Morgunblaðið - 28.12.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 28.12.1993, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 AKUREYRI Rússar kaupa Lísu Maríu frá Ólafsfirði 60 daga sigling til nýrra heimkynna LÍSA María ÓF, sem er fjölveiðiskip, lagði úr höfn á Ólafsfirði á aðfangadag, en skipið hefur verið selt rússneska útgerðarfyrirtæk- inu Sobryflot. Utgerðarfélagið Stígandi á Ólafsfirði átti skipið. _ . ->< * -*** t Morgunblaðið/Rúnar Þór Leitað a aðfangadag KAFARAR tóku þátt í leitinni á aðfangadag auk fjölmenns liðs björgunarsveitarmanna og þá var sér- þjálfaður leitarhundur sendur frá Reykjavík. Skipulegri leit er nú hætt, en um næstu helgi verða fjör- ur gengnar og leitað af sjó. Skipulegri leit að Sigtryggi Jónssyni hefur verið hætt Fjölmenni leitaði án árangurs jóladagana SKIPULEGRI leit að Sigtryggi Jónssyni sem staðið hefur yfir á Akureyri um öll jólin hefur verið hætt. Sigtryggur fór frá heimili sínu Hríseyjargötu 21 á Akureyri síðdegis á Þorláks- messu og hefur ekki spurst til hans síðan. Fjölmennt lið björgunarsveitar- manna úr Hjálparsveit skáta á Akureyri og Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri hafa frá því aðfaranótt aðfangadags leitað um allan bæ, fjörur hafa verið gengnar og leitað á sjó. Þá var komið með sérþjálfað- an leitarhund frá Reykjavík á að- fangadag sem notaður var við leit- ina. Kafarar tóku þátt í leitinni og leituðu við bryggju, allt frá Oddeyr- arbryggju og út að slipp. Engar haldbærar vísbendingar hafa komið fram um ferðir Sigtryggs, sem jafn- an er kallaður Tryggvi. Fjörur gengnar Pétur Torfason í svæðisstjóm björgunarsveitanna sagði að leitað hefði verið í fyrirtækjum á Odd- eyri, upp með Glerá og víðar og þá hefðu björgunarsveitarmenn í slysavarnafélögum á Olafsfirði, Dalvík, Árskógsströnd, Hrísey, Grenivík og Svalbarðsströnd tekið þátt í leitinni með heimamönnum jóladagana. Búið væri að kemba ákveðin svæði margoft en án árang- urs. Formlégri leit væri nú hætt, P HIN árlega jólatréskemmtun íþróttafélagins Þórs verður hald- in í félagsheimilinu Hamri á morgun, miðvikudaginn 29. desem- ber og hefst hún kl. 16.30. Gengið verður í kringum jólatré, jólasveinar koma í heimsókn og boðið verður upp á kaffihlaðborð. en enn væri verið að svipast um eftir Tryggva. Hann sagði að um næstu helgi væri fyrirhugað að ganga íjörur og leita af sjó og má búast við að fjöldi manna taki þátt í þeirri leit, sem nú er verið að skipu- leggja. Sigtryggur Jónsson er 73 ára gamall, lágvaxinn, dökkhærður en aðeins farin að grána. Hann var í dökkum frakka, bláum buxum og í kuldaskóm þegar hann fór að heiman. Nokkrir fulltrúar frá rússneska fyrirtækinu voru í Ólafsfirði í nokkrar vikur fyrir jólin þar sem þeir voru að undirbúa siglinguna og kynnast skipinu, en aðsetur fyrirtækisins er á Sakhalin-eyju í Kyrrahafi, skammt norðan við Japan. Fyrirtækið sem keypti Lísu Maríu ÓF er stórt og á um 200 skip sem það gerir út. Frá því skipið lagði úr höfn á Ólafsfirði á aðfangadag var 60 daga sigling framundan til nýrra heimkynna. Með skipinu fór einn íslendingur, Magnús Lórenzson vélstjóri. ■ SALA flugelda hófst í gær hjá íþróttafélaginu Þór. Opið er dag- lega frá kl. 10 til 22 og á gamlárs- dag er opið frá kl. 9 -16. Allur ágóði af flugeldasölunni rennur til íþrótta- og æskulýðsstarfa. Tjamarkvartettmn Tónleikar á Dalvík Tjarnarkvartettinn heldur tón- leika í Samkomuhúsinu á Dalvík, „Ungó“, fimmtudagskvöldið 30. desember og hefjast þeir kl. 21. Á efnisskránni eru djass- og dæg- urlög, negrasálmar og sígild jólalög. Tjarnarkvartettinn skipa þau Rósa Kristín Baldursdóttir, sópran, Krist- jana Arngrímsdóttir, alt, Hjörleifur Hjartarson, tenór, og Kristján Hjart- arson, bassi. Tjarnarkvartettinn hefur víða komið fram að undanförnu og er fyrirhugað að næstu tónleikar verði á Húsavík sunnudaginn 2. janúar. (Fréttatilkynning.) Stofnar fyrirtæki í Norður-Svíþjóð Kynnir íslenskar vörur AKUREYRINGURINN Sigurður Baldursson hefur stofnað fyrirtæki í Umea í Norður-Svíþjóð þar sem hann er nú búsettur og ætlar hann að kynna íslenskar vörur þar í landi eftir áramótin. Sigtryggur Jónsson Fyrirtæki Sigurðar heitir Baldurs- son Trading og er tilgangurinn að efla vörusölu og