Morgunblaðið - 18.01.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 18.01.1994, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 Viðskiptaráðherra ræðir um vaxtamál við bankastjóra Treysti að vextir lækki verulega í lok vikunnar Búnáðarbankinn lækkar óverðtryggða vexti um 1,5—2% SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráðherra segist hafa ástæðu til að ætla að bankar og sparisjóðir lækki verulega óverðtryggða útláns- vexti á föstudag en þá er næsti vaxtabreytingadagur bankanna. Innlánsvextir muni hins vegar ekki lækka og því minnki vaxtamun- ur. Segir Sighvatur að nafnvextir þurfi að meðaltali að lækka um 1,5-2%, en mismunandi eftir lánsformum. Þannig sé ekki óeðlileg krafa að munur á meðalvöxtum almennra verðtryggðra og óverð- tryggðra skuldabréfa verði 1,5 prósentustig, sem þýðir að óverð- tryggðir vextir þessara útlána þyrftu að lækka um rúmlega 2,5 pró- sentustig. Það þýddi jafnframt, að vextir hérlendis yrðu lægri en í mörgum nágrannaríkjum íslendinga. Búnaðarbankinn boðar 1,5—2 prósentustiga útlánsvaxtalækkun á föstudag. Morgunblaðið/Sverrir Vextir í brennidepli SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráðherra kallaði bankastjóra til fundar við sig í gær til að ræða vaxtamál. A myndinni heilsar hann Sóloni Sigurðssyni bankastjóra Búnaðarbankans. Meðalvextir óverðtryggðra al- mennra útlána banka og sparisjóða eru nú 11,7% en meðalvextir verð- tryggðra útlána eru 7,5%. Lækkun um 2,5 prósentustig á óverðtryggð- um vöxtum þýddi því 9,2% -meðal- vexti en gert er ráð fyrir að verð- bólga verði að meðaltali 1,5% á yfir- standandi ári og um þessar mundir er verðhjöðnun. Engin rök Sighvatur kallaði fulltrúa banka- stjórna á sinn fund í gær til að ræða vaxtamál. Hann sagðist þar hafa gert bankastjórunum grein fyrir þró- uninni á lánamarkaðnum, þar á meðal á vöxtum í óverðtryggða kerf- inu hjá bönkum og ríkinu og hins- vegar í verðtryggða kerfinu. „Ég sýndi bankastjórunum þeirra eigin ákvarðanir um raunvexti bank- anna í verðtryggða kerfinu, sem hafa farið lækkandi, og hins vegar ákvarðanir þeirra sjálfra um raun- vexti í nafnvaxtakerfinu, sem hafa farið hækkandi, og benti þeim á að ekkert samræmi væri þar á milli og engin rök fyrir svona afgreiðslu. Við ræddum ýmis önnur mál eins og erfiðleika bankanna, möguleika þeirra til að draga úr vaxtamun, sem þeir hafa verið að gera, og um líkleg- ar ákvarðanir næsta föstudag og lagði þunga áherslu á að menn gerðu þar heldur meira en minna til að þessi mál leysist á öllum vígstöðv- um,“ sagði Sighvatur. Eðlilegur munur Að sögn Sólons Sigurðssonar bankastjóra Búnaðarbankans var síðasta föstudag ákveðið að lækka útlánsvexti bankans um 1,5—2 pró- sentustig þann 21. janúar. Þannig myndu yfirdráttarvextir lækka úr 14% í 12% og kjörvextir almennra skuldabréfavaxta myndu lækka úr 9% í 7,5% sem þýðir að meðalvextir almennra skuldabréfalána yrðu 10,4%. Sólon sagði eðlilegt að 2% munur væri á kjörvöxtum óverðtryggðra BJÖRGVIN Vilmundarson, bankastjóri Landsbanka Islands, gekk á fund viðskiptaráðherra í gær. og verðtryggðra útlána þegar tekið væri tillit til 1,5% verðbólgu. Það hálfa prósentustig sem eftir stæði væri eðlilegt vegna þess að nafn- vaxtalán væru í flestum tilfellum skammtímalán með sjálfskuldar- ábyrgð en hin oftar tryggð með veð- um og til lengri tíma. Innlánsvextir lækka ekki að sama skapi í Búnaðarbanka og því minnk- ar vaxtamunur. Sólon