Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 49 Islensk meðferðarstöð fær stuðning frá Tuborg ^ Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíösdóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. ÁFENGISMEÐFEItÐARMIÐSTÖÐ á Friðriksbergi við Kaupmanna- höfn, sem rekin er af tveimur Islendingum, hlaut í síðustu viku viður- kenningu og framlag upp á sem samsvarar 500 þúsund íslenskum krónum úr Tuborgsjóðnum danska. Þau Guðrún Islandi og Gizzur Helgason, sem reka stöðina, tóku við framlaginu og sögðu við það tækifæri að það væri þeim kærkomið að fyrirtækið styddi á þennan hátt við starfsemi þeirra. Árangur stöðvarinnar hefur áður verið metinn sem mjög góður af dönskum yfirlækni. Við afhendinguna sagði Thomas Sörensen skrifstofustjóri Tuborg- sjóðsins að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hitti þau Guðrúnu og Gizzur, því sjóðurinn styrkti meðferðarstöðina, þegar starfsemin hófst þar 1990. Sjóðurinn er í eigu Tuborg-brugghússins, sem bæði bruggar bjór og framleiðir gos- drykki, en Thomas Sörensen sagði að í fyrirtækinu væru menn ekki smeykir við að vera ásakaðir um tvöfeldni, því þó þar væri vissulega stór hluti teknanna fenginn með áfengi, þá hefðu þeir lengi leitast við að gæta hófs í markaðssetn- ingu. Á sínum tíma hefði fyrirtækið lagt niður fyrir sér reglur um hvern- ig þeir færu að í auglýsingum sínum og þær reglur hefðu síðan orðið fyrirmynd áð danskri reglugerð um áfengisauglýsingar. Varðandi starfsemi stöðvarinnar sagði Thomas Sörensen að það sem hann og fleiri mætu mest væri að í meðferð, sem áfengissjúklingum er boðið upp á þar, væru aðstand- endur teknir með. Allir sem eitthvað hefðu kynnst áfengissjúklingum vissu að þó þeir ættu við mikil Skíðlogar Morgunblaðið/Júlíus MIKILL eldur logaði í húsinu þegar slökkviliðið kom að. Grettisgata 30 skemmdist mikið í eldi Ibúar ekki heima þeg- ar eldur blossaði upp ELDUR kom upp í húsinu að Grettisgötu 30 aðfaranótt sunnudags og var slökkviliðinu tilkynnt um eldinn kl. 1.52. Miklar skemmdir urðu á húsinu. Enginn íbúa var heima þegar eldurinn kom upp. Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði eldur út um glugga á forhlið og bakhlið 1. hæðar. Húsið er for- skalað timburhús, lqallari, hæð og ris. Reykkafarar fóru inn í húsið og leituðu af sér allan grun um fólk í húsinu og réðust til atlögu við eldinn. Greiðlega gekk að ráða nið- urlögum hans, en slökkviliðið var með vakt við húsið fram til kl. 10.30 á sunnudag. Eldur blossaði einu sinni upp að nýju um nóttina, en vel gekk að slökkva hann. í húsinu að Grettisgötu 30 bjó ein fjölskylda, en hún var ekki heima. Hús hennar er mikið skemmt. vandamál að etja, væri vandi að- standenda oft engu minni, en um leið væru þeir oft einangraðir með hann. Um árangurinn sagði Thom- as Sörensen að ánægjulegt væri að sjá að kannanir óvilhallra aðila sýndu að hann væri sérlega góður og því væri það Tuborgsjóðnum ánægjuefni að geta stutt við starf- semina. Sex af hverjum tíu fá bata í haust var kunngerð athugun, sem Niel Björum yfirlæknir hefur gert á árangri meðferðarstöðvar- innar. Niðurstaða hans var að með Minnesota-aðferðinni, sem stöðin notar, tækist að ná sambandi við og hjálpa sjúklingum, sem aldrei kæmu á afvötnunarstöðvar hins opinbera. Niðurstaða hans var að sex af hveijum tíu fengju bata. Gizzur Helgason sagði að eftir þessa könnun hefði aukist að heim- ilislæknar vísuðu áfengissjúkling- um til meðferðar á stöðinni, en sagði að þau Guðrún gætu ekki leynt vonbrigðum sínum hvað varð- aði afstöðu hins opinbera heil- brigðiskerfis til stöðvarinnar. Ekki væri enn hægt að velja á milli að fara í áfengismeðferð á afvötnunar- stöðvum hins opinbera og svo hjá meðferðarstöðinni, þó það væri ekki dýrara, en eftir því sem stöðin og árangur hennar yrði betur kynnt, vonuðust þau til að þessi afstaða breyttist. Gizzur sagðist hafa fengið fyrir- spurn hjá íslenskum áfengissjúki- ingi, búsettum í Danmörku, hvort. íslensk heilbrigðisyfirvöld gætu greitt fyrir meðferð hjá stöðinni, líkt og gert er fyrir áfengissjúklinga á íslandi. Á íslandi er meðferðin dýrari, því sjúklingarnir eru lagðir inn, en meðferðarstöðin hér er rek- in sem göngudeild. Gizzur sagðist ekki vita hver niðurstaðan yrði, en sagðist vonast til að íslensk heil- brigðisyfirvöld sýndu þessu skiln- ing. Eftir því sem reynsla