Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994
27
Öflugur jarðskjálfti ríður yfir Los Angeles og fjöldi skjálfta fylgir í kjölfarið
Líkast því að vera um borð
í skípi í miklum öldugangi
- segir Guðlaugur Sigurgeirsson, verkfræðingur í Los Angeles
„Jarðskjálftinn varði að manni
fannst heila eilífð, þó að hann
hafi ekki verið nema um mín-
útu,“ sagði Guðlaugur Sigur-
geirsson, verkfræðingur, sem
búsettur er ásamt eiginkonu
sinni og tveimur sonum í Los
Angeles, um 40 mílur frá upp-
tökum jarðskjálftans, sem skók
Los Angeles aðfararnótt
mánudags. Var skjálftinn um
6,6 stig á Richterkvarða en
fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjöl-
farið.
Guðlaugur líkir því acf’koma sér
út úr húsinu er skjálftinn reið yfir,
við að vera'um
borð í skipi í
miklum sjó-
gangi. „Manni
fannst hann
vara heila ei-
lífð. Fyrsta
hugsunin var
að ná í börnin
og koma öllum
út úr húsi. Við
búum í ein-
býlishúsa-
hverfi og mér sýndist að ekki
hefðu nærri allir farið út,“ segir
Guðlaugur en hann býr aust-suð-
austur af miðborg Los Angeles,
um 64 km frá upptökunum.
Talsvert tjón varð hjá Guð-
laugi, hlutir hrundu úr hillum.
Sagðist Guðlaugur hafa orðið var
við fáeina eftirskjálfta en vita að
þeir væru mun fleiri en hann fyndi.
Guðlaugur var í Los Angeles fyrir
tæpum tveimur árum er þar varð
skjálfti mun minni en skjálftinn
nú. „Sá var allt öðru vísi, snöggur
kippur. Nú varð byigjuhreyfing
sem varði miklum mun lengur. Þó
að fólki hafi brugðið við skjálft-
ann, kom hann fólki held ég ekki
á óvart, þar sem jarðskálftar eru
tíðir hér.“
Guðlaugur
Sigurgeirsson.
Gríðarleg
eyðilegging
NOKKRAR hraðbrautir í Los
Angeles og úthverfum hennar
hrundu í jarðskjálftanum í gær.
Myndirnar eru frá Sherman
Oaks-hraðbrautinni en lögreglu-
maður fórst er mótorhjól hans
þeyttist fram af brautinni er hún
hrundi. Liggur lík hans á braut-
inni en félagi hans kannar veg-
summerki. Sat fjöldi fólks fastur
í bílum sínum en í gærkvöldi
hafði ekki verið tilkynnt um fleiri
dauðsföll á götum borgarinnar.
Lárétt
færsla
í jarð-
skorpu
- segir Þorvaldur
Þórsson jarðvís-
indamaður
„MIÐAÐ við þær upplýsingar
sem ég hef virðist sem þarna
hafi átt sér stað svonefndur
þvergengisskjálfti, en svo er
það nefnt þegar á sér stað Iá-
rétt færsla jarðskorpunnar um
misgengisflöt,“ sagði Þorvald-
ur Þórsson, jarðvísindamaður
við háskólann á Hawaii í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Þorvaldur sagði að helst mætti
líkja því sem gerðist í skjálfta
af þessu tagi við það þegar mað-
ur stingur hnífi í smjör og dreg-
ur klípu til hliðanna í smjördoll-
unni. „Á skálftasvæðinu nuggast
saman tveir jarðskorpuflekar,
svonefndur Ameríkufleki og
Kyrrahafsfleki. Gífurleg orka
leysist úr læðingi þegar færslan
verður. Það tekur mörg ár að
byggja upp svona spennu en hún
leysist meira og minna í einu
höggi.“
Seinkar trúlega stóra
skjálftanum
„Skjálftinn varð á sama
sprungukerfi og San Andreas-
sprungan en hún er ekkert ósvip-
uð í eðli sínu sprungunum sem
Suðurlandsskjálftarnir verða á.
Það er útilokað að segja hvenær
svonefndur stóri skjálfti ríður
yfir í Kaliforníu og skjálftafræð-
ingar forðast eins og heitann eld
að spá um það. Og þessi skjálfti
seinkar honum frekar, alla vega
dregur úr spennu á þessari
sprungu og þessu svæði sem
skalf nú,“ sagði Þorvaldur.
„Það er lán að ekki varð meira
tjón en raun varð á því þetta var
stór skjálfti og hefði valdið miklu
tjóni annars staðar í heiminum."
Einn róttækastí umbótasinni rússnesku stjórnarinnar á útleið
Get ekki setið í sljóm og
verið ósammála stefmmni
—sagði Jegor Gajdar í bréfi sínu til Borís N. Jeltsíns forseta
Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph.
