Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 ódýrustu “Ú Kaldar kveðjur fráháskóla- myíd'Sii i rektoi* til Vélskóla íslands í öllum okkar myndatökum eru allar myndimar stækkaöar í 13 x 18 cm til búnar til að gefa þær, að auki 2 stækkainr 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma Ljósmyndastofan Mynd sími: 6542 07 Ljósmyndast Barna og fj.myndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs x sími: 4 30 20 3 Odýrastir eftir Björgvin Þór Jóhannsson í Morgunblaðinu sem út kom föstudaginn 7. janúar síðastliðinn er grein sem ber nafnið „Endur- menntunarnám í sjávarútvegsfræð- um“. í þessari grein segir frá námi í sjávarútvegsfræðum á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands sem nýlega hefur verið sett á laggimar. í Morgunblaðinu er vitnað í orð háskólarektors við setn- ingu fyrrnefnds náms en þar stend- ur orðrétt: „Sveinbjörn sagði að það hefði verið orðað við sig að sjávarút- vegsfræðin hefðu verið vanrækt í íslensku skólakerfi og kvaðst taka undir það. Þótt Fiskvinnsluskólinn hafí farið vel af stað hafi hann ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar hafí verið til hans og sama gildi um Stýrimannaskólann og Vélskólann." Starf Vélskólans Vélskóli Islands var stofnaður árið 1915 og hefur ávallt starfað eftir sérstökum lögum sem í tímans rás hafa tekið ýmsum breytingum en nýjustu lögin eru frá 10. apríl 1985. í þessum lögum segir meðal annars: „Hlutverk og meginmark- mið vélstjóranáms er að veita nem- endum bóklega og verklega mennt- un sem gerir þá hæfa til að taka að sér störf í þágu atvinnuveganna til lands og sjávar í samræmi við Ingti i 2. scetið Stuðningsmenn Ingu Jónu Þórðardóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hafa opnað skrifstofu á Vesturgötu 2, símar 16560 og 16561. Opið kl. 10-22. Hafið samband! HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Hvort sem þú ert námsmaður, þingmaður, forstjóri stórfyrir- tækis, smiður, verkamaður, ellilífeyrisþegi, ráðherra eða eitthvað annað, skiptir ekki máli. Þeir, sem vilja margfalda lestrarhraðann og gera þannig lestur auðveldari og ánægjulegri, koma allir á hraðlestrarnámskeið. Vertu með og skráðu þig strax á næsta námskeið, sem hefst 26. janúar nk. Kennt er í Árnagarði, H.í. Skráning er í símum 642100 og 641091. P.S. Skólafólk, munið námstækninámskeiðin og námsmannapakkann. HRAÐIJaSITíARSKÓLJNN atvinnuréttindi sem ákvörðuð eru í lögum.“ í lögum um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum eru tíunduð hin ýmsu réttindastig sem miðast við ásafl aðalvélar. Alþjóðasiglinga- málastofnunin hefur einnig sett ákveðnar reglur (STCW-reglur) sem hafðar eru sem viðmiðun og einnig er mjög náið samstarf milli Norðurlandaþjóðanna um þessa menntun og tel ég hana nokkuð vel samræmda þeim kröfum sem þar eru gerðar. Þrátt fyrir þetta er þó fyrst og fremst tekið mið af þeim tæknibúnaði sem er í íslenska skipa- flotanum og einnig búnaði í vatns- afls- og varmaorkuverum. í skólastarfinu hefur verið leitast við að mennta menn og þjálfa til að reka og viðhalda þeim flókna tæknibúnaði sem vélstjórar eiga að stjóma og enn fremur bjóða upp á endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi vélstjóra og vélfræðinga. Ég geri mér fulla grein fyrir að tæknibúnaðurí nútíma frystitogara, svo dæmi sé tekið, er einhver sá margbrotnasti sem um getur í skip- um í dag og mikla þekkingu og þjálfun þarf til að reka slíkan búnað áfallalaust oft á hafsvæðum þar sem engin ytri þjónusta er til stað- ar og menn verða að treysta á eig- in þekkingu og færni. Áhersla hefur verið lögð á almennt nám og fræði- lega undirstöðu og um helmingur námsins tengist ýmsu verklegu og sérhæfðu starfsnámi. Reynt hefur verið að byggja upp góða verklega aðstöðu í skólanum þó að oft hafi fjárveitingar til þeirra hluta verið allt of knappar. Engu að síður hef- ur skólinn eignast mjög fullkominn vélarrúmshermi og fullkomið kennslukælikerfi var tekið í notkun nú um áramótin. Það hefur verið