
varðandi hinar miklu framfarir
sem hafa orðið í læknisfræðinni,"
sagði Virginia Bottomley heil-
brigðismálaráðherra.
Sandra Macara, formaður sam-
taka breskra lækna, sagði hins
vegar að þetta mál kæmi aðems
konunni og lækni hennar við. „Ég
tel fullkomlega skiljanlegt að kon-
an láti einskis ófreistað til að eign-
ast barn, jafnvel þótt hún hafi
verið heldur sein á sér,“ sagði
hann.
Læknirinn John Marks, fyrrver-
andi formaður samtakanna, var á
öndverðum meiði og benti á að
konan þyrfti að annast tíu ára tví-
bura þegar hún yrði 69 ára gömul.
Konan átti ekki börn fyrir og
er sögð auðug kaupsýslukona.
Sæði úr eiginmanni hennar var
notað til að ftjóvga egg úr ítalskri
konu á þrítugsaldri og fjórum fóst-
urvísum var komið fyrir í legi henn-
ar.
Bílferð frá
London til
New York
London. Reuter.
SEX ökumenn héldu í gær
frá London og vonast til
þess að verða fyrstir til að
aka bifreið frá Bretlandi til
New York.
Okumennirnir ætla að aka
í gegnum Ermarsundsgöngin,
sem eru ætluð jámbrautalest-
um. Þeir stefna að því að verða
komnir til Póllands á fimmtu-
dag. Síðan aka þeir þvert yfir
Rússland og yfír ís á Berings-
sundi til Alaska og Kanada.
Þeir vonast til þess að koma
til New York eftir 14 vikur,
eða um páskana.
Kohl um verkefni leiðtogafundar NATO
Reuter
Clinton á gæsaveiðum
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, fór á gæsaveiðar í Maryland í
gær þrátt fyrir hörð mótmæli bandarískra dýraverndarsamtaka. Ein
gæs veiddist í veiðiferðinni, sem tók tvær klukkustundir. Að henni
lokinni kvaðst Clinton telja að veiðifélagi hans, Bill Brewster, þingmað-
ur demókrata, hefði veitt gæsina. „Við skutum báðir á hana, en ég
held að hann hafi drepið hana,“ sagði forsetinn.
Öryggi Mið-Evr-
ópu verði treyst
New York
Byssur af-
hentar fyr-
ir leikföng
New York. The Daily Telegraph.
MEIRA en 300 byssum var
skipt fyrir ávisanir upp á leik-
föng fyrir 100 dollara í leik-
fangaverslun í New York fyr-
ir jólin.
Það var 14 ára piltur sem
fékk hugmyndina að þessu og
faðir hans, eigandi verslana-
keðjunnar Toys R Us, hratt
henni þegar í framkvæmd.
Borgarbúar tóku framtakinu
mun betur en menn gerðu sér
vonir um, líklega vegna óánægju
fólks með ofbeldið á götum
borgarinnar.
A jóladag hafði lögreglan í
Washington Heights á Manhatt-
an fyllt 15 kassa af skammbyss-
um og stóran skáp af rifflum
og öðrum skotvopnum.
Dagblöð í New York sögðu
að borgarbúar hefðu aldrei áður
látið jafn margar byssur af
hendi í einu og lýstu framtakinu
sem ,jólakraftaverki“ sem New
York-búar hefðu beðið eftir.
„Ég vona, að Arafat átti sig á,
að ég hef ekkert nýtt fram að færa,“
sagði Peres í gær áður en hann fór
til Kaíró til viðræðna við fulltrúa
PLO um brottflutning ísraelska
herliðsins frá Gaza og Jeríkó. Hefur
hann tafist vegna deilna um hve
stórt svæði Palestínumenn fái við
Jeríkó, um öryggismál vegna ísra-
elskra landseta á Gaza og um það
hverjir skuli gæta landamæranna
milli Gaza og Egyptalands og Jeríkó
og Jórdaníu.
