Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1994
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Evrópuför Clintons
íslendingar hafa nú gengið til samstarfs við 17 Evrópuríki á evrópska efnahagssvæðinu.
Ný viðhorf í
Evrópusamstarfi
egar Bill Clinton tók við emb-
ætti -Bandaríkjaforseta í
byrjun árs 1993 ríkti mikil óvissa
um hver yrði stefna hans og
áherslur í utanríkismálum. I kosn-
ingabaráttunni hafði Clinton fyrst
og fremst lagt áherslu á innanrík-
ismál og raunar lýst því yfir að
kominn væri tími fyrir Banda-
ríkjamenn til að horfa í eigin
barm. Utanríkismál höfðu verið í
brennidepli hjá forverum hans í
embætti, Ronald Reagan og
George Bush, og voru margir
bandarískir kjósendur sammála
því mati að vegna breyttra að-
stæðna á alþjóðavettvangi væri
kominn tími til að Bandaríkin sjálf
yrðu meginviðfangsefni stjórn-
valda.
Efnahagsmál, uppstokkun á
heilbrigðiskerfinu og önnur innan-
ríkismál voru því efst á baugi er
Clinton hóf störf í Hvíta húsinu.
Utanríkismálin hafa hins vegar
orðið fyrirferðarmeiri síðustu
mánuðina. I fyrsta lagi hefur for-
setanum ekki gengið jafn greið-
lega að ná fram hinum róttæku
áformum sínum á mörgum sviðum
og orðið að hverfa frá ýmsum
áætlunum. í öðru lagi hafa komið
upp mörg mál utan landamær-
anna sem kallað hafa á afskipti
Bandaríkjamanna af ýmsum
ástæðum, s.s. vegna hernaðar-
legra skuldbindinga (Sómalía),
landfræðilegrar nálægðar (Haítí)
eða efnahagslegra þagsmuna
(NAFTA og GATT). í mörgum
þessum málum einkenndist stefna
Bandaríkjastjórnar af lítilli festu
framan af og voru forsetinn og
menn hans gagnrýndir fyrir að
vilja gera allt og ekkert á sama
tíma. Með tímanum - hefur for-
gangsröðun verkefna hins vegar
orðið skýrari og framkvæmd
stefnunnar markvissari.
í tengslum við leiðtogafund
Atlantshafsbandalagsins í Brussel
í síðustu viku hélt Clinton til Evr-
ópu í fyrsta skipti frá því að hann
náði kjöri og ríkti nokkur spenna
í Evrópu í kringum ferðina. Á
nýliðnu ári höfðu bandarísk
stjómvöld ítrekað gefið í skyn að
vægi Evrópu í utanríkisstefnu
Bandaríkjamanna færi dvínandi.
Hagvöxtur væri mestur í heimin-
um í suð-austurhluta Asíu og
myndu ríkin þar að öllum líkindum
verða mikilvægustu viðskiptaaðil-
ar Bandaríkjamanna í framtíð-
inni. Taka yrði tillit til þessarar
þróunar við mótun utanríkisstefnu
Bandaríkjanna. Þá höfðu margir
evrópskir stjórnmálamenn einnig
efasemdir um þekkingu Clintons
á alþjóðamálum og hæfni hans til
skynsamlegrar stefnumótunar á
þeim vettvangi.
í vikulangri ferð sinni, þar sem
hann kom við í sex ríkjum, virðist
Clinton hafa tekist að slá á þessar
efasemdarraddir. Á NATO-fund-
inum þótti hann sýna mikla for-
ystuhæfileika og óx hann í áliti
jafnt meðal þeirra er sátu fundinn
sem þeirra er fylgdust með hon-
um. Bandaríkjaforseti ítrekaði
skuldbindingar Bandaríkjamanna
gagnvart Evrópu í varnar- og ör-
yggismálum en lýsti jafnframt
yfir stuðningi við áform um aukið
frumkvæði Evrópumanna á þessu
sviði.
Hápunktur ferðar Clintons var
undirritun tveggja samninga í
Moskvu, þar sem annars vegar
er kveðið á um að Rússar og
Bandaríkjamenn hætti að beina
kjarnorkuflaugum hvorir að öðr-
um á friðartímum og hins vegar
að Úkraínumenn afsali sér kjarn-
orkuvopnabúri sínu.
