Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 Minning Gísli Sigurbjöms- son forstjóri Gmndar „Að fæðast hefír sinn tíma og að deyja hefír sinn tíma“ - segir Predikarinn í hinum þekkta biblíu- texta, að öllu sé afmörkuð stund. Nú hefír Gísli Sigurbjörnsson fyrr- verandi forstjóri fengið að reyna hvort tveggja, að lifa og að deyja. Það vekur söknuð, er hann kveður í hinsta sinn, sem notaði tækifæri lífsins til þess að styrkja og efla frændsemis- og vináttuböndin og var jafnan reiðubúinn til þess að láta gott af sér leiða. En þannig kynntist ég þessum frænda mínum og mikla hugsjóna- og athafna- manni. Af dæmafáum dugnaði, út- sjónarsemi og áræðni kom hann því í verk, sem hann hafði áhuga á og lét það gerast sVo fljótt sem mögu- leikar leyfðu. Skjótur varstu vinur og vaskur í fór loganum var líkast þitt lífs og sálar fjör, yrkir séra Matthías Jochumsson í erfíljóði. Þau orð hæfa vel í eftir- mælum eftir þann vin, sem við erum nú að kveðja. Það er vissulega hugg- un á kveðjustund, að Gísli Sig- urbjörnsson var kominn á þann ald- ur og farinn að heilsu, að í lífí hans var sá tími einn eftir að deyja. Því kom dauðinn eins og ljúfur þjónn til þess að leysa hinn þjáða og elli- móða frá þrautum og þjáningum, sem hinsta hvfldin ein gat gefið honum. Nú er hann farinn á vit þeirrar veraldar, sem við tekur, meira að starfa Guðs um geim. Það er eigi ætlun mín, að rekja hér æviatriði hins látna eða fjölyrða um langan og árangursríkan starfs- feril hans. Fullu nafni hét hann Gísli Sigurbjöm. Hann var kominn af sterkum ættstofnum. Foreldrar hans voru hjónin séra Sigurbjöm Á. Gíslason prestur og brautryðj- andi Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar og Guðrún Lárasdóttir al- þingismaður, er lést í bílslysi ásamt tveimur dætram þeirra hjóna árið 1938. Gísli tók við forstjórastarfí af föð- ur sínum og varð einnig forstjóri Elli- og dvalarheimilisins Áss í Hveragerði. Hann stjómaði ekki aðeins þessum heimilum af mikilli snilld, umhyggju og árvekni, heldur var hann stöðugt á varðbergi að lið- sinna og hjálpa í líknar- og velferð- armálum þjóðarinnar. Um þá hjálp- arstarfsemi vissu fæstir fyrir utan þá, er þeirrar hjálpar urðu aðnjót- andi. Það var ekki venja Gísla að hafa hátt um þann stuðning, er hann hafði aðstöðu til að veita mönnum og máiefnum, hvar sem var á landinu. Ég get hér aðeins til dæmis bent á stuðning hans við söfnuð Mið- garðakirkju í Grímsey. Og tilefnið var m.a. það, að hann sagðist muna, hve faðir sinn hefði látið sér annt um fólkið þar á eyjunni í úthafínu. Það kom oft í Ijós, hve honum var mikils virði, að láta það ná fram að ganga, sem hann vissi, að faðir sinn hefði haft áhuga á. Það eru ófáar kirkjur og kirkju- byggingarnar, sem Gísli Sigur- björnsson hefur stutt með fjárfram- lögum og góðum ráðleggingum. Trúin var honum mikils virði og hann hafði mikinn áhuga á kirkj- unnar málum. Listunnandi var hann, og einnig á þeim vettvangi eru margir í þakkarskuld. Hann gat orðið hvassyrtur í ræðu og riti, ef honum mislíkaði og fannst ekki nóg að gert í þeim málum, er hann bar fyrir bijósti. Snyrtimennska var honum í blóð borin, enda bára húsa- kynni eliiheimilanna þess ljósan vott bæði utan dyra sem innan. Gísli Sigurbjörnsson var þeirrar mann- gerðar, sem sýnir, hvers maðurinn er megnugur, þegar saman fer hug- sjónaeldur og athafnaþrá. Hvort