sagði í því sambandi að útlit væri fyrir að mun minni upphæð þyrfti að leggja á afskriftarreikning vegna tapaðra útlána á þessu ári en því síðasta. Þá hefði þurft að leggja um 100 milljónir mánaðarlega á slíkan reikn- ing, eða um 1,2 milljarða alls. Sighvatur sagðist telja boðaða vaxtalækkun Búnaðarbankans í lægri kantinum. Hann sagðist þó ekki hafa á móti því að vextir væru allháir á neyslulánum en önnur lán í nafnvaxtakerfínu þyrftu að lækka verulega. Sparisjóðabanki íslands hefur til- kynnt 0,5—1% vaxtalækkun spari- sjóðanna á föstudag. Að sögn Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra Landsbankans, hefur verið tekin ákvörðun um vaxtalækkun en ekki hve mikil hún verður. Brynjólfur sagði bankaráð hafa tíma fram á fímmtudag til að ganga frá því máli þannig að tölur myndu ekki liggja fyrir fyrr en síðar í vikunni. Ekki fengust í gær upplýs- ingar um fyrirhugaðar vaxtabreyt- ingar í Islandsbanka. Hörð gagnrýni Davíðs Davíð Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi bankana harðlega í fjöl- miðlum á sunnudag fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að lækka óverðtryggða vexti til samræmis við verðlagsþróun og sagði koma til greina að bankaráð losuðu sig við þá bankastjóra sem ekki stjórnuðu bönkunum í samræmi við efnahags- þróun og markaðsskilyrði í þjóðfé- , laginu. I þættinum Á slaginu á Stöð 2 sagði Davíð að bankarnir hefðu fylgt ríkisstjórninni eftir í raun- ■ vaxtalækkun en ekki í nafnvöxtum. „Dæmið er þannig að það er ekki þolandi og ekki við það búandi. Það i þarf ekki að lækka þessa vexti af ' okkar hálfu með handafli, það eiga bankamir að gera sjálfír, það eru bankalegar forsendur fyrir því að gera það. Ríkisbankarnir bregðast til að mynda trausti eigenda sinna, ríkisins og almennings, ef þeir lækka ekki þessa vexti og þeir bregðast trausti viðskiptavina sinna þannig að ef bankastjórarnir lúta ekki hin- um almennu bankaskilyrðum og lækka vextina þá eiga bankaráðin að láta þá fara og fá sér aðra banka- stjóra," sagði Davíð. í fréttum Ríkisútvarpsins á sunnudagskvöld ítrekaði Davíð gagnrýni sína og sagðist alveg hefði getað sætt sig við að bankarnir tækju tíma til að lækka nafnvextina meðan þeir voru enn með bundna reikninga fram til áramóta, en strax j eftir áramótin myndu þessir vextir Iækka verulega. Sú lækkun hefði hins vegar ekki orðið og munur á i verðtryggingu annars vegar í formi nafnvaxta og hins vegar á hefð- bundnum raunvöxtum væri alger- lega óásættanlegur. „Vextirnir voru lækkaðir með markaðsaðgerðum en nú er þeim haldið uppi með hand- afli. „[...] Ég hafði fullan skilning á því og varði bankana þegar fundið var að því að þeir lækkuðu ekki nafnvexti hratt fyrir áramót en mér er óskiljanlegt að þeir skuli ekki hafa getað staðið við orð sín um það að gera það nú eftir að aðstæður hafa breyst eftir áramót," sagði Davíð. „Mér fannst yfirlýsing Davíðs óheppileg. Það er varla eðlilegt að koma með svona yfirlýsingar í þessu l máli, þar sem það íá ljóst fyrir að vextir myndu lækka á næsta vaxta- degi hjá öllum bönkum og sparisjóð- \ um,“ sagði Sólon Sigurðsson. Aðrir bankastjórar og bankaráðs- menn sem Morgunblaðið náði tali af j í gær vildu ekki láta hafa neitt eftir sér um gagnrýni Davíðs Oddssonar. Forðast atvinnuleysi Sighvatur Björgvinsson sagði um þetta að bankastjórarnir væru að reyna að samræma tvö sjónarmið, annarsvegar kröfuna um að vextir lækki og