Morgunblaðið - 18.01.1994, Síða 38

Morgunblaðið - 18.01.1994, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 Gísli Sigurbjömsson forstjóri — Minning safnaðarhjálpar í Reykjavíkurpróf- astsdæmum með tveggja milljóna króna framlagi og vildi með því styrkja og efla líknarþjónustu safn- aðanna. Sá sjóður hefur nú þegar skilað umtalsverðum árangri og orð- ið hvati að vaxandi líknarþjónustu á safnaðargrundvelli. Ófáar eru þær gjafimar sem Gísli færði safnaðar- kvenfélögunum og hann fylgdist af áhuga með því, sem söfnuðirnir unnu öldruðu fólki til gagns og heilla. Lagði hann ósjaidan leið sína á samkomur, er söfnuðir efndu til með öldruðu fólki, og gladdist yfir því, sem þar var vel gjört. Einnig •• ,war ómetanlegt tilboð hans til safn- aða prófastsdæmanna að þeir sendu aldraða úr söfnuðunum, þeim að kostnaðarlausu, til hvíldar og hress- ingar um vikutíma í Hveragerði. Þær ferðir urðu mörgum öldruðum til uppörvunar, upplyftingar og gleði, er "þeir minnast með miklu þakklæti. Gísli Sigurbjörnsson var afkasta- og afreksmaður á sviði öidrunar- mála, en hann lét sér ekkert mann- legt óviðkomandi. Hann hafði mjög ákveðnar og einarðar skoðanir á því hvernig kirkjan skyldi starfa og prestar, sem á hans fund gengu og leituðu um ýmis mál ásjár hjá hon- um gátu ekki annað en hrifist af eldmóði hans og sannfæringarkrafti og komu uppörvaðir og efldari til starfs en áður. Að dómi Gísla var allt framkvæm- anlegt með nógu sterkum ásetningi og viija. Sú staðhæfing hans sann- aðist áþreifanlega í öllu því er hann tók sér fyrir hendur. Og störfin hans öil öðluðust ríkulega blessun Guðs, þess vegna vann hann svo mörgum samferðamönnum sínum ómetanlegt gagn á langri starfsævi. Við fráfall hans hefur kirkjan - misst einn sinn besta stuðnings- mann og vin. Hún á honum mikla þakkarskuld að gjalda fyrir allt það sem hann var og vann og gaf úr góðum sjóði hjarta síns. Söfnuðir Reykjavíkurprófastsdæma kveðja hann nú með virðingu og þökk, og biðja honum fararheilla inn í himin Guðs. Guði sé þökk fyrir líf Gísla Sigurbjömssonar. Eiginkonu hans, dætrunum og fjölskyldunni ailri er hér vottuð dýpsta hluttekning og samúð. Guðmundur Þorsteinsson, Jón D. Hróbjartsson. "7 Gísli Sigurbjörnsson í Ási er lát- inn. Með honum er genginn einn af forustumönnum Víkings á fyrri hluta aldarinnar, gagnmerkur mað- ur, traustur, heiðariegur og drengur góður. Gísli var formaður félagsins um skeið, ávallt vakandi yfir velferð þess ásamt þeim bræðmm í Ási, sem allir eru nú gengnir á vit feðranna, Halldór, Friðrik, Lárus og nú Gísii. Vikingar hugsa með hlýhug og virð- ingu til þeirra. Já, Gísli var traustur Víkingur og ávallt gott til hans að leita. Hann var einn af frumkvöðium í tennis á íslandi, sem átti vinsældum að fagna um 1930. Meðal frumheija á þeim vettvangi vom þeir bræður í Ási, ekki síst Gísli. Hann náði strax góðum tökum á tennisspaðanum og varð fyrstur til þess að hampa Is- landsmeistaratitli í tennis. Þá, eins og nú, var Víkingur í fylkingar- bijósti í þessari skemmtilegu íþrótt. Gísli var lengi virkur í félagsmál- um Víkings. Hann átti ríkan þátt í því að skapa tengsl við Þýskaland á fjórða áratugnum, sem svo lögðu gmnn að komu Fritz Buchioh, hins kunna þýska þjálfara, tii Víkings. Þá tefldi Víkingur fram harðsnúnu keppnisliði með marga snjalla leik- menn innanborðs. Víkingar þakka Gísla Sigur- björnssyni í Ási samfylgdina. Við sendum ekkju hans, Helgu Björns- dóttur, og börnum samúðarkveðjur. Með Gísla er genginn merkur maður af þeirri kynslóð sem byggði upp ísland 20. aidar. Á þeim vettvangi var Gísli í