Mikilvægi þessara samninga er
í sjálfu nokkuð óljóst. Fyrri samn-
ingurinn hefur fyrst og fremst
táknrænt gildi, jafnt vegna þess
að ógerlegt er að fylgjast með því
að honum sé framfylgt auk þess
sem það tekur ekki langan tíma
að stilla inn skotmörk á ný með
nútíma tölvutækni. Þá er alls óvíst
hvort Úkraínumenn afhendi Rúss-
um kjarnaflaugar sínar eins og
Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkra-
ínu, hefur skuldbundið þá til með
undirskrift sinni. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem gert er sam-
komulag um úkraínsku kjarnorku-
vopnin og.sýnir reynslan að taka
ber öllum yfirlýsingum Úkraínu-
stjórnar með varúð þar til þingið
hefur staðfest þær.
Clinton hét Rússum jafnframt
verulegri efnahagsaðstoð en éftir
á að koma í ljós hve mikið af
henni mun skila sér þegar upp er
staðið. Fyrri fyrirheit um Tjár-
hagsaðstoð til handa Rússum hafa
ekki öll gengið eftir þar sem fjár-
veitingavaldið í viðkomandi ríkj-
um hefur ekki alltaf verið reiðu-
búið til að fallast á þær háu upp-
hæðir, sem forystumenn fram-
kvæmdavaldsins höfður lofað.
Bandaríkjaþing hefur ekki síst
verið tregt til að taka á sig miklar
alþjóðlegar skuldbindingar á sama
tíma og verið er að skera niður
útgjöld heima fyrir. Þetta á ekki
aðeins við um fjárhagslegar skuld-
bindingar heldur lýsir sér einnig
í því hversu hikandi menn hafa
verið við að taka afstöðu til að-
ildarumsókna þeirra fyrrum Var-
sjárbandalagsríkja, sem vilja inn
í NATO.
Evrópuför Clintons hefur þrátt
fyrir allt verið árangursrík. Þótt
Moskvuyfirlýsingin hafi fyrst og
fremst táknrænt gildi er hún til
marks um þær gífurlegu breyting-
ar sem orðið hafa í samskiptum
Rússa og Bandaríkjamanna á ör-
fáum árum. Á vettvangi NATO
hefur einnig náðst málamiðlun
milli þeirra sem vilja að Varsjár-
bandalagsríkin fái strax aðild að
bandalaginu og þeirra, sem telja
að slíkt yrði vatn á myllu rúss-
neskra harðlínumanna. Enn á eft-
ir að koma í ljós hversu miklu
fundur Clintons og Assads Sýr-
landsforseta mun skila á endanum
en yfirlýsingar að honum loknum
gefa tilefni til bjartsýni um að
unnt reynist að koma á frekari
viðræðum um frið í Mið-Austur-
löndum.
eftirBjörn Bjarnason
Hinn 5. maí 1993 ályktaði Al-
þingi með 53 samhljóða atkvæð-
um, að í framhaldi af gerð samn-
ingsins um evrópska efnahags-
' svæðið skyidu teknar upp viðræður
við Evrópubandalagið um tvihliða
samskipti þess og Islands, einkum
með hliðsjón af því að Austurríki,
Finnland, Noregur og Svíþjóð
hefðu sótt um aðild að bandalag-
inu. Því fól Alþingi ríkisstjórninni
að undirbúa slíkar viðræður um
hugsanlegan tvíhliða samning og
tilkynna framkvæmdastjórn Evr-
ópubandalagsins þennan vilja Al-
þingis.
Með þessari ályktun, sem var
flutt af öllum nefndarmönnum i
utanríkismálanefnd Alþingis, var
mörkuð framtíðarstefna íslands
gagnvart Evrópubandalaginu, sem
breyttist í Evrópusambandið (ES)
eftir gildistöku Maastricht-sam-
komulagsins í nóvember 1993.
Hinn 1. janúar 1994 kom evrópska
efnahagssyæðið (EES) til sögunn-
ar. Þar er um að ræða markaðs-
svæði 372 milljónum íbúa í 6 aðild-
arríkjum Fríverslunarsamtaka
Evrópu (EFTA) og 12 ES-ríkjum.