hins vegar þá staðreynd að bankarnir hefðu tapað miklu fé og þyrftu að jafna það tap. „Það er engum öðrum til að dreifa til að greiða það en viðskiptavinunum. Menn eru að skamma bankana fyrir að hafa tapað þessum peningum en skýringarnar eru einfaldlega þær að í mörgum tilfellum er um að velja að ganga að þeim fyrirtækjum, sem hafa tapað verulega vegna niður- skurðar á aflaheirtiildum, eða halda í þeim lífinu til að forðast atvinnu- ' leysi í einstökum byggðarlögum. Það er erfitt að Jeta þetta einstigi og auðvitað hafa menn misstigið sig I þar en oft hefur ástæðan verið sú að bankarnir hafa teygt sig heldur of langt til að reyna að koma í veg fyrir að fjöldaatvinnuleysi brysti á,“ sagði Sighvatur. VEÐUR IDAG kl. 12.00 Heimíld: Veöuratofa íslands (Byggt á veðurspó kt. 16.30 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 18. JANUAR YFIRLIT: Skammt austur af Hvarfi er vaxandi 970 mb lægð sem þokast norð- austur og siðar austur. Skammt norður af landinu er 998 mb lægð sem er að eyöast. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.014 mb hæð sem hreyfist austur. SPÁ: í fyrstu verður allhvöss austan- og suðaustanátt og rigning um landið norðanvert, en allhvöss vestlæg átt og slydduél vestanlands. Um eða upp úr hádegi fer að létta til norðaustanlands með suðvestan stinningskalda, en ( öðrum landshlutum veröur suðvestlæg átt, vfða stinningskaldi og él. Veður fer kólnandi og síðdegis verður komið frost um allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Norðan- og norövestanátt og frost um allt land. Él norðanlands og vestan- en annars þurrt og léttskýjað á Suðausturlandi. HORFUR Á FIMMTUDAG: Sunnan- og suðvestanstrekkingur og slydda um vestanvert landið en hægari vestan og léttskýjað um austanvert landið. Hiti nálægt frostmarki vestahlands en 3-7 stiga frost um austanvert landið. HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestlæg átt, víðast fremur hæg og él um vestan- vert landið en þurrt og víðast léttskýjað um austanvert landið. Frost 2-9 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsimí Veðurstofu islands - Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / * f * f f * / / / / / * ■ / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað v ^ ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig 10° Hitastig V Súld = Þoka i FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Nú eru allflestir þjóðvegir landsins færir, en talsverð hálka er á vegum á Vest- fjörðum og Norðausturlandi. Á Suður- og Vesturlandi er víðast hvar góö færð. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og á grænnilínu, 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyrl Reykjavfk hitl veður 2 skýjað 2 þokumóða Bergen ^3 snjóól Helslnki +7 kornsnjór Kaupmannahöfn 0 léttskýjað Narssarssuaq -t-4 snjókoma Nuuk •f6 skafrenningur Ósló +10 þoka Stokkhólmur +8 skýjað Þórshöfn 6 rigning Algarve 13 heiðskírt Amsterdam 3 léttskýjað Barcelona 8 skýjað Berlín +1 skýjað Chícago +13 snjóél Feneyjar 6 skýjað Frankfurt 1 léttskýjað Glasgow 1 skýjað Hamborg 0 léttskýjað London vantar Los Angeles 9 þokumóða Luxemborg vantar Madrid 7 skýjað Malaga 15 léttskýjað Mallorca 11 léttskýjað Montreal +17 snjókoma New York +4 alskýjað Orlando 12 alskýjað ParÍ6 3 skýjað Madeira 16 skýjað Róm 11 þokumóða Vin 4 skýjað Washington +7 alskýjað Winnipeg +32 skefrenningur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.