Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1994 21 að sér og hefur haft með höndum allt til þessa, í 41 ár. Gísli Sigurbjörnsson sigldi þó ekki alltaf lygnan sæ í framkvæmdum sínum og rekstri þessara stórfyrir- tækja tveggja, mannúðar- og þjóð- þrifastofnana, sem segja má að markað hafi aldahvörf í íslensku þjóðlífi hvað snertir umönnun aldr- aðs fólks. Því að það hefur löngum verið hlutskipti forvigismanna allra tíma að eiga við að stríða tor- tryggni, skilningsleysi og öfund misviturra samtímamanna, og fór Gísli ekki varhluta af því svo hvim- leitt sem það hlýtur að vera og ógeð- felldur fjötur um fót hveijum, sem fyrir verður, og að sama skapi letj- andi og sárt að verða fyrir. Mikinn þrótt og þolgæði þarf til að rísa undir slíkri málafylgju græsku og grályndis. En allt þetta stóð Gísli af sér með sóma. Gísli var margskyns gáfum gæddur. Hann var í eðli sínu mis- kunnsamur og umburðarlyndur, glöggskyggn mjög á menn og mál- efni og fylginn sér, þegar með þurfti. Fjármálamaðui' var hann og kunni öðrum fremur vel og hyggi- lega með ijármuni að fara, enda honum vel ljóst, að án fjár verður lítið aðhafst til heilla og eflingar lands og lýðs. Við andlát Gísla forstjóra Sigur- björnssonar höfum við í Félagi fyrr- verandi sóknarpresta mikils misst og mjög að sakna. Af 665 samfund- um okkar mánaðarlegum frá upp- hafi, árinu 1939, höfum við haldið 465 fundi okkar, að lokinni messu- gjörð hveiju sinni, á Grund, frá ár- inu 1955, allt fram á þennan dag. Við teljum okkur því eiga Gísla Sigurbjörnssyni, húsbónda heimilis- ins, mikið gott upp að unna fyrir sérstaka ræktarsemi við okkur, margvíslega fyrirgreiðslu, greið- vikni og höfðingsskap í hvívetna, sem við höfum fengið notið í ríkum mæli, atlæti og aðstoð, sem í raun verður aldrei fullþakkað, hvorki honum né öðrum þeim mætu for- ráðamönnum, sem þar hafa átt hlut að. Gísli Sigurbjörnsson var trúr í lífi sínu, ekki einasta yfir hinu smáa, heldur og yfir því, sem meira var. Þess vegna var hann og, fyrir fág- ætt atgervi, settur yfir enn meira á langri starfsævi. Til vitnis um þessa fullyrðingu mætti mjög gjarnan vísa til þessara orða heilagrar ritningar: „Gott þú góði og trúi þjónn, gakk inn til fagn- aðar herra þíns.“ Við þökkum vini og velgjörðar- manni, sem nú hefur kvatt á síð- kveldi. Eiginkonunni, frú Helgu Björns- dóttur, dætrunum og öðrum ástvin- um, vottum við innilega samúð okk- ar og biðjum þeim blessunar Guðs. F.h. Félags fyrrverandi sóknar- presta, Grímur Grímsson. Það er mikil forgjöf í lífsbarátt- unni að vera alinn upp í góðum hópi systkina, sem ómeðvitað ala hvert annað upp að meira eða minna leyti. Ekki spillir það stöðunni, þeg- ar systkinin koma með vini sína inn á heimilið. Þá getur skapast sú sanna vinátta, sem fátt jafnast á við, þannig að vinurinn verði næst- um eins og einn meðlimur fjölskyld- unnar. Við systkinin vorum sjö, sex bræður og ein systir. Systirin, Nína, fékk öðrum fremur að láta vinkonui' sínar gista næturlangt, enda held. ég að slíkt uppátæki sé miklu al- gengara meðal stúlkna en drengja. Mér er i minni, er Nína, sem er fjórum árum eldri en ég, kom með nýja vinkonu inn á heimili foreldra minna, ég var þá á fjórða ári. Þessi nýja vinkona hét Helga og var dótt- ir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Björns Arnórssonar, stórkaup- manns, sem hafði þá einna fyrstur manna reist sér einbýlishús í Laugarásnum og kallaði það Reyki. í framhaldi af því tókst einlæg vinátta með foreldrum Helgu og foreldrum mínum, sem auðgaði til- veruna. Enda hafði faðir minn ol't á orði á latínu: „Decus vitae amicit- ia“, sem þýðir: „Vinátta er skraut lífsins". Þegar Helga Björnsdóttir svo á sínum tíma giftist Gísla Sigur- björnssyni, bættist hann í vinahóp- inn. Mér varð fljótlega ljóst að Gísli Sigurbjörnsson var óvenjulegur at- orkumaður, fullur af hugmýndum um mannbætandi líf og vildi örva aðra til dáða. Síðustu 25 árin hef ég haft tækifæri