Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 46
46 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Varastu hagsmunaárekstra í vinnunni í dag. Þú færð góð ráð hjá vinnufélaga. Farðu gætilega með íjár- muni þína. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu félaga þinn fylgjast með fyrirætlunum þínum. Óvænt uppákoma getur valdið breytingum á ferðaá- formum þínum í dag. Tvíburar (21. maí - 20'. júní) Farðu varlega í það hveijum þú trúir fyrir leyndarmáli í dag. Þú ættir að leita ráða hjá fagmanni varðandi fjár- festingu-. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Láttu ekki dagdrauma trufla þig við vinnuna í dag. Reyndu að einbeita þér því áríðandi mál þarfanst af- greiðslu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Farðu að öllu með gát í vinn- unni í dag og sýndu vinnufé- lögum tillitssemi. Fjöl- skyldumál getur valdið frestun á ferðalagi. Meyja (23. ágúst - 22. septemberl Hikaðu ekki við að leita að- stoðar við lausn verkefnis í vinnunni ef með þarf. Ást- vinur er eitthvað miður sín í kvöld. (23. sept - 22. október) Bilun í tækjabúnaði getur valdið þér töfum í dag. Sum- ir bjóða ástvini út að borða í kvöld. Aðrir geta átt von á gestum. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Gættu þess að mæta stund- víslega á áríðandi fund í dag. Einbeittu þér í vinnunni og sinntu nauðsynlegum bréfaskriftum. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Eitthvað gæti farið úrskeiðis ef þú ert ekki með hugann við það sem þú ert að gera. Þú getur gert góð kaup í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Of mikil stjómsemi getur spillt góðu sambandi við vinnufélaga. Vinir gætu komið í heimsókn á óheppi- legum tíma í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Sýndu aðgát í umferðinni í dag og farðu í öllu að settum regium. Þú átt erfitt með að finna lausn á vandamáli í vinnunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’S* Ummæli einhvers í vinnunni geta valdið gremju hjá þér. Reyndu samt að forðast ágreining. Láttu innkaupin bíða. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 DÝRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI UÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK Þakka þér fyrir leikinn Kalli! Svaka gaman ... Héðan í frá verð ég Ég skemmti mér vel ... Þið heimilishundur... skemmtuð ykkur líka, var það ekki? BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Þrisvar á ári efna Bandaríkjamenn til hálfs mánaðar bridshátíðar. Þeir tala sjálfur um vor-, sumar- og haustleika. Þátttakendur skipta tugum þúsunda og er spilað í öllum mögulegum „greinum". Þrjú sveitakeppnismót njóta mestrar virðinga, kölluð Reisinger, sem er spilað á haustleikunum, Spingold, sem fer fram á vorin, og Vanderbilt á sumarleikunum. Það er sjaldgæft að sama sveitin vinni tvö af þessum stórmótum á sama keppn- istímabili, en það gerðist í sumar og haust. Þar voru að verki gamalreyndar kempur, Hamman/Wolf, Meekstroth/ Rodwell og Nickel/Freeman. Spil dags- ins kom upp í úrslitaleik Reisingerkeppn- innar, sem var á milli sveita Nickells og Cayne. Útreikningsformið er með „Board-a-Match“ sniði, sem þýðir að hvert spil gefur ekkert, eitt eða tvö stig. Gildir einu hver munurinn á tölunum er alveg eins og í tvímenningi. Óvæntur yfirslagur er því dýrgripur. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ G42 VD874 ♦ ÁG6 ♦ 1065 Vestur ♦ D10975 V10 ♦ 432 ♦ G843 Suður Austur ♦ Á863 V 963 ♦ KD95 ♦ K9 ♦ K V ÁKG52 ♦ 1087 ♦ ÁD72 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: spaðatía. Á öðru borðinu tók Hamman 10 slagi í 4 hjörtum. Hinum megin var iiðsmaður Cayne, Mark Lair, sagnhafí í sama samningi gegn Meckstroth og Rodwell. Og fékk 11 slagi og stigin tvö. Það gerðist þannig. Rodwell tók fyrsta slaginn á spaðaás og skipti yfír í laufkóng. Lair átti þann slag á ásinn, spilaði trompi þrisvar og endaði heima. Spilaði síðan smáu laufí undan drottningunni að tíu blinds. Nú var Meckstroth í vanda. Makker hans gat vel átt drottninguna blanka eftir og þá var ekki gott að stinga upp gosanum. Hann ákvað því að dúkka, enda taldi hann að slagurinn kæmi til baka á tígul ef suður ætti laufdrottn- ingu. En það gerðist ekki. Lair fékk sem sagt slaginn á lauftíu og notaði innkom- una til að trompa spaða. Spilaði síðan laufdrottningu og trompaði lauf. Sú að- gerð. hafði lamandi áhrif á Rodwell í austur. Hann varð að halda í KDx í tígli og neyddist því til að henda spaða. Þá stakk Lair síðasta spaðann og lét síðan tígultíuna rúlla yfir til austurs. Tveir síðustu slagirnir komu því á ÁG í tígli. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Alþjóðlega mótið í Hastings í Englandi fór fram um áramótin að venju. Þessi staða kom upp á mótinu í skák stórmeistaranna Johns Nunns (2.605), sem hafi hvítt og átti leik, og Indveijans Divyiendus Baruas (2.510). Svartur lék síðast 30. — He8-e6. 31. Hh8+! - Bxh8, 32. Bh6+ - Ke7, 33. Hxf7+ og svartur gafst upp því hann tapar bæði drottn- ingunni og biskupnum á h8. Mót- ið í Hastings var ekki eins öflugt og oft áður. Urslit urðu þessi: 1. Munn 7 v. af 9 mögulegum, 2. Krasenkov, Póllandi 6‘/2 v. 3.-5. Arakhamia, Georgíu, Sadler og Kennigan 4‘/2 v. 6.-8. Hebden, I. Gurevich, Bandaríkjunum og Ro- gers, Ástralíu 4 v. 9.-10. Barua og Sjérbakov, Rússlandi 3 v. I áskorendaflokknum sigraði Rússin Mirón Sher með 7 Vi v. af 9, en næstir komu Skotinn McNab og Rússinn Jakovitsj með 7 v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.