Deilur um aðild íslands að EES
voru í senn langvinnar og harðar
á Alþingi. Þegar greidd voru at-
kvæði um lögfestingu EES-samn-
ingsins var ágreiningur innan allra
þingflokka nema Alþýðubanda-
lagsins. Þingmenn þess voru ein-
huga í andstöðu sinni, þótt þar
hafi síðan verið lagður grunnur að
flokksstefnuskrá, sem er kennd við
útflutning. Þessi stefnuskrá er
marklaus nema tryggður sé jafn-
greiður aðgangur að mörkuðum
og gert er með EESaðildinni.
I ljósi hinna hörðu átaka á Al-
þingi í EES-umræðunum var mik-
ilvægara en ella að leita víðtæks
pólitísks samkomulags um stefnu
Islands í Evrópumálum í framhaldi
af gerð EES-samningsins. Það
tókst prýðilega með ályktun Al-
þingis frá 5. maí 1993.
Nauðsyn árvekni
í ályktun Alþingis felst krafa
um árvekni við gæslu íslenskra
hagsmuna í evrópsku samrunaþró-
uninni. Ályktunin byggist á þeirri
staðreynd, að Island á ekki sam-
Ieið með EFTA-ríkjunum fjórum,
sem nú semja um aðild að Evrópu-
sambandinu. Tímamörk þeirra við-
„Sérstaða okkar má
ekki verða til þess að
við einangrumst eða
látum undir höfuð
leggjast að halda mál-
stað okkar fram á hin-
um evrópska samstarfs-
vettvangi. I því felst
ekki síður áhætta að
ákveða að standa utan
ES en sækja um aðild.“
ræðna eru skýr, ef tekið er mið
af ákvörðun leiðtogafundar
ES-ríkjanna. Ætlunin er, að
samningsniðurstaða liggi fyrir 1.
rnars 1994, þannig að ríkin geti
gerst aðilar 1. janúar 1995.
Niðurstaðan í GATT-viðræðun-
um á síðustu sólahringunum fyrir
15. desember 1993 sýnir, að unnt
er með eindregnum vilja að brúa
bil á skömmum tíma, sem áður
virtist ógerlegt. Þá staðfesti at-
kvæðagreiðsla á Bandaríkjaþingi
um Fríverslunarsamtök Norður-
Ameríku (NAFTA) um miðjan nóv-
ember hið gamalkunna, að ekkert
er endanlega vitað um pólitískan
stuðning við flókna viðskiptasamn-
inga frekar en annað fyrr en at-
kvæði eru talin. Áður en GATT-
samkomulagið náðist og NAFTA
hlaut stuðning bandarískra þing-
manna var því almennt spáð, að
hvorugt næði fram að ganga.
Samningaviðræður EFTA-ríkj-
anna við ES eru erfiðar. Þegar
niðurstaða í þeim liggur fyrir þarf
í senn að samþykkja hana í þjóðar-
atkvæðagreiðslu í umsóknarríkj-
unum fjórurn og af þjóðþingum
þeirra og ES-ríkjanna 12 auk ES-
þingsins. Á þessari stundu veit
enginn hvort EFTA-rikjunum
fækki né hvenær. Gerist það á
hinn bóginn breytast formleg
tengsl íslands við Evrópusamband-
ið. Fyrir okkur skiptir mestu að
halda hinum mikla efnislega ávinn-
ingi, sem EES-samningurinn veitir
okkur. Samhljóða ályktun Alþingis
snýst einmitt um slíka hagsmuna-
gæslu.
Engin endastöð
Hinar gífurlegu breytingar, sem
hafa orðið á alþjóðavettvangi und-
anfarin misseri, minna á þá stað-
reynd, að þar er allt breytingum
undirorpið. Samningurinn um evr-
ópska efnahagssvæðið er rammi
utan um samstarf milli EFTA-ríkj-
anna og ES, sem á eftir að þróast
og breytast. Fyrir Alþingi og til
úrlausnar hjá ríkisstjórn eiga eftir
að koma mörg málefni til að fylla
út í EES-rammann.
Á vettvangi Alþingis er nú verið
að móta starfsreglur til að þar
megi sinna með sem bestum hætti
nýjum verkefnum vegna EES-
aðildarinnar. Þannig þurfa margar
stofnanir, fyrirtæki og einstakling-
ar að laga sig að nýrri ábyrgð og
réttindum. Nánari kynni af Evr-
ópusamstarfinu munu ráða miklu
um hug okkar til þess.
