Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994
39
Minning
Alfreð Möller
Fæddur 30. desember 1909
Dáinn 10. janúar 1994
Dags er geislar dofna
dauðinn hraðar fðr
sælt er að mega sofna
með sigurbros á vör.
Minning manninn lifír
að mold þó hverfi hann
auga þínu yfír
eldur lifsins brann.
(G.K.)
Þessar ljóðlínur komu mér í hug
við fráfall tengdaföður míns hins
mæta manns, Alfreðs Möllers.
Alfreð Möller var fæddur í Mið-
húsum í Óslandshlíð í Skagafirði,
sonur Jónu Sigurbjargar Rögn-
valdsdóttur og Christians Ludvigs
Möllers, verslunarmanns og lög-
regluþjóns á Siglufirði. Hann var
elstur átta barna þeirra hjóna.
Alfreð kvæntist 16. október
1937 Friðnýju S. Baldvinsdóttur
frá Stóra-Eyrarlandi við Akureyri.
Þeim varð sex barna auðið. Þau
eru Lucinda Gígja, gift undirrituð-
um, Halldóri Hallgrímssyni; Páll
Geir, kvæntur Gerði Guðvarð-
ardóttur; Súsanna Jóna, var gift
Einari Guðnasyni; Erla Elva, sam-
býlismaður hennar er Sverrir Sig-
urvinsson; og Jóhann Gunnar,
kvæntur Stefaníu Hauksdóttur.
Afabörnin eru 15 og langafabörnin
23.
Fyrstu kynni okkar Alfreðs urðu
þegar dóttir hans, núverandi eigin-
kona mín, Gígja, kynnti mig sem
unnasta sinn, en þá sagði Alfreð:
„Ég hef aldrei ráðið neitt við stelp-
una og ég býst við að þú gerir það
ekki heldur.“ Þannig kom hann
fram, fullur af hreinskilni alla tíð,
hreinskilni sem var blönduð
skemmtilegri kímni.
Þegar litið er yfir farinn veg er
margs að minnast, svo sem
ánægjustunda á heimili þeirra
hjóna Friðnýjar og Alfreðs. Þegar
fjölskyldan kom saman tók Friðný
fram „mandólínið", bömin sín
hljóðfæri og lagið var tekið. Hjá
þeim hjónum var gestrisni og
hjartahlýja í fyrirrúmi, sem yijaði
okkur sem þar bar að garði. Alfreð
var bóngóður maður er vildi leysa
hvers manns vanda er til hans leit-
aði, en vildi sem minnst um það
tala.
Alfreð var félagslyndur maður
og nutu mörg félög krafta hans.
Hann var völundur til handa, sem
margir gripir bera vitni um, svo
sem Atla-stöngin og Alfreðs-
stöngin, sem hann gerði og gaf
sem verðlaunagripi fyrir sjó-
mannadaginn.
Friðný lést 22. apríl 1988 og
var það mikið áfall fyrir Alfreð og
fjöldskylduna. Má segja, að hann
hafi ekki verið samur maður eftir.
Börnin og fjölskyldur þeirra reyndu
að létta honum missinn eins og
hægt var, en ljósið í lífi hans var
slokknað.
Ég vil fyrir hönd tengdabarna
Alfreðs og Friðnýjar þakka fyirr
samfylgdina og allt sem þau gáfu
okkur.
Yndi er að eiga
ást og fórnarblóð,
þín margir sakna mega
er meta verkin góð.
Þér ég þakkir færi
þín var kynning hlý.
Vík nú, vinur kæri,
verksvið inn á ný.
(G.K.)
Halldór Hallgrímsson.
Við viljum með nokkrum orðum
minnast afa okkar, Alfreðs Möller,
sem lést 10. janúar síðastliðinn,
84 ára að aldri.
Allt frá því að amma okkar,
Friðný S. Baldvinsdóttir, lést, í
apríl 1988, hefur afi viljað komast
Minning
Guðmunda Margrét
Kristjánsdóttir
Fædd 3. september 1915
Dáin 10. janúar 1994
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kvedja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Elsku amma. Nú þegar þú ert
farin, hugsum við til baka og efst
í huga okkar er þakklæti fyrir að
hafa átt þig sem ömmu.
Það var alltaf gott að koma á
hlýlega heimilið ykkar afa, þar sem
ilmurinn af nýbökuðu brauði tók á
móti okkur, og þar voru í uppáhaldi
kanelsnúðarnir, sem engin gerði
eins vel og þú, amma.
En eftir því sem árin færðust
yfir og þú minnkaðir baksturinn,
þá var það alltaf eitthvert annað
góðgæti sem rétt var að okkur.
Sjaldan settist þú niður aðgérða-
laus, pijónarnir voru alltaf innan
seilingar, og vel hafa yljað okkur
sokkarnir og vettlingarnir, sem þú
hefur fært okkur í gegnum árin.
Það var allt svo myndarlega gert
sem þú tókst þér fyrir hendur, og
þó kraftarnir væru farnir að dvína
hin síðustu ár léstu það ekki hindra
þig í því að búa til fallega hluti.
Dúka, svuntur, boli og annað sem
þú málaðir svo fallega og gafst
okkur, munum við varðveita, ásamt
öllum góðum stundunum sem við
höfum átt með þér.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku afi, við sendum þér hug-
heilar samúðarkveðjur, minningu
um góða ömrnu munum við geyma
í hjörtum okkar.
