Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATYINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 18 JANÚAR 1994 Atvinnulíf Rannsóknarráð og Út- flutningsráð ísamstarfi Bókaútgafa Mál og menning kaupir útgáfurétt Isafoldar Isafoldarprentsmiðjan flytur og hyggur á sölu verslunarinnar EFLING nýsköpunar í íslensku atvinnulífi er markmið náins samstarfs sem Rannsóknarráð ríkisins og Útflutningsráð ís- lands hafa náð samkomulagi um. Samstarfið miðar að því að skapa hagstætt umhverfi og jákvætt viðhorf til nýsköpunar með sam- þættingu markaðs- og tækni- Einn liðurinn á dagskránni er veit- ing heiðursviðurkenningar fyrir ný- sköpun. Viðurkenningin er veitt því fyrirtæki sem telja má að hafi skarað fram úr og ástæða þykir til að vekja athygli á. Gert er ráð fyrir að vara/þjónusta viðkomandi fyrirtækis sé komin af þróunarstiginu og orðin söluhæf á markaði. Aðgerðarþingið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á þróun atvinnu- starfs, bættri stjórnun á nýsköp- unarverkefnum og samræmdri aðstoð við áhættusöm þróunar- verkefni. Rannsóknarráð og Útflutnings- ráð heyra hvort undir sitt ráðuneyt- ið en telja nauðsynlegt að samhæfa störf sín til að efla sóknarmátt ís- lensks atvinnulífs til nýsköpunar reiknað með þátttöku fulltrúa at- vinnulífs og samtaka þess, fulltrúum stofnana sem vinna að nýsköpun og veita aðstoð á því sviði. Jafnframt er vænst þátttöku fulltrúa fyrirtækja og stofnana, sem hlut geta átt að fjármögnun nýsköpunar sem og full- trúum stjórnvalda. Þingið skiptist í fyrirlestra, hópvinnu og skýrslugjöf. og átaks á alþjóðamarkaði. Á blaða- mannafundi þar sem samstarfið var kynnt, kom fram að ráðin vilja laða til samstarfs fyrirtæki og stofnanir og virkja þannig dreifða krafta til sameiginlegra átaka. Þau vilja styðja áhugaverð þróunarverkefni sem miða að aukinni fjölbreytni í. atvinnulífi og byggjast á sérhæfðri þekkingu og sérstöðu Islands. Jafn- framt leitast ráðin við að auðvelda ijárfestum og fjármálastofnunum að meta forsendur þátttöku þeirra í fjármögnun á nýjungum, ekki síst með því að fyrr verði hugað að markaðslegu gildi nýrra hugmynda. Ennfremur kom fram að með samstarfssamningnum vilja ráðin m.a. stuðla að framkvæmd tillagna sem liggja fyrir hjá iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu um stuðning við nýsköpun í landinu. Þörf sé á mun betri samhæfingu á opinberri að- stoð við nýsköpun, óháð skiptingu stjórnkerfisins eftir atvinnuvegum. Þar gegni samhæfing á markaðs- legri aðstoð og tæknistarfí lykilhlut- verki. Rannsóknarráð og Útflutnings- ráð gera sér vonir um að ávinning- urinn af samstarfinu skili sér í sam- virkara og þarmeð árangursríkara starfi að nýsköpun, auknum áhuga áhættufjáreiganda á að taka að sér fjármögnun á nýsköpunarverkefn- um og betra brautargengi góðra hugmynda. MÁL og menning keypti rétt fyr- ir áramótin forlag ísafoldar, þ.e. allan lager þess svo og útgáfu- rétt. Kaupverðið mun vera í kringum 40 m.kr. skv. heimildum Morgunblaðsins. Isafoldarprent- smiðjan hyggst selja bókaverslun sína og flytja prentsmiðjuna í Stakkholt 4. Að sögn Árna Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Máls og menningar, verður ekki um að ræða fjölgun á starfsfólki í kjölfar kaupanna, enda sé hér aðeins um örlitla viðbót að ræða. „Forlagið var sameinað rekstri okkar og innlimað í hann. Hér er einungis um hagræðingu í bókaútgáfu að ræða því við getum rekið forlagið með mun minni kostnaði heldur en Ísafoldarprent- smiðjan." Leó Löve, eigandi ísafoldarprent- smiðjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að einnig stæði til að selja