í umræðum á Alþingi um Evr-
ópuályktunina frá 5. maí 1993 kom
fram, að hvorki bæri að líta á hana
sem höfnun á aðild íslands að ES
né umsókn um slíka aðild. Hún
útilokar ekki aðild að ES en á hinn
bóginn ríkir mikil óvissa um hvort
og hvenær ES opnar aðildardyrnar
að nýju, eftir að EFTA-ríkin fjögur
hafa komist inn fyrir þær.
íslenska ríkisstjórnin er hin eina
í Evrópu, sem ekki hefur lýst vilja
sínum til að vinna í anda hinna
pólitísku markmiða Maastricht-
samkomulagsins og gerast aðili að
Evrópusambandinu. Þessi stað-
reynd er kunn forystumönnum í
evrópskum stjórnmálum og þeir
hafa orð á henni í viðræðum við
íslenska starfsbræður. í sjálfu sér
er ekki erfitt að skýra forsendur
þessarar sérstöðu. í henni felst
engin óvild í garð þeirra, sem að-
hyllast hina mörkuðu ES-stefnu.
Hún tekur mið af íslenskum hags-
munum og stjórnmálaviðhorfi.
Sérstaða okkar má ekki verða
til þess að við einangrumst eða
látum undir höfuð leggjast að
halda málstað okkar fram á hinum
evrópska samstarfsvettvangi. í því
felst ekki síður áhætta að ákveða
að standa utan ES en sækja um
aðild. Hvorki EFTA né Norður-
landasamstarfið mun hafa sama
gildi og áður fyrir okkur gagnvart
Evrópusambandinu, ef EFTA leys-
•ist upp og EES-samstarfið tekur
á sig nýja mynd. I Evrópuumræð-
um á islenskum stjórnmálavett-
vangi kann að vera nauðsynlegt
að líta til nýrra átta með sam-
starfsríki utan Evrópusambands-
ins í huga. Eigum við samleið með
nýfijálsu Mið- og Austur-Evrópu-
ríkjunum eða Möltu og Kýpur?
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1994
29
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1994
Merkar nýjungar í
skólamálum í borginni
Hafin bygging nýs framhaldsskóla í Borgarholti
eftirMarkús Örn
Antonsson
Heildarframlag Reykjavíkurborg-
ar til skólamála, reksturs og nýbygg-
inga nemur rúmum 2.000 milljónum
á þessu ári samkvæmt frumvarpi að
fjárhagsáætlun borgarinnar.
Kostnaður borgarinnar við rekstur
skólamála áætlast 1.578,3 milljónir
króna á árinu og er það um 1,8%
hækkun frá áætlaðri útkomu liðins
árs. Á þessu ári sækja 13.048 nem-
endur skyldunámsskóla sem borgin
rekur í 27 skólum, en alls eru 14.048
skyldunámsnemendur við nám í
borginni auk 152 fimm ára barna.
Nemendum í grunnskólum hefur
fjölgað um 138 frá síðasta skólaári.
Reikna má með stöðugri fjölgun
nemenda á næstu 5 árum og að
nemendafjöldinn muni aukast um
1.200 fram til ársirís 1998.
Heilsdagsskóli hefur gefist
mjög vel
Af einstökum nýjungum í skóla-
starfi í Reykjavík ber rekstur heils-
dagsskólans hæst, en frj. síðastliðnu
hausti var honum komið á í öllum
grunnskólum sem Reykjavíkurborg
rekur. í verkefninu felst, að nemend-
um á aldrinum 6-9 ára býðst aðstoð
við heimanám og ýmis þroskandi
viðfangsefni frá kl. 7.45-17.15.
Starfið er rekið á ábyrgð hvers skóla,
en er ekki samræmt af Skólaskrif-
stofu, sem þó hefur eftirlit með verk-
efninu, veitir faglega ráðgjöf og ger-
ir sér far um að fylgjast grannt með
þróun þess. Tíu ára nemendum og
eldri býðst lengd viðvera í flestum
skólum borgarinnar, yfirleitt í tvær
til þijár stundir eftir að hefðbund-
inni kennslu lýkur. Þar fer fram
aðstoð við heimanám, klúbbstarf-
semi af ýmsu tagi og önnur afþrey-
ing.