Mikið ber í milii
Palestínumenn kreíjast 300
ferkm svæðis við Jeríkó en ísraelar
buðu fyrst aðeins 27 ferkm. Hafa
þeir að sumra sögn hækkað boðið
í 70 ferkm en Palestínumenn telja
það allsendis ófullnægjandi. Þetta
þrátefli hefur meðal annars valdið
því, að óánægja með Arafat fer
vaxandi meðal Palestínumanna og
í gær var skýrt frá því, að fjórir
Bonn. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, ætlar að leggja áherslu
á það á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Bruss-
el 11.-12. janúar að fyrrverandi kommúnistaríki Mið-Evrópu,
Pólland, Tékkland, Slóvakía og Ungverjaland, fái auknar trygg-
ingar fyrir öryggi sínu. Gert er ráð fyrir því að á fundinum
verði fjallað um aðildarumsóknir þessara ríkja.
Kohl sagði að líta yrði uppgang
hins öfgafulla þjóðernisinna Vlad-
ímírs Zhírínovskíjs í rússnesku
kosningunum alvarlegum augum
og jafnframt mætti ekki gleyma
að þjóðernisöfgar hefðu sótt fram
víðar en í Rússlandi. Zhírínovskíj
hefur m.a. hótað Þjóðveijum
kjamorkuárás og sagði sl.
fimmtudag að Rússar ættu leyni-
vopn sem væru mun öflugri en
kjarnavopn og gætu með þeim
eytt öllum Vesturlöndum.
Kanslarinn sagði að þýsk utan-
ríkisstefna yrði á næsta ári grund-
völluð á evrópskri einingu, þar
sem samstarf Þjóðveija og Frakka
væri grunntónninn auk samvinnu
við Bandaríkin í Atlantshafs-
bandalaginu.
Sjá frétt á bls. 31.
Aukin svartsýni vegna deilna ísraela og Palestínumanna
ísraelar segjast úti-
loka meiri eftirgjöf
Jerúsaiem, Blat. Reuter.
SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði í gær, að ísrael-
ar hefðu ekkert meira að bjóða PLO, Frelsissamtökum Palestínu-
manna, hvað varðaði brottflutning ísraelsks herliðs frá Gaza og
Jeríkó og því væri nú komið að Yasser Arafat, leiðtoga samtak-
anna, að gefa eftir. Hafa þessar deilur aukið svartsýni á fram-
kvæmd friðarsamninga Israela og Palestínumanna. ísraelskir
hermenn skutu til bana norskan gæsluliða Sameinuðu þjóðanna
í Líbanon í gær. Töldu þeir, að hann og félagar hans væru skæru-
háttsettir menn í Fatah-hreyfingu
Arafats hefðu sagt af sér.
Talsmaður SÞ í Líbanon sagði í
gær, að ísraelskir hermenn hefðu
skotið af skriðdrekum og sprengju-
vörpum á norskan eftirlitsflokk
skammt frá þorpinu Blat með þeim
afleiðingum, að einn Norðmann-
anna beið bana og annar særðist.
Átti þetta sér stað á svokölluðu
öryggissvæði í Suður-Líbanon, sem
ísraelar ráða, en talsmenn ísraela
segja, að þeir hafi talið Norðmenn-
ina vera hóp skæruliða.
Jan Egeland, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Noregs, mótmælti þessum
atburði mjög harðlega við ísraelsk
stjórnvöld í gær og sagði, að hann
væri í raun óskiljanlegur. Norsku
hermennirnir hefðu verið við venju-
leg störf á eftirlitssvæði Sameinuðu
þjóðanna. Yossi Beilin, aðstoðarut-
anríkisráðherra ísraels, hefur
harmað atburðinn og heitið ná-
kvæmri rannsókn á honum.
Reuter
Sprengjuárás á ferðamenn íKaíró
ÁTTA Austurríkismenn og átta Egyptar særðust í gær þegar herskáir
múslimar köstuðu tveimur sprengjum og skutu á rútu nálægt fornri
mosku í Kaíró. Tveir Austurríkismannanna særðust alvarlega, 25 ára
karlmaður sem fékk byssukúlu í höfuðið og kona á sama aldri sem
fékk skot í læri. Erlendum ferðamönnum hefur fækkað mjög í Egypta-
landi undanfarna 18 mánuði vegna slíkra tilræða múslima sem vilja
steypa stjórninni af stóli. 29 múslimar hafa verið teknir af lífi frá því
í júní. Á myndinni kanna öryggisverðir rútuna sem ráðist var á í gær.