bókaverslun ísafoldar, sem er í Austurstræti. „Okkur finnst ekki þjóna tilgangi að eiga bóka- verslun þegar við erum hættir með bókaútgáfu,“ sagði hann. Þá stendur til að flytja prent- smiðjuna inn í Stakkholt 4, svokall- að Hampiðjuhús, í kringum 1. mars. „Þar ætlum við að koma prentsmiðj- unni á eitt gólf, sem hefur alltaf í frétt frá Verslunarráði er bent á að skyldusparnaður lífeyris nemi nú um 200 milljörðum króna sem er yfir 36% peningalegs sparnaðar í landinu. Sjóðirnir eru nú með um 2% eigna sinna í hlutabréfum sem er aðeins brot af því sem þekkist í öðrum löndum. Þannig eru lífeyris- sjóðir í Bretlandi með um 80% eigna sinna í hlutabréfum. í Bandaríkjun- um er þetta hlutfall 44% og 24% i Japan. Þá segir að fjöldi íslensku sjóðanna og smæð þeirra geri það að verkum að núverandi lífeyris- sjóðakerfi sé mjög óhagkvæmt í rekstri, með fáeinum undantekning- um. Meirihluti lífeyrissjóðanna sé í ískyggilegum vanda og vandi opin- beru sjóðanna sé raunar gríðarlegur. verið draumurinn. Við ætlum að efna til þeirrar samvinnu sem við getum við þá aðila sem eru þarna innfrá og reyna þannig að ná sem mestri hagræðingu fyrir alla aðila,“ sagði Leó og benti jafnframt á að mikið prentumhverfi væri að skap- ast á þessum slóðum. Fyrirtæki Uppsagnir hjá Fiat Róm. Reuter. BÚIST er við að ítalski bílafram- leiðandinn Fiat SpA muni segja upp þúsundum verkamanna eftir að viðræðum við verkalýðsfélög um fækkun starfa hjá fyrirtæk- inu var slitið á laugardag. Slit viðræðnanna eru enn eitt áfallið fyrir stjórn Carlo Azeglio Chiampis, sem sagði af sér á fimmtudaginn, til að greiða fyrir kosningum í vor. Fiat hugðist segja upp 5.000 manns, auk 10.000 tíma- bundið. Hótaði stjóm fyrirtækisins því að næðust ekki samningar myndi það þegar senda út um 10.000 uppsagnarbréf. í skýrslunni eru gerðar tillögur um fijálst val lífeyrissparenda um sjóði og að núverandi kerfi verði brotið upp í þágu samkeppni um arðsemi og tryggingu réttmæts líf- eyris. I skýrslu nefndarinnar er einn- ig ljallað um tví- og jafnvel þrískött- un þessa skyldubundna lífeyris- sparnaðar og rökstutt að skattlagn- ingin verði aðeins einföld. Skýrslan verður til sölu á morgunverðarfund- inum og kostar 1000 krónur. Að- gangur að fundinum er öllum heim- ill gegn greiðslu þátttökugjalds sem innifelur morgunverð en tilkynna þarf til skrifstofu Verslunarráðs ís- lands fyrirfram. Fundurinn stendur frá kl. 8.00-9.30. Fundur Aðgerðarþing um nýsköpun RANNSÓKNARRÁÐ ríkisins og Útflutningsráð íslands boða til aðgerð- arþings um nýsköpun föstudaginn 28. janúar á Holiday Inn frá kl. 13.00-18.00. Yfirskrift þingsins er „nýsköpun, frá hugmynd til hagnað- ar“ og er tilgangur þess að stuðla að eflingu nýsköpunar í landinu með því að benda á leiðir til að bæta skilyrði, auka árangur og draga úr áhættu samfara tilraunum til nýsköpunar. mála hér á landi en sérstaklega er Morgunverðarfundur Hvernig má best nýta 200 milljarða? VERSLUNARRÁÐ íslands efnir til morgunverðarfundar um lífeyris- mál í Skálanum á Hótel Sögu á morgun, miðvikudag. Á fundinum verður lögð fram skýrsla nefndar ráðsins sem fjallað hefur um fram- tíðarskipan lífeyris. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslun- arráðs mun hafa framsögu um skýrsluna og Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka lýsa séráliti sínu. w ■ IVAII ■ J A m w |A/ HPAl IVTIIH UTSflLA 10-61 l% AFSLATTUR 0PIÐ LAUGARDAG »hummél"S' KL.10-16 SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655 ■ ' 7 ■ Vetrarfatnaður, skíðagallar, dúnúlpur, íþróttaskór, íþróttagallar o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.