Viðtökur við þessari nýjung hafa
verið mjög góðar og samkvæmt út-
tekt, sem gerð var nýlega, nutu um
2.000 börn þjónustunnar.
Kostnaður við heilsdagsskóla er
áætlaður tæplega 85 milljónir króna,
þar af greiða foreldrar tæplega 50
milljónir. Kostnaður vegna gæslu
yngri barna, sem greiddur hefur
verið undanfarin ár, sparast og hag-
kvæmni í rekstri skóladagheimila
kemur til með að aukast og nýting
þeirra að batna. Þjónustugjöldum
vegna þess verkefnis er stillt í hóf
og er greiðsla fyrir skammtímavistun
110 krónur á klukkustund, en há-
marksgreiðsla á mánuði fyrir barn
er 6.500 krónur og síðan er veittur
50% afsláttur til heimila, ef kostnað-
ur fer umfram þá upphæð, þ.e.a.s.
ef börn frá sama heimili eru fleiri
en eitt.
Efling rannsókna- og
þróunarstarfa í skólum
Fyrirhuguð er sérstök fjárveiting,
9,3 milljónir króna, til þróunarverk-
efna, rannsókna- og tilraunastarfs í
skólunum og er það nýr liður í fjár-
hagsáætlun borgarinnar.
Gert er ráð fyrir að Lions Quest
námsefnið verði áfram kennt 2 viku-
stundir í 7. og 8. bekk grunnskól-
annna og því svipuðu fjármagni var-
ið til þessa forvarnastarfs og á liðnu
ári, eða rúmlega 15 milljónum króna.
Áfram verður skólarnir tengdir ís-
lenska menntanetinu, en kostnaður
vegna þessa hefur aukist um 500
þúsund krónur vegna virðisauka-
skatts, sem nú þarf að greiða af
þeim viðskiptum.
í íjárhagsáætlun er gert ráð fyrir
að veija 10 milljónum króna til list-
kynningar í skólum, sem er hækkun
um 3 milljónir frá síðasta ári. Þessi
starfsemi hefur þótt heppnast með
ágætum og vera til menningarauka
í starfsemi reykvískra grunnskóla.
Viðeyjarskóli skemmtileg
viðbót
Viðeyjarskóli, sem nú hefur verið
endurbyggður, fær fjárveitingu í því
skyni að koma þar á skipulagðri
fræðslu um sögu staðarins og borg-
arinnar og lífríki nánasta umhverfis.
Gert er ráð fyrir að 11 ára börn eigi
þess kost að komast þangað dag-
langt og njóta þessarar fræðslu.
I frumvarpi að Ijárhagsáætlun
1994 er gert ráð fyrir að veija 80
milljónum króna til sérstakra end-
urbóta- og viðhaldsverkefna í skólum
borgarinnar auk 76,3 milljóna til
venjulegs viðhalds skólahúsa, eða
alls 156,2 milljónum króna.
Á liðnu hausti var 2. áfangi Húsa-
skóla tekinn í notkun, stjórnunar-
álma ásamt 6 kennslustofum, og
lokið var við að steypa upp 3. áfanga
skólans. Þá var hafin kennsla í Rima-
skóla í 9 færanlegum kennslustofum,
en bygging 1. áfanga skólans er
hafin og stefnt er að því að taka
hann í notkun næsta haust. Tekið
var í notkun íþróttahús við Ártúns-
skóla og við Selásskóla var í byijun
liðins árs tekið í notkun íþróttahús,
en síðar á árinu tengibygging með
samkomusal, tónmenntastofu og
kennslueldhúsi. Undir lok ársins var
félagsálma Hlíðaskóla tekin í notk-
un. Loks er einnig um þessar mund-
ir verið að ljúka við byggingu félags-
aðstöðu við Seljaskóla.
Til reksturs tónlistarskóla er áætl-
að að veija 237 milljónum króna,
auk þess sem tveir skólar er veita
tónlistarkennslu hafa verið á styrkja-
skrá.
Aukin aðsókn að
Vinnuskólanum
Fjárveiting til Vinnuskólans er
tæplega 173 milljónir króna, sem er
tæplega 14% hærra en áætlað var á
liðnu ári, enda hefur aðsókn aukist.
