Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIJp ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994
Farsi
„JafnveL þóc&við seurn skipreka, oq
komumsb eJdci ol, er'e^ ennjjkrmaður-
þ)nn."
Með
morgunkaffiriu
Ef þú setur hann við eyrað,
heyrir þú fótatak í stórborg
*
Ast er...
... pönnukökur á sunnu-
dagsmorgni.
TM Reg. U.S Pat Off.—aJi rights reserved
° 1994 Los Angoios Times Syndicate
HÖGNI HREKKVÍSI
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Nú skrifar frú Herborg sjálf
Frá Ólafi Björnssyni:
í lesendabréfi Morgunblaðsins
þann 11. janúar svarar frú Her-
borg „framkvæmdastjóri" Suður-
virkis hf. í Keflavík, grein minni
frá 16. desember, þar sem ég rakti
sögu þessa merkilega fyrirtækis í
stórum dráttum.
Frúin virðist hafa áhuga á að
ijallað sé meira, á opinberum vett-
vangi, um fyrirtækið. Því ekki að
láta það eftir henni. Að vísu verð
ég að byija á að biðja hana af-
sökunar á að ég hefi skrifað hana
dóttur Einars afa síns. Hún er
auðvitað dóttir hans Árna föður
síns. Þetta vissi ég að sjálfsögðu.
Eg vona að þessi mistök hafi ekki
sært frúna svo neinu nemi, karl-
arnir voru báðir heiðursmenn.
Að öðru leyti tel ég allt sem
máli skiptir rétt í fyrri grein minni.
Rugli frúarinnar um umboðsmann
Alþingis ansa ég ekki þar sem ég
tel víst að hún sé ekki umboðsmað-
ur hans. Eg nefndi ekki dagsetn-
ingu á hvenær Suðurvirki hf. var
skrásett en sagði það í Keflavík,
en aðeins einn hluthafi er búsettur
í Keflavík samkvæmt hluthafa-
skrá.
Ég fer ekki ofan af því að „það
er grunsamleg fyrirhyggja“ að
kaupa dýrt og sérhæft tæki án
þess að hafa hugmynd um verk-
efni fyrir það.
Af skrifum frúarinnar mætti
ætla að þau hafi haft einhveija
sjaldgæfa sérþekkingu á að urða
sorp sem þau hafi hætt á að
varnarliðið myndi vart hafna að
nýta sér. Trúi hver sem vill.
Hvernig þau hjón Herborg
Árnadóttir og Guðmundur Sigur-
þórsson deildarstjóri í landbúnað-
arráðuneytinu skipta með sér verk-
um þekki ég ekki náið en taldi og
tel að nokkuð sé að marka undir-
skriftir þeirra.
Frú Herborg skrifar „For Suður-
virki Ltd.“, þegar hún er að rægja
keppinautana.
Guðmundur skrifar „pr.pr. Suð-
urvirki hf.“, þegar skrifað er undir
samning eða gefin fyrirmæli um
hvert greiðslur eigi að ganga.
Þessu til staðfestingar læt ég
Frá Gunnari Markússyni:
I bókaflóðinu í lok síðasta árs
rak bókina Helnauð á fjörur mínar
og hafi þeir, sem þar að unnu,
heila þökk.
Ein leiðinda villa hefir þó slæðst
inn í annars ágæta frásögn og þar
sem það eru engin ný sannindi á
voru landi, að hafa skuli það sem
sannara reynist leyfi ég mér að
benda á eftirfarandi:
Á bls. 115-126 er sagt frá því
þrekvirki er Grindvíkingar björg-
uðu 42 mönnum af togaranum
Jóni Baldvinssyni.
Blaðsíða 114 er notuð sem eins-
konar fyrirsögn. Neðst á þeirri síðu
stendur með hálfgerðu auglýsinga-
letri „fjölmennasta björgun hér við
land er 42 skipveijum var bjargað
á land í björgunarstól".
Á bls. 115 segir svo: „Þrátt fyr-
ir þetta mikla áfall var það gríðar-
legur léttir að björgunarsveitar-
mönnum úr Grindavík tókst að
ljósrit fylgja hér með.
Eins og málum er komið hentar
trúlega betur að frúin sé titlaður
framkvæmdastjóri. Væntanlega
væri því öfugt farið ef frúin væri
deildarstjóri í ráðuneyti burtséð frá
kynferði. Kynþáttafordómar hafa
ekkert með það að gera.
ÓLAFUR BJÖRNSSON,
fyrrverandi útgerðarmaður í
Keflavík.
bjarga öllum skipveijum, 42 tals-
ins, 29 íslendingum og 13 Færey-
ingum heilum á húfi í land. „Hvorki
fyrr né síðar hefur fieiri skipsbrots-
mönnum verið bjargað í land í einu
hér við iand. “ Þessi síðasta fullyrð-
ing er ekki rétt.
Þann 17. nóvember 1718
strandaði danska herskipipið Giöt-
heborg hér rétt fyrir austan Þor-
lákshöfn. Þá bjargaði heimilisfólkið
á Hrauni í Olfusi og nágrannar
170 (eitt hundrað og sjötíu) manns
á land.
