Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
49
Eva Sæmunds-
dóttir — Minning
Fædd 22. ágúst 1908
Dáin 16. desember 1993
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Hún boðar náttúrunnar jól.
Hún flytur líf og líknarráð.
Hún ljómar heit af Drottins náð.
Þetta upphafserindi úr sálmi
Matthíasar Jochumssonar var í
miklum metum hjá elskulegri
tengdamóður minni, Evu Sæ-
mundsdóttur, sem verður jarð-
sungin frá Keflavíkurkirkju í dag,
þriðjudaginn 28. desember.
Nú á haustdögum hrakaði heilsu
hennar mjög og var fljótlega sýnt
að hveiju dró. Laust eftir mið-
nætti 16. desember sofnaði hún inn
í nóttina, þreytt og hvíldinni fegin.
Ferðin mót blessaðri nýárssólinni
var hafin.
Eva var fædd 22. ágúst 1908 í
Ólafsvík. Foreldrar hennar voru
sæmdarhjónin Ragnheiður Elín
Guðbrandsdóttir og Sæmundur
Skúlason, sem þá bjuggu í Ólafs-
vík, en fluttust síðar að Tröð í
Eyrarsveit. Eva var fjórða bam
þeirra hjóna af sjö. Næstyngst er
Lára, sein nú er ein á lífí af þeim
systkinum.
Þegar Eva var aðeins átta ára
gömul gerðist sá hörmulegi atburð-
ur að móðirin unga veiktist og féll
frá eftir skamma sjúkdómslegu.
Stóð þá Sæmundur einn eftir með
bömin sín sjö og enga aðstoð að
fá. Hvað var til ráða? Bömunum
var komið fyrir hjá vandalausum
á hinum ýmsu bæjum í hreppnum.
Eva fór þá fyrst að Móabúð í
Eyrarsveit til Þórdísar og Ásgeirs
Kristjánssonar, sem þar bjuggu.
Þau vom sómafólk sem reyndist
Evu afar vel, en atvikin höguðu
því þannig að dvölin varð þar ekki
löng. Fór hún þá að Hjarðarfelli
og eftir það á ýmsa aðra staði.
Geta má nærri hve þetta allt hefur
haft djúp áhrif á sálarlíf móður-
lausa barnsins. Ekki var um skóla-
göngu að ræða utan nokkrar vik-
ur. En oft hafði Eva á orði við mig
á sínum efri ámm: „Mikið væri
gaman að vera ungur í dag og fá
að læra“. Seinna kvæntist Sæ-
mundur faðir Evu Júlíönu Gísla-
dóttur og fluttist þá Eva til þeirra
um tíma. Þau Sæmundur og Júl-
íana eignuðust tvö börn sem bæði
era látin.
Fimmtán ára að aldri fluttist
Eva til Stykkishólms. Var hún þá
í vist eða við aðra vinnu sem til
féll. í Stykkishólmi kynntist hún
ungum manni, Jóni Hjaltasyni
verkstjóra. Felldu þau hugi saman
og stofnuðu fljótlega til hjúskapar.
Þau hófu búskap í Vestmannaeyj-
um, voru þar um eins árs skeið,
fluttu síðan aftur til Stykkishólms
þar sem þau bjuggu til ársins 1930,
að þau fluttu til Reykjavíkur. Þá
vom miklir krepputímar og lífsbar-
áttan hörð. Erfitt var um húsnæði
og algeng sjón var vor og haust
að sjá vömbíla hlaðna húsgögnum
og annarri búslóð. Sumir voru allt-
af að flytja, þár á meðal voru þau
Jón og Eva.
Jón var svo lánsamur að fá vinnu
við verkstjórn hjá Vegagerð ríkis-
ins, en úr húsnæðismálum rættist
ekki til fulls fyrr en um 1956; þá
réðust þau í að byggja, Jón þá
hátt á sextugsaldri. Mikil var gleð-
in er þau gátu flust í húsið sitt í
Básenda 10 árið 1958. Ekki auðn-
aðist þeim þó að búa lengi í eigin
húsnæði. Örlögin gripu í taumana.
Heilsu Jóns fór að hraka og það
svo ört að sýnt var að hann yrði
að komast á hjúkrunarheimili.
Varð þá að ráði að hann flyttist
til Keflavíkur, þar sem tvær dætur
þeirra Evu bjuggu. Hann fékk vist-
un á dvalarheimili aldraðra í Kefla-
vík, en lést á sjúkrahúsi Keflavíkur
þann 7. desember 1972. Eva flutt-
ist til Keflavíkur 1970 og hlúði að
manni sínum eftir fremsta megni.
Hún keypti lítið hús að Kirkjuvegi
14 þar sem hún bjó svo lengi sem
hún gat annast um sig sjálf. Að
hjúkrunarheimilinu Garðvangi í
Garði fór hún rúmlega áttræð og
dvaldist þar til dauðadags. Á Garð-
vangi leið henni vel. Þar var ein-
staklega vel hugsað um hana og
er starfsfólki öllu færðar hugheilar
þakkir fyrir frábæra umönnun og
hjálp.