Gert er ráð fyrir að þeir sem eru á
14. aldursári vinni í 4 klukkustundir
á dag, en eldri aldursflokkurinn í 8
klukkustundir. Á fundi sínum 21.
desember síðastliðinn samþykkti
borgarráð tillögu stjórnar Vinnuskól-
Markús Örn Antonsson
„Af einstökum nýjung-
um í skólastarfi í
Reykjavík ber rekstur
heilsdagsskólans hæst,
en frá síðastliðnu hausti
var honum komið á í
öllum grunnskólum, sem
Reykjavíkurborg rek-
ur.“
ans um samstarfsverkefni grunn-
skólanemenda í hlutastarfi sem nefnt
hefur verið Samheijar.
Nýframkvæmdir við Rimaskóla
og Húsaskóla
Skólabyggingar hafa löngum
dregið til sín stóran hluta af árlegu
framkvæmdafé borgarsjóðs, eins og
við er að búast í vaxandi borg. Svo
verður enn um sinn, þótt segja megi
að á þessu ári gefist stund milli
stríða.
Framlag börgarsjóðs til skóla-
bygginga vegna grunnskóla Reykja-
víkurborgar verður 'tæplega 425
milljónir króna í ár, en kostnaður
af byggingaframkvæmdum við fjöl-
brautaskólann í Borgarholti er áætl-
aður um 200 milljónir króna.
Af einstökum framkvæmdum við
grunnskóla ber fyrst að nefna smíði
fyrsta áfanga Rimaskóla sem hófst
í haust. Húsið er tvílyft, samtals
2.500 fermetrar og verður neðri
hæðin með 10 kennslustofum tekin
í notkun næsta haust, ásamt fullfrá-
genginni lóð. Efri hæðin verður þá
tilbúin undir tréverk og verður frá-
gangi hennar lokið 1995.
Á þessu ári verður ennfremur lok-
ið við miðrými Húsaskóla og lokið
bráðabirgðafrágangi við göngugötu
við íþróttahús skólans. Að þvi verki ^
loknu snemma á næsta ári verður
íþróttahúsið aðgengilegt áhorfend-
um og aðstaða íþróttafélagsins
Fjölnis þar með komin í viðunandi
horf að þessu leyti.
Smíði færanlegra kennslustofa og
frágangi skólalóða verður haldið
áfram og varið til þess samtals 60
milljónum króna, en rétt er að minna
á sérstakt átak í þessum efnum í
fyrra. Þá voru smíðaðar 13 kennslu-
stofur fyrir samtals 70 milljónir
króna og framlag til frágangs skóla-
lóða var hækkað úr 30 í 50 milljón-
ir króna í tengslum við atvinnuskap- ”
andi verkefni.
1.000 nemenda framhaldsskóli
í Borgarholti
Hinn 28. janúar í fyrra, eða fyrir
um það bil ári, gerðu Reykjavíkur-
borg, menntamálaráðuneytið, ijár-
málaráðuneytið og Mosfellsbær með
sér samning um byggingu nýs fram-
haldsskóla í Borgarholti á Grafar-
vogssvæðinu, í svonefndum Kjarna.
Fullbyggður er skólinn ætlaður 900-
1.000 nemendum sem þar geta valið
urn verknám og bóknám. í fyrra var
unnið að undirbúningi byijunarfram-
kvæmda, en byijað var að veita fé
á fjárlögum til skólans í hitteðfyrra
og nema samanlögð framlög á fjár-
lögum áranna 1992-1994 tæplega
220 milljónum króna. Samkvæmt
fyrrgreindum samningi greiðir ríkis-
sjóður 60% framkvæmdakostnaðar,
borgarsjóður 28% og Mofellsbær
12%. Fyrsta húsið sem rís á lóð skól-
ans verður tilbúið um næstu áramót
og er ætlað til kennslu í verklegum
greinum. Miklar vonir eru bundnar
við þennan framhaldsskóla, ekki síst
með hliðsjón af þörfinni á bættri
stöðu til verknáms.
Sérstök byggingarnefnd hefur '
umsjón með undirbúning og fram-
kvæmdum, en þessi samvinna um
stofnun Borgarholtsskóla er enn eitt
dæmið um hið mikla sairístarf, sem
tekist hefur með sveitarfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu.
Höfundur er borgarsljóri i
Reykjavík.
