Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1994 4- Eldar í kjölfar skjálftans ELDAR loguðu víða um Los Angeles í kjölfar jarðskjálftans, sem mældist 6,6 stig á richter. Kviknuðu eldarnir er gasleiðslur fóru í sundur og illa gekk að slökkva þá, þar sem vatnsæðir fóru einnig í sundur í skjálftan- um. Börðust slökkviliðsmenn við yfir 100 elda, sem loguðu víðs vegar um borgina en að minnsta kosti fimm manns fórust í bruna í Kaliforníuháskóla í Northridge í San Fernando-dalnum. A myndinni horfir par á verslana- miðstöð í Sherman Oaks brenna til kaldra kola meðan enn er dimmt af nóttu en jarðskjálftinn varð kl. 4.30 að staðartíma. JARÐSKJALFTI I LOS ANGELES Reuter Rankaði fyrst við mér í útidyrunum - segir Konráð J. Sigurðsson, sem býr rúma 6 km frá upptökum jarðskjálftans „Hér hristist enn allt,“ sagði Kon- ráð Jóhann Sigurðsson, hljóð- maður, sem býr í Westwood- hverfinu, rúma 9 km frá upptök- um jarðskjálftans í Los Angeles er Morgunblaðið ræddi við hann, tveimur tímum eftir stærsta skjálftann. Fjöldi eftirskjálfta fylgdu í kjölfar þess fyrsta og sagðist Konráð verða þeirra vel var. íbúar Los Angeles voru í fasta- svefni er jarðskjálftinn reið yfir en hrukku upp við bylgjuhreyfinguna og hávaðann sem fylgdi honum. Segist Konráð fyrst hafa rankað við sér i útidyrunum, fyrstu við- brögðin hafí verið að hendast fram úr og út. Fólk hafi flykkst út á götu á náttklæðunum, og margir verið miður sín úr hræðslu. „Bæði húsið og innanstokksmunir er skemmt, það molnaði úr veggjum og vatn flæddi af hæðunum fyrir ofan mig. Allir lausir hlutir fóru í gólfið, Iæst svalahurð spenntist upp og gólfið er þakið glerbrotum úr skápahurðum." Konráð J. Sigurðsson. Konráð sagði ástandið enn vera óþægilegt er rætt var við hann. „Allt hristist og skelfur, ég veit ekki hvort ég á að vera inni eða úti og hvort ég eigi að mæta til vinnu. Ég starfa sem hljóðmaður á ýmsum uppákomum og ég býst allt eins við því að hætt verði við allt slíkt vegna skjálftanna." TILBOÐ SEM SLÆR OLL ONNUR UT TAKMARKAÐAR BIRGÐIR DJ U PSTEI Kl NG ARPOTTU R FR 421 Stærri gerðin, mjög fullkominn. Hitaeinangraöur, gluggi og filterar. Alm. verð: 12.480 Tilboð: 9.980 Afsláttur: H AN DÞEYTARASETT Ml 101 Handþeytari með ýmsum fylgihlutum s.s. sprota, og veggfestingu. Þrír hraöar. Alm. verð: 4.970 Tilboð: 3.970 Afsláttur. KAFFIVEL CO 105 Kaffivél 90Ów, mjög fljótvirk og hitar vel. Litir: h\/ítt/svart/rautt/granít. Alm. verð: 4.530 Tilboð: 3.530 Afsláttur: ® SAMLOKUGRILL 5360 Mjög handhægt og fyrirferöarlítiö. Alm. verð: 4.830 Tilboð: 3.830 Afsláttur: BLACK&DECKER HANDRYKSUGA HC431 Sú kröftugasta og notadrýgsta. Ótrúlegur kraftur. Sogkraftur: 900 l/mín. og mjög langur gangtími. Alm. verð: 6.220 Tilboð: 5.220 Afsláttur:/, BLACK&DECKER HANDRYKSUGA HC425 Þetta er ekki bara kröftug ryksuga heldur einnig sérstaklega góð yatnsryksuga sem aldrei svelgist á. Alm. verð: 5.990 Tilboð: 4.490 Afsláttur:, BORGARLJOS K N AKRANESl - AKUREYRI - EGILSSTÖÐUM - ÍSAFIRÐI ■ KEFLAVÍK - REYKJAVÍK - SELFOSSI - HÖFN ÚTSÖLUSTAÐIR: Allar Borgarljós-keðjuverslanir - Árvirkinn, Selfossi - Borgarljós, Ármúla 15, Reykjavik - Lónið, Höfn - Radiovinnustofan, Akureyri - Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi - R.Ó Rafbúð, Keflavík - Straumur, (safirði - Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum - Byggt og Búið, Kringlunni - Hagkaup, Skeifunni og Kringlunni - Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn - Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli - K.V.H., Hvammstanga - Neisti, Vestmannaeyjum - Rafbúðin, Álfaskeiði, Hafnarfirði - Rafsjá, Sauðárkróki - Rás, Þorlákshöfn - Tónborg, Hamraborg, Kópavogi - Ósbær, Blönduósi - Öryggi, Húsavík. Reyndu að kaupa kjarnavopn LITLU munaði árið 1991 að umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace tækist að komast yfir kjarnorkusprengju, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Ny- heter. Segir blaðið að í væntan- legri bók eftir William Burrows og Robert Windrent komi fram að sovéskur hermaður í fyrrum Austur-Þýskalandi, sem hafði það verkefni undir höndum að gæta kjarnorkuvopna, hafi ætlað að selja samtökunum sprengju. Hermaðurinn var óánægður með hina pólitísku þróun í Sovétríkjun- um og bað prest um að koma sér í samband við Greenpeace. Bauð hann samtökunum kjarnorku- sprengju gegn peningagreiðslp og polítísku hæli í hlutlausu ríki á Vesturlöndum. Samningaviðræður stóðu í átta mánuði og átti afhendingin að eiga sér stað í septembermánuði 1991. í júlí hvarf hins vegar sovéski her- maðurinn og öryggisgæslu við her- stöðina í Alton-Grabow, þar sem vopnin voru geymd, var breytt, lík- lega vegna hinnar yfiivofandi valdaránstilraunar. Það sem vakti fyrir Greenpeace var að sýna fram á hættuna á að gjöreyðingarvopn færu á flakk í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.