mitt mat að bæði verklegt, sérhæft starfsnám og bókleg kennsla í skól- anum séu vel af hendi leyst og að menntun vélstjóra hér á landi sé vel viðunandi þó auðvitað megi ávallt gera betur. Hvað er vanrækt? Ég get ekki skilið orð Sveinbjarn- ar á annan hátt en að Vélskólinn hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til hans lögum sam- kvæmt eða þá brugðist hlutverki sínu á þann hátt að þeir vélstjórar Björgvin Þór Jóhannsson „Ég fer því fram á að háskólarektor geri Vél- skólanum grein fyrir, sem allra fyrst, á hvaða sviðum Vélskólinn hef- ur brugðist varðandi menntun vélstjóra og vélfræðinga svo hægt verði að bæta úr því við fyrsta tækifæri eða þá vísi á þá mætu menn sem orðuðu þetta við hann ef ske kynni að þeir gætu aðstoðað okkur við að bæta nám- ið í Vélskóla íslands.“ og vélfræðingar sem skólinn hefur menntað hafi ekki staðið sig nægi- lega vel í starfi og íslenski flotinn sé verr settur með menntaða tækni- menn en t.d. flotar annarra þjóða. Tæknivæddur sjávarútvegur verður að hafa góða tæknimenn innan sinna vébanda en ég held að það sé að bera í bakkafullan lækinn að gera þá jafnframt sérfróða í mat- vælafræði ef það er það sem Svein- björn á við. í nýlegri könnun sem fyrirtækið „Lausnir — ráðgjöf um vinnumál" gerði fyrir Vélstjórafélag íslands voru settar fram ýmsar spurningar sem beint var til stjórnenda fyrir- tækja sem hafa vélstjóra og vél- fræðinga í starfi. Ein af þessum spurningum hljóðaði svo: „Hvernig nýtist menntun vélstjóra — al- mennt?“ Meðfýlgjandi skífurit sýnir svörin við spurningunni. Könnun þessi fór fram dagana 18.-29. októ- ber 1993 og var beint til vinnuveit- enda vélstjóra. Megintilgangur könnunarinnar var að kanna við- horf vinnuveitenda til vélstjórastétt- arinnar og hvernig störf þeirra og menntun nýtast á hinum ýmsu at- vinnusviðum. Pjöldi fyrirtækja í könnuninni var 66 og var talað við fleiri en einn á nokkrum stöðum. Vinnuveitendum þeim sem spurðir voru var skipt niður í eftirfarandi flokka: 1. Útgerðarfélög, 2. Verk- smiðjur, 3. Farskip, 4. Vélaumboð, 5. Frystihús, 6. Orkuver. Ef þessi könnun er marktæk get ég ekki dregið aðra ályktun af svör- um við þessari spurningu en að ís- lenskt atvinnulíf telji þekkingu og færni vélstjóra fyllilega viðunandi. Ég fer því fram á að háskólarekt- or geri Vélskólanum grein fyrir, sem allra fyrst, á hvaða sviðum Vélskólinn hefur brugðist varðandi menntun vélstjóra og vélfræðinga svo hægt verði að bæta úr því við fyrsta tækifæri eða þá vísi á þá mætu menn sem orðuðu þetta við hann ef ske kynni að þeir gætu aðstoðað okkur við að bæta námið í Vélskóla íslands. Höfundurer skólameisúiri Vélskóla Islands. Boðað til fundar á morgun um jöfnun atkvæðisréttarins í SAMRÆMI við umræðu og ákvörðun aðalfundar Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu þann 16. okt. sl. hefur verið ákveðið að boða til fundar um jöfnun atkvæðisréttar. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs miðvikudaginn 19. janúar nk. og hefst hann kl. 20. Framsögumenn og þátttakendur í pallborðsumræðum verða: Anna Ólafsdóttir Björnsson, alþingismað- ur, Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Björn Bjarna- son, alþingismaður, Finnur Ingólfs- son, alþingismaður, Gísli S. Einars- son, alþingismaður, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður, Ólafur Ragnar Grímsson, alþingis- maður, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarfulltrúi, Reykjavík, og Þorkell Helgason, ráðuneytisstjóri. Ráðstefnustjóri verður Arnór L. Pálsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og gjaldkeri SSH. Umræðustjóri í pallborði verður Sveinn Andri Sveinsson, borgarfulltrúi í Reykja- vík og formaður SSH, en hann setur einnig ráðstefnuna. Fundar- ritari verður Jónas Egilsson, fram- kvæmdastjóri SSH. Til fundarins er boðið öllum sveitarstjórnarmönnum og þing- mönnum höfuðborgarsvæðisins. í lok hans er fyrirhugað að afgreiða ályktun um kjördæmamálið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.