meðferðar- aðila stöðvarinnar eykst, hefur komið í ljós að fleiri sjúklingar geta notið góðs af meðferðinni en í fyrstu var talið. Framan af var ekki tekið við sjúklingum, sem misnotuðu lyf, samhliða áfengisneyslu, en Gizzur sagði að ef ekki væri um samfella misnotkun að ræða, væri hægt að aðstoða þessa sjúklinga. Einnig sagði hann að samvinna hefði tek- ist við sjúkrahúsið á Friðriksbergi, þar sem meðferðarstöðin er til húsa, um að sjúklingar legðust þar inn í nokkra daga, meðan verið væri að hreinsa líkama þeirra af lyfjum, svo þeir gætu byrjað áfengismeðferðina lyfjalausir. Bjarni Ólafsson og Margrét Vigfúsdóttir. Hættir sem stöðv- arstjóri eftir 34 ár Ólafsvík. BJARNI Ólafsson lét af starfi stöðvarstjóra Pósts og síma nú um áramótin, vegna aldurs, eftir 34 ára þjónustu. Við stöðunni tók Margrét Vigfús- dóttir sem starfað hefur á stöðinni undanfarin ár. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraun Kopavogi, sími 371800 ^ vrsA 18.1. 1994 Nr 367 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543 3700 0009 7116 4543 3718 0006 3233 4546.3912 3256 0090 4842 0308 1995 3028 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRIA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57“ 4941 32“ Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind korf úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta korl og visa á vágest. Höfðabakka 9 • 112 Reykjavik Simi 91-671700 W* V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! MMC Pajero V-6 '91, grár/blár, sjálfsk., ek. 52 þ., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu o.fl. V. 2.2. millj., sk. á ód. Volvo 440 GLT '89, svartur, 5 g., ek. 80 þ., álfelgur, rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. Toyota 4Runner EFI '85, rauöur, 5 g., ek. 113 þ.( sérskoðaður, 35“ dekk, 4:10 hlut- föll, sóllúga o.fl. Gott eintak. V. 1080 þús. MMC Lancer GLXi '93, hvítur, sjálfsk., ek. 15 þ., rafm. í rúðum, hiti í sætum, . V. 1300 þús. Ford Orion CIX '92, hvítur, 5 g., ek. 35 þ. V. 870 þús. Allar nánari upplýsingar fást hjá módelsamtökunum í símum 643340 0g687480 Unnur Arngrímsdóttir. MMC Pajero langur DT ’92, 5 g., ek. 73 þ., sóllúga, álfelgur, rafm. í rúðum, centr- al læs., 33“ dekk, upphækkaður o.fl. V. 3.2 millj., sk. á ód. Mazda 323 1500 station '89, hvítur, 5 g., ek. 106 þ. V. 620 þús. Toyota Carina XL '91, rauður, sjálfsk., m/overdrive, ek. 46 þ. V. 1120 þús. MMC Pajero langur, bensín '88, 5 g., ek. 102 þ., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1390 þús., sk. á ód. VW Jetta GL '87, sjálfsk., ek. 98 þ. V. 480 þús. Nissan Sunny Coupe 1500 SGX '88, rauð- ur, 5 g., ek. 104 þ., álfelgur. V. 590 þús. Mazda 323 1500 GLX Sedan '87, 5 g., ek. 97 þ. v. 420 þús. Daihatsu Charade CX ’88, 5 dyra, rauð- ur, 4 g., ek. 71 þ. V. 390 þús. Toyota Corolla Touring 4x4 GLi '91, 5 g., ek. 47 þ. V. 1250 þús. Suzuki Vitara JLXI ’91, rauður, 5 g., ek. 49 þ. V. 1290 þús. Renault 19 GTS '92, rauður, 5 g., ek. 28 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 960 þús. Suzuki Swlft GTi ’88, rauður, 5 g., ek. 73 þ., samlitir stuðarar o.fl. Gott eintak. V. 530 þús. Toyota 4Runner V-6 '91, grár, 5 g., ek. 35 þ., rafm. í öllu, sóllúga o.fl. V. 2,4 millj., sk. á ód. Cherokee Laredo 4.0L '90, 5 g., ek. 68 þ. Fallegur jeppi. v. 1980 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade TX ’84, sjálfsk., ek. 83 þ. km., sóllúga. Góður bfll. V. 170 þ. Flat Uno 45 S '92, 5 g., ek. 30 þ. km. V. 500 þ. stgr. Nissan Sunny 1.6 SR ’93, 3ja dyra, 5 g., ek. 17 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl. V. 1150 þ. Sk. á ód. NÚTÍÐ - FAXAFENI 14 - SÍMI 687480 Fjölbreytt námskeiðahald fyrir alla, ungar stúlkur, dömur og herra á öllum aldri og verðandi sýningarfólk. Byrjar í næstu viku. Kennum aöeins um helgar, aldrei á kvöldin. Hvaöa hópur hentar þér??? j Herrar á öllum aldri Framkoma Fataval Hrelnlæti Hárgreiðsla Borðsiðir Mannleg samskipti Ganga Mæting 4 skipti 1 Ungar stúlkur 13-16 ára Snyrting Framkoma Fatavai Hreinlæti Borösiöir Mannleg samskipti Ganga > Mæting 6 skipti 4 Ungar stúlkur 13 ára og eldri Sjálfsvörn NYTT-NÝTT Sjálfsvörn Mæting 3 skipti "J Ungar konur á öllum aldri Snyrting Hárgreiösia Framkoma Borðsiðir Fataval Hreinlæti Gestaboð Mannleg samskipti Mæting 6 skipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.