Elsku amma, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Hvíl þú í friði.
Gréta, Inga, Jóhann
og Eyþór Snær.
til hennar og nú hefur hann fengið
ósk sína uppfyllta. Afi átti erfitt
með að tjá tilfinningar sínar en við
vissum og fundum þá að missir
afa var mikill, því upp frá því var
eins og lífsljós hans tæki að dofna.
Nú eru þau, afi og amma, lbks
saman á ný.
Afi hefur í gegnum árin fylgst
vel með okkur afabömunum. Hann
var ef til vill ekki mikill barna-
karl, en hafði þó áhuga á flestu
því sem við krakkamir tókum okk-
ur fyrir hendur. Hann fylgdist með
okkur í leik og starfi og nú sein-
ustu árin hafði hann sérstaka
ánægju af því að fylgjast með
yngstu börnunum og langafabörn-
unum. Afi vildi gjarnan hafa fjöl-
skylduna í kringum sig. Við sem
eldri erum munum eftir fjölskyldu-
útilegunum þar sem hljóðfærin
voru dregin fram og mikið sungið,
en söngurinn' var einmitt eitt af
áhugamálum afa okkar. Öll mun-
um við skemmtilegar stundir á
heimili afa og ömmu en þangað
var alltaf gott að koma.
Afi fylgdist alla tíð vel með öll-
um tækninýjungum og var fljótur
að tileinka sér þær. Hann var t.d.
kominn á níræðisaldur þegar hann^_
festi kaup á gevihnattadiski og'
stytti það honum stundir síðústu
árin.
Nú er elsku afi horfinn okkur
um stund en minningarnar ljúfar
lofa góðan endurfund.
Við þökkum þér alla ástúð
á umliðnu tímans safni.
Við kveðfjum með klökkum huga
við kveðjum í drottins nafni.
(H.H.)
Afabörn.
AEG
Vampyr 730
kraftmikil
1300 wött
dregur inn
snúruna,
2 fylgihlutur,
Litur: Ijósgrá.
Réttveró 12.520/-
Tilbob stgr.
9.990,-
AEG
Vampyr 763i ►
1300 wött/
stillanlegur sogkraftur,
dregur inn snúruna,
innbyggb fylgihluta-
geymsla.
Litur: Ljósgrá.
Réttverö 15.210,-
Tilboö stgr.
12.710,-
AEG
ismet
AEG
VELDU l>ÉR TÆKI SEIVI ENDAST !
Hjó Brædrunum Ormsson bjóðast þér góðar ryksugur
ó sérstöku tilboðsvcrði
Umboðsmenn Reykjavík
og nágrennl:
BYKO Reykjavík, Hafnarfiröi
og Kópavogi
Byggt & Búiö, Reykjavík
Brúnás innréttingar.Reykjavík
Fit, Hafnarfiröi
Þorsteinn Bergmann.Reykjavík
H.G. Guöjónsson, Reykjavik
Rafbúöin, Kópavogi.
Vesturland:
Málningarþjónustan, Akranesi
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi
Blómsturvellir, Hellissandi
Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi
Ásubúö.Búöardal
Vestfiröir:
Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi
Edinborg, Bíldudal
Verslun Gunnars Sigurössonar
Þingeyri
Straumur.ísafiröi
Noröurland:
Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík
Kf. V-hún., Hvammstanga
Kf. Húnvetninga, Blönduósi
Skagfiröingabúö, Sauöárkróki
KEA, Akureyri
KEA, Dalvfk
Bókabúö, Rannveigar, Laugum
Sel.Mývatnssveit
Kf. Þingeyinga, Húsavík
Urö, Raufarhöfn
Austurland:
Sveinn Guömundsson, Egilsstööum
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi
Stál, SeyðisfirÖi
Verslunin Vik, Neskaupsstaö
Hjalti SigurÖsson, Eskifiröi
Rafnet, Reyöarfiröi
Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi
KASK, Höfn
Suðurland:
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli
Mosfell, Hellu
Árvirkinn, Selfossi
Rás, Þorlákshöfn
Brimnes, Vestmannaeyjum
Reykjanes:
Stapafell, Keflavík
Rafborg, Grindavik.
«33^
Um land allt!
A£6 Rykbomba...
...nú bjóðast allar tegundir
AEG ryksuga a sérstöku tilboðsverði
Heimilistæki og handverkfæri
desít
Heimilistæki
Heimilistæki
Heimilistæki
Hnífar
ZWILLING :
J.A. HENCKELS I
Bílavarahlutir - dieselhlutir
Vampyr761i ►
1300 wött,
stillanlegur sogkraftur,
dregur inn snúruna,
innbyggd fylgihluta-
geymsla.
Litur: Rauð.
Réttverb 15.210,-
Tilboö stgr.
12.710,-
1LBO0 TILBOÐ TiLBOB TILBOO TILBOO TiU
TILBOO TIU
DIORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820
Umboðsmenn um land allt
Vampyr 821
1300 wött/ stillanlegur
sogkraftur,
dregur inn snúruna,
innbyggb fylgihluta-
geymsla.
Litur: Grá.
Rétt veró 17.618,-
Tilbob stgr.
13.490,-