tveggja átti hann í ríkum mæli. Gísli var ekki einn í erilsömu og ábyrgðarmiklu starfi. Eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, stóð við hlið hans og var í verki með honum af lífí og sál. Heimili þeirra var fag- urlega búið og kærleiksríkt. Þau voru gestrisin og greiðvikin og tóku fagnandi á móti þeim, sem að garði bar. Eigum við hjónum þeim mikið að þakka. Gísli og Helga eignuðust Qórar dætur, Nínu, Sigrúnu, Guð- rúnu og Helgu, sem og hafa tekið sinn þátt í daglegum störfum og stjórn elliheimilanna. Þó að Gísli væri löngu hættur að sinna rekstri heimilanna og stjórnsýslu, þá er skarð fyrir skildi, þegar hann er dáinn, horfínn. Hann var að svo mörgu leyti á undan sinni samtíð. Við Sólveig, konan mín, biðjum Guð að blessa minningu Gísla Sigur- bjömssonar og gefa huggun og styrk eiginkonu hans, dætram, tengdasonum, Lára systur hans, og fjölskyldum þeirra. Ef ætti að fínna eina setningu, sem gefur yfírlit um það, sem Gísli Sigurbjömsson helgr aði líf sitt og starf, þá finn ég þá einkunn í orðum Lúkasar í Postula- sögunni, er hann hvetur lesendur sögunnar, að „minnast orða Drott- ins Jesú, að hann sjálfur sagði: „Sælla er að gefa en þiggja.““ Pétur Sigurgeirsson. Nú hefír þessi góði drengur og vinur minn leyst festar eftir langa og farsæla siglingu hér á þessari jörð. Sannur Islendingur sem lagði sitt af mörkum til að koma þeim til hjálpar sem Iokið höfðu starfí sínu í þágu þjóðarinnar, en ekki áttu það athvarf sem honum fannst að hægt væri að sætta sig við. Fullur áhuga allt til enda. Starfsemi og uppbygg- ing Grandar er samofin ævi Gísla og flölskyldu hans og verkin sýna merkin. Þar var vakað yfír. Hvemig Gísli, á þeim tíma sem Grand hóf starfsemi og byijað var að byggja, kom því í verk sem öðram fannst ókleift, er mörgum gáta. En hann var ekki einn. Það voru margir sem studdu þetta starf og þá má ekki gleyma heimili hans og hamingjunni þar innan veggja. Konan og dætum- ar eiga þar sinn skerf. Það var mín hamingja að fá snemma að kynnast Gísla og hans starfí og því skal ekki gleymt. Það sem mér fannst einna stórkostlegast var óbilandi trú hans á framtíðina og trúin á Jesúm Krist frelsara okk- ar, en hann átti líka foreldra sem miðluðu honum af sinni trúarreynslu og það kunni hann að meta. Ég sá það oft hjá vini mínum að það er sannleikur að trúin flytur íjöll. Andrúmsloftið á Grund, og þang- að kom ég oft, sagði til sín og þar var fylgst vel með að allir ættu þar við farsæld að búa eins og hægt var. Ég gæti sagt margt frá samræð- um mínum við vistmenn Grundar og þær sagnir era á einn veg. Ásam- ir í Hveragerði eru í huga mínum ævintýri. Dvöl þeirra sem þar nutu skjóls og aðhlynningar varir lengi í minningu. Við hjónin urðum slíkra ævintýra aðnjótandi og getum þar um talað. Þar var ekki verið að spyija um borgun fyrir þessa dýrlegu dvöl, því ánægja húsbænda var þakklætið frá þeim sem þar dvöldu. Sólargeislam- ir þar vora margir. Við Gísli áttum mörg samtöl saman um dagana og öll voru þau til að styrkja hvom annan. Það var mér óborganlegt. Ég veit einnig að það var ekki lítið starf sem Gísli vann að góðum málum utan Grundar né hveijir urðu hans góða huga aðnjótandi. Það var ekki borið á torg. ínnan veggja heimilisins var gott andrúm, það sýndi mér blaðið þeirra, Heimil- ispósturinn, sem lengi hefir verið blaðið á Grund. Þá kemur mér ekki á óvart að