Börn Evu og Jóns eru fjögur.
Elstur er Hjalti Ólafur, kvæntur
undirritaðri og eiga þau sjö börn,
þá Ragnheiður Elín, gift Ingva
Brynjari Jakobssyni, þau eiga sjö
börn. Jóhannes Bjarni, ókvæntur,
á einn son og yngst er Sæbjörg
Elsa. Hún'giftist Indriða Adólfs-
syni, eiga þau einn son, en slitu
samvistum. Barnabamabörnin em
tuttugu og átta og barnabarna-
barnabörnin era tvö.
Eva var mikil höfðingskona,
hreinskiptin og sönn. Hún var glað-
lynd og gestrisin og naut þess að
hafa margt í kringum sig, svo lengi
sem heilsa og kraftar leyfðu. Nú
þegar ævi hennar er öll, er mér
efst í huga þakklæti. Þakklæti fyr-
ir alla hennar elskusemi við mig,
fyrir allt sem hún var.
Megi blessun guðs fylgja henni
á nýrri vegferð.
Halldóra Þ. Sveinbjörnsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu
blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
+
Okkar ástkaeri faðir, tengdafaðir og afi
EÐVALD HINRIKSON MIKSON,
er látin. Jarðaförin auglýst síðar.
Jóhannes Eövaldsson, Katherin Eðvaldsson,
Atli Eðvaldsson, Steinunn Guðnadóttir,
Anna Eðvaldsdóttir, Gfsli Guðmundsson,
og barnabörnin hans.
+ Fósturfaðir okkar,
HJALTI EINARSSON,
Austurbrún 6,
andaðist 24. desember. Fyrir hönd vandamanna, Dfana Garðarsdóttir, Steinunn Garðarsdóttir.
t
Ástkœr faðir okkar og fósturfaðir,
ÞORSTEINN JÚLÍUSSON,
fyrrv. skipstjóri frá Neskaupsstað,
lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfararnótt jóladags.
Ársæll Þorsteinsson,
Guðný Þorsteinsdóttir,
Halldór Haraldsson,
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
frá Vfðigerði,
síðasttil heimilis í
Bergholti 3D, Biskupstungum,
lést í Landspítalanum 24. desember.
Ásbjörn Ólason,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Eiginmaður minn,
STEFÁN ÁGÚST GUÐJÓNSSON,
Sólheimum 27,
andaðist í Landspítalanum 23. desember sl.
Bergþóra Valdimarsdóttir. .
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
RÖGNVALDUR BJARNI HARALDSSON,
lést á heimili sínu, Brunnum 15, Patreksfirði, 25. desember.
Valgerður Sveinsdóttir,
Sveinn Rögnvaldsson, Gróa Bjarnadóttir.
+
Móðurbróðir okkar,
MARINÓ MAGNÚSSON,
Jaðri,
Bíldudal,
andaðist í Patreksfjarðarspítala á jóladag.
Theódór Jónsson, Erna Jónsdóttir,
Edda Jónsdóttir, Sigurður Þ. Árnason,
Jóna Jónsdóttir, Njáll Þorbjörnsson.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang
amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Svalbarða 11,
Hafnarfirði,
lést í Landspftalanum 26. desember.
Þorleifur Gunnarsson,
Lilja Sveinsdóttir, Haukur Jónsson,
Guðrún Sveinsdóttir, Þórarinn Kristinsson,
Anney Sveinsdóttir, Frans Arason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
GÍSLI JAKOBSSON
bakarameistari,
Skipasundi 24,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum aðfaranótt 26. desember.
Ólöf S. Gísladóttir, Pétur Hjálmsson,
Gunnlaugur H. Gfslason, Halla Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Gísladóttir, Sigurður Sigurðsson,
Þorsteinn Gíslason, Ásdís Jónsdóttir,
Gísli Gíslason, Hallbera Jóhannesdóttir,
Guðrún Gísladóttir, Þorvarður Guðlaugsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSDÍS GUÐLAUGSDÓTTIR,
Búðargerði 1,
Reykjavfk,
andaðist á heimili sínu föstudaginn
24. desember.
Helgi Kristófersson, Margrét Einarsdóttir,
Kristófer Kristófersson, Sigrún Alda Kjærnested,
Magnús Elvar Magnússon, Sigríður Pála Konráðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN ÞORVALDSSON
slökkviliðsmaður,
Nónvörðu 10,
Keflavík,
lést á heimili sínu 26. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jane Petra Gunnarsdóttir,
Gunnar Þ. Jónsson, Inga M. Ingvarsdóttir,
Theodór G. Jónsson, Ragnheiður Thorarensen,
Guðbjörg I. Jónsdóttir, Róbert Þ. Guðbjörnsson,
Örn S. Jónsson, Ása K. Margeirsdóttir,
Rúnar Már Jónsson,
og barnabörn.