Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Vinnslustöðin í Eyjum EES eykur framlegð um 50 millj. SIGHVATUR Bjarnason fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum segir að vinnsla fyrirtækisins á salt- fiski í neytendapakkningum fyrir Frakklandsmarkað verði í það minnsta tíföld á við það sem hún var á liðnu ári, vegna nýrra möguleika sem opnast. hafa í kjölfar gildistöku EES. Hann áætlar að framlegð fyrir- tækisins aukist um 50 millj. kr. á ári vegna EES. „Nú í janúar framleiðum við meira af söltuðu flökunum í lofttæmdum umbúðum en á öllu árinu í fyrra,“ sagði Sighvatur. „Ég áætla að saltfiskframleiðslan í neyt- endapakkningum fyrir Frakklands- markað, verði að minnsta kosti tí- föld á við það sem hún hefur ver- ið,“ sagði Sighvatur. „Það sem fyrst og fremst breytist, er að toilurinn fellur niður af söltuðu flökunum, en hann var 20%, en engtnn tollur var á útvötnuðu flökunum." Sighvatur sagði að hann sæi einnig fyrir sér' aukinn útflutning frá Vestmannaeyjum af ferskum flökum inn á Evrópumarkað, nú "þegar tollar af slíkum innflutningi hefðu verið felldir niður vegna EES. „Vegna legu sinnar ættu Vestmannaeyjar að vera eina ver- stöðin sem gæti nýtt sér ferskfisk- markaðina í einhveiju magni með gámaútflutningi í ferskum flökum," sagði hann. Sjá bls. 31: „Tífalda .. “ Morgunblaðið/Sigurgeir Aðgerð í Kúttmagakoti HJÓL fiskvinnslunnar snúast nú aftur og starfsfólkið í Kúttmagakoti í Vestmannaeyjum hafði nóg að gera í aðgerðinni eftir að verkfall sjómanna hafði verið stöðvað með bráðabirgðalögum á föstudagskvöld. Unnið var bæði laugardag og sunnudag og hér er verið að gera að afla Sigurbáru VE, sem fékk 6 tonn í netin eftir nóttina, en þeir eru með fá net í sjó enda báturinn af minna taginu. í Kúttmagakoti er aðgerðarþjón- usta fyrir báta, sem síðan selja fiskinn á mörkuðunum. Talinn týnd- ur en fannst af tilviljun Blönduósi BJÖRGUNARSVEITIR á Blönduósi voru kallaðar út um hágegisbil í gær til að svipast um eftir tveimur mönnum, sem fóru frá Hveravöllum á jeppa- bifreið kl. 13.30 í fyrradag. Björgunarsveitarmenn fóru strax á átta jeppum með snjó- sleða upp úr Vatnsdal og Blöndudal til leitar. Það var svo um kl. 15.30 í gær að lögreglan á Blönduósi rakst á hin týnda jeppa við bæinn Geitaskarð í Langadal fyrir tilviljun en þá voru fjallafarar á leið til Reykjavíkur frá Hofsósi. Lögreglunni á Blönduósi barst fyrirspurn frá bróður annars þeirra sem í jeppanum var hvort vart hefði orðið við ferðalangana á Blönduósi í fyrradag eða gær- morgun. Var talið að mennirnir tveir sem í jeppanum voru hafi ætlað á Blönduós og þaðan til Reykjavíkur. Það var svo fyrir ai- gjöra tilviljun og árvekni að lög- reglumaður á eftirlitsferð í Langadal mætir jeppanum sem saknað var og var hann þá á leið til Reykjavíkur frá Hofsósi. Ef lög- reglan hefði ekki mætt jeppanum þá hefðu björgunarmenn verið að leita langt fram á kvöld í gær. Mennirnir voru með CBS talstöð sem að sögn lögreglunnar á Blönduósi dugar skammt við þess- ar aðstæður. Jón Sig. Vopnaleitargjald hækkar um 50% GEFIN hefur verið út ný gjaldskrá í utanríkisráðuneytinu fyrir vopna- leit í Leifsstöð sem gildir frá 1. febrúar nk. Gjaldið hækkar þá úr 60 krónum í 90 og er það 50% hækkun. Einar Sigurðsson, upplýsingafull- trúi Flugleiða, segir forsvarsmenn fyrirtækisins óánægða með hversu hækkunin er mikil og hve fyrirvarinn að henni er skammur. Ríkisbankar hafa ákveðið vaxtabreytingar á föstudag Vextír óverðtryggðra útlána verða lækkaðir TALSMENN Búnaðarbankans boðuðu í gær 1,5—2 prósentu- stiga útlánsvaxtalækkun á föstudag og áður hafði stjórn Spari- sjóðabanka Islands tilkynnt vaxtalækkun sparisjóðanna upp á 0,5—1%. Tekin hefur verið ákvörðun um vaxtalækkun í Lands- banka en ekki hvað hún verður mikil. Ekki fengust upplýs- ingar í gær um fyrirætlanir í íslandsbanka. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra kallaði fulltrúa bankastjóma viðskiptabankanna á sinn fund í gær til að ræða Þremur Islendingum meinuð þátttaka í skotíþróttamóti Máttu ekki mæla lival- veiðum íslendinga bót ÞREMUR meðlimum í Skotsambandi íslands, sem voru þátttakendur á skotíþróttamóti í Lúxemborg í síðustu viku, hefur verið meinuð • þátttaka í móti sem haldið verður í Hollandi í byrjun febrúar. Ástæð- an er sú að forsvarsmenn mótsins segjast ekki geta leyft það að Islendingarnir mæli hvalveiðum íslendinga bót. Mennirnir þrír, Ölafur Jakobsson, Hannes Tómasson og Jónas Ilaf- steinsson, tóku þátt í skotíþrótta- mótinu RIAC ’94 í Lúxemborg og var um að ræða 3 mót í loftbyssu- greinum að sögn Þorsteins Ásgeirs-' sonar fararstjóra. Hann segir að þeir hafi náð góðum árangri á mót- inu og hafi farið þess á leit með óformlegum hætti að taka þátt í móti sem nefnist InterShoot og verður haldið í byijun febrúar í Hollandi. Á meðan á mótinu stóð í Lúxemborg kynnti fararstjórinn sjónarmið hvalveiðiþjóða með kynn- ingarbæklingum og með því að sýna kafla úr sjónvarpsmyndum Magn- úsar Guðmundssonar á 6 metra háum skjá. í símbréfi frá móts- höldurum í Hollandi segir að ekki sé unnt að bjóða Islendingunum til þátttöku því Hollendingar geti ekki leyft þeim að mæla hvalveiðum bót. vaxtamál í kjölfar harðrar gagn- rýni forsætisráðherra á bankana sem fram kom um helgina. Eftir fundinn sagðist Sighvatur hafa ástæðu til að ætla að bankar og sparisjóðir myndu lækka verulega óverðtryggða útlánsvexti á föstu- dag en þá er næsti vaxtabreyt- ingadagur bankanna. Innláns- vextir muni hins vegar ekki lækka og því minnki vaxtamunur. „Ég sýndi bankastjórunum þeirra eigin ákvarðanir um raun- vexti bankanna í verðtryggða kerfinu, sem hafa farið lækkandi, og hins vegar ákvarðanir þeirra sjálfra um raunvexti í nafnvaxta- kerfinu, sem hafa farið hækk- andi, og benti þeim á að ekkert samræmi væri þar á milli,“sagði Sighvatur. “Við ræddum ýmis önnur mál eins og möguleika þeirra til að draga úr ýaxtamun og um líklegar ákvarðanir næsta föstudag og lagði þunga áherslu á að menn gerðu þar heldur meira en minna til að þessi mál leysist á öllum vígstöðvum," sagði Sig- hvatur. Sjá bls. 4: „Treysti að ...“ Fimm hrepp- ar Dalasýslu sameinast FIMM hreppar í Dalasýslu munu sameinast 11. júní og verður kosið til hreppsnefndar hins nýja sveit- arfélags í sveitarstjórnakosning- unum í vor. Hrepparnir fimm eru Laxárdalshreppur (Búðardalur og nágrenni), Hvammshreppur, Fellsstrandarhreppur, Haukadals- hreppur og Suðurdalahreppur. íbúar hreppanna fimm samþykktu sameiningu allra hreppa Dalasýslu í atkvæðagreiðslunni 20. nóvember. Sameiningin var felld í tveim nyrstu hreppunum, það er Saurbæjarhreppi og Skarðshreppi. Þar sem tillagan var samþykkt í meira en tveimur þriðju hluta sveitarfélaganna hafa hreppsnefndirnar fimm heimild til að sameina hreppana án nýrrar at- kvæðagreiðslu. Þær náðu samkomu- lagi á þessum grundvelli og senda staðfestingu um ákvörðun um sam- einingu til félagsmálaráðuneytisins í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.