margar þær stofnanir aldraðra sem risið hafa upp á seinustu áram á vegum annarra hafa tekið ævintýrið á Grund sér til fyrirmyndar. Þá fer ekki framhjá neinum hvemig Gísli hefír fylgst með þróun mála og ætíð verið að gera fullkomnari og betri og rýmri húsakynnin, minn- ugur þess að þegar Grund hóf rekst- ur að neyðin var slík að nýta varð til fulls hvern krók og kima. Ég lærði margt af Gísla og notfærði mér það. Trúmennska og samvisku- semi var þar efst og að koma þjóð- inni að gagni. Hann var vakandi. Ég veit að hann bjó sig undir hinstu ferðina eins og sá sem gleymir engu sem þarf að vera með í ferðaiögum. Bænin og trúin var númer eitt og hann gat ábyggilega sungið Ég vil elska mitt land. Að lokum: Inni- legar þakkir, kæri vinur, fyrir leið- sögn og kærleika. Gð blessi þig og þína. Astvinum sendum við hjónin þ'akkir og samúðarkveðjur. Árni Helgason, Stykkishólmi. Í dag, 18. janúar, er til moldar borinn við dómkirkju Reykjavíkur Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Hægt væri að kenna Gísla við marg- ar aðrar stofnanir sem hann starf- aði við, svo sem Ás í Reykjavík og Hveragerði eða Rannsóknastofnun- ina Neðra-Ás, en sú stofnun sem hann var oftast kenndur við var Grund og títt nefndur Gísli á Grand. Gísli var frumkvöðull á mörgum sviðum og óstöðvandi þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur sem stuðlaði að almannaheill. Hugsjón þessa fékk hann ungur, enda alinn upp á heimili þar sem dugnaður og mannkærleikur var í fyrirrúmi. Gfsli tók ungur við rekstri EUiheimilisins af föður sínum og rak fram á síð- ustu tíma með dyggri aðstoð dætra sinna, barnabama og einvala öðra starfsliði. Gísla var mjög annt um starfsfólk sitt og byggði heilt hús fyrir aftan aðalelliheimilið þar sem m.a. urðu íbúðir fyrrverandi starfs- manna á þeirra eigin ævikvöldi auk þess sem Gísli og eiginkona hans Helga fluttu þangað af Túngötunni. (Allt pottþétt hjá Gísla.) Ég minnist þess fyrst er leiðir okkar lágu saman um 1964 í frí- merkjaklúbbnum og síðan allar göt- ur þó með hléum vegna dvalar minnar erlendis. Gísli brýndi fyrir okkur drengjunum snyrtimennsku og dugnað. Ekki tók maður nú allt til sín á þessum árum, sem lífsreynd- ari menn sögðu, en eftir á að líta og þegar árin liðu kom í ljós að mestallt sem Gísli sagði reyndist vera pottþétt vísindi. Ég minnist þess árið 1971 að ég sagði við Gísla að mig langaði til þess að skrifa meira, læra að tjá mig á prenti, ef til vill að geta gefið einhvem tíma út bók. Gísli réttir mér eintak af Heimilispóstinum, blaði sem gefíð er út af Elliheimilinu Grund. „Það væri skemmtilegt að fá frá þér greinar, næsta blað feNr i setningu eftir viku.“ Ég fór heim og byijaði að skrifa og nú eru árin orðin 22 og greinarnar nokkur hundrað, stundum stuttar í formi frétta- punkta. Það var oft rætt um að gefa út stærra blað og öflugra og ræða meira um' landsins gagn og nauð- synjar, svipað blað og þau sem gef- in era út um málefni aldraðra víða um lönd. En happasælast var að halda sér við Heimilispóstinn og vera ekki að „trufla" hin blöðin í landinu. Ég lofaði Gísla að skýra aldrei frá því sem við ræddum enda kemur það engum við en oft sagði Gísli mér frá svo mörgu og merki- legu að ég mátti til með að nefna það við hann að nú yrðum við að vinda okkur í að skrifa ævisögu hans. „Nei, við skulum ekki gera það,“ sagði Gísli. „Hún yrði hvort sem er svo ótrúleg- að það tryði henni ekki nokkur maður.