þjónustu á milli ís- lands og Svíþjóðar. Á meðal þess sem hann er að selja ytra er handunnin ullarfatnaður af ýmsu tagi, hnakkar frá Hnakkvirki á Akureyri og margs konar vörur fyrir hestamenn, en ís- lenska hestinn segir hann vinsælan þar í landi. Frá Svíþjóð flytur hann síðan inn aftanívagna í snjósleða og ýmsa aukahluti, vetrarklæðnað, pípulagningaverkfæri, snjótroðara og tæki til að slípa skautasvell auk þess sem hann býður tæknilega ráð- gjöf fyrir bæjarfélög sem vilja gera góð skautasvell. V örukynningar Sigurður verður á ferðinni á Akur- eyri helgina 15. til 16. janúar næst- komandi þar sem hann verður með vörukynningu á snjósleðasýning sem þá verður haldin og í febrúar eða mars ætlar hann að efna til kynning- ar á íslenskum vörum í Umea og hefur hann áhuga á að bæta við sig fleiri vöruflokkum og vill því gjarnan heyra í þeim sem vilja selja vörur sínar til Svíþjóðar. Umea er um 100 þúsund manna bær á sömu breiddargráðu og Reykjavík og segir Sigurður að veð- urfar þar sé svipað og á íslandi. 50% fall í íslensku í kenn- aradeild á haustmisseri HELMINGUR þeirra nemenda sem tóku próf í íslensku við kennara- deild Háskólans á Akureyri féll á prófinu. Niðurstaða er fengin úr fjórum af fimm prófum sem þreytt voru í kennaradeildinni á haust- misseri og er fallið frá 5 og upp í 50%. Allir sem sóttu um skólavist og höfðu stúdentspróf fengu inni í deildinni, en í ljósi þessarar reynslu kemur til álita að velja nemendur úr hópi umsækjenda. Kennsla hófst í kennaradeild við skólann síðasta haust, 94 sóttu um í upphafi, 76 nemendur hófu námið en þeir er nú um 65 talsins. Alls mættu 48 nemendur í próf í þeirra. Minnst fall var í námskeiði íslensku og féllu 24 þeirra. I stærð- fræðipróf mættu 47 nemendur og féllu 23. Þá mættu 59 nemendur í próf í aðferðafræði og féllu 20 Kennarar Gagnfræðaskóli Akureyrar leitar eftir kennara frá og með næstu áramótum til sérverkefna. Upplýsingar gefa: Skólastjóri í síma 96-21018. Aðstoðarskólastjóri í síma 96-23351. sem nefnist ísland og umheimurinn, sem er sögu- og landafræðinám- skeið, en í það próf fóru 64 nemend- ur og féllu 4. 5-50% fall Guðmundur Heiðar Frímannsson forstöðumaður kennaradeildar sagði að þetta fall í deildinni, frá 5% og upp í 50%, væri ívið meira en hann hefði fyrirfram búist við. Þessar töl- ur væru þó ekki endanlegar, þar sem fólki hefði verið gefinn kostur á að segja sig úr prófi eða prófum og taka þau þess í stað í janúar. Þó nokkur hópur hefði kosið að nýta sér þann möguleika, þannig að í sumum gp’einum ættu 25 til 30 manns eftir að taka próf. Guðmundur sagði að fallið í kenn- aradeildinni nyrðra væri meira en í Kennaraháskóla íslands, en á það bæri að líta að úr u.þ.b. 320 manna hópi umsækjenda væru valdir úr þeir bestu, en einungis um 120 manns væru teknir inn í skólann hver ár. Þá sagði hann að þessi fall- prósenta væri áþekk og hjá sam- bærilegum stofnunum og nefndi fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands sem dæmi. Engin ein skýring „Það er engin ein skýring á þessu falli í kennaradeildinni," sagði Guð- mundur. Hann sagði nemendur með mjög mismunandi undirbúning að baki og ef til vill mætti segja að uppbygging námsins á haustmisseri hefði ekki hentað hópnum, en tvö stór námskeið, íslenska og stærð- fræði, hefðu sett svip sinn á misser- ið. Greinilegt væri að margir nem- anna þyrftu meiri undirbúning fyrir þessi námskeið og spurning væri hvort hægar þyrfti að fara yfir námsefnið. „Við munum takaþetta allt saman til gaumgæfilegrar athugunar, skoða alla þætti málsins, skipulag námsins, bakgrunn nemanna, kenn- ara við deildina og námsefnið sjálft. Við vonum að kennslukönnun þar sem nemar sögðu álit sitt á ýmsu er varðar deildina gefi okkur ein- hverjar vísbendingar,“ sagði Guð- mundur. Alls sóttu tæplega 100 manns um nám við deildina, en þegar kennsla hófst í haust mættu 76. Nú eru um 65 manns við nám í deildinni. Allir sem sóttu um og uppfylltu skilyrði um stúdentspróf fengu aðgang að deildinni, en að sögn Guðmundar kemur til greina í ljósi þessarar reynslu að velja strax í upphafi úr hópi nemenda þá sem fá skólavist, en með hvaða hætti það hugsanlega yrði gert væri óljóst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.