Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 37

Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 37 SINGER —— Nýlega var gengið frá yfirtöku Pfaff hf. á Singer- umboðinu hér á landi. Á myndinni eru Poul E.B. Hansen fram- kvæmdastjóri hjá Singer (t.v.) og Kristmann Magnússon, fram- kvæmdastjóri Pfaff hf. Umboð Pfaff og Singer í eina sæng FYRIRTÆKIÐ Semi Tech (Global) Ltd. eignaðist fyrir skemmstu 72% hlutafjár í saumavélafyrirtækinu Pfaff í Þýskalandi, 'en fyrir átti Semi Tech meirihluta í Singer. Þessi tvö þekktustu merki í saumavélum eru því orðin dótturfyrirtæki sama aðila, en þau hafa keppt á saumavélamarkaðnum í meira en 130 ár. Fyrirtæk- inu munu í framtíðinni vinna saman að frekari þróun á sviði sauma- véla og annarra véla og tækja, sem þau hafa framleitt, og á þetta bæði við um heimilis- og iðnaðarvélar. Víðast hvar verður dreifingar- kerfi og umboðsmannakerfi þess- ara tveggja risa haldið óbreyttu, en þó hefur verið ákveðið að sam- eina umboð Pfaff og Singer hér á landi svo og í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hér á landi myndaðist tómarúm þegar Mikligarður, sem síðast var með söluumboð fyrir Singer varð gjaldþrota, segir í frétt frá Pfaff hf. Pfaff hf. í Reykjavík mun hcÁja sölu Singer véla í janúar næstkom- andi og verður þá byrjað með nýj- ar tegundir af Singer vélum, en Fólk Markaðsfulltrúi hjá Glitni engar vélar voru fluttar inn frá Singer á sl. ári. Smátt og smátt mun Pfaff hf. svo byggja upp vara- hlutalager fyrir eldri Singer vélar, viðgerðarmaður verður þjálfaður í janúar eða febrúar og eftir það mun Pfaff hf., bjóða upp á viðgerð- ir á öllum eldri vélum. Fyrr í þessum mánuði kom hingað til landsins Poul E.B. Han- sen framkvæmdastjóri hjá Singer og var þá gengið frá öllum atriðum í sambandi við yfirtöku Pfaff á Singer-umboðinu. FOSTUDAGUR . Þú hefur nokkra daga til að kaupa faxtæki með 10-15% afslætti Gríptn tækifærið og tryggðu þér frábær faxtæki, Ricoh og Telia, með 10-15% afslætti til 7. janúar. Við bjóðum góð greiðslukjör og þjónustu um land allt. Hafóu samband við næstu póst- og símstöð, eða söludeildir í Kringlunni, Ármúla og í Kirkjustræti. ^ PÓSTUR OG SlMI MHEIÐUR A. Björnsdóttir hef- ur verið ráðin í starf markaðsfull- trúa hjá Glitni hf. Heiður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1982. Árin 1983 til 1989 starfaði hún á aug- lýsingastofunni Gylmi hf. sem tengiliður við viðskiptavini. Sum- arið 1986 starfaði Heiður hjá Milani & Grey auglýsingastof- unni á Italíu. Heiður útskrifaðist af markaðssviði viðskiptadeildar Háskóla ís- lands haustið 1993. Hjá Glitni mun hún hafa umsjón með markaðs- og kynningarmál- um. Sambýlis- maður Heiðar er Hákon Óskars- son, líffræðing- ur og eiga þau einn son. 1 lúiT0iV ntl felií Metsölublac ) á hverjum degi! Aðeins 3000 kr. d mánuði ísparnað og þú ert kominn í Spariþjónustu Heimilislínunnar BUNADARBANKI ISI.ANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.