Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 35
Soffía átti við nokkra vanheilsu að stríða hin seinni ár og reyndust Guðríður og Sigurður henni einstak- lega vel alla tíð, enda dvaldist hún oft hjá þeim í Njarðvíkum. Við þökkum Soffu frænku sam- fylgdina og vottum Guðríði og fjöl- skyldu hennar samúð okkar. Frænkurnar Guðríður og Elísabet. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) í dag kveð ég hjartkæra föður- systur mína, Soffíu Kjartansdóttur, sem andaðist aðfaranótt 6. janúar á Hjartadeild Landspítalans. Soffía fæddist 29. apríl 1912 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru sæmdarhjón- in Kjartan Helgason og Guðríður Oddsdóttir. Kjartan fæddist 28. október 1877 í Moshúsum, Miðnes- hreppi, síðar bóndi og sjómaður í Moshúsum. Guðríður fæddist 2. júlí 1873 í Háholti, Gnúpveijahreppi, dáin 1947, bjó í Háholti eftir móður sína og í Glóru 1902-4. Kjartan og Guð- ríður giftust 1908 og eignuðust þrjú börn. Börnin voru í aldursröð: Guð- rún, fædd 18. ágúst 1908, en hún lést 1981, Soffía, sem hér er kvödd, og Helgi, skipstjóri, fæddur 23. des- ember 1914, en hann lést eftir lang'- varandi veikindi 1987. Helgi var kvæntur Hildi Jónsdóttur hannyrða- kennara, hún lést 1985. Soffía ólst upp í föðurhúsum og bjó þar allt fram til ársins 1948, en það ár brá Kjartan búi og þau feðginin fluttust til Reykjavíkur. Kjartan afi bjó um skamma stund á foreldraheimili mínu, en fór síðan á Elliheimilið Grund og andaðist þar 1954. Guðrún fluttist til Reykjavíkur 1941 og leigði herbergi hjá frænda þeirra systra á Framnesvegi 7. Eftir að Soffía kom í bæinn fengu þær leigða íbúð á efri hæð hússins. Systurnar tengd- ust fjölskyldunni sterkum vinar- böndum sem héldust alla tið og aldr- ei bar þar skugga á. Börnin þijú á heimilinu urðu þeim systrum einkar kær. Haustið 1959 festu þær systur kaup á íbúð á Laugavegi 98 og bjuggu þar til æviloka. Gestkvæmt var hjá þeim systrum alla tíð enda góðar heim að sækja. Þar var ávallt veitt af miklum rausnarskap. Systurnar voru ákaflega raungóð- ar og ekki lágu þær á liði sínu þeg- ar leggja þurfti líknarfélögum lið. Margt handverkið kom frá þeim á basar sem Slysavarnafélag Islands og Styrktarfélag fatlaðra og lam- aðra héldu. Soffía vann lengi við verslunar- störf hjá Guðbjörgu Bergþórsdóttur á Öldugötu 29 og seinna vann hún fyrir sér við saumaskap hjá Artemis. Þær systurnar ferðuðust víða um landið, einkum í ferðum Ferðafélags íslands. Landið sitt þekktu þær syst- ur mæta vel og þeir eru ófáir staðirn- ir á landinu sem þær höfðu heim- sótt og það oftar en einu sinni. Á seinni árum fór Soffía að ferð- ast til útlanda og voru þær ferðir henni ógleymanlegar. Allt frá árinu 1955 hélt Soffía dagbók yfir ferðir sínar og eru það stórmerkilegar ferðabækur. Við mæðginin vorum svo lánsöm að komast í tvær ferðir með henni, fyrri ferðin var vikudvöl í Þórsmörk, suinarið 1987, sérlega skemmtileg ferð. Þórsmörkin skart- aði sínu fegursta dag eftir dag, það voru sannarlega dýrðlegir dagar. Þetta sama sumar fórum við saman í beijaferð vestur í Þorskafjörð, berj- atínslan varð nú ekki mikil en ferðin var engu að síður skemmtileg. Soff- ía var ákaflega vel gefin kona, dagf- arsprúð