fylkingarbijósti. Glæsileg uppbygging á Grund í þágu aldr- aðra er óbrotgjam minnisvarði um stórhuga frumkvöðul. Fyrir hönd Knattspymufélagsins Víkings, Hallur Hallsson formaður. Það var sorg í andliti starfs- og heimilisfólks um hádegi 7. janúar þegar fráfall Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra E.h. Grundar fréttist. Fólk- ið varð hljótt. Það var eins og það væri að votta hinum látna virðingu og þakklæti með þessu móti. Þannig virkaði það á mig. Allir unnu verk sín eins hljóðlega og unnt var til að ijúfa sem minnst þögnina sem ríkti. Það var sorg, hvar sem farið var um. Það eru allir meðvitaðir um að þessi stund verður ekki umflúin, hver sem í hlut á, að allir eru kallað- ir til brottfarar úr sínu jarðneska lífi. Sumir eru kallaðir snemma aðr- ir seinna og aðrir eftir langan starfs- dag eins og Gísli forstjóri. Gísli var í mínum huga stórhuga og víðsýnn í hugsun, hann var líka þannig persónuleiki, sem ekki er hægt að gleyma. Það má segja að í kringum Gísla var sjaldan lognmolla ef nokkurn tímann. Hann vildi koma helst öllum sínum hugsunum í framkvæmd eða að minnsta kosti undirbúa til að framkvæma. Fjölskyldan, Elliheimilið Grund og Ás í Hveragerði var stór hluti í lífi Gísla, en það var líka margt, margt fleira sem hann hafði af- skipti af, það yrði sennilega hægara að telja upp það sem hann hafði ekki afskipti af. Það var margt sem hann sagði mér frá sem hann var með á pijón- unum á árunum 1962-68. Það mætti pefna brú yfír Ölfusárósa, sem byggja átti á sama stað og núverandi brú er nú, sem var byggð mörgum árum seinna. Hugmyndinni var hafnað, en svona eftir á er hægt að sjá hvaða mistök þeir gerðu, sem höfnuðu tilboðinu, og einnig má sjá hvaða þýðingu það hefði haft fyrir byggðirnar beggja vegna óssins á þeim árum. Nú, það er hægt að benda á heilsuhótel í Hveragerði, sem Gísli hafði hug á að byggja, en tilskilin leyfi fengust ekki. Þessar tilvitnanir eru bara brot af því, sem hann hefði viljað sjá rísa, og sýna glöggt hvað hann var framsýnn og sýna líka hvaða and- streymi hann þurfti við að glíma. Gísli studdi við bakið á mörgum á listabraut, jarðfræði, íþróttum og áhugamönnum á ýmsum sviðum. Mig skortir orð til að lýsa Gísla forstjóra og þeirri persónu, sem hann var. Hann var sterkur per- sónuleiki og kom mönnum oft á óvart á ýmsum sviðum og sum at- vik snerta mann djúpt og mörg at- vik hafa þroskað hugsun manns á mörgum sviðum. Að lokum vil ég biðja Guð að styrkja eftirlifandi konu hans frú Helgu Björnsdóttur og dætur í sorg- um þeirra. Heiðar S. Valdimarsson. Með Gísla Sigurbjörnssyni er genginn einn færasti stjórnandi meðal íslendinga. Fyrir nokkrum árum heimsótti hinn heimsfrægi fyrirlesari og kennimaður, Parkin- son, sá sem Parkinson lögmálið er kennt við, Island á vegum Verslun- arráðs íslands og Almenna bókafé- lagsins. Tilvalið þótti að bjóða hinum góða gesti að heimsækja Helgu og Gísla að Ási í Hveragerði og biðja þau að sýna honum starfsemina. Á björtu sumarkvöldi sýndu þau hjón gestum hina víðfeðmu starfsemi í Hveragerði, vistheimili, rannsókn- arstofur, gróðurhús, bókasöfn o.fl. Ég hafði oft heimsótt starfsemi Gísla áður, bæði á Grund í Reykja- vík og að Ási í Hveragerði. Þetta kvöld staðfesti það sem mér var orðið ljóst löngu áður, að hvergi er að finna fyrirtæki eða stofnun hérlendis þar sem vilji stjórnandans snertir hvern krók og kima jafn fjölbreytts reksturs eins og þarna á sér stað. Það var alveg sama hvar maður kom og hvenær. Reglusemi og snyrtimennskan var algjör, alls staðar. hvort sem var á skrifstofu, gróðurhúsi, þvottahúsi, borðsal, setustofu, allt