JEGOR Gajdar, efnahagsmálaráðherra og einn helsti frammá-
maður umbótasinna í Rússlandi, lýsti yfir því á sunnudag að
hann myndi ekki taka sæti í nýrri ríkisstjórn sem verið er
að setja saman. „Ég get ekki samtímis setið í ríkisstjórn og
verið stefnu hennar ósammála“, sagði Gajdar í bréfi sínu til
Borís N. Jeltsíns forseta. Forsetinn mun eiga fund í dag með
Viktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra um þann vanda sem
ákvörðun Gajdars skapar. Lloyd Bentsen, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, sagðist á sunnudag ekki óttast að umbóta-
stefnan myndi verða lögð á hilluna en starfsbróðir hans í
Þýskalandi, Theo Waigel, gaf í skyn í gær að ákvörðun Gajd-
ars væri merki um mikla erfiðleika í Rússlandi.
Jeltsín samþykkti ákvörðun
Gajdars í gær. Forsetinn fór um
hann Iofsamlegum orðum en full-
yrti að umbótum yrði haldið áfram.
Flokkur Gajdars, Valkostur
Rússlands, gagnrýndi í gær ríkis-
stjórnina, sagði að vikið hefði ver-
ið oft af umbótabrautinni að und-
anförnu. Túlka mátti yfirlýsinguna
sem hvatningu til ^annarra um-
bótasinna um að gefa ekki kost á
sér j stjórn Tsjernomýrdíns og er
einkum rætt um þá Borís Fjodorov
fjármálaráðherra og Anatolíj
Tsjúbajs, ráðherra einkavæðingar.
Jeltsín hefur gefið í skyn að und-
anförnu að hægt verði á umbótum
og er talið að hann óttist að ella
verði hörð átak við nýja þingið
óhjákvæmileg.
Gajdar lýsti óánægju sinni með
ríkisstjórnina, sér hefði gengið illa
að fá æðstu menn hennar til að
ræða stefnuatriði. Hann sagði að
kornið sem fyllt hefði mælinn hefði
verið sú ákvörðun að tengja efna-
hag Rússlands og Hvíta-Rússlands
nánum böndum á ný. Þetta gæti
haft hörmulegar afleiðingar. Einn-
ig finnst Gajdar það vera fjar-
stæða að ætla að byggja nýtt þing-
hús fyrir nær 40 milljarða króna.
ERLENT
Hann benti á að þetta væri meira
fé en ætlunin væri að nota til að
breyta vopnaverksmiðjum svo að
þær framleiddu nytjavöru fyrir
almenning í stað vopna. Gajdar
lýsti einnig óánægju yfir því að
hafa ekki verið boðið í viðhafnar-
kvöldverð í Kreml til heiðurs Bill
Clinton Bandaríkjaforseta.
Fyrir tveim árum fól Jeltsín for-
seti Gajdar, sem þá var forsætis-
ráðherra, það hlutverk að gera
verðlag í landinu frjálst og átti
þessi aðgerð að vera fyrsta skrefið
í átt til róttækra efnahagsumbóta.
Margt í þessum umbótum hefur
tekist, þess má m.a. geta að sam-
kvæmt breska tímaritinu The Ec-
onomist vinnur nær helmingur
Rússa nú hjá einka- eða samvinnu-
fyrirtækjum. Áður unnu nær allir
hjá ríkisreknum fyrirtækjum og
stofnunum.
Bítlar hljóð-
rita ný lög
New York. Reuter.
ÞRIR liðsmenn bresku Bítl-
anna, The Beatles, hefja í
næsta mánuði hljóðritanir
nýrra laga og er það i
fyrsta sinn sem þeir koma
saman í hljóðveri frá því
hljómsveitin hætti árið
1970. Skýrði tímaritið New
Yorker frá þessu í gær og
bar fyrir sig tvo fulltrúa
EMI-hljómplötufyrirtækis-
ins.
Upptökunum mun George
Martin stjórna, sá hinn sami
og stjórnaði upptökum á
hljómplötum Bítlanna meðan
þeir voru og hétu. Hefur hann
einnig umsjón með sérstakri
útgáfu sem ráðgerð er á lög-
um frá þeim tíma er Bítlarnir
voru á hátindi frægðar en
hafa flest aldrei komið fyrir
eyru hlustenda fyrr. Er þar
um að ræða fjóra til sex
geisladiska. Hermt er að Paul,
George og Ringo hafi tekið
mikinn þátt í undirbúningi
þeirrar útgáfu svo og mynd-
bands um sögu Bítlanna sem
ráðgert er að komi út á næsta
ári. Sýningartími myndbands-
ins verður 10 klukkustundir.