og lét lítið yfir sér. Lund- erni hennar var afar gott, mér fannst hún aldrei skipta skapi. Hún hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum og var föst fyrir. Soffía var víðlesin og unni lestri góðra bóka og var hún vel að sér um menn og málefni. Eftir því sem árin liðu kynntist ég þeim systrum betur og sá hve miklum mannkostum þær voru bún- ar. Við fráfall móður minnar tengd- ist ég Soffíu sterkum böndum, svo sterkum að mér fannst hún nánast ganga mér í móður stað. Hjá henni MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 35 fannst mér ég eiga heima. Hún unni mjög börnunum mínum og barna- börnum. í dag trega þau mikilhæfa konu, konu sem gekk þeim í ömmu stað. Það lærist víst seint að skilja hvað sérhver stund í samskiptum fólks er mikilvæg og hefur mikla þýðingu í framtíðinni. Fyrst þegar möguleikinn til að endurnýja gleði gærdagsins er ekki lengur fyrir hendi, verður manni svo átakanlega ljóst hvað stundin var stutt, margt ósagt, margt ógert. A kveðjustund sem í dag streyma fram úr fylgsnum hugans minning- ar, litríkar myndir liðinna stunda sem kalla fram sterka og knýjandi löngun til að þakka fyrir þá dýr- mætu vináttu sem Soffía veitti mér. Ég bið góðan Guð að helga þá dýru minningu sem nú er geymd í huga og hjarta. Starfsfólki á Hjartadeild Land- spítalans þakka ég fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) í dag þakka ég Soffíu allar stund- ir birtu, hlýju og gleði. Ég kveð frænku mína með trega og virðingu. Guðríður Helgadóttir. Hún Soffa frænka lést á Landspít- alanum aðfaranótt sjötta janúar eftir snarpa baráttu. Soffía var afasystir okkar. Fyrstu árin okkar var samgangur tengdur fjölskyldusamkomum, en hin síðari ár varð hann mun innilegri. Hún gekk okkur í ömmu stað og bömin okkar kölluðu hana alltaf ömmu Soffu. Soffa var afar hjartahlý kona. Hún var alltaf tilbúin til að gefa af sjálfri sér, hjálpa og annast aðra. Mildi hennar og manngæska var sönn. Systurnar létu til sín taka á mörg- um sviðum en hæst bar þó feril þeirra hjá Ferðafélagi íslands. Eftir að Gunna féll frá hélt Soffa áfram eins og aldur leyfði. Hún var skarpgreind kona og með Ferðafélagi Islands kynntist hún landinu frá fyrstu hendi. Hún var hafsjór af fróðleik um landið og ferðalög með henni voru ævintýri líkust. Hún hafði alls staðar komið, þekkti hveija þúfu og sögu hvers staðar. í þessum ferðum eignaðist hún marga góða ferðafé- laga sem fylgdu henni í mörgum ferðum og í gegnum lífið. Fyrstu minningar okkar um Soffu tengjast heimili hennar á Laugaveg- inum. Árvissu fjölskylduboðin og jólagjafakaupin á Þorláksmessu. Það var siður hjá henni að fara með okk- ur systkinin í innkaupaferð á Þor- láksmessu þar sem við fengum að velja okkur gjöf. Þetta var ávallt mikið tilhlökkunarefni og markaði upphaf jólanna. Nú síðustu jól átti að verða fyrsta ferð barna okkar í svona jólaleiðangur en af því varð ekki. Á sínum yngri árum þráði Soffa að mennta sig en henni gafst ekki kostur á því. Hún einsetti sér að hjálpa öðrum til náms ef henni gæf- ist kostur á og það gerði hún svo sannarlega. í okkar námi reyndist hún ákaflega vel. Við fengum lykla að híbýlum hennar og þar vorum við í fæði og í húsnæði