Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
Bjartur í Sumarhúsum úr Sjálfstæðu fólki.
Lifandi persónur
skáldverka í daga-
tali Islandsbanka
Kristín Gunnarsdóttir myndskreytti
Á NÆSTA ári fagnar íslenska þjóðin 50 ára afmæli lýðveldisins.
Óhætt er að segja að fornar bókmenntir þjóðarinnar hafi átti og
eigi ríkan þátt í því að efla sjálfstæðisvitund hennar m.a. vegna
þess að þær voru skrifaðar á íslensku meðan flestar aðrar þjóðir
skrifuðu á ritmáli kirkjunnar, latínu. Söguhetjur Islendingasagn-
anna hafa margar hverjar öðlast sjálfstætt líf meðal lesenda og
ritsnilld bókmenntanna hefur án efa haft mikil áhrif á íslenska
tungu, segir í fréttatilkynningu frá íslandsbanka.
í dagatali íslandsbanka fyrir
árið 1994 eru kynntar persónur
úr tólf íslenskum skáldverkum
sem skrifuð hafa verið á þessari
öld og hefur Kristín Ragna Gunn-
arsdóttir gert afar fallegar teikn-
ingar við textann. Persónuflóra
þeirra er litrík og með því að taka
örfá dæmi vill bankinn vekja at-
hygli fólks á íslenskum skáldverk-
um sem eru óþrjótandi uppspretta
frásagnarlistar og fijórra hug-
mynda.
Skáldverkin sem dæmi eru tek-
in úr í dagatalinu eru eftir höfund-
ana Einar Má Guðmundsson, Guð-
mund G. Hagalín, Guðberg Bergs-
son, Guðmund Andra Torfason,
Svövu Jakobsdóttur, Halldór Lax-
ness, Þórberg Þórðarson, Fríðu
Á. Sigurðardóttur, Vigdísi Gríms-
dóttur, Ólaf Jóhann Sigurðsson
og Davíð Stefánsson. Persónulýs-
ingar eru ógleymanlegar þeim
sem lesið hafa skáldverk þessara
höfunda.
Amnesty International
• *
Á fundinum kom fram að sam-
tökin tóku á móti rúmlega 900 vor-
kópaskinnum síðastliðið sumar.
Verða þau sútuð og notuð til fram-
leiðslu á flíkum og munum. Sam-
tökin taka einnig á móti haustkópa-
skinnum. Eggert Jóhannsson feld-
skeri hefur verið stórtækastur í að
nýta skinnin og hafa selskinnsflíkur
hans fengið góða dóma. Þá kom
fram að skinn hafa verið notuð í
borðstofustóla sem Þórdís Zoéga
Alþjóðleg herferð gegn
„mannshvörfum“ og
pólitískum morðum
Vaxandi sala á spiki,
kjöti og selsviðum
SELABÆNDUR vilja alls ekki að nýting selastofna verði sett undir
sjávarútvegsráðuneyti eins og boðað er í frumvarpi til laga sem nú
liggur fyrir Alþingi. í ályktun aðalfundar Samtaka selabænda segir
að sellátur hafi alltaf tilheyrt bújörðum og var ályktað að best færi
að svo yrði áfram og að lög um nýtingu selastofnanna gerðu ráð
fyrir því að þessi mál tilheyrðu landbúnaðarráðuneyti.
AMNESTY International stendur
um þessar mundir fyrir alþjóð-
legri herferð gegn pólitískum
morðum og „mannshvörfum".
Meðal þeirra mála sem samtökin
vilja vekja athygli á er morð á
hjúkrunarkonu í Perú og „hvarf“
Tamíla á Sri Lanka.
Perú
Marta Crisóstomo García, 22 ára
hjúkrunarkona, var myrt af einkenn-
isklæddum hermönnum á heimili
sínu í Huamanga í Perú þann 8.
september 1989. Fyrr um daginn
hafði Marta gefið sérstökum rann-
sóknaraðila vitnisburð sinn vegna
fjöldamorða hermanna á 30 bænd-
um í bænum Cayara þann 14. maí
1988. Morðið á Mörtu hefur ekki
verið rannsakað né ábyrgir aðilar
sóttir til saka þó svo að dómstólar
hafi undir höndum staðfestar frá-
sagnir vitna. Marta var ein átta vitna
að bændamorðunum, öll vitnin átta
hafa verið myrt.
Vinsamlegast
skrifið kurteislega
orðuð bréf til
stjórnvalda í Perú
og biðjið um að
rannsókn verði
framkvæmd á
morðinu á Mörtu
Crisóstomi Garcia
og ábyrgir aðilar sóttir til saka.
Póstfang:
Presidenta Alberto Fujimori
Presidente de la República
Palacio de Gobierno
Plaza de Arms
Lima 1, Perú.
Sri Lanka
159 ungir Tamílar „hurfu“ úr
flóttamannabúðum í Vantharamo-
olai á Sri Lanka þann 5. september
1990. Vitni.sáu lögreglumenn flytja
mennina á brott í bílum, enginn
þeirra hefur sést síðan. Lögreglan
neitar að hafa þá í haldi. Seenit-
hamby Pillanayagam, ungur fjöl-
skyldufaðir, er einn þeirra sem
„hvarf“ þennan dag. Hann og fjöl-
skylda hans voru meðal þúsunda
annarra sem leituðu hælis í flótta-
mannabúðum til að flýja átök milli
ríkishersins og vopnaðra and-
spyrnuhópa.
Vinsamlega skrifið kurteislega
orðuð bréf til yfirvalda á Sri Lanka
og biðjið um að „hvarf“ Seenit-
hamby Pillanayagam og hinna 158
verði rannsakað. Biðjið um að rann-
sóknin verði óháð og gagnger og
að upplýsingar um afdrif eða veru-
stað þeirra verði opinberaðar og
ábyrgir aðilar sóttir til saka.