sem lögmaður Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar til að fylgjast með af hvílíkum dugnaði og hagsýni Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra þess, tókst að reka þá stofnun og dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Gísli Sigurbjörnsson fylgdist vel með hvers konar framförum í vísind- um, þó einkum á sviði læknavís- inda. Honum var einkar hugfólgin vísindastofnun, sem hann hafði komið á fót í Hveragerði og hann kallaði Rannsóknarstofuna Neðri- Ás í Hveragerði. Tilgangur með stofnun hennar var sá helstur að með vísindalegum rannsóknum mætti stuðla að hvers konar fram- förum á öllum sviðum þjóðlífsins, en þó sérstaklega í sambandi við garðyrkju og gróður og áhrif hvera og hveragufu á heilsuna. Einn þátt- urinn í rekstri rannsóknarstofunnar var að bjóða erlendum vísindamönn- um að dveljast í Hveragerði til að stunda rannsóknarstörf. Vísinda- mennirnir gáfu rannsóknarstofunni verk sín að launum. Þannig hafa komið frá rannsóknarstofunni rúm- lega 50 vísindarit eftir nokkru fleiri höfunda. Einnig hefur rannsóknar- stofan skipst á vísindaritum við er- lenda háskóla og vísindastofnanir og er þannig talsvert safn vísinda- rita í fórum stofunríar. Það var mikill fengur að því að kynnast Gísla Sigurbjörnssyni og magnað að spjalla við hann. Þá flaug hugur hans oft víða,' þannig að maður átti stundum fullt í fangi með að fylgja honum eftir í hugsýn- um hans. Nú er þessi merki maður látinn eftir heilladijúgt ævistarf í þágu íslensku þjóðarinnar og skal eftirlif- andi konu hans, dætrum, tengda- sonum og ættmennum vottuð samúð og virðing. Gunnlaugur Þórðarson. Með Gísla Sigurbjörnssyni, for- stjóra Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, er genginn einn af bestu sonum þessarar þjóðar á yfirstand- andi öld, eldheitur hugsjónamaður og brautryðjandi, er átti til að bera nægilegt hugrekki, vilja og áræði til þess að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd. Gísii Sigurbjörnsson var frumkvöðull að umönnunarþjón- ustu fyrir aldraða í þessu landi. Um sex áratuga skeið var hann í fylk- ingarbijósti þeirra, er gjöra vildu öldruðum ævikvöldið friðsælt og athvarfið öruggt. Um það brautryðj- endastarf hans ber Elli- og hjúkrun- arheimilið Grund órækast vitni svo og heimili hans fyrir aldraða í Hveragerði. Þessar stofnanir rak Gísli af einstakri fagmannlegri þekkingu, dugnaði og af svo ein- lægri ást á viðfangsefninu, að fá- gætt má teljast. En við jarðnesk leiðarlok Gísla Sigurbjörnssonar skal hinu ekki heldur gleymt, hvílíkan hollvin kirkj- an átti í honum og þá ekki hvað síst söfnuðir Reykjavíkurprófasts- dæma. Þótt Gísli styrkti með ýmsu móti söfnuði víðsvegar um landið var þó stuðningur hans við kirkjur, söfnuði og safnaðarfélög hér í Reykjavíkurprófastsdæmum stærstur og mestur. Margsinnis studdi hann hér kirkjulegt starf með rausnarlegum gjöfupi og einörðum hvatningarorðum. Á 200 ára af- mæli Reykjavíkurborgar árið 1986 stofnaði hann tii dæmis Starfssjóð SJÁ BLS. 38. ERTU MEÐ I HOPI ÞEIRRA BESTU! FRÁ UPPHAFI HAFA VERÐBRÉFASJÓÐIR í UMSJÓN KAUPÞINGS HF. ÁVALLT VERIÐ í HÓPI BESTU ÁVÖXTUNARLEIÐA Á FJÁRMAGNSMARKAÐNUM. -GERÐUSAMANBURÐ Alþjo&asjo&ur me& erlend ver&bréf Eignarskattsfrjals sjo&ur með ríkisverðbréf Skammtímasjó&ur Nafnávöxtun Raunávöxtun Einingabréfin og Skammtímabréfin er hœgt ab innleysa hvenœr sem er. Til þess aö losna viö kostnaö þarf aö tilkynna innlausn á Einingabréfum 1, 2 og 3 meö 2ja mánaöa fyrirvara. Einingabréf 2 henta vel í reglulegan sparnaö. Skammtímabréfin eru laus án kostnaöar eftir 30 daga frá kaupdegi. Bréfin fást hjá eftirtöldum aöilum: Kaupþingi hf. Kaupþingi Noröurlands hf. Sparisjóöunum og Búnaöarbanka íslands SPARISJÓÐIRNIR ®BÍ1 BUNAÐARBANKINN KAUPÞING HF Löggilf verbbréfafyrirtœki Kringlunni 5, simi 689080 / eigu Búnabarbanka íslands og sparisjó&anna KAUPÞING HF. - FRAMTÍÐARÖRYGGI í FJÁRMÁLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.