var í röð og reglu, hreint og fágað, blómabeð, göngustígar, grasfletir, tré. Kantar skornir, tré snyrt. Persónuleg áhrif stjórnandans, sem allir nefndu for- stjórann með óblandinni virðingu, snertu alla hluti. Öllu var vel við haldið, málað, lakkað og endurbætt. Gestirnir kvöddu nú þau heiðurs- hjón, Helgu og Gísla, _og héldu til baka til Reykjavíkur. Á leiðinni var þessi heimsókn mikið rædd og leyndi Parkinson ekki hrifningu sinni á því sem hann hafði séð. Á leiðinni til baka var einnig sú hugmynd_ rædd að viðskiptadeild Háskóla íslands ætti að kynna sér hinn áhrifaríka stjórnunarstíl Gísla Sigurbjörnssonar og AB að gefa út ævisögu hans. Ekki reyndist áhugi á þessu hjá Gísla þegar eftir var leitað, því mið- ur. Þegar ísl. fræðimann á sviði við- skiptafræða snúa sér að því að rann- saka stjórnunaraðferðir ísl. stjórn- enda, sem árangri hafa náð, vona ég að merkur þáttur Gísla Sigur- björnssonar verði ekki útundan. Jóhann J. Olafsson. Kveðja frá guðfræðideild og Guðfræðistofnun Háskóla íslands Við kveðjum heiðursmanninn Gísla Sigurbjömsson, forstjóra, með mikilli þökk og virðingu og minn- umst góðra ráða hans og eggjunar- orða. Gísli Sigurbjörnsson sýndi guðfræðideild ætíð mikla vináttu og bauð kennumm og nemendum iðu- lega til sín fyrr á árum til ánægju- legra samverustunda. Hann fylgdist af áhuga með deildinni og lét sig skipta hvað þar fór fram. Árið 1982 bað Gísli þáverandi forstöðumanni Guðfræðistofnunar, dr. Þóri Kr. Þórðarsyni prófessor, til sín til að ræða um Guðfræðistofn- un' og í framhaldi af því átti hann einnig viðræður við stjórn stofnun- arinnar og kennara guðfræðideildar. Stofnunin hafði verið til frá árinu 1975 en enga íjárveitingu fengið og litlu komið í verk. Gísli hvatti okkur kennarana óspart til dáða, hann átti frumkvæði að stofnun Starfssjóðs Guðfræðistofnunar og gaf itrekað rausnarlegar peninga- gjafir í sjóðinn fyrir hönd stjórnar Elli- og hjúkrunarheimilsins Grund- ar. Hann studdi útgáfustarfsemina, hann keypti t.d. 50 eintök af fyrstu heftum Ritraðar Guðfræðistofnunar með því fororði að þau yrðu send til erlendra háskóla og margt fleira mætti telja upp. í fyrsta hefti Ritr- aðar Guðfræðistofnunar, sem kom út 1988, ritaði dr. Þórir Kr. Þórðar- son þakkarorð til Gisla þar sem hann greinir frá þætti hans í útgáfu- starfsemi stofnunarinnar og telur að rekja megi hana að verulegu leyti til hvetjandi umræðna hans og stuðnings í verki. Segja má að stuðningur Gísla hafi skipt sköpum í starfsemi Guðfræðistofnunar og fyrir hann þökkum við honum. Við vottum frú Helgu Björnsdótt- ur eiginkonu hans, dætrum hans og fjölskyldu innilega samúð. Guð blessi minningu hans. Fyrir hönd gúðfræðideildar og Guðfræðistofnunar Háskóla íslands. Jón Sveinbjörnsson, forseti guðfræðideildar. Það er árið 1934 að Gísli tekur að sér forstöðu við Elli- og hjúkrun- arheimili Grund en því starfi gegndi hann til dauðadags. Það er að sjálf- sögðu ekki hægt að stikla nema á stóru er minnast skal á hans starfs- feril. Gísli Sigurbjörnsson hefur verið óvenju stórhuga og snjall skipu- leggjandi og stjómandi fyrirtækja. Hann hefur ekki aðeins byggt upp þetta mikla fyrirtæki Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund, hann hefur sí- fellt verið að vekja máls á nýjum hugmyndum og alltaf stefnt upp á við og fram á við. Hann hefur verið bjartsýnismaður í starfi sínu og allt- af fundið leiðir út úr þeim erfiðleik- um sem að steðjað hafa að í slíkum rekstri sem hér er um að ræða. Gísli hélt áfram uppbyggingu Grundar í Reykjavík með nýjum við- byggingum. Eftir bygginguna Minni-Grund við