Árni Óla skrifar um þessa björg-
un í bókinni Frásagnir, sem út kom
árið 1955, og getur hver sem vill
lesið frásögn lians, en þar til ég
rekst á eitthvað annað mun ég
telja, að hvorki fyrr né síðar hafi
fleiri skipsbrotsmönnum verið
bjargað í einu hér við land en þessa
nóvemberdaga á Hraunsskeiði árið
1718.
GUNNAR MARKÚSSON
bókavörður, Þorlákshöfn.
170 manns bjargað
úr sjávarháska
Víkveiji skrifar
*
Iforystugrein Morgunblaðsins sl.
fimmtudag sagði m.a.:„Stjórn-
arflokkarnir eiga nú mikið undir
því, að ekki komi bakslag í vaxta-
stefnu þeirra. Raunar hefur það svo
mikla pólitíska þýðingu fyrir þá
báða, að þegar engin efnisleg rök
eru lengur fyrir hendi hjá bönkun-
um til þess að halda hinu háa nafn-
vaxtastigi, hlýtur óbreytt stefna
bankakerfisins að leiða til harðra
átaka á milli þeirra og stjórnvalda."
Þessi hörðu átök létu ekki á sér
standa eins og sjá mátti og heyra
á yfirlýsingum Davíðs Oddssonar,
forsætisráðherra, í Stöð 2 og öðrum
ljósvakamiðlum um helgina. For-
sætisráðherra gagnrýndi bankana
harkalega fyrir að hafa ekki lækkað
nafnvexti um áramót eins og þeir
höfðu gefið til kynna að þeir mundu
gera og hafði við orð að til greina
kæmi að skipta um bankastjóra, ef
þeir létu ekki segjast.
Segja má, að sparisjóðirnir hafi
sloppið fyrir horn varðandi þennan
reiðilestur forsætisráðherra, en þeir
tilkynntu á föstudag að þeir mundu
lækka nafnvexti, þótt skiptar skoð-
anir séu um það, hvort sú nafn-
vaxtalækkun sé nægilega mikil.
Hins vegar er staða bankanna nú
sú, að jafnvel þótt þeir hafi haft í
huga að lækka nafnvexti á næsta
vaxtabreytingadegi, eins og fram
kom hjá Sverri Hermannssyni,
bankastjóra Landsbankans um
helgina, verður nú sagt, að þeir
hafi lækkað vexti vegna þess að
forsætisráðherra hafi tekið þá á
teppið.
xxx
etta mál er til marks um að
bankarnir hafa enn ekki áttað
sig á því, að þeir búa við gjörbreytt-
ar aðstæður frá því, sem áður var.
Sú var tíðin, að þeir gátu farið sínu
fram og urðu hvorki fyrir gagnrýni
frá stjórnmálamönnum né fjölmiðl-
um að nokkru marki. Það byggðist
að hluta til á því, að yfirlýsingum
talsmanna bankanna var treyst en
að öðru leyti vegna áratugagamall-
ar hefðar, að bankar væru ekki
gagnrýndir.
Þetta er liðin tíð en bankarnir
virðast ekki hafa áttað sig á því til
fulls. Ein ástæðan er sú, að tals-
menn bankanna hafa á undanförn-
um árum verið staðnir að því, að
nota eina röksemd í dag og aðra á
morgun, varðandi vaxtastigið, eftir
því, sem hefur hentað þeim hveiju
sinni. Þetta hefur dregið úr trausti
manna til yfirlýsinga bankanna. En
önnur ástæða er svo sú, að tíðar-
andinn er gjörbreyttur. Þeir sem
áður voru hafnir yfir gagnrýni eru
það ekki lengur. Þess vegna kom-
ast bankarnir ekki upp með að lofa
hraðri nafnvaxtalækkun og alla
vega um áramót og standa svo
ekki við þær yfirlýsingar. Að þessu
leyti endurspegla yfirlýsingar Dav-
íðs Oddssonar, sem eru einstæðar
frá íslenzkum forsætisráðherra,
gjörbreytt viðhorf til bankakerfis-
ins.
XXX
að er svo annað mál, að forsæt-
isráðherra hefur ekki stjórn-
skipulegt valda til að reka banka-
stjóra ríkisbanka, hvað þá einka-
banka. Hann getur að vísu lýst
skoðunum sínum fyrir bankaráðs-
mönnum en þeir einu, sem þurfa
að taka tillit til sjónarmiða hans eru
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
bankaráðum ríkisbankanna og
raunar er tiltölulega nýtt fordæmi
fyrir því, að bankaráðsmaður í
Landsbanka var ekki tilbúinn til að
verða við óskum formanns Sjálf-
stæðisflokks og sagði af sér af þeim
sökum. Það var Árni Vilhjálmsson,
sem lenti í andstöðu við Þorstein
Pálsson og var afsögn hans talin
til stórtíðinda og einsdæmi, að
bankaráðsmaður gengi svo hreint
til verks.
Þar að auki á Sjálfstæðisflokkur-
inn ekki nema einn fulltrúa í bank-
aráði Landsbankans um þessar
mundir. En jafnljóst er að það er
óþolandi staða fyrir bankastjóra
ríkisbanka að standa í stórstríði við
ríkisstjórn, að ekki sé talað um for-
sætisráðherra hennar. Þess vegna
má búast við því að bankarnir taki
framvegis meira tillit til umhverfis
síns en þeir hafa gert fram að þessu.