Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1994 Næturmyrkar sálir Helga Backmann og Helgi Skúlason í hlutverkum hjónanna Carl- ottu og Eugenes O’Neill _________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið SEIÐUR SKUGGANNA Höfundur: Lars Norén Þýðandi: Hallgrímur Helgason Tónlist: Árni Harðarson Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Hann er með fádæmum, skepnu- skapurinn, sem getur orðið til í hjónaböndum þar sem einstakling- arnir hafa ekki fundið þá hamingju sem þeir fórnuðu öllu fyrir. Þannig er það í „Seiði skugganna", sem fjallar um bandaríska rithöfundinn Eugene O’Neill og konu hans, Carl- ottu. Hún er eiginkona númer tvö. Þau eiga engin börn saman, en hann á þijú áður og hún eitt. Fer reyndar ekki sögum af dætrum þeirra hjóna í verkinu, en tveir synir O’Neills, Eugene yngri og Shane, koma í heimsókn, um lang- an veg, í tilefni af því að faðir þeirra á afmæli. Hjónakornin búa á afskekktum stað, í einangrun, sambandslaus við umheiminn og dunda sér við það langa daga að fullkomna ást- ar/haturs-leikinn sem tilvera þeirra gengur út á. Leikurinn byijar á því að O’Neill situr í stól, gamall, slit- inn og þögull eins og gröfin — rétt eins og hann sé dauður nema rétt í andardrættinum. Carlotta byijar að áreita hann; ögra honum til lífs- ins, með aðferðum sem byggjast á hæðni og kvalalosta, en það er sama hvernig hún lætur, O’Neill er lengi að ná lífsáttum. Hún nær þó að kippa honum inn í heim lifenda áður en synir hans koma. Það þarf jú að taka vel á móti þeim. Þjónninn Saki dinglast í kringum þau, með pókersvip — ekkert nema vandlætingarfull virð- ingin og gefur upplýsingar um at- burðarás í eldhúsinu og ganginn í mölluninni á steikinni. Nú, nú, synirnir koma — og því- líkt samsafn af persónum sem fylla þessa stofu einsemdarinnar einn sunnudagspart. Annar er afskap- lega vel menntaður alkóhólisti — og mjög fyrrverandi efnilegur, hinn eiturlyfjafíkill, sem hefur farið í einhvers konar afvötnun, en hún ekki lukkast sem skyldi. Átökin sem bijótast út á milli þessara fjög- urra einstaklinga eru næstum óbærilega sársaukafull og sjúk. Þótt hér sé á ferðinni einhvers konar speglun af leikriti O’Neills sjálfs, „Dagleiðin langa inn í nótt“, þar sem hann gerir upp sakirnar við æskuheimili sitt, er þetta sjálf- stætt verk og er allsendis ónauð- synlegt að þekkja verk O’Neills til að skilja Seið skugganna. Hins vegar verð ég að segja eins og er, að þetta verk Lars Noréns er ekki eins vel skrifað og fyllt og Dagleið- in hans O’Neills. Helsta brotalömin í verkinu fínnst mér vera augljós samkennd höfundarins með O’Neill. Þótt bæði synirnir og eiginkonan lýsi von- brigðum sínum með hann, finnst mér hvergi koma fram í persónu- sköpun hans að hann hafi gert þeim það rangt til að það réttlæti bágborið sálarástand þeirra sjálfra og framkomu við hann. í þeirra munni er O’Neill hliðstæða föður síns, en það kemur ekkert sérstak- lega fram hvað hann hefur gert á þeirra hluta. Maður verður eigin- lega að lesa æviágrip O’Neills í leikskránni til að skilja hvers vegna þau eru svona reið út í hann; sem þýðir að verkið er dálítið grunnt frá höfundarins hendi. Hins vegar er það vel skrifað (nema það sé þýðingin sem er svona vel orðuð). Samtölin eru ákaflega skemmtileg, tilsvör hnyttin og útpæld og er hlutverk Carlottu sér- lega vel skrifað hvað varðar orð- ræðu. Hennar vonbrigði eru líka nokkuð skiljanleg, því hún telur sig hafa fórnað glæstum ferli sem leik- kona til að giftast þessu mesta leik- ritaskáldi Bandaríkjanna — en set- ið uppi með einhvern lélegasta eiginmann sem hægt er að hugsa sér. Með hlutverk O’Neills fer Helgi Skúlaso'n og gæðir þennan frá- hrindandi persónuleika einstaklega sterkri nærveru. O’Neill er eigin- lega ekki í átökunum sem eiga sér stað á heimilinu, heldur er hann fastur í innri átökum við æsku sína og fortíð. Hann sér ekkert réttlæti í því að hann skuli hafa þurft að eiga móður sem var eiturlyfjasjúk- lingur og þurfi svo að eiga son sem er það. O’Neill finnur sárt til með sjálfum sér og spyr hvers vegna — en reynir aldrei að sjá samhengið í syndaferli feðranna. Helga tekst að skila svo vel innri þrengingum þessa þögla manns, sem bijótast aðeins út í orðræðu þegar sársauki hans er orðinn nógu mikill, að það er auðvelt að fínna til með O’Neill og það var virkileg nautn að horfa á leik Helga. Helga Bachmann leikur Carl- ottu, sérlega gáfaða og orðhvata konu, sem getur hvorki farið né verið. Tilvera hennar er óbærileg þar sem hún þarf að halda lífinu í karlinum með skepnuskap. Sam- band þeirra er hræðilegt, þótt vissulega sé ljóst að innst inni elski þau hvort