Blómvallagötu var hafist handa við stórbyggingu við Brávallagötu sem ber nafnið Litla- Grund og allt of fáir hafa veitt at- hygli. Þetta hefur verið gert sam- fara stöðugum endurbótum innan- húss og í samræmi við kröfu tímans. Hann hóf einnig starfsemi dvalar- heimilis Áss I Hveragerði árið 1952. Þar er ekki aðeins rekið dvalarheim- ili þar er líka mikill gróðurhúsa- rekstur, trésmíðaverkstæði og rann- sóknastofnun á Neðra-Ási sem hóf að gefa út vísindarit árið 1969. Þangað hafa margir erlendir vís- indamenn komið og starfað og skrif- að skýrslur um störf sín sem stjórn- vöid og ráðamenn hafa fengið í hendur. Um þennan þátt í lífsstarfí Gísla munu of fáir vita. Ekki er mér kunnugt um öll þau félög sem Gísli hefur stofnað eða starfað með um dagana og ótal fé- lög og stofnanir hafa átt hauk í horni þar sem Gísli er og íjárhags- erfiðleikar hafa steðjað að. Hann hefur verið ötull og einlægur stuðn- ingsmaður Bindindishreyfingarinn- ar frá æskuárum. Starf hans að mannúðar- og líknarmálum má þakka uppeldi hans og trú, einlægur stuðningsmaður kirkjunnar hefur hann alltaf verið um leið og hann hefur knúið á starfsmenn hennar að rétta hönd þeim málum sem hann hefur allra frekast borið fyrir brjósti, þ.e.a.s. öldrunarmálum. Hann vann lengi að íþróttamálum og var m.a. formaður Knattspyrnufélags Vík- ings. Félagsmál verslunarmanna lét hann sig varða. Hann var forgöngu- maður að stofnun Öldrunarfræðafé- lagsins og fyrsti formaður þess og einn af frumkvöðlum þess að Krabbameinsfélag íslands var stofnað. En eftirminnilegastur verður Gísli fyrir þá forystu sem hann hefur haft í öllum líknar- og mannúðar- málum aldraðra og reyndar mætti telja upp fleiri mál sem undir þetta falla sem Gísli hefur starfað að og stutt á margan hátt en ellimálin verða þau mál sem lengst munu halda minningu Gísla á Grund á lofti. Grund er óbrotgjarn minnis- varði um það þrek og þá framsýni sem faðir hans og félagar og síðan Gísli sýndu er þeir brutu leiðina um torfæru til skilnings. Þetta þekkjum við sem höfum starfað hjá Sjó- mannasamtökunum af eigin raun. Mér hefur verið sagt af fyrirrenn- urum mínum og samstarfsmönnum að þegar að undirbúningi að bygg- ingu Hrafnistu í Reykjavík stóð hafi oft verið leitað til Gísla ekki síður eftir að rekstur Hrafnistu hófst og ýmsir erfiðleikar komu upp og var Gísli alltaf boðinn og búinn til þess að gefa góð ráð og hjálpa til þegar til hans var leitað. Það var mikill stuðningur fyrir mig þegar ég tók við starfi forstjóra Hrafnistu Reykjavik fyrir rúmum 20 árum að geta leitað til Gísla og átti slíkan traustan vin og reyndist mér mikil hjálparhella sem að ég nú þakka. Þetta var mér að sjálf- sögðu ómetanleg aðstoð við að hefja mitt starf. Hann hefur sýnt Hrafnistuheim- ilinu mikla vináttu alla tíð. Það eru ekki ófáar blómagjafirnar sem hann hefur sent fyrir stórhátíðir til heim- ilanna eða nýja framleiðslu græn- metis úr gróðurhúsum sínum í Hveragerði sem hefur ekki aðeins hjálpað til í rekstri okkar heldur einnig verið nýmeti fyrir vistfólk og starfsfólk. Það var því ekki að ófyr- irsynju þegar Sjómannasamtökin hófu sínar miklu framkvæmdir við byggingu Hrafnistu í Hafnarfirði að Gísli Sigurbjörnsson var beðinn að taka fyrstu skóflustunguna. Með því vildu Sjómannasamtökin sýna honum þá virðingu sem honum bar sem forystumanni á þessu sviði og um leið þá virðingu sem góðum hjálparmanni og vini er sýnd á hátíð- arstund. Fleiri en ég vona að þessi handtök hans eigi eftir að blessa öll þau störf sem eru á þessu heim- ili og verða um ókomna tíð. Ég vil senda Helgu Björnsdóttur og þeim