Þetta var ein
stærsta stund-
in í lífi mínu
- segir Olafur Arni Bjarnason um
frumraunina í Carnegie Hall á sunnudag
ÓLAFUR Árni Bjarnason tenór söng fyrir fullu húsi í Carnegie Hall
í New York' síðastliðinn sunnudag. Var Ólafur beðinn um að koma
fram sem leynigestur í 60 ára afmæli Marilyn Horne mezzósópransöng-
konu að beiðni hennar. Hann segir stundina í Carnegie Hall hafa ver-
ið stóra, ekki síst þegar Luciano Pavarotti kom að máli við hann bak-
sviðs og óskaði til hamingju með fallega rödd.
Ólafur segir tildrög þess að hann
söng í afmælinu þau að nokkrum dög-
um eftir söngkeppni í New York, sem
hann tók þátt, í 4. og 5. þessa mánað-
ar, hafi hann farið út að borða ásamt
Marilyn Horne, sem var í dómnefnd-
inni, og fleirum. Við það tækifæri
hafi hún spurt hvort hann vildi syngja
í afmæli hennar. Ólafur lenti í þriðja
sæti í keppninni eins og greint var frá
í Morgunblaðinu.
„Hún ákvað að halda nokkurs kon-
ar „divu“ kvöld þar sem bestu vinkon-
ur hennar myndu syngja, til dæmis
Montserrat Caballé, Ruth Ann Swen-
son, Frederike von Stade og fleiri
stjörnur og bað mig að koma fram
sem leynigest eftir hlé. Eg sló hend-
inni ekki á móti því og fyrst söng ég
Dein ist mein ganzes Herz úr Land
des Liichelns eftir Lehár. Undirtekt-
irnar voru mjög góðar og því bað
Marilyn Horne mig, þar sem ég stóð
á sviðinu, að taka annaðrtag og þá
söng ég Questea o quella úr óperunni
Rigoletto.“ Ólafur segist hafa tekið
vel í það enda líði honum hvergi betur
en á sviði. Hann segir hins vegar að
sennilega hefði hann verið örlítið
taugaóstyrkur ef hann hefði vitað að
Pavarotti væri meðal áheyrenda, auk
James Levine sem einnig hafi verið
meðal viðstaddra.
„Ég var ekki eini leynigesturinn því
Samuel Ramey kom og söng Old Man
River. Svei mér þá, ég held að hann
Ólafur Árni Bjarnason ásamt Margréti Ponzi, eiginkonu sinni, og börnunum Bjarna Jósef og Ástríði Jósefínu.
sé einn besti bassa bariton í heimi.
Svo þú sérð að ég var ekki í slæmum
félagsskap. Þetta var alveg yndislegt
en svolítið langt, þrír og hálfur tími.“
Ólafur segir að einnig hafi verið
gaman þegar afmæliskveðja barst frá
Bandaríkjaforseta undir lok veislunn-
ar. „I lok veislunnar barst svo afmæl-
iskveðja frá Bill Clinton, skeyti sem
var lesið upp. Síðan var sungið Hún
á afmæli í dag, sem allir auðvitað
kunna. Konsertinn var tekinn upp og
ég veit að eitthvað af þessu verður
gefið út þótt ég viti ekki hvað. Það
eru miklar líkur á því að annað hvort
þeirra laga sem ég söng verði sett á
geisladisk. En þetta var ein stærsta
stundin í mínu lífi, hvað sem öðru líð-
ur.“
Ólafur segir að þegar dagskránni
lauk hafi hann farið baksviðs til að
skipta um föt á þá hafi Pavarotti
kastað á hann kveðju. „Ég vissi ekk-
ert af því að hann væri á staðnum
því Marilyn Horne sagði mér ekki af
því. Hann sagði við mig „bella voce“,
þ.e. hrósaði mér fyrir fallega rödd og
var mjög indæll, en ég er feginn að
ég skyldi ekki vita af honum fyrir-
fram. Annars er mjög gott að syngja
í Carnegie Hall, salurinn er mjög fall-
egur og hljómburðurinn frábær. Fólk
var komið þarna til þess að hlusta á
fallegan söng og mjög jákvæðir
straumar úti í s_al svo þetta var ekk-
ert mál,“ segir Ólafur Árni að lokum