ef svo bar und- ir. Eftir langan dag var gott að koma til Soffu, láta stjana við sig og slaka síðan á með henni við sjónvarpið. Seinna þegar matarboðunum fækkað leysti hún okkur út með góðgæti í poka eins og hún var vön að kalla það. Það var sama á hvaða tíma við komum í heimsókn, það stóð alltaf vel á, jólakaka í boxinu og við ávallt velkomin. Þó við kveðjum Soffu nú, mun hún lifa í minningum okkar sem yndisleg amma. Hildur og Helgi. Með þökk í huga vil ég minnast Soffíu Kjartansdóttur, hjartahlýju hennar og kærleika. Ég sem þessar línur rita var ekki skyldur Soffu, en hún var afasystir konu minnar. Reyndist Soffa henni ávallt sem besta amma og síðar lang- amma stelpnanna okkar. Soffa var einstaklega barngóð kona og þráði návist barnanna. Aldr- ei komu litlu stelpurnar okkar að tómum kofunum hjá Soffu. Nýpijón- aðir sokkar yljuðu vel og góðgætið í veski hennar laðaði fram þakklæt- isbrosið sem hún kunni svo vel að meta. Soffa var stór og mikilvægur hluti af fjölskyldulífi okkar og lét sig aldrei vanta í barnaafmælin eða sam- verustundir fjölskyldunnar. Síðustu árin bjó Soffa ein í hlý- legri og skemmtilegri íbúð sinni ~á Laugaveginum. Þar tók Soffa vel á móti sínu fólki og naut samneytis við ættingja og vini. Sjálf eignaðist Soffa engin börn, en skapaði sér stóra og samrýnda fjölskyldu með umhyggju sinni og væntumþykju. Bróðurdóttir Soffu reyndist henni sem besta dóttir og samband þeirra var einstakt. Guðríður kom reglulega á Laugaveginn og hjálpaði við ýmis heimilisstörf og síðustu vikurnar þegar Soffa lá mikið veik á Landspít- alanum var móðurkærleikur hennar launaður með óeigingjörnum heim- sóknum Guðríðar heilu dagana þar til yfir lauk. Soffa var félagi í Ferðafélagi ís- lands og dugleg að ferðast um land- ið sitt sem hún þekkti svo vel. Einn- ig átti hún kost á ánægjulegum ferð- um erlendis, í góðra vina hóp, síð- ustu árin. Lífið er eitt ferðalag og síðasta ferðin Öllum ætluð. Ferðalag Soffu var fallegt og gefapdi öllum þeim sem nærri komu. Ég þakka elsku Soffu samfylgdina og trygga vináttu. Ég votta Guðríði og öðrum ástvin- um mína dýpstu samúð og óska þeim guðs blessunar. Soffa mín, hvíl þú í friði. Steinþór Jónsson. Að morgni þrettánda dags jóla andaðist Soffía Kjartansdóttir á hjartadeild Landspítalans eftir nokk- urra vikna legu. Soffía fæddist í Moshúsum í Miðneshreppi 29. apríl 1912. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Oddsdóttir og Kjartan Helgason bóndi og útvegsbóndi. Moshús voru lítið býli á Hvalsne- storfunni. Þau hjón áttu þrjú börn, Guðrúnu, fædda 1908, Soffíu, fædda 1912 og Helga, fæddan 1914 og kveður Soffái síðust þeirra systkina. Guðrún og Soffía giftust ekki og áttu ekki afkomendur, en Helgi kvæntist og átti eina dóttur, Guð- ríði, sem Soffía lét sér mjög annt um og hennar börn, Hildi og Helga. Soffía vann að búi foreldra sinna þar til hún flytur til Reykjavíkur 1948, að móður sinni látinni, en hin systkinin höfðu áður farið að heim- an. Eftir að Soffía flytur til Reykja- víkur búa þær systur saman, fyrst á Framnesveginum og síðar í eigin íbúð á Laugavegi 98. Þangað var ætíð gott að koma. Heimilið prýddi mikiL og fögur handavinna • og smekklegur húsbúnaður