dætrum, Nínu, Sigrúnu, Helgu og Guðrúnu, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur við fráfall Gísla og við eigum minningu um góðan dreng og góðan stuðnings- mann í því starfi sem við höfum verið að vinna að. Rafn Sigurðsson. Á nýju ári berast okkur þau tíð- indi að Gísli Sigurbjörnsson sé lát- inn. I upphafi árs fótum við okkur á ný og við viljum svo sannarlega að það sem var okkur til stoðar á því síðasta verði það áfram. Þó að við Gísli værum ekki daglega í tengslum um neitt var hann einn þeirra sem ég treysti að því leyti að þar ætti ég hauk í horni. Foreldr- ar Gísla voru vinir og velgjörðar- menn foreldra minn og svo margra. Allir, sem nokkuð eru komnir til aldurs að ráði, muna eftir svokölluð- um ljósgeislamyndun, sem notaðar voru við barnastarf. Fyrst voru þær með enskum textum, og þeir sem muna eftir þeim, mega vita að þær bárust frá séra Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni, þessum óþreytandi manni í því að boða Guðs orð og finna þeirri boðun nýja farvegi. .Hann var alla tíð heimsborgari og átti sína vini og trúnaðarmenn eins erlendis og hér. Frú Guðrún Lárusdóttir var svo meðai frumherja í því að konur tækju þátt í stjórnmálum. Virt var hún og elskuð um leið og hún hlaut að verða umdeild. Þegar faðir minn lá helsjúkur á sjúkrahúsi spurði hún móður mína, þá unga konu, hvort hún væri hrædd um að missa mann- inn. Því játti móðir mín. Þá sagði Guðrún henni að vera alveg róleg því að þannig hefði hana dreymt fyrir honum að hann ætti eftir að verða biskup. Daginn áður en slysið mikla varð, þar sem þær mæðgur fórust í Tungufljóti, höfðu þau öll komið að Hraungerði og eftir skemmtilega samveru skildu þau þar við kirkju- dymar eftir að hafa sungið og beð- ið saman í kirkjunni. Mikið áfall var það og skýrum rúnum skarst í vitund foreldra minna minningin um vináttu og trú- arsamfélag. Gísli reyndi mikið við þessa atburði og varð e.t.v. aldrei samur maður eftir þá. Uppbygging hans og brautryðjandastarf í öldrun- arþjónustu var allt unnið öðrum þræði í trúmennsku við uppruna og uppeldi. Þannig kynntist ég Gísla sjálfur að hann fékk óvænt, að mér sýndist þá, áhuga fyrir að gera Selfoss- kirkju nokkuð til góða. Tvisvar gekk ég með honum um húsakynnin hér, og það var lærdómsríkt. Hann sá greinilega fyrir sér hveija krónu sem lögð hafði verið í framkvæmd- ina um leið og hann sá svo ótal möguleika til að nýta aðstöðuna. Eftir þetta ákvað hann að gefa Sel- fosskirkju andvirði þeirra sex steindu glugga sem nú prýða kór kirkjunnar. Sjálfur sagðist hann ékki gefa þetta, heldur væri það stofnendasjóður Grundar, og þannig vildi hann láta sitt nafn hverfa bak við nöfn foreldra sinna og annarra upphafsmanna Grundar. Þessir gluggar eru gefnir til minningar um ýmsa mestu athafnamenn héraðs- ins, sem ekki verða nefndir hér, en voru samstarfsmenn Gísla um mál- efni eins og uppbyggingu elliheimil- is í Hveragerði og byggingu hafnar í Þorlákshöfn. Gísli var velgjörðar- maður fleiri kirkna, og Iíklega er hann eini íslendingurinn, sem gefið hefur öllum sóknarkirkjum í landinu nokkra gjöf. Á ég þar við það fram- tak hans að gefa út Passíusálmana og gefa öllum kirkjum nokkur ein- tök þeirra. Saga Gísla er saga mikils at- hafnamanns, sem ég ekki kann að rekja að svo stöddu. Mín vegna og minna og kirkjunnar hér á Selfossi hlýt ég þó að þakka honum að leið- arlokum og biðja honum blessunar í ríki Guðs. Guð huggi og styrki fjöl- skyldu hans og alla þá sem nú syrgja. Sigurður Sigurðarson. Fleiri minningargreinnr um Gísla Sigurbjörnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.