Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994
að stundum líða meira en þijú ár
frá héraðsdómi þar til dómur geng-
ur í Hæstarétti.
Dómurum í Hæstarétti hefur
fjölgað úr sex í átta á þessum árum
frá 1976 og komið hafa til starfa
tveir löglærðir aðstoðarmenn, sem
eru ráðnir til tveggja ára í senn.
Breytingarnar hafa leitt til erfið-
leika vegna þrengsla hér í húsinu.
Nú starfar Hæstiréttur í tveimur
deildum. Önnur er fimm manna
deild og hin þriggja manna. Það er
þingað hér á morgnana alla virka
daga á starfstímanum. Hér eru tveir
réttarsalir og er sá minni ófullnægj-
andi, það vantar fundarherbergi og
í raun viðunandi aðstöðu fyrir
starfsfólkið.“
— Þú segir að ekki verði til
lengdar unað við dráttinn á sumum
málum. Hvað er til bragðs að taka?
„Nú er komið til allsheijarnefndar
Alþingis stjórnarfrumvarp sem felur
í sér ýmsar ráðstafanir til að flýta
málum svo sem hækkun áfrýjunarfj-
árhæðar og fjölgun dómara. Um það
er ekki einhugur meðal dómara í
Hæstarétti, því miður, hvernig að
þessu skuli staðið. Það eru ýmsir
sem telja að vandinn verði ekki
leystur nema með því að stofna
nýtt dómstig. Ég vil minna á að
dómstigin hérlendis voru fleiri en
tvö áður fyrr. Þannig voru þau þijú
frá 1800, er nútímadómstólastarf
hófst hérlendis, fram til 1920 er
dómsvald Hæstaréttar í Danmörku
var afnumið."
— Hver er þín skoðun?
„Hún er sú að það sé til vinnandi
að reyna að gera umbætur með
þeim hætti sem lagt er til í frum-
varpinu sem nú er til meðferðar í
Alþingi."
— Hvað mælir gegn því að fjölga
dómstigum um eitt?
„Kostnaður og ef til vill byggða-
sjónarmið. Það er erfitt að sjá að
til séu næg verkefni nema fyrir einn
dómstól á millidómstigi sem þá yrði
sjálfsagt í Reykjavík."
— Hvað þýðir þetta mikla álag á
dóriíarana?
„Það þýðir að stóru einkamálin
bíða.“
— Það er ekki slegið af faglegum
kröfum?
„Nei, það er ekki gert.“
Fallegt hús í staðinn fyrir
svart bílastæði
— Þið sjáið fram á úrlausn í hús-
næðismálum.
„Já, þetta hús var tekið í notkun
árið 1949 og þótti gott miðað við
aðstæður sem þá voru í réttinum
og hugmyndir manna um vinnuað-
stöðu sem ekki voru þær sömu og
nú er. Það hefur lengi verið rætt
um að bæta húsnæði réttarins. Við
höfðum sjálfir um nokkurn tíma von
um að komast að í Safnahúsinu við
Hverfisgötu. Um skeið var ætlunin
að við fengjum hluta af húsi sem
átti að byggja milli núverandi dóm-
húss og íþróttahúss Jóns Þorsteins-
sonar. Það hefur ekki enn verið
ráðist í þá framkvæmd og sjálfsagt
hefur stjórnarráðið full not fyrir
bygginguna sem þar kann að rísa.
Síðan varð það niðurstaðan í um-
ræðum innan réttarins að reyna að
ýta málinu aftur af stað. Við töldum
æskilegt að rétturinn væri í gamla
miðbænum. Athygli okkar beindist
að lóð rétt hjá núverandi dómhúsi,
þ.e. bílastæðinu á horni Ingólfs-
strætis og Lindargötu. Undirtektir
voru góðar og eins og vera ber tók
dómsmálaráðherra málið í sínar
hendur og skipaði byggingarnefnd.
I sumar fór fram stór samkeppni
og bárust fjörutíu tillögur. Fyrstu
verðlaun hlaut tillaga frá arkitekta-
stofunni Studio Granda sem er
teiknuð af Margréti Harðardóttur
og Steve Christer. Það hefur verið
Ekkf
I\lýll dómhús Hæslaréllar
NÝJA dómhúsinu hefur verið valinn staður milli Landsbókasafnsins,
Þjóðleikhússins og Arnarhvols. Ljósmyndin af líkönum þessara bygg-
inga sýnir hvernig dómhúsið mun falla inn í umhverfið.
álum hefur ljölgað
og reyndar einnig
dómurum og öðru
starfsliði," segir Þór.
„Breytingin er mjög
mikil að því er varðar
málafjölda. Á fyrsta
árinu, 1976, var 244
málum skotið til
Hæstaréttar með
áfrýjun eða kæru. Á
árinu 1993 urðu þau 520. Dómarnir
árið 1976 voru 139 en á þessu ári
436. Þetta er auðvitað geysilega
mikil aukning og er hún kannski
mest áberandi í opinberu málunum
en þeim fjölgaði úr 21 í 107. Það
hefur óneitanlega farið svo að sum
mál dragast Iengur en önnur og
satt að segja svo mikið að við það
verður ekki unað til lengdar. Málum
hér má skipta í þrennt eftir því
hvaða tíma þau taka: Kærumál,
opinbet* mál og einkamál. Kærumál-
in, sem ekki eru flutt munnlega, og
opinberu málin, sem flutt eru munn-
Morgunblaðið/Kri8tinn
Á tímamótum
ÞÓR Vilhjálmsson í réttarsal Hæstaréttar, sem hefur verið starfsvettvangur hans í seytján ár.
Þór Vil-
hjálmsson
hæstarétt-
ardómari í
viðtali um
Hæstarétt,
stöðu dóm-
stólanna og
refsipólitík
Viðtal: Páll Þórhallsson
ÞOR Vilhjálmsson hefur nú fengið leyfi frá
störfum í Hæstarétti eftir að hafa átt þar
sæti frá 1976. Morgunblaðið heimsótti Þór
milli jóla og nýárs á skrifstofu hans og
ræddi við hann um Hæstarétt og stöðu dóm-
stólanna. Þór var forseti réttarins 1983-
1984 og frá 1. janúar 1993 til síðustu ára-
móta. Þá tók hann við embætti í nýstofnuð-
um EFTA-dómstóli úti í Genf. Ef sá dóm-
stóll starfar til frambúðar, sem örðugt er
að spá fyrir um, má gera ráð fyrir að Þór
komi ekki aftur til starfa við Hæstarétt. Nú
í vikunni var dregið um hversu lengi hver
dómari situr og kom í hlut austuríska dóm-
arans og Þórs að sitja í þijú ár en hinir
dómaramir þrír silja í sex ár. Þór var fyrst
beðinn um að líta um öxl á þessum tímamót-
um og riíja upp hvaða breytingar hefðu
helstar orðið á störfum og starfsháttum
Hæstaréttar frá því hann tók þar til starfa.
lega, eru afgreidd nokkurn veginn
eins þau berast. Þetta kemur niður
á meðferðartíma einkamála, sem
eru munnlega flutt. Mörg þessara
mála hafa dregist allt of lengi.
Málsmeðferðartími í einkamálum,
sem dæmd eru af fimm dómurum,
hinum stærri einkamálum, getur nú
verið ailt að tvö ár frá því að lög-
menn ljúka sínum undirbúningi.
Lögmennirnir þurfa sinn tíma svo
æsldlegt aö
þyngja
refsíngar