Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐiÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1994 EGLA -ROÐ OG REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Soffía Kjartans- dóttír — Minning Fædd 29. apríl 1912 Dáin 6. janúar 1994 Nú hefur hún Soffía frænka kvatt okkur eftir stutta sjúkdómslegu. Hún sofnaði svefninum væra aðfara- nótt 6. janúar og verður jörðuð í dag. Hún var ekki frænka mín í þeim skilningi heldur var hún afasystir mannsins míns og þannig hófust kynni okkar fyrir fjórum árum. Þó svo að árin séu ekki mörg sem ég þekkti Soffíu þá kynntist ég henni vel og fékk að njóta hennar blíðu umhyggju og glaðværðar. Hún elsk- aði börn og þau hændust að henni og það eru margir ullarsokkarnir og vettlingarnir sem hafa hlýjað litlum höndum og fótum í vetrarkuldanum. Um það leyti sem ég kynntist manninum mínum var það fastur liður í stundatöflunni hans að fara í mat til hennar Soffíu. Þegar hún frétti af mér þá fannst henni það lítið mál að bæta við einum diski á borðið og tók svo á móti okkur með opnum faðmi og hlöðnu borði af kræsingum. Þegar heilsan leyfði ekki lengur þessi litlu matarboð á Laugaveginum þá sendi hún okkur bara matinn í staðinn en eftirlét okkur eldamennskuna. Hún hafði ferðast mikið um ævina og var óþrjótandi viskubrunnur um staði og örnefni. Hún sagði svo skemmtilega frá þessum glímum sín- um við brött íjöllin og straumharðar árnar að það var eins og maður hefði verið með í ferðinni. Seinni árin fækkaði ferðalögunum en hún fór alltaf þegar hún treysti sér og oftar í huganum. Soffía var ein af þessum einstöku manneskjum sem enga bilbug láta á sér finna. Hún kvartaði aldrei og þess vegna gerði enginn sér grein fyrir hversu veik hún í raun var orð- in. Glettnu augun hennar og milda brosið lýstu upp tilveruna og heima- bakaða jólakakan og kleinurnar glöddu magann í heimsóknum á Laugaveginn. Frá henni fór ég rík- ari. Nú þegar komið er að kveðju- stundinni er svo margs að minnast og söknuðurinn nístir hjartað. Það er þó huggun harmi gegn að vita til þess að hún Soffía mín mun bíða okkar með útréttan faðminn og bros á vör þegar að okkar tíma kemur. Eg veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir; svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir! (Steinn Sigurðsson) Elsku Soffía, takk fyrir allt sem þú gafst og varst. Hvíl í friði. Birna Björk. Okkur langar að minnast hennar Soffu okkar í fáum orðum, þakka henni allt sem hún var okkur systk- inunum og okkar fjölskyldum í gegn- um árin. Við vorum ekki há í loftinu þegar Gunna og síðan Soffa systir hennar fluttu frá Hvalsnesi til Reykjavíkur í hús foreldra okkar á Framnesvegi 7. Það var líf og íjör, búið í hverju herbergi og allir sem ein stór fjöl- skylda. Alltaf varf einhver sem hafði tíma til að hlusta og tala við okkur smáfólkið og mörg kvöldin var setið við spil eða annað sem börn og ung- lingar hafa ánægju og gleði af. Þær systur Guðrún og Soffía bjuggu á Framnesveginum í mörg ár uns þær festu kaup á íbúð á Laugavegi 98, þar sem áttu heimili til hinstu stundar, en Guðrún lést árið 1981. Soffía var einstaklega góð og hjartahlý kona, því fengum við systkinin sannarlega að kynnast. Hún bar alla tíð umhyggju fyrir okkur og börnum okkar og var hluti af okkar fjölskyldum. Við kveðjum Soffu með söknuði og þakklæti og geymum minninguna um hana í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bryndís, Valdimar, Þóra. Um leið og við kveðjum hinstu kveðju Guðrúnu Soffíu Kjartansdótt- ur, eða Soffíu frænku eins og hún var alltaf kölluð meðal fjölskyldunn- ar, viljum við minnast hennar með nokkrum orðum. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- ríður Oddsdóttir, fædd 2. júlí 1873, dáin 13. júní 1947, og Kjartan Helgason útvegsbóndi, fæddur 28. október 1877, dáinn 24. ágúst 1954, sem bjuggu öll sín búskaparár í Moshúsum á Miðnesi. Börn þeirra voru þrjú, Soffía; Guðrún, fædd 18. ágúst 1908, dáin 20. desember 1981; og Helgi, fæddur 23. desember 1914, dáinn 8. maí 1978. Helgi kvæntist Hildi Jónsdóttur, fædd 17. júlí 1908, dáin 31. maí 1985, og eignuðust þau eina dóttur, Guðríði, sem er gift Sigurði G. Sigurðssyni brunaverði og eiga þau tvö börn, Hildi og Helga Kjartan. Soffía og systkini hennar ólust upp hjá foreldrum sínum í Moshús- um. Mörg okkar frændsystkinanna áttu því láni að fagna að fá að dvelja hjá „afa, ömmu“ og Soffu í Moshús- um lengi eða skemmri tíma á sumr- um og eigum við okkar björtustu æskuminningar frá þeim árum. Ein- stök gestrisni þeirra allra og hjarta- hlýja gerði það að verkum að krakk- arnir frá Norðurstígnum og Ný- lendugötunni sóttu stíft að fá að dvelja þar á sumrum. Hefur það eflaust verið mikil aukavinna sem lagðist á heimilisfólkið, ekki síst á Soffu, sem hélt heimili með foreldr- um sínum. Nokkrum árum eftir lát móður sinnar fluttist Soffía til Reykjavíkur, til systur sinnar sem bjó á Framnes- vegi 7, og bjuggu þær þar í mörg ár. Seinna keyptu þær sér íbúð á Laugavegi 98 þar sem þær áttu heima alla tíð síðan. Eftir að til Reykjavíkur kom starf- aði hún lengst af við sauma á sauma- stofunni Artemis, þar sem hún stundaði starf sitt af einstakri trú- mennsku og vandvirkni. Þær systurnar gengu báðar í Ferðafélag Islands, þar sem þær voru kjörfélagar, ferðuðust með því um áratugaskeið vítt og breytt um landið og áttu þar margar ánægju- stundir með góðum félögúm. DÚXINN - námstækninámskeið og námið verður leikur einn! Inniheldur bók og tvær snældur. Verð aðeins kr. 2.900. Fæst í flestum bókaverslunum. Sendum einnig frítt í póstkröfu. Sími 642100. HRAÐLESTI'RARSKOLINN Haliarmúla • Kringlunni • Austurstræti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.