Morgunblaðið - 18.01.1994, Page 56

Morgunblaðið - 18.01.1994, Page 56
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Vinnslustöðin í Eyjum EES eykur framlegð um 50 millj. SIGHVATUR Bjarnason fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum segir að vinnsla fyrirtækisins á salt- fiski í neytendapakkningum fyrir Frakklandsmarkað verði í það minnsta tíföld á við það sem hún var á liðnu ári, vegna nýrra möguleika sem opnast. hafa í kjölfar gildistöku EES. Hann áætlar að framlegð fyrir- tækisins aukist um 50 millj. kr. á ári vegna EES. „Nú í janúar framleiðum við meira af söltuðu flökunum í lofttæmdum umbúðum en á öllu árinu í fyrra,“ sagði Sighvatur. „Ég áætla að saltfiskframleiðslan í neyt- endapakkningum fyrir Frakklands- markað, verði að minnsta kosti tí- föld á við það sem hún hefur ver- ið,“ sagði Sighvatur. „Það sem fyrst og fremst breytist, er að toilurinn fellur niður af söltuðu flökunum, en hann var 20%, en engtnn tollur var á útvötnuðu flökunum." Sighvatur sagði að hann sæi einnig fyrir sér' aukinn útflutning frá Vestmannaeyjum af ferskum flökum inn á Evrópumarkað, nú "þegar tollar af slíkum innflutningi hefðu verið felldir niður vegna EES. „Vegna legu sinnar ættu Vestmannaeyjar að vera eina ver- stöðin sem gæti nýtt sér ferskfisk- markaðina í einhveiju magni með gámaútflutningi í ferskum flökum," sagði hann. Sjá bls. 31: „Tífalda .. “ Morgunblaðið/Sigurgeir Aðgerð í Kúttmagakoti HJÓL fiskvinnslunnar snúast nú aftur og starfsfólkið í Kúttmagakoti í Vestmannaeyjum hafði nóg að gera í aðgerðinni eftir að verkfall sjómanna hafði verið stöðvað með bráðabirgðalögum á föstudagskvöld. Unnið var bæði laugardag og sunnudag og hér er verið að gera að afla Sigurbáru VE, sem fékk 6 tonn í netin eftir nóttina, en þeir eru með fá net í sjó enda báturinn af minna taginu. í Kúttmagakoti er aðgerðarþjón- usta fyrir báta, sem síðan selja fiskinn á mörkuðunum. Talinn týnd- ur en fannst af tilviljun Blönduósi BJÖRGUNARSVEITIR á Blönduósi voru kallaðar út um hágegisbil í gær til að svipast um eftir tveimur mönnum, sem fóru frá Hveravöllum á jeppa- bifreið kl. 13.30 í fyrradag. Björgunarsveitarmenn fóru strax á átta jeppum með snjó- sleða upp úr Vatnsdal og Blöndudal til leitar. Það var svo um kl. 15.30 í gær að lögreglan á Blönduósi rakst á hin týnda jeppa við bæinn Geitaskarð í Langadal fyrir tilviljun en þá voru fjallafarar á leið til Reykjavíkur frá Hofsósi. Lögreglunni á Blönduósi barst fyrirspurn frá bróður annars þeirra sem í jeppanum var hvort vart hefði orðið við ferðalangana á Blönduósi í fyrradag eða gær- morgun. Var talið að mennirnir tveir sem í jeppanum voru hafi ætlað á Blönduós og þaðan til Reykjavíkur. Það var svo fyrir ai- gjöra tilviljun og árvekni að lög- reglumaður á eftirlitsferð í Langadal mætir jeppanum sem saknað var og var hann þá á leið til Reykjavíkur frá Hofsósi. Ef lög- reglan hefði ekki mætt jeppanum þá hefðu björgunarmenn verið að leita langt fram á kvöld í gær. Mennirnir voru með CBS talstöð sem að sögn lögreglunnar á Blönduósi dugar skammt við þess- ar aðstæður. Jón Sig. Vopnaleitargjald hækkar um 50% GEFIN hefur verið út ný gjaldskrá í utanríkisráðuneytinu fyrir vopna- leit í Leifsstöð sem gildir frá 1. febrúar nk. Gjaldið hækkar þá úr 60 krónum í 90 og er það 50% hækkun. Einar Sigurðsson, upplýsingafull- trúi Flugleiða, segir forsvarsmenn fyrirtækisins óánægða með hversu hækkunin er mikil og hve fyrirvarinn að henni er skammur. Ríkisbankar hafa ákveðið vaxtabreytingar á föstudag Vextír óverðtryggðra útlána verða lækkaðir TALSMENN Búnaðarbankans boðuðu í gær 1,5—2 prósentu- stiga útlánsvaxtalækkun á föstudag og áður hafði stjórn Spari- sjóðabanka Islands tilkynnt vaxtalækkun sparisjóðanna upp á 0,5—1%. Tekin hefur verið ákvörðun um vaxtalækkun í Lands- banka en ekki hvað hún verður mikil. Ekki fengust upplýs- ingar í gær um fyrirætlanir í íslandsbanka. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra kallaði fulltrúa bankastjóma viðskiptabankanna á sinn fund í gær til að ræða Þremur Islendingum meinuð þátttaka í skotíþróttamóti Máttu ekki mæla lival- veiðum íslendinga bót ÞREMUR meðlimum í Skotsambandi íslands, sem voru þátttakendur á skotíþróttamóti í Lúxemborg í síðustu viku, hefur verið meinuð • þátttaka í móti sem haldið verður í Hollandi í byrjun febrúar. Ástæð- an er sú að forsvarsmenn mótsins segjast ekki geta leyft það að Islendingarnir mæli hvalveiðum íslendinga bót. Mennirnir þrír, Ölafur Jakobsson, Hannes Tómasson og Jónas Ilaf- steinsson, tóku þátt í skotíþrótta- mótinu RIAC ’94 í Lúxemborg og var um að ræða 3 mót í loftbyssu- greinum að sögn Þorsteins Ásgeirs-' sonar fararstjóra. Hann segir að þeir hafi náð góðum árangri á mót- inu og hafi farið þess á leit með óformlegum hætti að taka þátt í móti sem nefnist InterShoot og verður haldið í byijun febrúar í Hollandi. Á meðan á mótinu stóð í Lúxemborg kynnti fararstjórinn sjónarmið hvalveiðiþjóða með kynn- ingarbæklingum og með því að sýna kafla úr sjónvarpsmyndum Magn- úsar Guðmundssonar á 6 metra háum skjá. í símbréfi frá móts- höldurum í Hollandi segir að ekki sé unnt að bjóða Islendingunum til þátttöku því Hollendingar geti ekki leyft þeim að mæla hvalveiðum bót. vaxtamál í kjölfar harðrar gagn- rýni forsætisráðherra á bankana sem fram kom um helgina. Eftir fundinn sagðist Sighvatur hafa ástæðu til að ætla að bankar og sparisjóðir myndu lækka verulega óverðtryggða útlánsvexti á föstu- dag en þá er næsti vaxtabreyt- ingadagur bankanna. Innláns- vextir muni hins vegar ekki lækka og því minnki vaxtamunur. „Ég sýndi bankastjórunum þeirra eigin ákvarðanir um raun- vexti bankanna í verðtryggða kerfinu, sem hafa farið lækkandi, og hins vegar ákvarðanir þeirra sjálfra um raunvexti í nafnvaxta- kerfinu, sem hafa farið hækk- andi, og benti þeim á að ekkert samræmi væri þar á milli,“sagði Sighvatur. “Við ræddum ýmis önnur mál eins og möguleika þeirra til að draga úr ýaxtamun og um líklegar ákvarðanir næsta föstudag og lagði þunga áherslu á að menn gerðu þar heldur meira en minna til að þessi mál leysist á öllum vígstöðvum," sagði Sig- hvatur. Sjá bls. 4: „Treysti að ...“ Fimm hrepp- ar Dalasýslu sameinast FIMM hreppar í Dalasýslu munu sameinast 11. júní og verður kosið til hreppsnefndar hins nýja sveit- arfélags í sveitarstjórnakosning- unum í vor. Hrepparnir fimm eru Laxárdalshreppur (Búðardalur og nágrenni), Hvammshreppur, Fellsstrandarhreppur, Haukadals- hreppur og Suðurdalahreppur. íbúar hreppanna fimm samþykktu sameiningu allra hreppa Dalasýslu í atkvæðagreiðslunni 20. nóvember. Sameiningin var felld í tveim nyrstu hreppunum, það er Saurbæjarhreppi og Skarðshreppi. Þar sem tillagan var samþykkt í meira en tveimur þriðju hluta sveitarfélaganna hafa hreppsnefndirnar fimm heimild til að sameina hreppana án nýrrar at- kvæðagreiðslu. Þær náðu samkomu- lagi á þessum grundvelli og senda staðfestingu um ákvörðun um sam- einingu til félagsmálaráðuneytisins í vikunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.