“ Það má vel vera að margt af því sem Gísli tengdist á umbrota- og fæðingar- tímum hins íslsenzka lýðveldis geti hljómað ótrúlega en eitt er víst að margt væri ekki með sama sniði í hagsældarþjóðfélagi okkar í dag hefði aðstoðar Gísla ekki notið við. Gísli vann mikið að ferðamálum og var ein fyrsta skýrslan og horn- steinninn að ferðamálastarfsemi ís- lands unnin með hans hjálp árið 1960. Það var skýrsla Frakkans Georges Lebrecs. Gísli stofnaði Rannsóknastofnunina Neðri-Ás í Hveragerði og gistu hana margir þekktir fræðimenn innlendir sem erlendir og unnu merkt starf á ýmsum sviðum. Rannsóknastofnun- in átti samvinnu við háskóla erlend- is og hefur stofnunin gefið út fjöl- breytileg og brautryðjandi rann- sóknarit. Sérstaklega ber að nefna ritgerðir um ýmsa þá landkosti sem nýtilegir eru á íslandi en hafa ekki verið nýttir til þessa. Nú í atvinnu- leysinu væri hægt að dusta rykið af mörgum hugmyndunum frá Neðra-Ási og koma í vinnslu. Á dvalarheimilinu Ási í Hvera- gerði dvöldu aldraðir úr öllum lands- hlutum í boði Gísla að sumri til og veit ég að margir nutu þar ómetan- legra ánægjustunda. Oft vora þetta fyrstu frí sem margir aldraðir höfðu átt utan heimabyggðar og ævintýra- ljómi fyllti dvöl þessa góða fólks í frásögnum þess af slíkri dvöl síðar meir. Þáttur Gísla við útvegun á fjár- mögnunarleiðum vegna ýmissa stór- framkvæmda á íslandi á fímmta og sjötta áratugnum var mikill og fór oft leynt enda hafði Gísli hina mestu óbeit á skrami og sérstaklega var hann oft pirraður á hinu yfirborðs- lega stjómmálavafstri og hvemig peningum var og er fleygt út í veð- ur og vind á íslandi. „Neyðin kenn- ir naktri konu að spinna," sagði Gísli oft í greinum sínum í mál- gagni Grundar, Heimilispóstinum. Þegar kreppir að verða menn að reyna að Iifa sparlega en það getur oft reynst erfítt heimtufrekri þjóð. Gísli rak alla sína starfsemi af mik- illi alúð, natni og „sparsemi með reisn“. Flestir sem til hans leituðu fengu aðstoð eða hvatningu í einhverri mynd. Ég sakna samtala okkar þar sem hugurinn var látinn reika og heimsmálin rædd út frá „okkar skilningi" og hvað væri þjóðhags- lega fyrir beztu. Einu sinni sem oftar ræddi ég við þekktan íslenzkan stjórnmála- og kerfísmann og fór það í taugarnar á hinum kjörna fulltrúa að ég skyldi tala oft um hvað væri þjóðhágslega hagkvæmt og þjóðinni og framtíð íslands fyrir bestu og hvað ekki. Stjórnmálamað- urinn sagði: „Friðrik minn ef þú hugsar sí og æ um þjóðarhag þá verðurðu aldrei ríkur.“ Ég bið Guð um að blessa þennan stjórnmálamann, sem varð efnalega mjög ríkur á því að hugsa aldrei um þjóðarhag nema í orði. En Gísli Sigurbjörnsson hugsaði, ræddi um og framkvæmdi í anda þjóðarhags og framtíðar og er því einn af hinum sönnu hornsteinum og framkvöðlum sem lýðveldið okkar fimmtuga byggir tilvist sína á og kveð ég þennan sanna vin og mikilmenni með söknuði og votta frú Helgu, börnum, barnabörnum og öllum ættingjum og starfsfólki hans mína dýpstu samúð og virðingu. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund- ar í Reykjavík og Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði andaðist 7. þessa mánaðar og langar mig að minnast hans í fáeinum orðum. Með Gísla Sigurbjörnssyni er fallinn í valinn einn af mestu hugsjóna- og athafna- mönnum þessarar borgar. Já, og sem hafði dug og útsjónarsemi til að koma hugsjónum sínum í fram- kvæmd. Gísli lét til sín taka í flestu, sem efst var á baugi í þjóðfélaginu. Ég mun ekki fara út í þá sálma, það munu aðrir mér færari gera. En ég vil minnast nokkrum orðum á það, sem var hans aðal ævistarf og það var umönnun aldraðra og sjúkra. Gísli varð forstjóri Elli- og hjúkranarheimilisins Grandar frá hausti 1934. Hann færði brátt út kvíarnar og stækkaði Grund mikið og byggði síðan Minni-Grand. Upp úr 1952 hóf hann hinar miklu fram- kvæmdir við byggingu Dvalarheim- ilisins Áss í Hveragerði og síðasta stórframkvæmdin var bygging Litlu-Grandar hér í Reykjavík. Það sem einkenndi byggingar þær og lóðir, sem Gísli hafði umsjón méð, var þessi einstaka snyrtimennska, alls staðar blóm og fallegar grasflat- ir. Gísli var gæfumaður, því það var sem honum lánaðist flest, sem hann tók sér fyrir hendur. En Gísli Sigur- björnsson stóð ekki einn. Við hlið hans stóð dugleg og mikilhæf kona, frú Helga Bjömsdóttir, sem alltaf var tilbúin að prýða allt innanstokks á Grund með sínum högu höndum. Persónulega stend ég í mikilli þakkarskuld við Gísla forstjóra og alla hans fjölskyldu. Hann veitti mér skjól, þegar ég þurfti á því að halda og svo mun vera um mikinn fjölda fólks, því enginn hefur stund- að sambærileg líknarstörf í þessu landi sem hann. Blessuð sé minning hans. Gestur Sturluson. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri er hniginn á 87. aldursári, borinn og barnfæddur Reykvíkingur, þjóð- kunnur maður. Það fór ekki fram hjá neinum, sem honum kynntist og hafði við hann samskipti, að þar sem Gísli fór var mjög sérstæður maður á ferð, sem bjó yfir einkar athyglisverðri eðlisgerð. Hugmyndaríki setti mjög svip sinn á orðræðu hans og atferli allt og segja má að öll störf hans og framkvæmdir hafí byggst á gjör- hygli og starfsgleði, jafnvel þegar hann var að takast á við hið óger- lega, sem stundum virtist vera, og hann leiddi samt til farsælla lykta. Hann var úrræðagóður og ráðholl- ur, snjall vökumaður viðfangsefna sinna, jafnframt því að vera heils hugar og sannur í orðum og athöfn- um. Hann var með afbrigðum tryggur og trúr vinum sínum og hugðarefn- um fyrr og síðar, og sérstaklega umhyggjusamur heimilisfaðir. Vora honum og minningarnar um föður og móður sérstaklega hugljúfar, enda var honum vel ljóst, að til þeirra átti hann uppruna sinn að rekja, mótun alla á bernsku- og æskuáram, sem ekki hvað síst auð- veldaði honum lífsstarfíð síðar meir. Gísli kom víða við á langri starfs- ævi. Líf sitt helgaði hann öllu öðru fremur mannúðarmálum í ræðu, riti og framkvæmdum. Hann gerðist forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grandar haustið 1934, þá 27 ára að aldri, og gegndi því starfi allt til dauðadags, í nær 60 ár. Árið 1952 var sett á stofn Dval- arheimilið Ás í Hveragerði að undii'- lagi hinna mætustu forvígismanna Árnesinga. Var Gísli Sigurbjörnsson þá kvaddur til ráðuneytis um hina nýju stofnun, form hennar, tilhögun og rekstur. Lauk þeirri samvinnu á þann veg, að þess var einróma farið á leit við Gísla, að hann tæki að sér stjórn heimilisins og forsjá. Um það hefur vafalaust ráðið þekking Gísla og reynsla. Segir það nokkuð um traust þessara frammámanna hér- aðsins á væntanlegri ráðsmennsku hans þar. Forstjórastarfið tók Gísli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.