og mikil gestrisni. Eftir að Soffía flytur til Reykjavíkur vinnur hún m.a. í Versl- un Guðbjargar Bergþórs á Öldugötu 29, en lengst af starfaði hún við saumaskap og í áratugi í undirfata- gerðinni Ártimes. Kynni mín af Soffíu og Guðrúnu hófust í hálendisferðum með Ferða- félagi íslands sumarið 1958 og má segja að sá kunningsskapur hafi haldist allar götur síðn, kunnings- skapur sem síðar breyttist í vináttu eftir því sem árin urðu fleiri. Soffía mun hafa gengið í Ferðafélag ís- lands um 1950 og var virkur félagi í ferðafélaginu til æviloka. Soffía hafði mikla ánægju af ferðalögum og var það sem kallað er að nútíma- máli „ferðafíkill", hún ferðaðist um landið í frítíma sínum í áratugi og var orðin gagnkunnug landinu bæði af ferðum sínum og ekki síðar af lestri bóka um landið og sögu þess. Hún hafði trútt minni og kunni heilu ljóðabálkana utan að. Soffía var glaðsinna og naut sín vel í hópi vina og kunningja, er margs að minnast frá slíkum stundum í sæluhúsum ferðafélagsins og ferðum þess. Hún naut ekki skólagöngu umfram barnaskóla, sem svo algengt var á þeim tímum, en hún var ákaflega vel gerð og hafði hæfileika til að tileinka sér þekkingu af sjálfsdáðum og hafði ákveðnar skoðanir á málun- um. í áraraðir voru Soffía og Guð- rún systir hennar sjálfsagðar í allar vinnuferðir ferðafélagsins, sem þá' eins og enn eru sjálfboðaliðaferðir. Þær stóðu í eldhúsinu og elduðu ofan í mannskapinn kjötsúpuna og fleira góðgæti. Oftar en ekki lögðu þær á borð með sér og ótaldir eru þeir hlutir, sem þær færðu félaginu til nota í sæluhúsunum, sem þær létu sér svo annt um. Árið 1976 voru þær systur, Guðrún og Soffía,, kjörnar kjörfélagar í Ferðafélagi ís'- lands sem lítinn þakklætisvott fyrir störf og tryggð við ferðafélagið. Soffia var ekki við eina fjölina felld í félagsmálum. Hún starfaði lengi með slysavarnafélaginu og lagði konum þar lið við fjáröflunm á bösurum og því um líkt. Soffía lét sér ekki nægja að ferðaðst um ís- land, þegar hún var farin að reskj- ast og ekki eins létt á fæti fór hún í ferðir um Evrópu og vildi kynnast öðrum löndum en íslandi og sem fyrr feraðist hún með opnum hug og notaði tímann til hins ýtrasta til að sjá og skoða sem mest af því sem fyrir augu bar. Soffía er nú lögð af stað í ferðina miklu, sem bíður okkar allra. Ég bið heni fararheilla í þeirri ferð. í upp- hafi þeirrar ferðar hafa að öllum lík- indum tekið á móti henni foreldar og systkini, hvað síðan ber við fáum við kannski að vita síðar. Brosandi skaltu ganga þinn veraldarveg ef von þín er traust og ætlunin frambærileg. Ekki skaltu með andvörpum ryðja þér leið. Ánægja þín á að vígja þitt baráttuskeið. Daglætin renni sem dáðir í göngunnar sjóð. Dagmálagleðin skal semja þitt kvöldvökuljóð. (Eysteinn Björnsson.) Með þessum ljóðlínum, sem mér finnst eiga svo vel við Soffíu og hennar lífshlaup, kveð ég hana og þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni og hennar miklu mann- kostum. Minningu hennar mun ég geyma meðan ég man í þennan heim. Ég bið blessunar ættingjum hennar og vinum, sem hún lét sér svo um- hugað um. Blessuð sé minning Soff- íu Kjartansdóttur. Þórunn Lárusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.