annað. Leikur Helgu var frábær; leikur hennar í þessari mögnuðu persónu var eins og hættulegur línudans; annað veifið var Carlotta óþolandi tík, hið næsta nístandi af sársauka og allt í sennn; góð og vond, blíðlynd og illskeytt, sátt og bitur — dúalisminn í sálar- lífinu orðinn svo hrópandi að maður átti stoðugt von á að eitthvað myndi bresta. Raddbeiting Helgu í einræðunum var sérlega góð og vísaði stöðugt á þær tilfinningar sem Carlotta tjáði hveiju sinni; svipbrigðin blæbrigðarík og sí- breytileg og ólgan í hreyfingum hrópandi undir sléttu, felldu og svörtu yfirborðinu. Hilmar Jónsson í hlutverki Shane er sá sem kom mest á óvart. Það er augljóst að hér er heldur betur á ferðinni rísandi stjarna á íslensku leiksviði. Mér hefur þótt Hilmar afar vandvirkur leikari frá því hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla ís- lands, en einhvern veginn vantað herslumuninn — allt þar til í Þrett- ándu krossferðinni, að hann átti einhvern glæsilegasta mónólóg sem ég hef orðið vitni að í langan tíma, í hlutverki helsára hermannsins. Hann fylgir þeirri frábæru vinnu eftir hér og skilar hlutverki þessa helsjúka eiturlyfjaneytanda á þann hátt að það flokkast ekki undir neitt annað en leiksigur. Hvert einasta smáatriði í fari Shanes er unnið út í æsar; svipbrigði, skjálf- andi líkaminn, síbrestandi röddin, eirðarleysið og ógleðin, sljó augun og yfirþyrmandi vansælan — allt hárnákvæmt. Bravó — fyrir vand- virkninni, alúðinni og þeirri virð- ingu sem Hilmar sýnir starfi sínu. Pálmi Gestsson er hins vegar vonbrigðin í sýningunni. Hann hef- ur, jú, lagt það á sig að læra text- ann sinn — en ekki mikið meira. Hann heldur sér ekki einu sinni í karakter í atburðarásinni; dettur hreinlega út í aðra þanka á milli þess sem hann skilar textanum sín- um — en verst er þó þegar persóna hans, Eugene yngri, kemur niður eftir að hafa setið megnið af degin- um við að lesa Dagleiðina löngu — og hvolft í sig svosum hálfri viskí- flösku. Eugene kemur hálfveltandi niður stigann — hann er svo ölvað- ur, en er varla kominn að fyrsta sófa þegar snarrunnið er af honum — rétt eins og Pálmi hafi gleymt að menn verða ekki edrú af því einu að ganga niður stiga. Valgeir Skagijörð leikur þjóninn Saki og skilar afar vandaðri vinnu. Hann nær að moða töluvert mikið úr þessari fyrirferðarlitlu persónu og skilar hennar einfalda texta með verulega fínt slípuðum vinnubrögð- um og verður í huga manns fyrir- ferðarmeiri í sýningunni en efni standa til. Leikmyndin er einkar skemmti- leg og íýmið vel nýtt. Fjölskyldu- myndir og alls konar dót sem fólk hefur á borðum og veggjum hafa fengið æði sérkennilegan samastað og allt hefur sína tvöföldu mynd í spegli sem nær yfir heilan vegg; sjálfsagt til að undirstrika á tákn- rænan hátt speglunina milli Skugg- anna og Dagleiðarinnar. En vissu- lega blekkir þessi aðferð augáð og leikrýmið virðist mun stærra en það er á litla sviðinu. En heimili þeirra O’Neill hjóna er afar smekklegt og ekkert sem meiðir augað í þeim efnum. Búningar eru vandaðir og hæfa hverri persónu vel. Tónlistin er vel samin og fellur vel að leikrit- inu — með sínum angurværu tónum og lýsingin er þægileg og undir- strikar vel þau harmrænu rökkur- ljóð sem búa í persónunum. Leikstjórnin er mjög góð að öllu öðru leyti en því að Andrés Sigur- vinsson hefði mátt tukta Pálma dálítið hressilega til, ef persóna Eugenes yngra hefði átt að ganga upp. Brotalamirnar í honum eru of áberandi. Að öðru leyti er fram- vindan og spennan í sýningunni það vel unnin að þrátt fyrir þrjá og hálfan tíma, hefði ég verið alveg til í að sitja þó nokkuð lengur í leik- húsinu það kvöldið. Það var svo gaman að horfa á alla hina leika og sýningin fangaði mig virkilega. ------------------ Nýjar bækur B Bókavarðan, verslun í Reykjavík með bækur á öllum aldri hefur nýlega gefið út Bóksöluskrá nr. 67. Þar er að finna rúmlega 1000 bækur um íslensk fræði, Is- landssögu, rettarsögu, forna mál- fræði, lögvísi, útgáfur íslendinga- sagna, annála og ótal margt fleira tengt fornum fræðum. Bóksöluskrár þessar eru sendar um allt land, þær fara einnig til landa um allan heim. EGLA bréfabindi KJÖLFESTA ÍGÖÐU SKIPULAGI Við sendum þér bækling óskir þú þess með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. veSim S*l0sk1 Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sfmar: 628450 688420 688459 Fax28819 RRENTDUFT ÁBESTA VERDINU! Við bjóðum prentduft (toner) í alla Hewlett Packard prentara á besta verðinu í bænum. Og meira en það: Við kaupum af þér gömlu prenthylkin! Njóttu öryggis með rekstrarvörum frá... .s <2 Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.