Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
25
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Gunnar Einarsson tekur fyrstu skóflustunguna að nýrri björgunarstöð. Viðstaddir voru björgunarsveit-
armenn og bæjarstjórinn, Karl Björnsson.
Selfoss
Fyrsta skófhistungan
a,ð nýrri björgunarstöð
Selfossi.
FYRSTA skóflustungan að nýrri björgunarstöð á Selfossi var
tekin 18. desember. Um er að ræða hús með um 400 fermetra
nýtanlegt gólfpláss. Húsið verður að hluta á tveimur hæðum.
Það eru björgunarsveitarmenn
úr Tryggva á Selfossi sem standa
að byggingu stöðvarinnar og mun
hún leysa af hólmi eldra húsnæði
þeirra við Hrísholt. Nýja stöðin
verður á Austurvegi 54. Fram-
kvæmdir við björgunarstöðina
verða boðnar út í janúar og bygg-
ingu lokið á næsta ári. „Það fer
auðvitað eftir áhuga manna og
ýmsum aðstæðum hvernig okkur
gengur með þetta hús,“ sagði
Gunnar Einarsson, formaður
sveitarinnar, er hann tók fyrstu
skóflustunguna. Hann . sagði að
sveitin væri nú vel búin tækjum
og því væri unnt fyrir björgunar-
sveitarmenn að( einbeita sér að
byggingu hússins.
Sig. Jóns.
Björgunarstöð -
leikskóli
Húsnæðis-
fléttaá
Selfossi
Selfossi.
FYRSTA skóflustunga að björg-
unarstöð á Selfossi sem tekin var
nýlega er liður í því að hægt sé
að opna 25 plássa leikskóladeild
og gera breytingar á skóladag-
heimili.
Karl Björnsson bæjarstjóri upp-
lýsti við athöfn, þegar tekin var
skóflustunga að nýrri björgunar-
stöð, leikfléttu sem í gangi er á
Selfossi og ganga mun upp um
mitt næsta ár.
Upphaf fléttunnar er að bæjar-
sjóður keypti fyrir tveimur árum
iðngarða af Atvinnuþróunarsjóði
Selfoss með ákveðnum breytingum
á lánum. Síðan flutti áhaldahús
bæjarins í iðngarðana. Gamla
áhaldahúsið var að hluta tekið und-
ir slökkvistöð en hinn helmingur
þess settur ásamt einni milljón
króna upp í kaup á Tryggvabúð,
gömlu björgunarstöð björgunar-
sveitarinnar Tryggva. Björgunar-
sveitin mun selja áhaldahúsið og
byggja nýju björgunarstöðina og
ljúka því verki á næsta ári. Þá er
fyrirhugað að skátar fái gömlu
Tryggvabúðina undir sína starfsemi
og flytji úr húsnæði við Tryggva-
götu, sem áður hýsti Bæjar- og
héraðsbókasafnið. I safnahúsið er
síðan fyrirhugað að skóladagheimil-
ið flytji en það er nú til húsa í leik-
skólanum Alfheimum og teppir þar
eina deild. Þegar svo kapallinn er
genginn upp verður unnt að stytta
biðlistann eftir leikskólaplássum og
hefja starfrækslu leikskóladeildar í
Álfheimum, en nú vantar pláss fyr-
ir 60 böm á leikskóla.
Karl benti á að þessi flétta kæmi
mörgum til góða og væri sérlega
ánægjulegt að koma henni í kring.
- Sig. Jóns.
«flla
b r é f a b i n d i
Þið hringið - við sendum
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c
Símar. 688476 og 688459 • Fax: 28819
Una ap,
OBMV
mxmm
aoniwuin * eteaimn* eumtai
486 SX, 25 MHz, 240 MB diskur, 4 MB minni,
LocalBus, laust sæti fyrir Pentium örgjörva,
Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerti,
Windows 3.1,14" SVGA/LR litaskjár,
lyklaborö og mús.
Fyrir aðeins krónur:
486 DX, 33 MHz, 4 MB minni, 1 MB skjáminni,
LocalBus, laust sæti fyrir Pentium örgjörva,
Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerfi,
Windows 3.1, 14" SVGA/LR litaskjár,
lyklaborö og mús.
V
á mónuði í 24 mónuði.
Staögreiösluverö tölvunnar er kr. 126.000. Ofangreind
afborgun miöast viö staögreiöslusamning Glitnis og
mánaöarlegar greiöslur í 24 mánuöi. Innifaliö í afborgun
er VSK, vextir og allur kostnaöur.
á mánuði í 24 mánuði.
Staögreiösluverö tölvunnar er kr. 164.900. Ofangreind
afborgun miöast viö staögreiöslusamning Glitnis og
mánaöarlegar greiöslur (24 mánuöi. Innifaliö ( afborgun
er VSK, vextir og allur kostnaöur.
Hjá Ambra er öryggi ekki aðeins
innantóm fullyrðing, heldur geta
kaupendur verið fullkomlega
áhyggjulausir um sinn hag. Viö
stöndum við okkar loforð.
Hjá Ambra merkir afkastageta ekki
aðeins skjótan svartíma og hraöa
vinnslu, heldur afburðagæði. Það sama
á við um alla okkar þjónustu, vörur og
sérfræöilega aðstoð.
Hjá AMBRA felast góð kaup ekki aðeins
í hagstæðu verði á tilteknum
vélargerðum, heldur bjóðum við frábært
verö á öllum vörum og þjónustu, sé
miðað við gæði.
Einstaklega hagstætt verð miðað viö afköst.
Örugg viðskipti við áreiðanlegt fyrirtæki.
Traustar vörur með AMBRA ábyrgð.
Bm þú ¥il
Tölvunar í þessari auglýsingu eru aðeins tvö dæmi um þá möguleika sem þér standa til
boða. Hægt er að aðlaga tölvuna nákvæmlega að þínum þörfum. Þú ákveður diskstærð,
minni, skjástærð og velur þér þann aukabúnað sem þú vitt fá. Við útbúum svo tölvuna
eftir þfnum óskum fljótt og örugglega - þér að kostnaöarlausu!
A M B R -A
NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - S(MI 69 77 OO
Allíaf skrefi á undan