Póstfang:
The Hon J A E Amaratunga
Minister of Home Affairs
Ministry of Home Affairs Secret-
ariat
Independence Square
Colombo
Sri Lanka.
Samstarfsverkefnið Samherjar
Vinnuskólinn ræður grunn
skólanemendur til starfa
hefur hannað. Hafa þeir vakið at-
hygli, meðal annars á sýningu í
Danmörku. Þá nýtir handverksfólk
um allt land selskinn við gerð smá-
muna fyrir ferðamenn.
Á síðasta ári seldist talsvert af
skinnum til Danmerkur og Græn-
lands en sá markaður virðist nú
vera mettaður í bili. Þá kom fram
á fundinum að nokkrar tilraunir
hafa verið gerðar með vaxandi
árangri að selja spik, kjöt og selsvið.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
Vinnuskóli Reykjavíkur standi að
samstarfsverkefninu Samherjar
með grunnskólum í Reykjavík.
Verkefnið verður í fyrstu rekið
sem tilraunaverkefni á tímabilinu
1. janúar 1994 til 31. maí 1995.
Ætlunin er að ná þannig til ákveð-
inna nemenda í 9. og 10. bekk
grunnskólanna. Annars vegar til
þeirra sem eru í starfsdeildum eða
sérdeildum skólanna og hins veg-
ar þeirra nemenda sem af ýmsum
orsökum hafa flosnað upp úr
námi, týnast og skólar hafa ekki
nein úrræði fyrir. Gert er ráð fyr-
ir að þátttakendur fái greidd laun
eins og almennt er í Vinnuskólan-
um eða 90% af unglingatöxtum
Dagsbrúnar.
Gert er ráð fyrir að verkefninu
verði stjórnað af Vinnuskóla Reykja-
víkur og mun skólinn sjá um alla
framkvæmd. Samstarfsaðilar eru
Skólamálaráð Reykjavíkur, Skóla-
skrifstofa Reykjavíkur og Fræðslu-
skrifstofa Reykjavíkurumdæmis.
Nemendum grunnskólanna verður
boðin sérstök kynnig á atvinnulífinu,
fyrirtækjum, stofnunum og starf-
stéttum allt eftir samkomulagi við
kennara viðkomandi nemanda.
Istundaskrá
Aðalreglan verður sú að kynningin
eða atvinnuþátttakan verður ákveð-
inn hluti af vikulegri stundaskrá
nemanda. Þátttakendum utan grunn-
skólans verður boðin tímabundin
vinna í samráði við umsagnaraðila.
Markmiðið er að nemandi geti snúið
aftur til náms í sínum skóla að lok-
inni vinnu. Auk beinnar vinnu verða
sett upp námskeið þar sem farið er
yfir ýmis gagnleg atriði svo sem
vinnu, stéttarféiög, atvinnumiðlun og
ráðningarstofur, tryggingamál og
ýmis mál tengd réttindum, skyldum
og uppbyggingu þjóðfélagsins.
Beiðni um þátttöku í verkefninu
berist Vinnuskólanum á sérstöku
eyðublaði sem kennari viðkomandi
nemanda fyllir út og skólastjóri sam-
þykkir en sé um nemenda utan skóla
að ræða þarf að fylgja stutt greinar-
gerð frá skólasálfræðingi.
Eiturefnagámur-
inn sendur úr landi
EITUREFNAGAMURINN sem
fannst á reki í grennd við Vest-
mannaeyjar í lok nóvember var
sendur úr landi á miðvikudag í
síðustu viku. Erlendur aðili hefur
greitt allan kostnað sem af
gámnum hlaust hér á landi en
Siglingamálastofnun hefur ekki
fengið skýr svör frá skipafélag-
inu sem flutti hann um hvenær
og hvar gámurinn lenti í hafinu.
Að sögn Mikaels Ólafssonar full-
trúa hjá Siglingamálastofnun var
eiturefnagámurinn sendur áleiðis til
Antwerpen.
Vilja skýr svör
Erlendur leigutaki, sem hafði
gáminn á leigu, hefur greitt allan
kostnað sem varð vegna gámsins
hér á landi. Mikael sagði að leigu-
takinn myndi krefja skipafélagið
sem flutti gáminn um endur-
greiðslu. Hann sagði að enn hefðu
ekki fengist svör um það hjá skipa-
félaginu hvenær og hvar gámurinn
hefði lent í sjónum. Þá væri ekki
ljóst hvort skipafélagið hefði til-
kynnt'um gáminn til næsta strand-
ríkis eftir að hann tapaðist eins og
alþjóðareglur krefjast.
♦ ♦ ♦
Flugmaður-
inn farinn
BANDARÍSKI feijuflugmaðurinn
Christopher Levelle, sem dvalið
hefur hérlendis síðan á sunnudag
meðan rannsókn fór fram á vand-
ræðum þeim sem hann lenti í á
flugi milli Glasgow og Reykjavík-
ur og yfirlýsingum hans í kjölfar-
ið, hélt af landi brott á Þorláks-
messu.
Kvöldið áður luku flugvirkjar við-
gerð á hitakerfi flugvélar en í sam-
tali við Morgunblaðið sagði Levelle
að hann hefði þá slegið för sinni á
frest vegna myrkurs og þess að veð-
urskilyrði umhverfis Grænland voru
léleg.
Eftir skýrslutöku Loftferðaeftirlits
af flugmanninum á þriðjudag sá
Flugmálastjóm ekki ástæðu til að
óska eftir að hann dveldist hérlendis
lengur.
C4V£GI65 -S